Morgunblaðið - 07.06.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
s
595 1000
sé
rr
ét
ll
ið
tti
a
lk
.
t
.
Tenerife Verð frá kr.
99.900
16. júní í 7 nætur
Hotel Gala
aaaa
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Neysla kókaíns í Reykjavík jókst
um ríflega helming frá því í febr-
úar 2017 til apríl 2019, skv. mæl-
ingum á magni fíkniefna í frá-
rennslisvatni
borgarinnar.
Niðurstöður
mælinganna voru
inntak í dokt-
orsritgerð sem
Arndís Sue-
Ching Löve varði
við læknadeild
heilbrigðisvís-
indasviðs Há-
skóla Íslands sl.
föstudag. Kann-
að var hvert var magn leifa af am-
fetamíni, metamfetamíni, MDMA,
kannabis og kókaíni sem skilst út
með þvagi í frárennslisvatn, en
rannsóknin náði frá 2017 fram á
sumar 2020. Mest jókst magn kók-
aíns en einnig sást aukning í notk-
un amfetamíns og metamfetamíns.
Rímar við tölur lögreglu
Framkvæmd rannsókna þessara
var með því móti að sýnum var
reglulega safnað í samstarfi við
Veitur og Verkís í skolphreinsi-
stöðvum við Klettagarða og Ána-
naust í Reykjavík. Hver sýnataka
stendur yfir í sjö daga í röð og var
framkvæmd í ellefu skipti frá því
snemma árs 2017 fram á sumar
2020; það er rúmlega þrjú ár. Í ljós
kom að kókaínneysla jókst á þessu
tímaskeiði, alveg fram til ársins
2019. Áhrifa og takmarkana af
völdum kórónuveirunnar fór að
gæta í júní 2020 samkvæmt niður-
stöðum. Til hliðsjónar við rann-
sókninar voru hafðar tölur lögreglu
frá umræddu tímabili um magn
haldlagðra fíkniefna og gögn um
vímuefnaakstur. Þær tölur lög-
gæslunnar og svo niðurstöður sýna
úr holræsunum rímuðu vel, að sögn
Arndísar.
Mælingar á frárennslissýnunum
fóru fram á rannsóknarstofu í
lyfja- og eiturefnafræði við Há-
skóla Íslands. Þar er fullkominn
búnaður til þessara rannsókna, en
áður en til þeirra kemur þarf að
hreinsa sýnin og styrkja svo mæl-
anleg séu.
Minni neysla í Covid
„Aukning í neyslu kókaíns sást
fram til ársins 2019, en dróst sam-
an í júní 2020 um 60% í fyrstu
bylgju faraldursins skv. niður-
stöðum mælinganna. Kókaínmagn í
skolpinu var um það bil 1.100 milli-
grömm á dag á hverja þúsund íbúa
í upphafi mælinga en hafði aukist í
um það bil 2.700 milligrömm í apríl
2019. Minni notkun kókaíns í far-
aldrinum gæti tengst því að flutn-
ingsleiðir til landsins lokuðust að
miklu leyti og afgreiðslutími
skemmtistaða var takmarkaður svo
eitthvað sé nefnt,“ segir Arndís.
„Einnig sáum við vel hvernig
neysla á ákveðnum fíkniefnum svo
sem MDMA jókst mikið um helgar
og í tengslum við viðburði á borð
við Iceland Airwaves.“
Áreiðanleg aðferð
Aðalmarkmið doktorsrannsókn-
arinnar segir Arndís hafa verið að
setja upp áreiðanlega greiningar-
aðferð fyrir fíkniefni og lyfseðils-
skyld lyf í frárennsli frá Reykjavík
og meta notkun efnanna.
Niðurstöður hafi verið bornar
saman við aðrar Norðurlandaþjóðir
ásamt öðrum vísum að fíkniefna-
notkun, sem fyrr segir. Slík
aðferðafræði geti veitt lögreglu,
heilbrigðisstarfsfólki og öðrum
mikilvægar upplýsingar sem nota
megi til forvarna.
Klóakmælingar staðfesta
aukna neyslu á kókaíni
- Sýni í þrjú ár vegna doktorsverkefnis - Leifar í þvaginu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skolphreinsistöð Sýni voru tekin við Klettagarða og Ánanaust í Reykjavík.
Esther Hallsdóttir
Karítas Ríkharðsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis-
ráðherra fór með sigur af hólmi í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík um helgina. Guðlaugur
Þór og Áslaug Arna Sigurbjörnsdótt-
ir dómsmálaráðherra kepptu um leið-
togasætið og var tvísýnt fram eftir
kvöldi hvort þeirra myndi bera sigur
úr býtum. Að lokum skildu 182 at-
kvæði þau að í fyrsta sætið.
Guðlaugur og Áslaug verða oddvit-
ar hvort í sínu Reykjavíkurkjördæm-
inu fyrir alþingiskosningar, en próf-
kjörið var sameiginlegt fyrir
Reykjavík norður og suður.
„Það er nú fyrst og fremst bara
mikið þakklæti fyrir þann stuðning
sem ég fæ og sömuleiðis þakklæti til
stuðningsmanna minna sem unnu
nótt sem nýtan dag að framboði
mínu,“ segir Guðlaugur Þór um við-
brögð sín við niðurstöðunum. „Ég hef
tekið þátt í mörgum prófkjörum en
hef aldrei áður verið í þeirri stöðu að
hafa ekki komist jafn mikið í próf-
kjörsbaráttuna og ég vildi vegna að-
stæðna, hvort sem það var norður-
skautsráðið eða fríverslunar-
samningur við Breta.
Kosið um leiðtoga
Það er náttúrlega verið að kjósa
um það hver er í leiðtogasætinu. Það
liggur alveg fyrir. Það fór ekkert á
milli mála og það var tekist mjög á
um það. Niðurstöðurnar eru óum-
deildar. Manni er sýnt mikið traust
með því að kjósa mann í efsta sætið,“
segir Guðlaugur aðspurður hvaða
þýðingu kjörið hefur. Hann segist
munu kjósa að vera áfram oddviti í
Reykjavík norður.
Guðlaugur varði kvöldinu með
stuðningsmönnum sínum. „Við get-
um orðað það þannig að það var ekk-
ert sérstaklega leiðinlegt, eiginlega
bara mjög gaman, með stuðnings-
mönnunum. Við leyfðum okkur að
gera okkur glaðan dag og jafnvel svo-
lítið glaða nótt,“ segir Guðlaugur.
Stolt af baráttunni
„Þetta var hörð en skemmtileg
barátta og það munaði að lokum ein-
ungis 182 atkvæðum á fyrsta sætinu,
það verður ekki mikið tæpara í svona
stóru prófkjöri,“ segir Áslaug Arna.
Hún segist stolt af sinni baráttu og
þakklát fyrir þann mikla stuðning
sem henni var sýndur. Úrslitin hafi
verið viss vonbrigði. „Auðvitað, ef
maður stefnir að einhverju þá langar
mann að ná því. Á sama tíma sýnir
þetta fyrst og fremst að ég átti skýrt
erindi í það sæti sem ég óskaði eftir
og mikinn stuðning í það. Ég get ekki
annað en verið sátt við þessa góðu
kosningu,“ segir hún.
Ótrúlegur árangur nýliða
Diljá Mist Einarsdóttir, hæstarétt-
arlögmaður og aðstoðarmaður Guð-
laugs í utanríkisráðuneytinu, hlaut
afgerandi kosningu í þriðja sæti
listans. Rúmlega þúsund atkvæðum
munaði á henni og næsta manni. Diljá
mun því verma annað sætið í öðru
hvoru Reykjavíkurkjördæminu og
stefnir hraðbyri á þingsæti með
haustinu miðað við niðurstöður síð-
ustu alþingiskosninga.
Sjálfstæðisflokkurinn er með tvo
þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi
suður og þrjá í Reykjavíkurkjördæmi
norður á þessu kjörtímabili. Guðlaug-
ur Þór segir árangur nýliðans ótrú-
legan og fara þurfi marga áratugi aft-
ur til að finna eitthvað sambærilegt.
Þingmenn lutu í lægra haldi
Hildur Sverrisdóttur, varaþing-
maður og aðstoðarmaður ráðherra,
lenti í fjórða sæti. Athygli vekur að
Brynjar Níelsson, þingmaður flokks-
ins, varð í fimmta sæti en hann hafði
sóst eftir öðru sæti, sem gefur odd-
vitasæti í öðru hvoru kjördæminu.
Hann hefur sagt að hann ætli ekki að
taka sæti á lista flokksins. Úrslitin
séu talsverð vonbrigði en skilaboðin
skýr og hann kveðji stjórnmálin sátt-
ur.
Sigríður Á. Andersen þingmaður
hlaut sömuleiðis ekki hljómgrunn
meðal kjósenda. Hún var ekki á með-
al átta efstu frambjóðendanna en
hafði líkt og Brynjar sóst eftir öðru
sætinu. Hún er oddviti flokksins í
Reykjavík suður á yfirstandandi
kjörtímabili. Sigríður ætlar ekki að
gera kröfu um sæti á lista flokksins
fyrir alþingiskosningar en segist
tilbúin til að leggja sjálfstæðisstefn-
unni lið á öðrum vettvangi.
Birgir Ármannsson, þingflokksfor-
maður flokksins, bauð sig fram í ann-
að til þriðja sæti en lenti í því sjötta.
Hann lenti einnig í sjötta sæti í tveim-
ur síðustu prófkjörum flokksins, árin
2016 og 2013. Hann ætlar að þiggja
sætið.
Líklegt þykir að Birgir færist upp í
fimmta sætið á endanlegum lista
vegna brotthvarfs Brynjars. Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður
kjörnefndar segist þó ekki vilja tjá
sig um það að svo stöddu. Málið verði
rætt á fundi kjörnefndar. Óháð því
hvort hann vermir fimmta eða sjötta
sætið verður Birgir í þriðja sæti í
öðru hvoru kjördæminu, sem ætla má
að sé baráttusæti.
Kjartan Magnússon fyrrverandi
borgarfulltrúi varð í sjöunda sæti.
Hann mun því skipa þriðja eða fjórða
sætið í öðru hvoru kjördæminu, eftir
því hvort hann verður færður upp um
sæti. Friðjón R. Friðjónsson fram-
kvæmdastjóri varð í áttunda sæti.
Tillaga að listum kynnt í júní
Kjörnefnd hefur þegar hafist
handa við að vinna tillögu að endan-
legum listum í Reykjavíkurkjördæm-
unum. „Það er töluverð vinna fram
undan, við þurfum að gera tillögur
um samtals 44 einstaklinga í þessum
tveimur kjördæmum,“ segir Vil-
hjálmur, formaður kjörnefndar.
Tillögur kjörnefndar verða af-
greiddar á fundi Varðar, fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Vil-
hjálmur segir að nefndin stefni að því
að klára að vinna tillögurnar fyrir lok
mánaðar. „Við reynum að vinna þetta
í eins mikilli sátt og samlyndi og kost-
ur er, það er mitt markmið,“ segir
hann.
„Niðurstöðurnar eru óumdeildar“
- Guðlaugur Þór sigraði Áslaugu Örnu í baráttunni um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík - Nýliðinn Diljá Mist hlaut góða kosningu í þriðja sætið - Þingmenn lutu í lægra haldi
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Spenna Guðlaugur Þór og Áslaug Arna þegar tölur voru kynntar í Valhöll.
Hraun byrjaði að flæða yfir vestari
varnargarðinn á svæðinu fyrir ofan
Nátthaga á laugardag. Rögnvaldur
Ólafsson, aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn hjá almannavörnum, segir
báða varnargarðana standa ennþá.
Það gefi vísbendingar um að hönn-
unin virki. Syðst í Geldingadölum
hefur hraunið hækkað og lítið vant-
ar upp á að það komist suður úr
dalnum yfir skarðið og niður í Nátt-
haga, að því er kemur fram á face-
booksíðu Jarðsöguvina. Lítil viðbót
af hrauninu gæti því lokað göngu-
leið A og þar með aðgengi að gos-
inu. „Við erum að skoða til lengri
tíma hvaða ráðstafanir við getum
gert, aðallega gagnvart Suður-
strandarveginum, en það er engin
niðurstaða komin,“ segir hann.
Varðandi gönguleiðina segir
hann að finna þurfi nýja leið ef það
fer að flæða yfir til suðurs úr Geld-
ingadal en ómögulegt sé að segja til
um hvenær það gæti gerst.
Gönguleiðin að gosinu gæti lokast alveg
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sjónarspil Gosstöðvarnar á föstudag.
Arndís Sue-
Ching Löve