Morgunblaðið - 07.06.2021, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021
Menningarfélag
Akureyrar skorar á
Akureyrarbæ, Sam-
tök sveitarfélaga á
Norðurlandi eystra
og menntamála-
ráðuneytið að taka í
samstarfi með okkur
stóra stökkið og
stefna á að Akureyri
verði Menningar-
höfuðborg Evrópu.
Forsendur þessa er auðvitað
blómlegt menningarlíf á Akureyri
sem hefur styrkst og eflst á
undanförnum árum. Glæsilegir og
traustir innviðir hafa byggst upp
með Menningarhúsinu Hofi og
endurbótum á Listasafninu á
Akureyri, auk þess sem hér er
fjöldi annarra tónleika- og sam-
komustaða þar sem fram fer
gróskumikil og vönduð starfsemi.
Kraftmikið menningarlíf gæðir
bæjarbraginn lífi, hér má finna
metnaðarfulla grasrótarstarfsemi
á sama tíma sem hér eru reknar
mikilvægar menningarstofnanir
sem stuðla að atvinnumennsku í
listum. Hingað kemur fólk til að
setjast að og vinna að list sinni í
frjóu og fallegu umhverfi Akur-
eyrar.
Á Akureyri hefur orðið til yfir-
gripsmikil sérfræðiþekking og
reynsla í að standa fyrir stórum
menningarviðburðum. Með því að
stefna að því að verða Menningar-
höfuðborg Evrópu færum við auk-
inn kraft og framþróun inn í
menningarlífið á Akureyri sem
nær langt út fyrir bæjarfélagið og
í raun um allt land. Ísland og
Akureyri fengju aukna innlenda
og alþjóðlega athygli og umfjöll-
un. Markmiðið í sjálfu sér yrði
lyftistöng fyrir menningarlífið í
landinu, en reynsla annarra borga
segir að fjárfestingar á svæðinu
aukist í kjölfarið sem og að inn-
viðir styrkist enn frekar.
Þetta markmið færir Akureyri
og nærsveitum einnig tækifæri til
að rýna í sína sögu og menningar-
arf ásamt hlutverki þess í ís-
lensku og erlendu samhengi.
Möguleikar lista- og menningar-
stofnana, sem og fyrirtækja á
svæðinu, til erlends samstarfs
aukast til muna. Akureyri og
Norðurland allt fær tækifæri til
að vera stórhuga og máta sig við
erlenda og innlenda kollega.
Þjóðarópera Íslands
með aðsetur á Akureyri
Að þessu sögðu er einboðið að
finna fyrirhugaðri Þjóðaróperu
heimili í Menningarhúsinu Hofi.
Þannig væri hægt að nýta þekk-
ingu, yfirbyggingu og félag sem
þegar er fyrir hendi og láta
stærstan hluta fjármagnsins
renna beint í listræna fram-
leiðslu. Það yrði hagur fyrir Þjóð-
aróperuna að hafa aðsetur í Hofi
og nýta samlegðaráhrifin af ann-
arri starfsemi Menningarfélags
Akureyrar, en sýningar óper-
unnar færu fram bæði á Akureyri
og í Reykjavík í samstarfi við
fleiri menningarstofnanir. Innan
Menningarfélags Akureyrar er
rekin sinfóníuhljómsveit, alþjóð-
legt kvikmyndatónlistarverkefni,
leikhús og menningar- og ráð-
stefnuhús. Í Hofi er fyrirmynda-
raðstaða varðandi tæknibúnað,
þar er stórt leiksvið þar sem
hægt er að koma tilkomumiklum
leikmyndum fyrir og aðstaða fyrir
hljómsveit í gryfju. Þessi hug-
mynd samrýmist minnihlutaáliti
nefndar um Þjóðaróperu að ein-
hverju leyti.
Með rekstri Þjóðaróperu á
Akureyri er verið að efla menn-
ingarstarf á Íslandi öllu, það
stuðlar að aukinni atvinnu fyrir
fagfólk í listum auk afleiddra
starfa. Það styrkir Akureyri sem
atvinnusvæði og hjálpar til við að
anna hinni miklu eftirspurn eftir
störfum í atvinnumennsku í list-
um á Íslandi.
Það er mikilvægt að dreifa
ábyrgð á framleiðslu menning-
arverðmæta til að tryggja fjöl-
breytta menningarflóru og efla
nýsköpun og þróun. Nú þegar er
menningarvald Íslands á litlum
bletti í Reykjavík og á fárra
höndum. Akureyri sem Menning-
arhöfuðborg Evrópu og staðsetn-
ing Þjóðaróperu á Akureyri yrði
þarna mikilvægt mótvægi.
Akureyri Menningar-
höfuðborg Evrópu
Eftir Þuríði Helgu
Kristjánsdóttur og
Evu Hrund
Einarsdóttur
Eva Hrund
Einarsdóttir
» Akureyri og Norður-
land allt fær tæki-
færi til að vera stórhuga
og máta sig við erlenda
og innlenda kollega.
Höfundar eru framkvæmdastjóri og
formaður stjórnar Menningarfélags
Akureyrar.
Þuríður Helga
Kristjánsdóttir
Tvö ár í röð hefur
menntamálaráðu-
neytið varið hundr-
uðum milljóna króna
til sumarnáms í fram-
halds- og háskólum
landsins. Verulegur
hluti þeirra fjármuna
rennur til nám-
skeiðahalds á vegum
endur- og símennt-
unarstofnana háskólanna, sem
bjóða upp á námskeið í beinni sam-
keppni við námsframboð einkarek-
inna fræðslufyrirtækja. Námskeið,
sem áður kostuðu tugi þúsunda,
hafa verið boðin á 3.000 krónur.
Það geta einkarekin fræðslufyr-
irtæki engan veginn keppt við og
hafa misst veruleg viðskipti vegna
þessarar niðurgreiddu samkeppni
á vegum ríkisins. Fræðslufyr-
irtæki hafa orðið fyrir tvöföldu
áfalli í heimsfaraldrinum; fyrst
bitnuðu samkomutakmarkanir hart
á rekstrinum, svo efndi ríkið til
samkeppni við þau.
Félag atvinnurekenda hefur lýst
skilningi á því að komið sé til móts
við nemendur háskóla og atvinnu-
leitendur með sumarnámi. Félagið
hefur hins vegar andmælt harð-
lega niðurgreiðslu á samkeppn-
isrekstri endurmenntunardeild-
anna og krafið
menntamálaráðherra svara um
málið. Hinn 17. maí síðastliðinn
sendi Samkeppniseftirlitið
menntamálaráðuneytinu bréf, í
framhaldi af kvörtun FA, og mælt-
ist til þess að ráðuneytið legði fyr-
irframmat á samkeppnisleg áhrif
ráðstafana eins og niðurgreiðslu á
sumarnáminu. Sama dag ítrekaði
FA erindi sitt til mennta-
málaráðherra, sem sent var 13.
apríl. Svarið barst nú um mán-
aðamótin og má lesa það á vef FA.
Sir Humphrey svarar
FA spurði ráðuneytið einmitt
hvort það hefði lagt mat á áhrif
fyrirkomulags ríkisstyrkjanna á
samkeppni á fræðslumarkaði. Svar
ráðuneytisins gæti hafa verið sam-
ið af Sir Humphrey, ráðuneytis-
stjóranum útsmogna í brezku gam-
anþáttunum Já ráðherra, en hann
var sérfræðingur í að þvæla mál
með merkingarlausu skriffinnsku-
tuði. Í svarinu segir þannig:
„Eitt af skilgreiningaratriðum
hugtaksins ríkisaðstoð er að hún
getur aðeins verið veitt aðilum sem
selja vöru eða þjónustu á markaði,
þ.e. sinna efnahagslegri starfsemi.
Af hálfu stjórnvalda er lagt er
[svo] til grundvallar að starfsemi
háskóla, þar á meðal umrædd
námsúrræði, falli undir almanna-
þjónustu sem er ekki af efnahags-
legum toga og fjárveit-
ingar til þeirra geta
þannig ekki falið í sér
ríkisaðstoð.“
Þetta er makalaust
bull. Endurmennt-
unardeildir háskól-
anna – sem óumdeilt
er að fengu einhverja
tugi milljóna af því fé
sem rann til háskól-
anna vegna sum-
arnámsins – selja ein-
mitt þjónustu á
markaði, þ.e. námskeið
fyrir almenning eins og þau sem
nú eru auglýst á 3.000 krónur, í
beinni samkeppni við sambærileg
námskeið hjá einkareknum
fræðslufyrirtækjum. Sá sem ekki
áttar sig á að í niðurgreiðslum á
slíkri starfsemi felst inngrip í
fræðslumarkaðinn er reyndar ekki
líklegur til að skilja bréfið frá
Samkeppniseftirlitinu.
Enginn misskilningur
Ráðuneytið heldur áfram og
segir Félag atvinnurekenda haldið
þeim misskilningi að sumarnám-
skeiðunum sé aðallega beint að al-
menningi, en staðreyndin sé að
80% nemenda í sumarnáminu í
fyrra hafi verið innritaðir í ein-
ingabært nám. FA hefur ekki mis-
skilið neitt. Það eru 20 prósentin
sem út af standa sem gagnrýni fé-
lagsins beinist að, fólkið sem fór
(eðlilega) frekar á námskeið fyrir
almenning, niðurgreitt af ríkinu,
en að sækja þjónustuna til fyr-
irtækjanna sem endurmennt-
unarstofnanirnar keppa við.
Ráðuneytið telur sig ekki geta
svarað spurningu FA um hversu
mikið af fjármununum rann til
endurmenntunarstofnana háskól-
anna. Þó er vitað að a.m.k. sumir
skólarnir hafa veitt ráðuneytisfólki
upplýsingar um það. Þannig fékk
t.d. Endurmenntun Háskóla Ís-
lands 22,5 milljónir króna sumarið
2020 af því fé sem rann til HÍ.
Ráðuneytið getur heldur ekki
svarað því hvernig niðurgreiðslur
skiptust á nemendahópa, þ.e. nem-
endur skólanna, atvinnuleitendur
eða fólk sem féll undir hvorugan
fyrrnefnda hópinn. Almennt virðist
ráðuneytið hafa afskaplega litlar
upplýsingar um það hvernig skól-
arnir vörðu fé skattgreiðenda, sem
er umhugsunarefni út af fyrir sig.
Ekki of seint að leita lausna
Ráðuneytið reynir þannig að
þæfa málið með annars vegar aug-
ljósum útúrsnúningum og hins
vegar með því að afla ekki þeirra
upplýsinga sem FA fór fram á.
Við Lilju Dögg Alfreðsdóttur
menntamálaráðherra leyfi ég mér
að segja: Nei ráðherra, það er ekki
svona sem hið opinbera svarar fyr-
irtækjum sem hafa mátt una því í
miðri kórónuveirukreppu að ríkið
fer í niðurgreidda samkeppni við
þau. Það er enn ekki of seint að
leita lausna til að rétta samkeppn-
isstöðu einkarekinna fræðslu-
fyrirtækja. FA og aðildarfyrirtæki
þess hafa margoft lýst sig reiðubú-
in í það samtal og eru það áfram.
Eftir Ólaf
Stephensen
Ólafur Stephensen
» Það er ekki svona
sem hið opinbera
svarar fyrirtækjum sem
hafa mátt una því í miðri
kórónuveirukreppu að
ríkið fer í niðurgreidda
samkeppni við þau.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Félags atvinnurekenda.
Nei ráðherra
Mikil breyting hefur
orðið á aldurssamsetn-
ingu þjóðarinnar á
undanförnum árum.
Fæðingartíðni hefur
lækkað en meðalaldur
hækkað og eldri borg-
urum fjölgað verulega.
Samkvæmt upplýs-
ingum frá Hagstof-
unni teljast um það bil
45.000 manns vera
eldri borgarar hér á landi. Þessi
stóri hópur er hins vegar verulega
sundurleitur með ólíka hagsmuni,
mismunandi skoðanir, þarfir og
langanir. Þegar rætt er opinber-
lega um þennan stóra og ört vax-
andi hóp ber mest á umræðu um
lífeyrismál og þær skerðingar sem
eldri borgarar hafa verið neyddir
til þess að sæta og stöðu hjúkr-
unarheimila. Um er að ræða brýn
og alvarleg mál sem samt hafa ekki
fengið þá athygli á Alþingi sem
eðlilegt má teljast. Það þarf að
taka af festu á málum þessa stóra
hóps.
Heildstæð stefna í
málefnum eldri borgara
Þær kynslóðir, sem mynda hóp
eldri borgara, hafa lagt mikið á sig
til að byggja upp það velsældar-
þjóðfélag og þann þjóðarauð sem
við njótum í dag. Sú uppbygging
hefur ekki orðið til af sjálfu sér
heldur með eljusemi og óbilandi trú
á að hægt væri að stefna hátt.
Hver og einn hefur lagt sitt fram, á
sinn hátt, til að rekstur samfélags-
ins gangi. Á tyllidög-
um er stundum á
þetta minnst og um
það fjallað en orðum
þurfa að fylgja athafn-
ir.
Það þarf að móta
heildstæða stefnu í
málefnum eldri borg-
ara. Hér er um að
ræða risavaxið þjóð-
félagsverkefni sem
ekki má ýta til hliðar.
Ljóst er að þarfir
fólks eru mjög mis-
munandi og lausnir þurfa að vera
einstaklingsmiðaðar. Einfalda þarf
flókið og sundurleitt lagaumhverfi í
málefnum eldri borgara og gera
það skilvirkara. Forræðishyggja
hins opinbera í garð eldri borgara
þarf að víkja fyrir frelsi þeirra.
Eldri borgarar hafa unnið sér inn
sín réttindi án þeirrar áhengju að
þurfa að hætta atvinnu. Þeir þurfa,
og eiga, að geta notið afraksturs
athafna sinna og starfa. Eldri borg-
arar eiga að fá að njóta hæfileika
sinna og tækifæra á vinnumarkaði
án þess að þeim sé hegnt fyrir það
með of miklum skerðingum, sem
virka sem hemill á athafnasemi og
lífsánægju.
Aldur er afstæður
Við þurfum að finna nýjar leið-
ir á nýjum tímum til þess að
brúa bilið sem aldraðir standa
frammi fyrir þegar kemur að því
að búseta í heimahúsi er orðin
erfið en dvöl á hjúkrunarheimili
er ekki endilega sá kostur sem
helst ætti að líta til. Mest um
vert er að við áttum okkur á því
að aldur er afstæður og ekki
hægt að setja sömu viðmið fyrir
þennan stóra og ólíka hóp.
Gleymum því ekki að allir vilja
verða aldraðir en fáir vila vera
aldraðir. Hár aldur á að vera lífs-
gæði en ekki baggi á samfélag-
inu.
Að vilja verða aldraður
en ekki vera aldraður
Eftir Sigþrúði
Ármann
» Þær kynslóðir, sem
mynda hóp eldri
borgara, hafa lagt mikið
á sig til að byggja upp
það velsældarþjóðfélag
og þann þjóðarauð sem
við njótum í dag.
Sigþrúður Ármann
Höfundur er lögfræðingur og fram-
kvæmdastjóri. Frambjóðandi í 3. sæti
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suð-
vesturkjördæmi
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is