Morgunblaðið - 07.06.2021, Blaðsíða 21
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Kraftur í KR kl.
10.30, rútan fer frá Vesturgötu kl. 10.10, Grandavegi 47 kl. 10.15 og
Aflagranda kl. 10.20. Félagsvist kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Nánari
upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Opin vinnustofa kl.
9-12. Handavinna kl. 12-16. Félagsvist kl. 12.45. Hádegismatur kl.
11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir.
Grímuskylda og það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa, 411-2600.
Bústaðakirkja Sumarhátíð eldri borgara í Fossvogsprestakalli
verður haldin í Grensáskirkju miðvikudaginn 9. júní kl. 14-15.30.
Skráning er í síma 528 8510 í síðasta lagi á mánudagsmorgun 7. júní.
FEBH Flatarhrauni Hfj Spilum félagsvist alla mánudaga kl. 13.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Opin lista-
smiðja kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11.
Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12.40. Aðalfundur FEBG kl. 13.30 í
Jónshúsi.
Gerðuberg Opin handavinnustofa frá kl. 8.30–16, alltaf heitt á könn-
unni; blaðalestur og spjall. Kundalíni jóga frá kl. 11.15, með Sigrúnu
Höllu Unnarsdóttur kennara. Glervinnustofa með Einari leiðbeinanda
frá kl. 13–16. Uppselt er í ferðalag okkar á Suðurlandið, þann 10. júní.
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 8. júní verður kyrrðarstund í Grafar-
vogskirkju kl. 12. Þetta er næst síðasta kyrrðarstundin í bili. Umsjón
hefur sr. Guðrún Karls Helgudóttir. Að kyrrðarstund lokinni er boðið
upp á léttar veitingar gegn vægu gjaldi. Allir hjartanlega velkomnir!
Korpúlfar Garðdagur í dag og garðhreinsun hefst kl. 10 og blóma-
skreytingar úti, margar hendur vinna létt verk, gerum fínt og fegrum í
kringum Borgina okkar, léttar veitingar á eftir. Gönguhópar Korpúlfa
kl. 10, kaffispjall á eftir. Dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 11 í Borgum,
allir hjartanlega velkomnir. Kaffiveitingar kl. 14.30 til 15.30 í dag.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
Það er alltaf erf-
itt þegar fólkið
manns kveður
þessa jarðvist.
Tengdafaðir minn
Ásgeir Holm kvaddi þann 23.
maí sl. eftir erfið veikindi. Það
má með sanni segja að þegar við
missum maka okkar þá missum
við hluta af okkur, og það átti
við um hann. Þegar hann missti
eiginkonu sína 5. maí 2013 varð
hann eins og skugginn af sjálf-
um sér. Eitt af því sem veitti
honum tilgang var að geta farið
í vinnu hjá Húsasmiðjunni, þar
sem hann var mikilvægur hlekk-
ur í málningarvörudeildinni.
Húsasmiðjan á þakkir skildar
Ásgeir Holm
✝
Ásgeir fæddist
10. ágúst 1941.
Hann lést 23. maí
2021.
Útför Ásgeirs
fór fram 3. júní
2021.
fyrir að hafa veitt
honum vinnu í þessi
ár eða þangað til
hann þurfti að
hætta þegar veik-
indin ágerðust, þá
orðinn 79 ára gam-
all. Það er nú ekki
hægt að skrifa um
hann án þess að
nefna væntumþykju
hans gagnvart dýr-
um, og hefur hann
veitt þeim mörgum heimili, síð-
ustu árinu voru það kisurnar
Perla og Tóta sem gáfu honum
tilgang, hann sinnti þeim, hvern-
ig sem líðanin var, og gerði
hann það vel. Eins var hann
mikill handverksmaður sem sést
á húsinu þeirra hjóna sem
stendur við Austurgötu 32, þar
sem hann smíðaði margt fallegt
og hélt því við af bestu getu.
Annað sem var einkennandi fyr-
ir hann var sjálfstæðið, hann
vildi ekki vera neinum háður og
kom það berlega í ljós í veik-
indum hans. Hann vildi helst
takast á við þetta á eigin for-
sendum sem getur verið gott,
hann reyndi alltaf að koma sér
af stað, með því að fara út að
ganga, eða drífa sig aftur í
vinnu. Hann var ekki mikið í því
að bera sig illa eða biðja um að-
stoð, þrátt fyrir beiðnir frá okk-
ur í fjölskyldunni að leyfa okkur
að hjálpa til. En eins og hann
lifði lífinu vildi hann gera það á
sinn hátt og enga vorkunn.
Þannig ræddum við saman töl-
uðum bara um hlutina eins og
þeir voru, stundum um Trump
og Útvarp Sögu og urðum sam-
mála um að vera ósammála um
þá hluti. Ég þekkti ég hann í 36
ár og veit að hlutirnir og nándin
við aðra var honum erfið, kvíða-
sjúkdómar geta heft okkur frá
mörgu því sem veitir gleði í líf-
inu og það þekktir þú, elsku Ás-
geir, svo vel. Við fjölskyldan þín
sjáum í dag marga hluti sem
þessi sjúkdómur hafði áhrif á í
þínu lífi, og þann sjúkdóm
stríddir þú við fram á síðasta
dag. Að vera alvarlega veikur á
Covid-tímum hafði einnig mikil
áhrif, hann fór mikið einn í
rannsóknir og annað, og tók
ekkert annað í mál. Ásgeir yngri
var lunkinn við að komast með
honum af og til, til að fá betri
upplýsingar um hvernig staða
hans væri og hvað við gætum
gert til að gera hana léttari. Ein
af hans óskum var að fá að
deyja heima, við reyndum allt
sem við gátum með hjálp frá
frábæru starfsfólki 11E á Land-
spítalanum til að koma honum í
þannig ástand að við gætum
hjálpað honum heima, því miður
gekk það ekki. Hann var ein-
stakur saxófónleikari og fékk ég
að upplifa að sjá hann spila með
hljómsveitum sínum og var hann
hreint út sagt frábær. En nú sit-
ur hann vonandi með saxófóninn
og konuna sína hjá sér sem
hann hefur saknað stöðugt í 8
ára og spilar fyrir hana. Elsku
Ásgeir, þrátt að það hafi aldrei
farið mikið fyrir þér, þá finnum
við fyrir miklum missi að hafa
þig ekki lengur í lífi okkar.
Þín tengdadóttir,
Jóna Bryndís.
Elsku hjarta-
hlýja amman okkar
er farin, 98 ára
gömul.
Amma var með stórt hjarta,
brosið var svo ljúft og röddin og
hláturinn svo hlý. Sveitakona var
hún og heimsóttum við hana og
afa mikið i sveitina þegar við vor-
um yngri og bjuggum á Krókn-
Guðrún
Sigurjónsdóttir
✝
Guðrún Sig-
urjónsdóttir
fæddist 16. júlí
1922. Hún lést 6.
maí 2021.
Útför Guðrúnar
fór fram 29. maí
2021.
um. Í sveitinni var
gaman og við hlökk-
uðum alltaf til að
koma í heimsókn.
Þar fórum við á
hestbak, lékum okk-
ur í heyinu, fórum í
réttirnar, lékum við
hunda, kindur og
rákum kýrnar upp í
fjall. Auk þess
komu margir í kaffi
til að spila og spjalla
við ömmu. Hún bakaði handa
gestum bestu kleinur í heimi og
steikti yndislegar pönnukökur
sem bara bakarameistarar gera.
Amma fór með okkur út í fjár-
hús og fjós og kenndi okkur ýmis
sveitastörf. Amma prjónaði mik-
ið og alltaf fylgdu með prjóna-
sokkar og vettlingar í afmælis-
og jólagjafir. Hún elskaði að
spila og spilakona var hún alveg
til enda. Hún kenndi okkur alls
kyns spil; manna, rommý, kana
og fleira og ekki mátti spila út
lágspili á vitlausum tíma, þá fékk
maður að heyra það. Annars
blístraði hún alltaf ljúft þegar
hún spilaði, hamingjan geislaði
og fann maður fyrir hvað henni
þótti vænt um að vera með okk-
ur. Hún spilaði á hverjum degi
og ef enginn var til staðar til að
spila við hana fór hún bara í kap-
al.
Þegar við fluttum til Noregs
féllu tár en hún kom oft í heim-
sókn; í fermingar, brúðkaup og
til að hitta nýjustu langömmu-
börnin. Hún ferðaðist milli landa
í flugi seinast 94 ára gömul.
Amma sagði oft sögur frá því í
gamla daga og höfðum við gam-
an af að heyra þær. Meðal ann-
ars talaði hún um að hafa bara
verið í skóla í nokkrar vikur þeg-
ar hún var lítil stelpa því tíminn
var annar þá og það þótti okkur
alltaf svo skondið. En skóla lífs-
ins fór hún í og þar stóð hún sig
meistaralega vel. Amma var allt-
af ljúf með bros á vör og tók allt-
af á móti okkur opnum örmum
og var hress þótt hún væri gömul
orðin.
Það hughreystir okkur að vita
að þú amma varst sátt við til-
veruna, tilbúin að kveðja þetta líf
og sagðist myndu hitta afa á
himnum.
Takk fyrir að gera ellina svona
fallega og við munum halda
áfram að spila fyrir þig. Þín er
sárt saknað, við geymum þig í
hjartanu.
Hvíldu í friði.
Þín barnabörn,
Silja, Guðrún, Ingunn
Valdís og Gunnar Arvid.
Elsku amma
alparós.
Það er óútskýr-
anlega sárt að
kveðja þig, við átt-
um svo margt. En samtímis sér-
kennilegt að upplifa slíkt þakk-
læti á kveðjustund. Þakklæti
fyrir allar þær dýrmætu stundir
sem við áttum saman.
Tanginn, okkar staður. Fal-
lega hálsakotið ykkar sem var og
er mér svo kært.
Ég man eitt skipti þegar ég
var ein með ykkur afa fyrir aust-
an, á tanganum. Ég var að leik
með Dóra Álfi sem var sveita-
hundurinn og ég hef alltaf haldið
fast í þá staðreynd að hundurinn
leiddi mig inn að fjósi, vitandi að
henni elsku ömmu minni þótti
fjósalyktin ekkert sérlega unaðs-
leg. Ég lét þó tilleiðast og fór
með Dóra í fjósið þar sem við átt-
um fjörugar stundir. Samviskan
nagaði mig af því amma vildi sko
alls ekki fá mig inn í bústað lykt-
andi eins og kýr og með skottið á
milli lappanna, fer til afa. Afi
skellti mér á kné og tók við
áhyggjum mínum með glotti á
vör. „Láttu bara hundinn taka
sökina,“ sagði hann og stappaði í
mig stálinu.
Þegar ég kom til ömmu, ang-
andi eins og fjós, skömmustuleg
Ólöf Hulda
Sigfúsdóttir
✝
Ólöf Hulda Sig-
fúsdóttir fædd-
ist 11. desember
1932. Hún lést 4.
maí 2021.
Útför Ólafar fór
fram 17. maí 2021.
og viðbúin því að
ljúga, sagði hún
elsku amma mín:
„Ekki reyna að
kenna honum Dóra
um þetta, hann veit
betur en að draga
barnabörnin mín í
fjósið, svona, úr með
þig og í sturtuna.“
Hún amma sagði
aldrei neitt án þess
að meina það, með
tvöfalt bein í nefinu og hjartað á
hárréttum stað kenndi hún okkur
krökkunum að ganga aldrei latur
til verks, enda þýddi það ekkert,
annaðhvort gerir maður eða
ekki.
Ömmu minni sem fannst tölv-
ur algjör vitleysa og afsökun til
að sniðganga mannleg samskipti,
amma mín sem tók aldrei bílpróf
vegna þess að það eru ekkert
nema óþolinmóðir vitleysingar í
umferðinni, amma mín sem vann
aldrei í dagvinnu en þótti samt
galið að fólk tæki sér langa helgi
og óþarfa frí. Já, elsku amma mín
sem kenndi okkur krökkunum
svo margt án þess að við gerðum
okkur grein fyrir því.
Ómeðvitað kenndi hún okkur
að varðveita tímann og meta.
Aldrei ganga að honum vísum
eða taka sem sjálfsögðum.
Að gefa tímanum tíma til að
varðveita verðskuldaða hluti og
minningar.
Ég er að eilífu þakklát fyrir
allar þær stundir sem við, ég og
þú amma mín, áttum saman. Ég
er svo þakklát að dætur mínar
fengu að eignast dýrmætar
minningar með þér í hálsakoti, á
tanganum okkar allra.
Ég er svo þakklát fyrir að þú
kenndir mér að naglalakk og um-
hirða nagla er endurspeglun á
mína innri konu. Þrátt fyrir að
það sé sérkennilegt að skrifa það
hér, þá mundi hún elsku amma
mín vita nákvæmlega hvað ég
meina.
Takk fyrir að taka mig á
hverju ári með að skila skatta-
skýrslunni.
Takk fyrir að kenna mér
rommý, með öllum leynireglun-
um.
Takk fyrir að halda mér á tán-
um, þó svo ég skildi það ekki þá.
Takk fyrir að ilma alltaf eins
og þú ilmaðir.
Takk fyrir að gefa mér vega-
nesti.
Takk fyrir að syngja mig í
svefn.
Takk fyrir að leyfa mér að
syngja þig í svefn.
Við hittumst svo aftur á tang-
anum og skiptumst á slúðri og
lökkum okkur innan tíðar, amma,
innan tíðar, elsku amma mín.
Þín
Snædís.
Þökkum innilega samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar
HELGU HALBLAUB,
Vesturbergi 75,
sem lést 24. apríl. Útförin fór fram í
Langholtskirkju hinn 4. maí. Sérstakar
þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar
Grundar.
Bjarni Hannesson
synir tengdadætur
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
VILHJÁLMUR ÓSKARSSON,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 2. júní.
Elínborg Proppé
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé Magnús Orri M. Schram
Gunnar Þór Vilhjálmsson
Villi, Mía og Ragnheiður