Morgunblaðið - 07.06.2021, Page 20

Morgunblaðið - 07.06.2021, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021 Í dag er kvaddur hinstu kveðju tengdafaðir minn, Hólmsteinn Steingrímsson í Hófgerði 11. Hann var Hún- vetningur að ætt og uppruna. Ég kynntist honum árið 1980 og var hann þá ennþá starfandi í Landsbankanum. Við höfum all- ar götur síðan verið í allmiklum samskiptum, bæði heima í Kópavogi og á ferðalögum norð- ur. Hann eftirlaunaþegi mest- allan tímann. Blönduós var hans fæðingarstaður en Akureyri minn og náðum við nokkrum sinnum að ferðast á báða stað- Hólmsteinn Steingrímsson ✝ Hólmsteinn Ottó Steingrímsson fæddist 4. desem- ber 1923. Hann lést 23. maí 2021. Hólmsteinn var lagður til hinstu hvílu 3. júní 2021. ina í sömu ferðinni, m.a. í því skyni að heimsækja Gunn- fríðarstaði í Húna- þingi, þar sem Hólmsteinn og systkini hans eiga land sem ætlað er til orlofsdvalar. Við plöntuðum þar trjám og grisjuð- um, dyttuðum að vegaslóðum og göngustígum, en árin liðu og ekki varð úr að við byggðum sumarhús. Árið 2019 fórum við norður til Akureyrar og gistum þar, ætluðum svo að koma við á Gunnfríðarstöðum í bakaleið- inni, en örlög höguðu því svo til að við urðum að hætta við þá hugmynd. Töluðum við um að skreppa norður nú í sumar í staðinn, en sú ferð verður víst ekki farin, því Hólmsteinn er nú lagður af stað í ennþá lengra ferðalag. Hólmsteinn var alla tíð skemmtilegur, viðræðugóður og með ákveðnar skoðanir, sem ekki voru alltaf þær sömu og meirihlutinn hafði, við vorum líka oft ósammála, en það trufl- aði ekkert. Seinni árin bað hann mig að útvega sér bækur um ýmis málefni, m.a. heimspeki, sem hann las sér til ánægju, var reyndar víðlesinn á mörgum sviðum og minnugur. Sumir heimspekinganna og hugvits- mannanna, m.a. Einstein, fengu ekki háa einkunn hjá honum, en aðrir skoruðu hærra. Tungu- málamaður var Hólmsteinn góður og var enn að læra tungumál kominn á tíræðisald- ur. Hólmsteinn var gjarna snöggur til svars og stóð fastur á sínu. Eina stutta sögu vil ég nefna. Á Laugarvatnsárum mín- um á síðasta áratug sendi ég honum mynd af eyðibýli, göml- um sveitabæ, sem birst hafði opinberlega en enginn vissi hver var. Svar kom um hæl: „Þetta eru Hnausar í Langadal“ sagði hann og var ákveðinn. Ég hins vegar fann út eftir miklar pælingar að um væri að ræða bæinn Hafþórsstaði í Norður- árdal, réð það aðallega af fjalla- sýn. Svo liðu margar vikur og ekkert gerðist, en þá skyndilega rambaði vegavinnumaður nokk- ur á rétta staðinn. Við Hólm- steinn höfðum báðir rangt fyrir okkur; rétta svarið var Miðdals- kot í Bláskógabyggð. Við Hólm- steinn hlógum mikið að þessu og hann stríddi mér á því að sá bær er í göngufæri frá Laug- arvatni þar sem ég vann. Í þetta skipti fundum við hvor- ugur rétta svarið, en oftast fundum við samt réttu svörin við tilfallandi spurningum hins daglega lífs. Í ljóðabókinni Haustlauf eftir Steingrím Davíðsson, sem til- einkuð er Helgu Jónsdóttur konu hans, er kvæði sem nefn- ist Á ævisiglingu. Þar er ævinni líkt við ólgusjó. Lokaerindið: Þegar linnir lokaför, lífs er minning hulu slegin, ber mig inn að brattri vör, blæinn finn ég, andans megin. En Steingrímur og Helga voru foreldrar Hólmsteins, bæði húnvetnskrar ættar. Ég votta ættingjum Hólm- steins samúð mína. Baldur Garðarsson. Fallinn er frá föðurbróðir minn og félagi, Guðni Jó- hannsson. Guðni var heilsteyptur maður, alltaf léttur í lund, glettinn, hafði skemmti- lega og þægilega nærveru. Guðni var í raun bóndi af lífi og sál þó hann hafi aldrei haft það starf að lífsviðurværi. Umhyggj- an fyrir skepnum og búskap var mikil og botnlaust umræðuefni. Guðni og Svana áttu alltaf fast- an og ríkan sess í daglegu lífi í Teigi og héldu mikla tryggð við heimili foreldra minna sem var hans æskuheimili. Ef verið var í heyskap eða fjárragi var Guðni iðulega mættur til að taka til hendinni. Hann átti land og Guðni Jóhannsson ✝ Guðni Jóhanns- son fæddist 25. september 1926. Hann lést 13. maí 2021. Útförin fór fram 28. maí 2021. fjárhús rétt við Hvolsvöll þar sem hann hélt sína lit- skrúðugu hjörð. Margar ferðir fór hann þangað og sinnti af kostgæfni um sinn bústofn. Allt frá því ég man eftir mér fékk hann okkur bræður til að koma með sér í ein- hver viðvik. Engu máli skipti aldurinn á „vinnu- mönnunum“, allir voru fullgildir til að koma með þó ég sé ekki viss um að gagnið að okkur öll- um hafi alltaf verið mikið. Eftir verkefni var svo iðulega veislu- borð hjá Svönu eða rennt við í sjoppunni og allir verðlaunaðir. Samræður um verkefnið léttar, glettni og glaðværð ríkjandi, jafnvel hátíðarbragur þegar rekið var inn og til stóð að keyra til Fjalls, eða hýsa ásetn- inginn. Þetta var Guðna aug- ljóslega mikils virði. Guðni hafði skemmtilegt orðfæri og gat spjallað við alla, var ekkert gef- inn fyrir að láta tímann bara líða án þess að ræða einhver mál og hafði frá mörgu að segja. Þar kom líka fram hjá honum þessi virðing fyrir öðrum að hann gat allt eins rætt við okk- ur bræður sem börn, unglinga og fullorðna menn, alltaf leið manni eins og jafningja, hann spurði til að fræðast um gang mála og sagði frá því sem hann vildi miðla. Orð eins og kyrr- móðulegur og lítilfjörlegur komu gjarnan ef menn voru ekki upprifnir og höfðu sig ekki frammi og það dugði til að hressa menn aðeins upp. Hjálp- semi og greiðvikni ásamt glað- værð og léttum húmor er lær- dómur sem fæst af kynnum við slíka menn sem Guðni var. Ekki frá því heldur að sá áhugi fyrir kindum sem við bræður höfum hafi litast af samvinnumannin- um og gæðasálinni Guðna Jóh. Svönu og fjölskyldunni votta ég innilegustu samúð, minningin um góðan mann lifir lengi. Kær- ar þakkir fyrir allt, kæri frændi. Ágúst Jensson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR ÞÓR ÓSKARSSON gröfumaður, Tröðum, lést mánudaginn 31. maí. Útförin fer fram föstudaginn 11. júní klukkan 14 í Borgarneskirkju. Athöfninni verður streymt á https://youtu.be/VMPIQLGuD3M. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sigurbjörg Helgadóttir Katrín Helga Óskarsdóttir Arnþór Valgarðsson Fanney Svala Óskarsdóttir Snorri Elmarsson og barnabörn Elsku mamma og pabbi, tengdamamma og tengdapabbi, amma og afi, langamma og langafi, SIGRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR OG GUÐLAUGUR ÓSKARSSON, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, létust á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 2. og laugardaginn 5. júní. Útför þeirra mun fara fram í kyrrþey að ósk hinna látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á B4 og B2 fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Gunnhildur G. Guðlaugsd. Sævar Reynisson Eyjólfur Þór Guðlaugsson Sigrún Guðný Jónsdóttir G. Sigríður Guðlaugsdóttir Birgir Egilsson J. Helga Guðlaugsdóttir Guðmundur Ásmundsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku maðurinn minn, faðir, sonur og bróðir, SVEINN EYJÓLFUR TRYGGVASON frá Lambavatni, Rauðasandi, lést af slysförum sunnudaginn 30. maí. Útför verður frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 12. júní klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á mbl.is/andlat Þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning sem stofnaður hefur verið til styrktar börnum hans, 0123-15-030020, kt. 1906705039. Margrét Brynjólfsdóttir Edda Sól, Saga, Halldór Jökull, Vilborg Líf, Tryggvi Sveinn, Hekla Margrét og Dalrós Ása Erla Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR PÉTUR VALDIMARSSON frá Kollafossi í Miðfirði, lést þriðjudaginn 25. maí. Þorbjörg Gunnlaugsdóttir Benedikt Þór Kristjánsson Guðbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ingi Karl Sigríðarson Jóhann F. Gunnlaugsson Valdimar H. Gunnlaugsson Aldís Olga Jóhannesdóttir Ólöf Eik Gunnlaugsdóttir Gunnar Pétursson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HAFDÍS VIGNIR hárgreiðslumeistari, Sléttuvegi 25, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu Sléttuvegi fimmtu- daginn 27. maí. Útför hennar verður gerð frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 8. júní klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Blindrafélagið njóta þess. Reynir Vignir Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir Anna Ragnheiður Vignir Pétur Stefánsson Hildur Elín Vignir Einar Rúnar Guðmundsson Sigurhans Vignir Margrét Gunnlaugsdóttir barnabörn og langömmubörn ✝ Emilía Mýrdal Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 26. apríl 1938. Hún lést 18. maí 2021. Foreldrar henn- ar voru Jón Mýrdal og Rikka Emilía Sigríksdóttir. Em- ilía ólst upp á Vest- urgötu 67 á Akra- nesi ásamt eldri systkinum sínum, Einari og Sumarlínu, en yngri voru Þuríður og Sigurður. Þau eru öll látin. Emilía gekk í barna- og gagn- fræðaskóla, fór í Menntaskólann börn, þau eru: 1) Arnþór, f. 1962, en sambýliskona hans er Margrét Ólafsdóttir, þau búa á Geirastöðum í Bolungarvík. 2) Sigríkur, f. 1965, eiginkona hans er Sigríður Kristjáns- dóttir, þau búa á Syðri-Úlfs- stöðum í Landeyjum. 3) Freyja, f. 1969, sambýlismaður hennar er Andrés Björnsson, þau búa á Borgarfirði eystra. 4) Dag- bjartur, f. 1972, eiginkona hans er Áslaug Sigurgestsdóttir, þau búa í Fellabæ. 5) Geirþrúður, f. 1974, búsett í Þýskalandi. 6) Eygló, f. 1975, eiginmaður hennar er Kjetil Nilsen, þau eru búsett í Noregi. 7) Trausti, f. 1977, hann lést af slysförum árið 2000. Barnabörn Emilíu og Jóns eru sautján og barnabarnabörn fimm. Útför Emilíu fer fram frá Eg- ilsstaðakirkju í dag, 7. júní 2021, og hefst athöfnin klukkan 14. á Akureyri en starfaði síðan við skrifstofustörf í Reykjavík. Hinn 2. desem- ber 1961 giftist Em- ilía Jóni G. Þórð- arsyni, f. 14. júlí 1938, d. 2013. Em- ilía og Jón bjuggu fyrst í Reykjavík en fluttu til Bolung- arvíkur árið 1963 og hófu bæði störf hjá Einari Guðfinnssyni hf. Þaðan fluttu þau 1974 og gerðust bændur í Grænuhlíð í Hjaltastaðaþinghá. Emilía og Jón eignuðust sjö Komið er að kveðjustund. Þeg- ar aldurinn færist yfir er eðlilegt að sú stund nálgist, komi og allt sem henni fylgir, þótt við séum ekki tilbúin að mæta henni. Nú fæ ég ekki lengur símhringingu utan af landi, frá vinkonu minni sem falast eftir gistingu í nokkra daga hjá okkur hjónum og alltaf var auðsótt mál. Væntanlegur gestur var hún Emma, Emilía Mýrdal Jónsdóttir, vinkona mín í tæp 70 ár. Eða frá 13-14 ára aldri. Akranes var okkar heimabær. Nú bjó hún síðustu árin í Fella- bæ, fyrir austan. Þessar heim- sóknir hennar báru með sér ófáar ánægjustundir fyrir okkur báðar, við sátum og rifjuðum upp minn- ingar frá æskuárunum bæði í vinnu og utan, flettum upp í „Skagabókunum“ ef minnið brást okkur. Samveru okkar vestur á fjörðum, hún með sína fjölskyldu í Bolungavík og við á Ísafirði. Svo varð fjarlægðin meiri, hún flutti austur á land með eiginmanni sínum Jóni Þórðarsyni og börn- um, hófu þau búskap austur í Hjaltastaðaþinghá, Grænahlíð heitir jörðin. Þar bættist við barnahópinn og urðu þau sjö tals- ins. Alltaf nóg að starfa fyrir alla. Okkur auðnaðist að heimsækja þau þrisvar þennan tíma og njóta gestrisni þeirra þar. Emma var einstök persóna, brosmild, hæg- lát í fasi, virtist aldrei skipta skapi og enginn asi. Þegar við vorum ungar þá vorum við vin- konurnar fimm talsins sem héldu saman. Emma var stundum þung í taumi varðandi dansleiki og aðr- ar skemmtanir. Hafði engan sér- stakan áhuga á þeim, en gaf þó stundum eftir og kom með. Á skólaárum virtist allt nám hennar auðvelt, eins og sagt var, „bæði til munns og handa“, bæði bóknám og handavinna, sem þá var skyldunámsgrein. Að námi loknu var hún eftirsóttur vinnukraftur við alla skrifstofuvinnu, hvort heldur var á Akranesi, í Reykja- vík eða Bolungarvík. En bústörf- in tóku fljótt yfir hjá þeim hjón- um þegar austur kom. Þar var nóg að starfa. Samhent fjölskylda þar sem allir lögðu hönd á plóg. Eftir margra ára búskap fór heilsu Jóns að hraka til muna svo þau brugðu búi. Ýmis áföll á þess- um árum voru þung í skauti. Eft- ir lát Jóns fluttist Emma inn á heimili eins sona sinna og tengda- dóttur og átti þar góða daga og gott ævikvöld. Þar naut hún nær- veru barnabarna og var það gagnkvæmt. Það var fallegt að upplifa hvað henni leið vel með barnahópinn í kringum sig, sem og umhyggja hennar gagnvart eigin börnum og öðrum afkom- endum þótt í fjarlægð væru. Þessum orðum mínum vil ég ljúka með erindi úr ljóði eftir Davíð Stefánsson. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varst þú gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. Hallgerður Erla Sigurðardóttir. Emilía Mýrdal Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.