Morgunblaðið - 07.06.2021, Blaðsíða 32
Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í Reykjavík um
verslunarmannahelgina en hætta þurfti við hátíðina í
fyrra vegna Covid-19. Margir vinsælustu tónlistarmenn
landsins koma fram á hátíðinni, m.a. Bríet, Emmsjé
Gauti, GDRN, gugusar, Hipsumhaps, Mammút, Reykja-
víkurdætur og Teitur Magnússon. Á opnunarkvöldi há-
tíðarinnar munu Birgitta Haukdal og hljómsveitin Mos-
es Hightower snúa bökum saman. Að vanda fer aðal-
tónleikadagskráin fram innandyra, í Gamla bíói og á
efri hæð Röntgen. Á útisvæði verða svo lista- og fata-
markaðir ásamt plötusnúðum og veitingasölu.
Innipúkinn snýr aftur í miðbæinn
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
María Anna Þorsteinsdóttir, ís-
lenskukennari í Tækniskólanum,
hefur skrifað og gefið út ríkulega
myndskreytta bókina Litli-Skygnir í
sveitinni og fæst hún í Eymundsson
Austurstræti og Eymundsson
Kringlunni.
„Þetta eru minn-
ingar mínar úr
sveitinni, sem er
nánast orðin
hluti af byggð
höfuðborgar-
svæðisins, þjóð-
legur fróðleikur
og kímnisaga í
þeim tilgangi að
sýna hvernig landslagið hefur
breyst,“ segir hún.
Móðurafi hennar og -amma, Krist-
inn Einarsson, kaupmaður í versl-
uninni K. Einarsson og Björnsson á
Laugavegi, og Ella Marie Petersen-
Proustgaard Rasmussen Einarsson,
kölluð Mollý, keyptu land norðan-
megin við Elliðavatn 1941, kölluðu
það Litla-Skygni, reistu þar sumar-
bústað í veglausu landinu og breyttu
urð og möl í gróðurvin næstu 20 árin.
Þar eyddu þau löngum stundum með
fjölskyldunni á sumrin og þar sem
varla var stingandi strá fyrir 80 ár-
um mátti til dæmis fá 173 kg af rifs-
berjum, 12 kg af jarðarberjum, eitt
kg af sólberjum og tólffalda upp-
skeru af kartöflum 1961.
Heimurinn í sveitinni
„Þetta var ævintýraveröld,“ rifjar
María Anna upp. Afi hennar hafi
komið úr sveit en hann hafi ekki vilj-
að vera bóndi og því hafi landið ekki
verið venjuleg sveit. Hann hafi ekki
verið gefinn fyrir hefðbundin dýr í
sveitum og haft ímugust á kindum,
sem hann kallaði svín, vegna þess að
þær eyðilögðu allan gróður á svip-
stundu. Vöxtur trjánna hafi hins
vegar verið hans ær og kýr og hann
hafi mælt hæð þeirra samviskusam-
lega á hverju ári. „Honum var líka
mjög annt um alla fugla, skráði niður
allar tegundir í landinu, hvar fugl-
arnir verptu og hvað mörgum eggj-
um, hver fann hreiðrin og hvað
margir ungar komust upp.“
Til að byrja með þurfti að reisa
skjólveggi til að gróðurinn gæti
dafnað. Kristinn lærði ensku, þýsku
og dönsku í Verzlunarskólanum og
var heimsborgari. Hjónin ferðuðust
víða erlendis og hann sá mörg stór-
menni sem og undur veraldar í hill-
ingum. „Hann flutti hluta heimsins
heim í sveitina og blómagarðar hans,
Töfragarðurinn, Edengarðurinn og
Blómsturvellir, báru þess merki,“
segir María Anna. Kennileiti eins og
Kalifornía, Villta vestrið, Honólúlú,
Herkúles, Ormurinn langi, Píramíd-
inn, Panamaskurður, Broadway og
Champs-Élysées hafi líka átt að end-
urspegla hluta af því merkilegasta í
veröldinni. „Gosbrunnurinn átti að
vera eins og í Versölum en segja má
að Evrópa og ævintýrin hafi verið
honum ofarlega í huga. Amma var
vön gróðri og görðum frá Kaup-
mannahöfn en var meira fyrir blóm
og salat en tré.“
Kristinn var stórhuga kaupmaður,
seldi leikföng, postulín og kristal og
auk þess vefnaðarvöru í versluninni
Dyngju. „Hann keypti mikið inn frá
Þýskalandi, þar sem hann þekkti vel
til, gerði oft góð kaup og var slung-
inn í viðskiptum en til þess var tekið
að aldrei féll á hann víxill, hann
borgaði alltaf á réttum tíma og fór
vel með alla hluti.“ Í því sambandi
nefnir hún að í stað þess að kaupa
nýtt hlið til þess að hafa í sveitinni
hafi hann notað gamalt hlið, sem
hafði verið við hús þeirra á Lauga-
vegi 25. „Það mátti ekki minna vera
fyrir stóru amerísku bílana hans en
rétt slapp til.“
Ævintýraveröld sem var
- María Anna
Þorsteinsdóttir
með bók um minn-
ingar úr sveit
Ljósmynd/Rúnar Elberg Indriðason
Í sveitinni María Anna Þorsteinsdóttir við hliðið góða í Norðlingaholti.
Kaupmannshjónin Ella Marie, kölluð Mollý, og Kristinn Einarsson.
www.husgagnahollin.is
Sími: 558 1100
ÚTSALA
Allt að50% afsláttur
SUMAR
www.husgagnahollin.is
V
E
F V E R S L
U
N
RICHMOND
Hringlaga borðstofuborð
úr olíuborinni eik með fisk-
beinamynstri á borðplötu.
Stærð: Ø120 x 76,5 cm
59.994 kr.
99.990 kr.
AFSLÁTTUR
40%
ÚTSALA
RIA
2ja og 3ja sæta sófar
2ja sæta
69.993 kr. 99.990 kr.
3ja sæta
76.993 kr. 109.990 kr.
AFSLÁTTUR
30%
ÚTSALA
EVA SOLO
Tekanna 7.495 kr. 14.990 kr.
AFSLÁTTUR
50%
ÚTSALA
LENE BJERRE
Skrautkerti verð frá
1.352 kr. 1.690 kr.
AFSLÁTTUR
20%
ÚTSALA
BROSTE
Vasar 3.495 kr. 6.990 kr.
AFSLÁTTUR
50%
ÚTSALA
MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 158. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Þór frá Þorlákshöfn er kominn með undirtökin í einvíg-
inu við Stjörnuna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í
körfuknattleik eftir stórsigur í þriðja leik liðanna í Þor-
lákshöfn í gærkvöld, 115:92. Staðan er nú 2:1 fyrir Þór
og liðin mætast í fjórða sinn í Garðabæ á miðvikudags-
kvöldið. »27
Þór með undirtökin eftir stórsigur
ÍÞRÓTTIR MENNING