Morgunblaðið - 07.06.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.06.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021 JARÐGERÐARÍLÁT BÚÐU TIL ÞÍNA EIGIN MOLTU ! www.gamafelagid.is 577 5757 igf@igf.is Jarðgerðarílátið er 310 lítra og er hugsað fyrir þá sem vilja prófa sig áfram við moltugerð. Um það bil 30-35% af heildarmagni heimilissorps er lífrænn úrgangur sem má jarðgera. Afurð jarðgerðarinnar, moltan, nýtist sem næringarríkur áburður fyrir garðinn. Jarðgerðarílátið er hægt að panta í vefverslun okkar eða í síma 577 5757. „ERTU ALVEG VISS UM AÐ ÞÚ SÉRT AÐ SEGJA MÉR SATT UM STERANOTKUN?“ „HANN ER EKKI SMIÐUR AÐ MENNT EN HANN ER MEÐ STARFSREYNSLU.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... koss frá mér til þín. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann FÁTT FER Í TAUGARNAR Á MÉR EINSOG ÞETTA?SPARK SPARK SPARK SPARK SPARK HÆTTU AÐ SPARKA Í STÓLINN MINN!! ÓKEI, SUMT ÞAKKA ÞÉR FYRIR EN ÉG SAGÐI BARA AÐ ÉG GÆTI SYNT EINS OG HÖFRUNGUR! eins mikið og við getum. Rætur manns standa þar djúpt enda hafa forfeður mínir og formæður búið á Hæli síðan 1740.“ Fjölskylda Gestur kvæntist 27.8. 1966 Drífu Pálsdóttur f. 8.4. 1945, fv. skrifstofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu. Þau búa við Sólvallagötu í Reykjavík. Foreldrar Drífu voru Páll Hallgrímsson, f. 6.2. 1912, d. 3.12. 2005, sýslumaður í Árnes- sýslu, og Áslaug Þ. Símonardóttir, f. 27.3. 1910, d. 24.10. 1987, varð- stjóri hjá Pósti og síma á Selfossi. Þau voru gift en lögskilin 1952. Börn Gests og Drífu eru: 1) Páll, f. 20.9. 1967, forstöðumaður tækniþjónustu hjá Íslenskri erfða- greiningu, kvæntur Dagrúnu Árnadóttur, verkefnastjóra hjá Össuri, bús. í Reykjavík og eiga þau þrjá syni, Hallgrím, f. 1995, Gest, f. 1998, og Kára, f. 2004; 2) Steinunn, f. 17.6. 1971, prófessor við sálfræðideild Háskóla Íslands og aðstoðarrektor kennslumála og þróunar við sama skóla, gift Atla Frey Magnússyni, framkvæmda- stjóra Arnarskóla í Kópavogi, bús. í Reykjavík og eiga þau þrjú börn, Drífu, f. 1997, Ásdísi f. 2003, og Matthías f. 2008; 3) Steinþór, f. 29.11. 1983, þjónustu- fulltrúi, bús. í Kópavogi. Hann er ókvæntur. Systkini Gests eru Jóhanna Steinþórsdóttir, f. 27.11. 1938, fv. skólastjóri í Gnúpverjahreppi, nú bús. í Reykjavík og á hún þrjú börn, Aðalsteinn Steinþórsson, f. 6.7. 1943, fv. bóndi nú bús. í Flóahreppi, og á hann tvær dæt- ur, Margrét Steinþórsdóttir, f. 18.4. 1946, fv. bóndi í Háholti í Gnúpverjahreppi, og á hún fimm börn, Sigurður Steinþórsson, f. 21.3. 1954, d. 24.9. 2014, bóndi á Hæli og á hann þrjár dætur. Foreldrar Gests eru hjónin Steinþór Gestsson, f. 31.5. 1913, d. 4.9. 2005, alþingismaður og bóndi á Hæli, og Steinunn Matt- híasdóttir, f. 8.10. 1912, d. 6.2. 1990, húsfreyja á Hæli. Gestur Steinþórsson Guðlaug Loftsdóttir húsfreyja í Glóru Bjarni Jónsson bóndi í Glóru, Gnúpverjahreppi Jóhanna Bjarnadóttir húsfreyja í Skarði Matthías Jónsson bóndi í Skarði, Gnúpverjahreppi SteinunnMatthíasdóttir húsfreyja á Hæli SteinunnMatthíasdóttir húsfreyja í Skarði Jón Jónsson bóndi í Skarði Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja í Ásum Gísli Einarsson bóndi í Ásum, Gnúpverjahreppi Margrét Gísladóttir húsfreyja á Hæli Gestur Einarsson oddviti, blaðaútgefandi og bóndi á Hæli SteinunnVigfúsdóttir Thorarensen húsfreyja á Hæli Einar Gestsson bóndi á Hæli Úr frændgarði Gests Steinþórssonar Steinþór Gestsson alþingismaður og bóndi á Hæli, Gnúpverjahreppi Mér þykir leiðinlegt og biðst af-sökunar á því að ég skyldi fara rangt með nafn eiginkonu Páls Ólafssonar í Vísnahorni á miðviku- dag. Auðvitað hét hún Ragnhildur Björnsdóttir og mátti ég vel vita það. Árið 1971 komu út hjá Helgafelli „Fundin ljóð“ eftir Pál Ólafsson, en áður óþekkt handrit hafði komið í leitirnar, – „saumuð bók, þétt- skrifuð, 331 bls., ca 16x20 cm“. Það hefur að geyma fleiri kvæði en þar eru prentuð. Þar er margt fallega kveðið til Ragnhildar eins og upp- hafserindið: Án þín er sérhver dagur draumur og dauðans svartnætti fyrir mig, af því að dagsins glys og glaumur glepur mig frá að hugsa um þig. En þegar nóttin blessuð breiðir blæjuna dökku yfir mig, hjartað mitt flýgur langar leiðir, lifir og unir kringum þig. Páll orti jafnan til Ragnhildar konu sinnar á afmælisdegi hennar 5. nóvember. Þessar stökur eru í „Fundnum ljóðum“: Minn á hverjum morgni fer muni þig að finna, og af gleði gleymir sér í geislum augna þinna. Best þó nóttin sýnir svört sálar augum mínum hvítar hendur, brjóstin björt og bros á vörum þínum. Í sorg og gleði sönn er þar sæla og hjartans friður saklausustu sælunnar svalalindir viður. Páll lést 23. desember 1905. Þor- steinn Erlingsson sendi Ragnhildi 5. nóvember 1906 á afmæli hennar og brúðkaupsdag þessar stökur: Hver á nú að heilsa þér hlýjum bragarorðum? Nú er 5. nóvember, nú söng annar forðum. Blessuð veri harpan hans, hún gaf ykkar degi sólskin nóg í sigurkrans, þó síðan aðrir þegi. Dylji þér aldrei dagur sá dýrðargeisla sína; ljómi þeir um ævi á alla daga þína. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Auðvitað hét konan Ragnhildur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.