Morgunblaðið - 31.05.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021 Framboðslistar flokkanna fyrirkosningarnar í haust eru hver af öðrum að taka á sig mynd og er hún misjöfn eins og gengur. Aðferðirnar við valið eru líka ólíkar. Sumir halda prófkjör og heppn- ast þau ýmist vel eða illa. Píratar héldu til dæmis fádæma léleg prófkjör, þar sem þátttaka var sára- lítil, jafnvel á þeirra mælikvarða. Þurfti tvær atrennur í einu kjördæminu til að koma henni nægi- lega vel yfir fjölda frambjóðenda til að ásættanlegt teldist. - - - Sjálfstæðisflokkurinn hélt tvöprófkjör um helgina og þar var þátttakan líkari því að stjórnmála- flokkur væri á ferðinni, ekki klúbb- ur sérvitringa. Þúsundir kusu, ekki tugir eða fáein hundruð. - - - Svo eru aðrir flokkar sem eruekki að ónáða flokksmenn með röðun á lista. Viðreisn er einn slíkur, en þar var tillögu um prófkjör sér- staklega hafnað, sem var líklega skynsamlegt þar sem ella hefði flokkurinn sennilega lent í svipuðum hremmingum og Píratar. - - - En þá tókst honum að koma sér íaðra klípu, sem átti ekki að vera hægt. Forystu flokksins tókst að móðga stofnandann og koma málum þannig fyrir að hann hafnaði sæti á lista. Ósættið snerist einkum um hvort honum hefði verið boðið annað sætið eða eitthvert annað sæti. - - - Þetta sýnir að pyttirnir leynastvíða þegar kemur að því að raða á lista, en það er ekki þar með sagt að flokksforysta þurfi að detta í þá alla. Eitthvert annað sæti STAKSTEINAR Benedikt Jóhannesson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Akrýlsteinn • Yfirborðsefni sem endist og upplitast ekki • Viðhaldsfrítt, slitsterkt og hitaþolið - endalausir möguleikar • Auðvelt að þrífa og gera við Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hljómsveitin Ólafur Kram er sig- urvegari Músíktilrauna árið 2021. Sveitin Eilíf sjálfsfróun varð önnur og Grafnár lenti í þriðja sæti. Tólf sveitir kepptu til úrslita sem fram fóru í Hörpu í fyrrakvöld. Sigurvegararnir fengu að laun- um hljóðverstíma, þátttökurétt á ýmsum tónlistarhátíðum hérlendis og úttektir í hljóðfæra- og tónlistar- verslunum. Sveitin Piparkorn var valin hljómsveit fólksins og Ólafur Kram fékk verðlaun fyrir texta- gerð á íslensku. Einnig voru veitt einstaklings- verðlaun: Halldór Ívar Stefánsson úr Eilífri sjálfsfróun var valinn söngvari ársins, Ívar Andri Bjarna- son úr sveitinni Sleem var valinn gítarleikari ársins, Guðmundur Hermann Lárusson úr Krownest var valinn bassaleikari ársins, Alex- andra Rós Norðkvist úr sveitunum Salamandra, The Parasols og Æsu var valin trommuleikari ársins, Magnús Þór Sveinsson úr sveitinni Piparkorn var valinn hljómborðs- leikari ársins og Júlíus Óli Jacobsen úr sveitinni Dopamine Machine var valinn rafheili ársins. Ljósmynd/Aðsend Músiktilraunir Hljómsveitin Ólafur Kram sigraði í úrslitum í fyrrakvöld. Ólafur Kram varð hlutskörpust í ár - Tólf sveitir í úrslitum Músiktilrauna Skin var milli skúra þegar í gær var farið í fyrstu skipulögðu gönguna undir merkjum Ferðafélags Borg- arfjarðarhéraðs. Þá kom fólk saman og gekk um Jafnaskarðsskóg við Hreðavatn í Norðurárdal. Þátttak- endur voru um 100 talsins og í þeirra hópi var meðal annars forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Ferðafélagið var stofnað í mars sl. og margt spennandi er framund- an í starfi þessa, segir forseti félags- ins, Gísli Einarsson sjónvarpsmað- ur. Til stendur að stika gönguleiðina upp á Hafnarfjall, en hún nýtur vin- sælda og er fjölfarin meðal Borg- nesinga. „Möguleikar til útivistar hér í Borgarfirði eru ótæmandi. Frábær- ar gönguleiðir eru í Skorradal og Húsafelli og svo á að bæta og merkja Vatnaleið, frá Hlíðarvatni í Hnappadal að Hreðavatni,“ segir Gísli Einarsson. sbs@mbl.is Forseti Íslands var með í fyrstu ferðinni Ljósmynd/Jón Heiðarsson Forsetar Gísli Einarsson og Guðni Th. Jóhannesson í Jafnaskarðsskógi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.