Morgunblaðið - 31.05.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.05.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Þegar Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti að Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir yrði dóms- málaráðherra fannst mér valið áhugavert og rökin sterk. Ég var hins vegar ekki viss um að svo ung- um einstaklingi væri greiði gerður að fara í svo vandasamt ráðherraembætti. Eftir að hafa fylgst með störfum dómsmálaráðherra verð ég hins vegar að segja að frammistaða hennar hefur farið langt fram úr þeim væntingum sem hægt var að hafa. Áslaug Arna hefur á þessum tíma sýnt það og sannað að hún hefur allt til brunns að bera til að gegna mikilvægu leiðtoga- hlutverki. Hún er kjörkuð en ekki fljótfær. Hún er vandvirk en ekki hrædd við að taka ákvarðanir. Hún hefur sterka pólitíska sýn en er ekki einstrengingsleg. Hún getur sætt ólík sjónarmið án þess missa sjónar á mik- ilvægum markmiðum. Hún horfir bjartsýn til fram- tíðar en hefur sterka jarðtengingu. Hún er gömul sál en ung í anda. Ég hef fylgst með af hliðarlín- unni og séð hve vel hún höfðar til nýrra kjósenda sem ganga til liðs við flokkinn til að veita henni stuðning. Þeir trúa því að hún sé vönduð og góð manneskja sem skynji og skilji kall tímans. Það er mikið lán þegar gott fólk gefur kost á sér í stjórnmálin og ekki sjálfsagt að ungar konur og karlar vilji feta þann veg. Kjörtímabilið sem senn er á enda hefur verið snúið og fram- undan eru þingkosn- ingar sem skipta miklu máli. Brýnasta verkefnið er að upp- ræta það mikla at- vinnuleysi sem skap- aðist vegna heimsfaraldurs og engin stefna er betur til þess fallin en hug- myndafræði Sjálfstæð- isflokksins. En til að stefna flokks- ins komist í framkvæmd þarf hann að höfða til enn breiðari hóps kjósenda en hann gerir nú. Hann þarf að sýna metnað, djörfung og dug. Hafa kjark til að velja for- ystu til framtíðar. Stórt skref í þá átt er að fólk um land allt taki þátt í prófkjörunum og styðji for- ystufólk sem getur sameinað ólíka krafta og skoðanir. Það er ekki síst mikilvægt í Reykjavík sem lengi vel var höfuðvígi flokksins á landsvísu. Áslaug Arna hefur ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í höf- uðborginni. Ég fagna því og hvet sem flesta til að veita henni öfl- ugan stuðning. Forysta til framtíðar Eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur Ásdís Halla Bragadóttir » Áslaug Arna hefur sýnt það og sannað að hún hefur allt til brunns að bera til að gegna mikilvægu leið- togahlutverki asdis@eva.is Í dag, 31. maí, er al- þjóðlegi tóbakslausi dagurinn. Fólk um víða veröld notfærir sér þennan dag til að láta verða af því að hætta að nota tóbak. Flestir sem nota tóbak dag- lega vilja gjarna hætta því og margir hafa oft reynt, en byrjað svo aftur. Oft vegna þess að markið er sett of hátt. Háleit markmið Spurðu sjálfa/-n þig: á kvarðanum 1-10, hversu líklegt er að ég verði al- gerlega tóbakslaus í eitt ár? Ef þú ert full- komlega viss um að það takist seturðu 9 eða 10 á skalann, nú þá er bara að óska þér til hamingju um leið og þú lætur slag standa. Raunsærri markmið Merkir þú við lægri tölu á kvarðanum, t.a.m. 6-8, settu þér þá raunsærri markmið. Til dæm- is: ef þú ert 90% viss um að þér takist að vera algerlega tóbakslaus í einn mánuð, þá skaltu halda þig við það. Þú getur síðan tekið nýja ákvörðun um að framlengja tóbakslausa tíma- bilið um einn mánuð í senn. Lægri markmið Finndu það markmið sem þú ert 90% viss um að standast þótt það sé ekki lengra en einn dagur í senn, eða ein vika. Taktu síðan ákvörðun um framhaldið í lok hvers tímabils. Stuðningur Sama hvaða markmið þú hefur sett þér; ef þú færð illviðráðanlega löngun í tóbak, mundu þá að það er hægt að kaupa nikótínlyf í öllum apótekum. Notaðu það eins lengi og þú þarft á því að halda. Einnig er sjálfsagt að skrá sig hjá Reyksímanum. Þar er í boði fyrsta flokks þjónusta þér að kostnaðarlausu. Símanúmer Reyk- símans er 800 60 30. Eftir Ásgeir R. Helgason Ásgeir R. Helgason » Flestir sem nota tób- ak daglega vilja gjarnan hætta því og margir hafa oft reynt, en byrjað svo aftur. Höfundur er dósent í sálfræði við HR og sérfræðingur hjá Krabbameins- félaginu. asgeir@krabb.is Slaufaðu tóbakinu áður en það slaufar þér Á vefsvæði Sam- taka atvinnulífsins, SA, birtist áhuga- verður pistill Hann- esar G. Sigurðssonar sem hann ritaði í hið ágæta rit Þjóðmál. Hannes er fyrrver- andi aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins og forvera þeirra með áratuga reynslu af gerð kjarasamninga á íslenskum vinnumarkaði. Pistill Hannesar er góð greinargerð, unninn upp úr skýrslu norsks sérfræðings í vinnuréttarmálum og kemur fátt á óvart í þeirri samantekt. Raunar er það svo að við lesturinn rennur manni kalt vatn á milli skinns og hörunds og um leið áttar maður sig á því að við búum við ósjálf- bært, úrelt og hreinlega gallað fyrirkomulag þegar kemur að gerð kjarasamninga. Það er um- hugsunarefni að vinnulöggjöfin sem starfað er eftir sé orðin rúm- lega 80 ára gömul og endurskoðun hafi síðast farið fram fyrir ald- arfjórðungi eða svo. Afleiðing- arnar þarf ekki að tíunda, aftur og aftur verða kollsteypur, óstöð- ugleiki og samdráttur. Allt afleið- ingar af kerfi sem gefur forystu launafólks endalausa möguleika á að beita kúgunum og ofbeldi til að knýja fram kjör sem fyrirfram er vitað að eru ósjálf- bær. Ábyrgðarleysi Það má vel halda því fram að þeir að- ilar sem áratugum saman gera slíka samninga, aftur og aftur, hvort sem um er að ræða sá kúgaði eða kúgarinn sjálfur, sýni mikið ábyrgð- arleysi þegar kemur að þjóðarhag. Þó Hannes G. Sigurðsson hafi helgað sig kjarasamningsgerð í störfum sínum, varað við og ver- ið óþreytandi við að rýna í fortíð- ina og meta áhrif gerðra samn- inga, þá ber hann sem virkur gerandi ábyrgð á óteljandi fjölda samninga sem hafa akkúrat inni- haldið það sem hann hefur varað við. Ábyrgðin er ekki síður forystu verkalýðshreyfingarinnar á hverj- um tíma. Fólks sem hefur misnot- að vinnulöggjöfina til að knýja fram á allskonar umbætur sem ættu fremur heima á hinu póli- tíska sviði. Svo rammt er að kveð- ið að dansinum lýkur sjaldnast fyrr en tekist hefur að beygja kjörna fulltrúa og ráðherra eftir vilja samningsaðila. Eitthvað sem ekki tíðkast í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við og viljum tilheyra. Merkið Svo óbilgjarnir eru samningsað- ilar að þeir koma sér ekki einu sinni saman um hvert þanþol at- vinnulífsins er á hverjum tíma. Forysta verkalýðshreyfingarinnar ræður til sín alræmdan talnakokk til að tína fram tölfræði sem hent- ar málstaðnum sem síðan er notuð til kröfugerðar. Ljóður er á því hversu hagtölur eru óáreiðanlegar á Íslandi og um mann hríslast aulahrollur árlega þegar Hag- stofan kemur með sínar leiðrétt- ingar aftur í tímann, vikurnar á eftir birtingu þeirra. Samkvæmt greiningu Hannesar G. Sigurðs- sonar er vinnulagið í Skandinavíu að iðnaðurinn og verkalýðshreyf- ingin semja fyrst og ákvarða hvað til skiptanna er. Á Íslandi eru Samtök iðnaðarins, SI, í ofbeldis- sambandi við Samtök atvinnulífs- ins, SA, sem valta yfir hagsmuni iðnaðarins aftur og aftur. Og inn- an SI eru aðilar sem láta sér það vel líka og telja örlögum sínum vel ráðið, undarlegt nokk. Eftir Steinþór Jónsson » Það er umhugsunar- efni að vinnulög- gjöfin sem starfað er eftir sé orðin rúmlega 80 ára gömul og endur- skoðun hafi síðast farið fram fyrir aldarfjórð- ungi. Steinþór Jónsson Höfundur er meðlimur í SI/SA. Hugleiðingar áhrifamanns Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Matur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.