Morgunblaðið - 07.06.2021, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.06.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021 Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is „Lögmenn gegna mikilvægu hlut- verki í samfélaginu. Við erum að gæta grundvallarréttinda fólks og hrinda órétti, það er ekki eins og við séum bara að þvælast fyrir,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, nýkjörinn formaður Lögmanna- félags Íslands. Hann er hæstarétt- arlögmaður og eigandi á Rétti lög- mannsstofu. Byrjaði í lögfræði fyrir slysni en leiddist svo út í mál- flutning strax að námi loknu. Er Vesturbæingur, gekk í MR og spil- aði körfubolta með KR. Sigurður segir körfuboltann hafa reynst sér góður skóli fyrir lögmennsku, sem getur falið í sér mikil átök. Í gegn- um íþróttina hafi hann lært að mæta mótlæti, vera í liði og spila eftir reglum og síðast en ekki síst átta sig á því að þótt andstæðing- urinn vinni í aðra átt er hann ekki vond manneskja fyrir vikið. Mik- ilvægt er að kunna bæði að vinna og tapa. Stjórnarstörf eru ekki ný af nálinni fyrir Sigurð en hann sinnti embætti inspectors scholae í MR og var formaður Stúdentaráðs HÍ fyrir hönd Vöku. Auk þess sat hann í stjórn fráfarandi formanns Lögmannafélagsins, Berglindar Svavarsdóttur, síðustu ár svo hann þekkir félagið vel. Borgarar njóti sanngirni Lögmannafélag Íslands er fé- lag sem allir lögfræðingar með málflutningsleyfi eiga aðild að og kallast þar með lögmenn. Í stjórnarmennsku sinni vill hann að fjallað verði um það hlut- verk lögfræðinga að gæta að grundvallarréttindum fólks hvort sem það er gagnvart stjórnvöld- um, fyrir dómstólum eða annars staðar. Hann vill að áhersla verði lögð á mikilvægi þess að borgar- arnir njóti réttlátrar og sann- gjarnrar málsmeðferðar. Sigurður segir að sér verði oft hugsað til þess sem Örn Clausen hæstarétt- arlögmaður sagði í viðtali við Lög- mannablaðið að annaðhvort hjálpi lögmaður fólki eða hann sé ekki í þessu starfi. Hlutverk lögfræðinga sé að standa vörð um réttindi fólks og hrinda órétti og telur hann lög- menn almennt gera þetta af heil- indum. Því sé mikilvægt að lög- mannafélagið standi vörð um og útskýri þetta hlutverk. Mikið brottfall úr lögmennsku Sigurður telur ástæðu til að skoða brottfall úr stéttinni, sem er töluvert. Algengur starfsaldur lögmanna, óháð kyni, sé á bilinu 5- 10 ár en eftir þann tíma fara þeir flestir í önnur störf, ekki síður mikilvæg en það er þó þess virði að kanna hvers vegna fólk endist svo stutt í lögmennsku. Sigurði þykir sjálfum lög- mennskan afar skemmtilegt starf og auðvelt sé að sjá tilgang í því. Hann sinnir helst málefnum fyr- irtækja í bland við mannréttinda- mál. Þannig getur hann verið að vinna að fjármálagerningi fyrir hádegi og svo málefnum hælisleit- enda eftir hádegi. Starfinu fylgi álag sem að hluta til verður ekki breytt en þó megi líklega breyta ákveðnum hlutum. Skoða verði starfskjör og vinnutíma en hann segir að í dag sé hið opinbera orð- ið svolítið leiðandi í tengslum við kjör lögfræðinga. Of lágt hlutfall kvenna Ástæða er til að skoða stöðu kvenna í lögmannastéttinni, að mati Sigurðar. „Hlutfall kvenna innan lögmannastéttarinnar hefur haldist óbreytt, of lágt of lengi,“ segir Sigurður en hann bætir við að áhugavert væri að greina ástæður þess og ráðast í að breyta þessari stöðu. Í dag útskrifast frá lögfræðideildum háskólanna jafn- vel fleiri konur en karlar. Þrátt fyrir það hefur hlutfall kvenna haldist óbreytt í lögmannafélag- inu, aðeins þrjár konur á móti hverjum sjö körlum. Vinnutími lögmanna er atriði sem Sigurður nefnir að gæti mögulega haft áhrif í þessu samhengi. Það þurfi að hefja samtal um þetta bæði innan stéttarinnar og við aðra hags- munaaðila. Þá bendir hann á að samtalið þurfi engu að síður að eiga sér stað inni á heimilunum varðandi verkaskiptingu þar. Sigurður telur að starfs- umhverfið hafi eitthvað að segja í þessu sambandi og viðmót annarra lögmanna, skjólstæðinga og opin- berra aðila á við lögreglu, sak- sóknara og dómara. Lögmennska byggist að miklu leyti á nánum samskiptum við þessa aðila og því sé ljóst að vellíðan lögmanna í starfi grundvallist að miklu leyti á viðmóti þeirra. Hann segir að það eigi ekki að vera munur á því hvernig komið er fram við konur og karla í þessu samhengi en mið- að við þennan mikla mun á kynj- unum er hann hræddur um að svo sé. Þá sé nú í vinnslu endurskoðun á siðareglum lögmanna en Sig- urður segir að það sé rétt og eðli- legt að þær séu endurskoðaðar reglulega enda taki samfélagið sí- felldum breytingum. Sigurður Örn Hilmarsson er nýr formaður Lögmannafélags Íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg Lögmaður Við erum að gæta grundvallarréttinda fólks og hrinda órétti, það er ekki eins og við séum bara að þvælast fyrir,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson sem hefur langa reynslu af ýmsum félags- og stjórnarstörfum. Ég lærði í liði að spila eftir reglum - Sigurður Örn Hilmarsson fæddist árið 1983 og er stúd- ent frá MR. Lauk námi frá laga- deild Háskóla Íslands 2009, hlaut það sama ár réttindi hdl. og hóf störf hjá Réttur – Aðal- steinsson & Partners frá 2009. Varð hrl. 2017. - Í stjórn Lögmannafélags Ís- lands frá 2019 og varafor- maður síðasta árið. Í stjórn Fé- lagsstofnunar stúdenta fyrr á árum, í ritstjórn Stúd- entablaðsins, oddviti Vöku – félags lýðræðissinnaðra stúd- enta 2006-2007 og margvísleg önnur félagsstörf. Hver er hann? –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is BÍLA-SÉRBLAÐ BÍLA fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 15. júní 2021BLAÐ Listaverkið Veðurhorfur eftir Sól- rúnu Halldórsdóttur var afhjúpað í Grundarfirði sl. laugardag. Verkið, sem stendur nærri kirkjunni í byggðarlaginu, byggist á 112 ís- lenskum orðum um vind og veður. Það var fyrst sett upp sumarið 2019 í tengslum við listsýningu sem þá var á Snæfellsnesi, sem tekin var niður í sumarlok. Nú hefur þetta verk Sól- rúnar verið sett upp varanlega. Und- irstöðurnar eru grjót og ofan í það borað fyrir festingum á 112 vönduð- um tréplötum, einni fyrir hvert orð. Sem dæmi um orð sem koma fyrir í listaverki Sólrúnar og lýsa vindi eru gjörningaveður, stórisunnan og remba. Svo mætti lengi áfram telja. „Fólk úti á landi, sérstaklega í sjáv- arbyggðum, er alltaf mjög háð veðri og vindum í lífsbaráttu sinni og starfi. Hugmyndin að verkinu kom í tengslum við Dag íslenskrar tungu þegar ég frétti að til væru 130 orð tengd vindi. Frásagnir af því komu mér af stað,“ segir Sólrún, sem er úr Grundarfirði og hefur lengi starfað sem listamaður. sbs@mbl.is Ljósmynd/Sveinbjörn Halldórsson Listaverk Sólrún við verk sitt með kirkjuna og bæjarfjallið í baksýn. Vindur fyrir vestan - Listaverk afhjúpað í Grundarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.