Morgunblaðið - 07.06.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Samningur í lagi en samráðið lítið
- Samið um fríverslun milli Íslands og Bretlands - Þjónar hagsmunum og getum við unað, segir for-
maður Bændasamtaka Íslands - Tækifæri til meiri útflutnings - Leynd yfir magntölum í viðræðum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Hvað varðar hagsmuni landbúnað-
arins teljum við okkur geta unnið
með þennan viðskiptasamning,
svona við fyrstu sýn,“ segir Gunnar
Þorgeirsson, formaður Bændasam-
taka Íslands. Fyrir helgina var nýr
fríverslunarsamningur milli Íslands
og Bretlands, vegna útgöngu Breta
úr ESB, staðfestur. Viðskiptakjör
landanna verða að mestu leyti hin
sömu og var innan ESB, svo sem að
iðnaðarvörur verða áfram tollfrjáls-
ar. Hvað landbúnaðarvörur áhrærir
fær Ísland meira svigrúm.
Stækkar Evrópumarkað
Margvísleg tækifæri verða til auk-
ins útflutnings á lambakjöti og skyri
með tollfrjálsum innflutningskvót-
um. Þeir nema 692 tonnum fyrir
lambakjöt og 329 tonnum í skyri,
segir í kynningu utanríkisráðuneyt-
isins. Þar er staðhæft að ráðstöfun
þessi stækki Evrópumarkað fyrir ís-
lenskar landbúnaðarfurðir verulega
– án þess að aðrar þjóðir fái meiri
möguleika til innflutnings hingað. Ís-
land muni veita
Bretlandi toll-
frjálsa innflutn-
ingskvóta fyrir 19
tonnum af osti og
18,3 tonnum af
unnum kjötvör-
um. Þá er bent á
að í samningnum
séu ákvæði um
endurskoðun sem
gefi Íslandi tæki-
færi til að sækja á um betri kjör.
„Á fundi sem við áttum með
fulltrúum ráðuneytisins heyrðum við
aðrar og hærri tölur um leyfilegan
innflutning. Okkar áhyggjur sneru
m.a. að því að þegar Bretland ætti
ekki hlutdeild í nýtingu innflutnings-
kvóta ESB yrði hann nýttur af öðr-
um aðildarríkjum. Töldum samning-
inn ekki þjóna hagsmunum
Íslendinga en nú hefur annað komið
á daginn,“ segir Gunnar og áfram:
„Við hjá Bændasamtökunum
gagnrýnum þó að ekki hafi verið haft
samráð við greinina á lokametrum
samkomulagsins. Einnig að leynd
hafi hvílt yfir magntölum. Það er
undarlegt þegar svona miklir hags-
munir eru í húfi að samráðið skuli
ekki vera meira.“
Lítið breytt í sjávarútvegi
Skilmálar um útflutning á íslensk-
um sjávarafurðum til Bretlands
verða að mestu óbreyttir, en virði
þeirra viðskipta er um 55 milljarðar
króna á ári. Íslenskir útflytjendur
sitja við sama borð og keppinautar
innan ríkja EES. Þetta segir utan-
ríkisráðuneytið þýðingarmikið því
hindranir á grundvelli heilbrigðis-
reglna geta verið mun meira íþyngj-
andi en tollar.
Gunnar
Þorgeirsson
Sveitarstjórn Langanesbyggðar
samþykkti samhljóða á fundi sínum
17. maí að skoða mögulegan flutning
og uppsetningu á Þórsstofu í sveit-
arfélaginu. Þórsstofa geymir ljós-
myndir og upplýsingar um störf dr.
Þórs Jakobssonar veðurfræðings.
Þór starfaði bæði á Íslandi og í Kan-
ada og helgaði sig málefnum norður-
slóða og hafíss.
Um er að ræða stórar veggplötur
með upplýsingum og innrammaðar
ljósmyndir frá leiðöngrum Þórs um
norðurslóðir og Norður-Íshaf. Þór
segist meðal annars hafa beint sjón-
um að hugsanlegum siglingaleiðum
yfir Norður-Íshaf í gegnum tíðina og
hafi verið manna fyrstur til að skrifa
um þær hér á
landi.
Þórsstofa var
áður til húsa í
húsnæði Kvenna-
skólans á Blöndu-
ósi. Þar er einnig
Textílsetur Ís-
lands. Þórsstofa
var flutt frá
Blönduósi árið
2019 en Þór segir
það hafa verið vegna þess að sýn-
ingin hafi horfið svolítið inn í textíl-
setrið.
Efniviður Þórsstofu er nú hýstur
tímabundið í Odda á Rangárvöllum.
Þór segir Þórsstofu þó alls ótengda
starfsemi Odda og nærtækara væri
að hýsa sýninguna á Norðurlandi.
Nálægð við Finnafjörð
Þór segist hafa stungið upp á því
við sveitarstjórn Langanesbyggðar
að flytja Þórsstofu til Þórshafnar,
meðal annars vegna tengingar svæð-
isins við málefni norðurslóða. Uppi
eru áform um uppbyggingu stór-
skipahafnar við Finnafjörð á Langa-
nesi sem myndi þjónusta siglingar
um Norður-Íshaf. Nýjar siglinga-
leiðir hafa verið að opnast á svæðinu
samhliða hlýnun og bráðnun hafíss.
Þór segir nálægðina við Finnafjörð
myndu setja sýninguna í skemmti-
legt samhengi. esther@mbl.is
Þórsstofa mögulega opnuð að
nýju á Þórshöfn á Langanesi
- Dr. Þór Jakobsson helgaði sig málefnum norðurslóða
Þór
Jakobsson
Forseti Íslands
Guðni Th. Jó-
hannesson og frú
Eliza Reid kona
hans fara í opin-
bera heimsókn í
Ölfus í dag. Heim-
sóknin hefst í
Herdísarvík
klukkan 10 þar
sem bæjarstjóri
Ölfuss, Elliði
Vignisson, og Gestur Þór Kristjáns-
son forseti bæjarstjórnar taka á móti
forsetahjónunum. Því næst verða
fiskeldisstöðvar Laxa og Landeldis
heimsóttar. Þegar komið er í Þor-
lákshöfn verða Guðni og Eliza við-
stödd vorhátíð grunnskóla bæjarins.
Eftir hádegi heimsækja forseta-
hjónin hafnarskrifstofur Þorláks-
hafnar þar sem kynnt verða framtíð-
aráform um stækkun hafnarinnar.
Að því loknu verður dagdvöl eldri
borgara við Egilsbraut heimsótt.
Forsetahjónin kynna sér starfið þar,
þiggja kaffi og spjalla við viðstadda,
sem margir eru frumbyggjar í bæjar-
félaginu.
Síðasti viðkomustaður forseta-
hjónanna í heimsókn þessari er
Hjallakirkja í Ölfusi, sögufrægur
staður skammt frá Þorlákshöfn. For-
maður sóknarnefndar, Hjörleifur
Brynjólfsson, tekur á móti gestunum
og segir frá staðnum.
Forseta-
heimsókn í
Ölfus í dag
Guðni Th.
Jóhannesson
- Skóli, fiskeldi og
kirkja heimsótt
Snekkjan A, sem lónað hefur fyrir utan ýmsa
staði landsins síðustu vikurnar, er nú komin til
Reykjavíkur og var í gær úti á sundunum. Frá-
bært sjónarhorn að snekkjunni er frá listaverk-
inu Sæfarinu, þar sem margir voru í gær og
virtu fyrir sér þetta stóra fley sem er 143 metra
langt, 25 metra breitt og möstrin þrjú hátt í 100
metra há. Fyrst sást skúta þessi við Akureyri, en
hefur einnig lónað við Húsavík, Ísafjörð og
Keflavík.
Hin snekkjan sem nú er fyrir utan Reykjavík,
nærri A, er Le Grand Bleu sem er eign rússneska
ólígarkans Eugenes Shvidlers. Sú er 113 metrar
á lengd og meðal stærri glæsisnekkja sem siglt
er um öll heimsins höf.
Glæsisnekkjur á sundunum við Reykjavík
Morgunblaðið/HJ
Skrautbúin skip fyrir landi, rétt eins og listaskáldið góða orti