Morgunblaðið - 07.06.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 07.06.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021 • Verð frá: 250.000 m/vsk. • Stærðir 3-600 persónueiningar • Ekkert rafmagn • Meira en 2ja þrepa hreinsun • Verð frá 510.000 m/vsk. • Stærðir 3-1500 persónueiningar • Rafræn vöktun (valkvæmt) • Getur hreinsað eColi allt að 99,9% INNIFALIÐ Í VERÐI ANAEROBIX HREINSIVIRKI með síu yfir 90% hreinsun ONE2CLEAN HREINSISTÖÐ allt að 99% hreinsun • Þægilegar í uppsetningu og lítið viðhald • Fyrir sumarhús, heilsárshús, hótel o.fl. • Engar siturlagnir – fyrirferðarlítil • Mikið pláss fyrir seyru • CE vottað • Uppfylla kröfur til hreinsunar á viðkvæmum svæðum t.d við Þingvallavatn • Afhending á verkstað innan 100km frá Reykjavík • Drengöng með gátlúgu sem tryggja að vökvi komist óhindrað út í jarðveg Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta verður áhugavert mót fyrir margra hluta sakir og ég get ekki neitað því að ég er orðinn spennt- ur,“ segir Guðmundur Benedikts- son, knattspyrnusérfræðingur og sjónvarpsmaður. Evrópumótið í knattspyrnu karla hefst á föstudaginn. Mótinu var frest- að í fyrrasumar vegna kórónu- veirunnar og veiran sú setur talsverðan svip á mótið. Takmark- aður fjöldi áhorf- enda verður til að mynda leyfður á leikjum og ýmsar varúðarráðstaf- anir hafa verið undirbúnar ef smit koma upp. Mótið verður haldið í ellefu lönd- um í álfunni og því er stemningin nokkuð önnur en fólk á að venjast. Við Íslendingar verðum því miður að sætta okkur við að vera ekki á meðal þátttökuþjóða. Það kemur þó ekki í veg fyrir að mótið verði veisla fyrir knattspyrnuáhugafólk og vel þess virði að setja sig í stellingar. Þannig eru margir þegar búnir að festa kaup á treyjum með sínum uppáhaldsliðum og búast má við að þétt verði setið á börum yfir stærstu leikjunum. Treyjur Englands og Frakklands vinsælar „Þetta hefur verið að aukast hægt og rólega að undanförnu og sérstaklega í síðustu viku,“ segir Benedikt Bjarkason, verslunarstjóri í Jóa útherja í Ármúla, þar sem mikið úrval er af landsliðstreyjum liðanna á EM. „Við höfum óneitanlega fundið fyrir minni spennu nú en á síðustu tveimur stórmótum. Þá var allt brjálað vegna þess að Ísland var með, við vorum með opið um kvöld og röð sem náði upp í Síðumúla. Nú er þetta aðeins rólegra en er smám saman að aukast,“ segir hann. Benedikt segir að lítið seljist af treyjum Íslands þessa dagana. Það séu helst erlendir ferðamenn sem kaupi þær. Íslendingarnir bítast hins vegar um treyjur stærstu Evr- ópuþjóðanna. „Við erum með treyj- ur Frakklands, Englands, Þýska- lands, Portúgals, Hollands, Spánar, Belgíu, Noregs og Svíþjóðar. Ekki dönsku treyjuna. Hún er frá Hummel og við höfum ekki fengið hana.“ Hann segir að þrjár treyjur skeri sig úr í vinsældum. „Af Norður- landaþjóðunum er sænska treyjan vinsælust enda þykir hún flottust. Mest selst hins vegar af ensku treyjunni í fullorðinsstærðum og þeirri frönsku í barnastærðum. Krakkarnir eru hrifnir af Mbappe en enska heimatreyjan er svo stíl- hrein að unglingarnir nota hana sem tískuflík. Við erum að fá fólk hingað inn sem hefur aldrei spilað fótbolta sem kaupir hana.“ Stýrir ítarlegri umfjöllun Allir leikir mótsins verða sýndir á Stöð 2 Sport og mun Guðmundur leiða umfjöllun stöðvarinnar. Annað væri sjálfsagt óeðlilegt eftir að hann sló í gegn með lýsingum sín- um frá leikjum Íslands á mótinu 2016 og varð í kjölfarið eins konar þjóðargersemi. „Við byrjum um- fjöllun okkar í kvöld með upphit- unarþætti og hitum upp öll kvöld fram að opnunarleiknum á föstu- dag. Í þáttunum förum við yfir riðl- ana með sérfræðingum okkar sem báðir hafa reynslu af því að und- irbúa lið fyrir leiki á EM. Þetta eru þeir Ólafur Kristjánsson og Freyr Alexandersson sem voru meðal njósnara fyrir íslenska landsliðið fyrir EM 2016. Þeir munu rýna í liðin og leggja mat á líklega sig- urvegara í riðlunum,“ segir Guð- mundur. Guðmundur segir að ítarleg um- fjöllun verði dag hvern um leikina meðan á mótinu stendur. Þrír leikir eru á dag í riðlakeppninni og hitað verður upp fyrir hvern þeirra. Á hverju kvöldi verður svo uppgjörs- þáttur með Guðmundi og Helenu Ólafsdóttur. „Óli og Freyr verða með okkur alla keppnina og svo bætast fleiri við, bæði kunnugleg andlit og ný,“ segir Guðmundur sem kveðst aðspurður ekki eiga von á því að Stöð 2 Sport sendi fulltrúa út á mótið. Hugmyndir hafi verið uppi þess efnis en aðstæður vegna kórónuveirunnar geri það erfitt. Svíður að Ísland sé ekki með Sjálfur telur Guðmundur að erfitt sé að spá um hvaða lið beri sigur úr býtum á EM í ár. „Það eru reyndar fjölmörg lið sem vekja athygli mína og telja sig kannski geta unnið þetta. Frakkland, Spánn og Þýska- land eru þjóðir sem gera alltaf kröfu um að vinna stórmót. Eng- land gerir það nú líka þrátt fyrir að hafa ekki alltaf efni á því. Það gæti þó kannski verið komið að Englend- ingum núna. Svo gætu Portúgalar, Belgar og Ítalir líka komið sterkir inn. Ég held að við séum með nokk- uð margar þjóðir sem ætla sér stóra hluti. Svo svíður manni alltaf að skoða riðilinn sem við áttum að vera í. Það rífur upp gömul sár að sjá meðalsterkt ungverskt lið þarna með þessum sterku liðum, það finnst mér óþolandi.“ Guðmundur er að endingu beðinn að nefna þá leikmenn sem hann tel- ur að gætu skarað fram úr á mótinu. „Það er eitthvað sem fær mig til að halda að ef Harry Kane verður heill heilsu þá verði hann markakóngur. Ég er því miður samt ekki sannfærður um að Eng- lendingar vinni keppnina. Ég ætla annars að tippa á að Karim Ben- zema verði maður mótsins. Eftir fimm ára útlegð úr franska landslið- inu kemur hann með aukaorku og mun sýna að hann er meðal lang- bestu framherja í heimi.“ Mestur áhugi á Englandi og Frakklandi - Spennan magnast fyrir EM sem hefst á föstudaginn - Mikill áhugi á landstreyjum í Jóa útherja - Krakkar vilja frönsku treyjuna en sú enska er tískuflík hjá ungmennum - Gummi Ben. spenntur Morgunblaðið/Eggert Vinsældir Benedikt Bjarkason hjá Jóa útherja með varatreyju Þýskalands og treyju Englands en þær njóta mikilla vinsælda nú í aðdraganda EM. Tillaga um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatns- sýslu, Blönduósbæjar, Húnavatns- hrepps, Skagabyggðar og Sveitar- félagsins Skagastrandar, var felld í atkvæðagreiðslu sem efnt var til á laugardag. Blönduósbúar voru áfram um sameiningu. Um 90% íbúa þar greiddu atkvæði með til- lögunni og um 57% þeirra sem kusu í Húnavatnshreppi. Í dreif- býlinu í Skagabyggð voru 29 á móti sameiningu en 24 fylgjandi. Um 70% þeirra sem kusu á Skaga- strönd voru á móti sameiningu. Í Húnavatnshreppi virðist vera áhugi á að halda vegferðinni áfram og stefna á sameiningu við Blöndu- ós. „Ég held að við eigum að halda starfinu áfram og stefna á viðræð- ur um sameiningu við Blönduósbæ, en þangað sækjum við alla þjón- ustu og störfum með bænum í ýms- um verkefnum. Með sameiningu mætti ná fram tugmilljóna króna sparnaði á ýmsum sviðum, svo sem í rekstri grunnskóla,“ segir Stein- grímur Ingvarsson á Litlu-Giljá, formaður kjörstjórnar í sveitarfé- laginu, í samtali við Morgunblaðið í gær. Afdráttarlaust í Þingeyjarsýslum Á Norðurlandi eystra var á laug- ardag kosið um sameiningu í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, sveitarfélag- anna Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps, öðru nafni Mý- vatnssveit. Fyrirliggjandi tillaga um sameiningu var samþykkt af- dráttarlaust á báðum stöðum. Í Þingeyjarsveit sögðu 286 já eða um 66% en 146 voru á móti eða 33,3%. Í Mývatnssveit var stuðningur við sameiningu meiri. Þeir sem sögðu já þar voru 159, eða 67,7%, en 71 sagði nei, eða 30,2%. Í Þingeyjarsveit og Skútustaða- hreppi búa samtals 1.323 manns. Margvíslegt samstarf hefur verið með sveitarfélögunum, en formleg sameining tekur gildi eftir kosn- ingar í maí næstkomandi. Sveitarfélagið nýja verður eitt það víðfeðmasta á landinu; nær frá Fnjóskadal í vestri og í austri ligg- ur línan við Jökulsá á Fjöllum. Í norðri er eyðibyggðin í Flatey á Skjálfanda útvörður en í suðri er markalínan á Sprengisandi og inni á miðjum Vatnajökli. sbs@mbl.is Felldu tillöguna - Tillaga um sameiningu fjögurra sveit- arfélaga í A-Hún. felld - Áhugi í Húna- vatnshreppi á viðræðum við Blönduós Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skagaströnd Áhugi íbúa á samein- ingu sveitarfélaga reyndist lítill. Allir leikir á EM í knattspyrnu verða sýndir á Stöð 2 Sport að þessu sinni. Að því er fram kem- ur á heimasíðu stöðvarinnar eru EM-leikirnir innifaldir í Sport- pakkanum svokallaða. Sá pakki kostar tæpar átta þúsund krón- ur á mánuði. Ekki er nóg að vera með minni pakkann, annaðhvort Stöð 2 Sport Erlent eða Stöð 2 Sport Íslands, heldur þarf að kaupa þann stóra. Þá er hægt að kaupa sérstaka áskrift að EM fyrir tæpar sjö þúsund krónur. Pakkinn á sjö þúsund SÝNT Á STÖÐ 2 SPORT Guðmundur Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.