Morgunblaðið - 07.06.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.06.2021, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ekki var haft nægilegt samráð við alla hagsmunaaðila við fyrirhugaðar breytingar á lögum um lífeyrissparn- að og rétt að ráðast í frekari und- irbúningsvinnu áður en Alþingi afgreiðir fyrir- liggjandi stjórn- arfrumvarp. Þetta segir Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Íslenska líf- eyrissjóðsins, og þykir honum und- irbúningur frum- varpsins hafa ver- ið í skötulíki frá fyrsta degi. Í byrjun apríl lagði fjármála- og efnahagsráðherra frumvarp fyrir Al- þingi sem felur í sér breytingu á sex ólíkum lögum sem snerta lífeyrismál. Frumvarpið kveður m.a. á um að al- mennir launþegar og vinnuveitendur þeirra greiði samanlagt að lágmarki 15,5% launa í lífeyrissjóð í stað 12% áður og er þetta m.a. gert til að jafna stöðu fólks sem starfar í einkageira annars vegar og starfsmanna hins opinbera hins vegar. Segir Ólafur um að ræða umfangsmestu breytingar á lögum um lífeyrissjóðsmál sem gerð- ar hafa verið í tvo áratugi. „En það sem einkum hefur verið umdeilt við frumvarpið er útfærsla á svokallaðri „tilgreindri séreign“ sem er ný teg- und séreignar. Samkvæmt frum- varpinu munu sjóðfélagar hafa val um að ráðstafa allt að 3,5% skyldu- iðgjalds í séreignarsjóð í stað sam- tryggingarsjóðs, sem er út af fyrir sig jákvætt, en útfærslan er of flókin að margra mati.“ Fleiri raddir þurfa að heyrast Að sögn Ólafs er margt jákvætt við markmið frumvarpsins en óheppilegt að lífeyrissjóðir sem standa utan SA og ASÍ hafi ekki fengið að leggja meira af mörkum. Hann minnir á að þeir lífeyrissjóðir sem eru utan SA og ASÍ séu á flesta mælikvarða stærri en lífeyrissjóðirn- ir innan vébanda þessara samtaka, og eðlileg krafa að rödd þeirra sjóð- félaga fái að heyrast við mótun lög- gjafarinnar. Vinnuhópur var skipað- ur árið 2017 en skilaði afar takmörkuðum niðurstöðum: „Þegar hópurinn var skipaður á sínum tíma voru allt aðrar hugmynd- ir uppi um tilgreinda séreign en kveðið er á um í stjórnarfrumvarp- inu. Frumvarpið fór í samráðsgátt árið 2019 og bárust ábendingar frá um tuttugu aðilum, en síðan þá hafa höfundar frumvarpsins átt í afar tak- mörkuðu samtali við hagsmunaaðila á borð við fulltrúa opinberra launa- manna og fulltrúa lífeyrissjóða utan vébanda SA og ASÍ.“ Grænbók komi á undan frumvarpi Þá bendir Ólafur á að það skjóti skökku við að stjórnvöld hafi lýst því yfir síðastliðið haust að eftir að frum- varpið verður orðið að lögum muni verða ráðist í grænbókarvinnu við endurskoðun laga um lífeyrissjóði, og lofað allsherjarúttekt í góðu sam- ráði við alla sem málið varðar. „Þessi grænbókarvinna hefur holan hljóm ef hún fer fram eftir að aðilar vinnu- markaðarins hafa nýlokið við að knýja í gegn umfangsmiklar breyt- ingar á lögunum,“ segir Ólafur. „Mörgum þykir lífeyriskerfið nógu flókið fyrir en verði frumvarpið að lögum flækist kerfið enn frekar. Líta þarf til margra atriða við svona umfangsmikla endurmótun kerfis- ins, taka betur mið af ýmiss konar þróun sem er að eiga sér stað á vinnumarkaði, leita umsagna og at- hugasemda frá sem flestum og vinna málið í víðtækri sátt,“ segir Ólafur og leggur til að frumvarpið verði sett á ís en efnisatriði þess tekin til umfjöll- unar í þeirri grænbókarvinnu sem boðuð hefur verið. „Hjá Landssam- tökum lífeyrissjóða er unnið öflugt málefnastarf og þegar hafinn undir- búningur fyrir grænbókarvinnu stjórnvalda.“ Vill að frumvarp verði sett á ís Morgunblaðið/Styrmir Kári Brauðstrit Verslunargluggarnir þvegnir á Laugavegi. Margt er áhugavert við fyrirliggjandi frumvarp og miklir hagsmunir í húfi fyrir launþega. - Stjórnandi Íslenska lífeyrissjóðsins segir að við undirbúning nýs frumvarps um lífeyrismál hafi samráði verið ábótavant - Umfangsmeiri breytingar á lífeyriskerfinu ekki verið gerðar í tvo áratugi Risastökk » Með frumvarpinu er m.a. kveðið á um að greiðslur í líf- eyrissjóð nemi samanlagt 15,5% af launum í stað 12%. » Skiptar skoðanir eru um hvernig á að útfæra sk. til- greinda séreign sem má ráð- stafa ýmist í séreignar- eða sameignarsjóð. » Mjög takmarkað samráð var haft við lífeyrissjóði utan vé- banda SA og ASÍ. Ólafur Páll Gunnarsson Samkomulag náðist á fundi fjármálaráðherra G7- ríkjanna í London á laugardag um að setja sam- ræmdar reglur um skattlagningu alþjóðafyrirtækja. Felur samkomulagið í sér að skattur á hagnað stórra og arðbærra fyrirtækja með alþjóðlega starfsemi verði ekki minni en 15% og að alþjóðafyrirtæki greiði skatta í meira mæli í þeim löndum þar sem söluhagn- aður þeirra verður til. Að sögn Reuters var fjármálaráðherrafundurinn sá fyrsti þar sem ráðherrar G7-hópsins hittust augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Verði breytt skattlagning alþjóðafyrirtækja að veruleika gæti það hækkað skatttekjur vestrænna ríkja um jafnvirði hundraða milljarða dala árlega. Baráttumál Bidens Ríkisstjórn Joes Bidens Bandaríkjaforseta er mjög í mun að auka skattbyrði margra stöndugustu fyrir- tækja heims sem sætt hafa gagnrýni fyrir að lág- marka skattgreiðslur sínar með óeðlilegum hætti. Sjá bandarísk stjórnvöld fyrir sér að geta með þeim hætti betur staðið undir þeim kostnaði sem ríkis- sjóður þarf að bera vegna örvunar- aðgerða tengdra kórónuveiru- faraldrinum, en með samkomulagi um alþjóðlegt skattagólf mun það reynast bandarískum fyrirtækjum mun erfiðara að færa tekjur sínar til lágskattasvæða. Þá hafa bresk stjórnvöld lengi amast við því að fyrirtæki á borð við Google, Facebook og Amazon greiði ekki hærri skatta í Bretlandi af þeim tekjum sem fyrirtækin skapa þar heldur flytji hagnaðinn og skattgreiðslurnar til lágskattasvæða eða standi skil á sköttunum í Banda- ríkjunum. Á Íslandi er tekjuskattur hlutafélaga og einkahluta- félaga 20% en allt að 37,6% fyrir t.d. sameignarfélög og þrotabú. Samkvæmt samantekt Tax Foundation eru m.a. Kýpur, Írland og Liechtenstein með 12,5% skatt á hagnað fyrirtækja en lönd á borð við Búlgaríu og An- dorra leggja á 10% skatt og Ungverjaland lætur sér nægja 9%. ai@mbl.is Sammælast um skattagólf - Skattar á hagnað alþjóðafyrirtækja verði ekki undir 15% Rishi Sunak stýrði fundinum. 7. júní 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.38 Sterlingspund 171.67 Kanadadalur 100.18 Dönsk króna 19.78 Norsk króna 14.484 Sænsk króna 14.556 Svissn. franki 134.33 Japanskt jen 1.1028 SDR 174.74 Evra 147.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.7681 Hrávöruverð Gull 1869.55 ($/únsa) Ál 2386.5 ($/tonn) LME Hráolía 71.25 ($/fatið) Brent Guillaume Faury, forstjóri flug- vélaframleiðandans Airbus, reiknar með að markaðurinn fyrir flug á viðskiptafarrými muni rétta úr kútnum og fyrir- tæki senda starfsfólk sitt á milli landa og heimshluta í svipuðum mæli og áður en kórónuveiruf- araldurinn brast á. Í viðtali við svissneska dag- blaðið NZZ am Sonntag benti Faury á að þrátt fyrir að farald- urinn hefði kennt atvinnulífinu að reiða sig meira á fjar- fundalausnir þá séu ferðalög engu að síður óhjákvæmilegur fylgifiskur alþjóðaviðskipta: „Fyrirtæki eru farin að gera sér grein fyrir að einhvern tíma þurfa þau að hitta viðskiptavini sína og birgja augliti til auglitis. Þegar vissu marki er náð verður að hafa manneskju á staðnum til að þróa vörur eða reisa verk- smiðjur,“ sagði hann. Máli sínu til stuðnings bendir Faury á að sætaskipan þeirra flugvéla sem flugfélög eru að panta um þessar mundir sé með hefðbundnu sniði og ekki hafi dregið úr hlutfalli sæta á við- skiptafarrými. ai@mbl.is Flugtak Faury á blaðamannafundi. Skiptar skoðanir eru um framtíð fluggeirans. Stjórnandi Airbus bjartsýnn á framtíð viðskiptaferðalaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.