Morgunblaðið - 07.06.2021, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Bandaríska flugfélagið United
Airlines tilkynnti í síðustu viku að
það áformaði að kaupa fimmtán
hljóðfráar farþegaþotur af sprota-
fyrirtækinu Boom Supersonic sem
ætlar að framleiða slíkar flugvélar.
Segja fyrirtækin að stefnt sé að því
að taka fyrstu vélarnar í notkun árið
2029.
Hljóðfráar farþegaþotur hafa ekki
verið notaðar frá árinu 2003 þegar
síðustu Concorde-þotunni var lagt.
Samningur United og Boom er
um að flugfélagið kaupi flugvélar af
gerðinni Overture þegar þær upp-
fylla skilyrði United um öryggi,
virkni og sjálfbærni, að því er kemur
fram í sameiginlegri fréttatilkynn-
ingu frá fyrirtækjunum.
Samkomulag fyrirtækjanna er um
kaup á 15 vélum og möguleika á að
United kaupi 35 vélar til viðbótar.
Ekki kom fram í tilkynningunni
hvað flugvélarnar eigi að kosta.
Sérfræðingar sem AFP-frétta-
stofan ræddi við lýstu nokkrum efa-
semdum um að þessi áform verði að
veruleika, einkum þar sem tíma-
ramminn sé nokkuð þröngur.
Mörgu ósvarað
„Þetta er áhugaverð hugmynd en
mörgum spurningum er ósvarað,“
sagði Michel Merluzeau, sérfræð-
ingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu AIR,
sem áætlar að þróun og smíði nýrrar
farþegaflugvélar sem uppfylli kröfur
eftirlitsstofnana geti kostað á bilinu
10-15 milljarða dala, jafnvirði 1.200
til 1.800 milljarða króna sem svarar
til um helmings af landsframleiðslu
Íslands á ári.
Segir Merluzeau raunhæfara að
reikna með að flugvélin verði ekki
tilbúin fyrr en á tímabilinu frá 2035
til 2040.
Overture-flugvélin sem Boom
áformar að smíða á að geta flogið
tvöfalt hraðar en þær farþegaflug-
vélar sem nú eru almennt í notkun.
Flugtíminn milli New York og Lond-
on gæti þá til dæmis orðið þrjár og
hálf klukkustund. Þá fullyrðir Boom
að kolefnisspor flugvélanna verði
ekkert því þær verði knúnar með
endurnýjanlegri orku.
Hljóðfráu Concorde-farþegaflug-
vélarnar voru teknar í notkun á átt-
unda áratug síðustu aldar en þeim
var lagt árið 2003, aðallega vegna
mikils kostnaðar við að uppfylla um-
hverfiskröfur. Einnig vó flugslys
árið 2000, þegar Concordevél frá Air
France fórst í París og 113 manns
létust, þungt þegar ákvörðun var
tekin um að hætta rekstri vélanna.
Concorde-vélarnar gátu flogið á
rúmlega tvöföldum hljóðhraða og
því fylgdi mikill hvellur þegar þær
fóru gegnum hljóðmúrinn. Það var
ekki fyrir hvern sem var að taka sér
far með þessum vélum því flugsætin
voru dýr, og aðeins tvö flugfélög,
British Airways og Air France, buðu
upp á flugferðir með Concorde.
En nú eru flugvélaframleiðendur,
bæði í Bandaríkjunum og fleiri lönd-
um, að skoða möguleika á að fram-
leiða hljóðfráar flugvélar á ný því
fram hafa komið ný og léttari bygg-
ingarefni og hreyflar með nýrri
hönnun.
Peter McNally, sérfræðingur hjá
Third Bridge, segir að hraðskreiðari
flugvélar kunni að höfða til fólks sem
þarf að ferðast mikið í viðskipta-
erindum. „Lykillinn að rekstri
United, American Airlines og Delta
er viðskiptaferðir og flug á löngum
vegalengdum,“ segir hann.
Boom Supersonic, sem var stofn-
að árið 2014, hefur til þessa náð að
afla 270 milljóna dala hlutafjár hjá
fjárfestum, að sögn talsmanns
Boom, jafnvirði um 33 milljarða ís-
lenskra króna.
Blake Scholl, forstjóri og annar
stofnandi Boom, sem áður starfaði
hjá netsölunni Amazon, hefur sagt
að áformin um hljóðfráa farþega-
flugvél eigi að mæta kröfum neyt-
enda í sífellt samtengdari heimi.
„Saga Concorde er saga ferðar
sem er hafin en henni er ekki lokið –
og við viljum taka þátt í því ferða-
lagi,“ sagði hann á ráðstefnu sem
haldin var árið 2018 í tengslum við
Farnborough-flugsýninguna.
Synda gegn straumi
Jon Ostrower, ritstjóri flug-
tímaritsins Air Current, sagði á
Twitter í síðustu viku að þessi flug-
vélapöntun United markaði tíma-
mót. „Síðast þegar United pantaði
hljóðfráa flugvél höfðu menn ekki
enn stigið fæti á tunglið,“ sagði
Ostrower. „Nú rúmlega hálfri öld
síðar leggur United á ný áherslu á
hraða og syndir á móti straumi síð-
ustu áratuga þar sem einkum hefur
verið horft á lág fargjöld.“
Bandaríska sprotafyrirtækinu
Aerion, sem einnig stefndi á að
framleiða hljóðfráar farþegaþotur,
var lokað í maí þegar flugvéla-
framleiðandinn Boeing hætti við að
fjárfesta í því. Dave Calhoun, for-
stjóri Boeing, sagði á blaðamanna-
fundi að áform félagsins hefðu ekki
reynst raunhæf í ljósi markaðs-
aðstæðna.
AFP
Frumkvöðull Blake Scholl forstjóri Boom segir sögu Concorde ekki lokið.
Boom Supersonic/AFP
Hljóðfrá Tölvuteikning sem Boom Supersonic hefur birt sýnir Overture-farþegaflugvél í litum United Airlines.
Ætla í gegnum hljóðmúrinn á ný
- Flugfélagið United og sprotafyrirtækið Boom semja um nýja hljóðfráa farþegflugvél
Meira en 100 fyrrverandi forsætis-
ráðherrar, forsetar og utanríkis-
ráðherrar eru meðal þeirra 230 ein-
staklinga sem hafa kallað eftir því að
G7-ríkin borgi tvo þriðjuhluta af
þeim 66 milljörðum dollara sem þarf
til að bólusetja tekjulægri lönd gegn
Covid-19.
Í bréfi sem Guardian hefur undir
höndum segir að leiðtogar Bret-
lands, Bandaríkjanna, Frakklands,
Þýskalands, Ítalíu, Japans og Kan-
ada verði að gera 2021 að þáttaskil-
um í alþjóðlegu samstarfi. Færri en
2% þeirra sem búa sunnan Sahara
hafa verið bólusett við Covid en hins
vegar hafa 70% Breta fengið að
minnsta kosti einn skammt.
Meðal þeirra sem hafa skrifað
undir bréfið eru Gordon Brown og
Tony Blair, fyrrverandi forsætis-
ráðherrar Bretlands, Ban Ki Moon,
fyrrverandi aðalritari Sameinuðu
þjóðanna, og Mary Robinson, fyrr-
verandi forseti Írlands. Þau færa rök
fyrir því að fjárfestingin sé nauðsyn-
leg til að stöðva útbreiðslu nýrra af-
brigða. „Á árinu 2020 mistókst al-
þjóðlegt samstarf en 2021 getur haft
í för með sér nýja tíma. Enginn er
öruggur fyrir Covid fyrr en allir, alls
staðar, eru öruggir,“ segir í bréfinu.
AFP
Áskorun Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, vill að G7-ríkin borgi.
Vilja að G7 borgi
hluta bóluefnanna
- Enginn öruggur fyrr en allir eru það