Morgunblaðið - 07.06.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.06.2021, Blaðsíða 26
ÍBV – SELFOSS 2:1 0:1 Brenna Lovera 2. 1:1 Þóra Björg Stefánsdóttir 37. 2:1 Delaney Baie Pridham 63. M Auður Sveinbjörnsdóttir (ÍBV) Liana Hinds (ÍBV) Þóra Björg Stefánsdóttir (ÍBV) Delaney Pridham (ÍBV) Kristjana Kristjánsdóttir Sigurz (ÍBV) Áslaug Dóra Sigurbjörnsd. (Selfossi) Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfossi) Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi) Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson – 6. Áhorfendur: 100. BREIÐABLIK – KEFLAVÍK 1:3 0:1 Aerial Chavarin 8. 1:1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir 9. 1:2 Ísabel Jasmín Almarsdóttir 25. 1:3 Aerial Chavarin 72. MMM Aerial Chavarin (Keflavík) MM Tiffany Sornpao (Keflavík) M Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Celine Rumpf (Keflavík) Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Keflavík Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík) Natasha Anasi (Keflavík) Áslaug Munda Gunnlaugsd. (Breiðab.) Hafrún Rakel Halldórsd. (Breiðabliki) Rautt spjald: Ólafur Pétursson (Breiða- bliki/aðstoðarþjálfari) 90. Dómari: Bríet Bragadóttir – 6. Áhorfendur: 210. TINDASTÓLL – VALUR 0:5 0:1 Elín Metta Jensen 36. 0:2 Ída Marín Hermannsdóttir 70. 0:3 Elín Metta Jensen 86. 0:4 Ásdís Karen Halldórsdóttir 90. 0:5 Clarissa Larisey 90. MM Amber Michel (Tindastóli) Elín Metta Jensen (Val) M Ída Marín Hermannsdóttir (Val) Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val) Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason – 9. Áhorfendur: 200. ÞÓR/KA – ÞRÓTTUR R. 1:3 1:0 Hulda Björg Hannesdóttir 53. 1:1 Katherine Cousins 67.(v) 1:2 Jelena Tinna Kujundzic 70. 1:3 Shea Moyer 90. M Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA) Lorena Baumann (Þrótti) Sóley María Steinarsdóttir (Þrótti) Katherine Cousins (Þrótti) Linda Líf Boama (Þrótti) Dómari: Guðmundur P. Friðbertss. – 6. Áhorfendur: 125. FYLKIR – STJARNAN 1:2 1:0 Hulda Hrund Arnarsdóttir 15. 1:1 Katrín Ásbjörnsdóttir 38. M Tinna Brá Magnúsdóttir (Fylki) Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylki) Shannon Simon (Fylki) Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir (Fylki) Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni) Málfríður Erna Sigurðard. (Stjörnunni) Betsy Hassett (Stjörnunni) Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjörnunni) Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson – 8. Áhorfendur: 183. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021 Pepsi Max-deild kvenna ÍBV – Selfoss ............................................ 2:1 Breiðablik – Keflavík ............................... 1:3 Þór/KA – Þróttur R.................................. 1:3 Tindastóll – Valur..................................... 0:5 Fylkir – Stjarnan...................................... 1:2 Staðan: Selfoss 6 4 1 1 13:6 13 Valur 6 4 1 1 15:10 13 Breiðablik 6 4 0 2 23:11 12 Þróttur R. 6 2 3 1 14:9 9 ÍBV 6 3 0 3 12:12 9 Stjarnan 6 2 1 3 6:11 7 Keflavík 6 1 3 2 7:9 6 Þór/KA 6 2 0 4 6:11 6 Tindastóll 5 1 1 3 4:10 4 Fylkir 5 0 2 3 2:13 2 Lengjudeild kvenna Haukar – HK ............................................ 0:1 Augnablik – Víkingur R........................... 1:2 Grótta – Afturelding ................................ 1:3 ÍA – FH ..................................................... 0:3 Staðan: Afturelding 5 4 1 0 17:7 13 KR 4 3 0 1 11:4 9 FH 5 3 0 2 11:6 9 Víkingur R. 5 2 2 1 9:8 8 Grótta 5 2 1 2 8:9 7 ÍA 5 2 0 3 5:10 6 Augnablik 5 1 1 3 6:10 4 Haukar 5 1 1 3 4:8 4 HK 5 1 1 3 7:14 4 Grindavík 4 0 3 1 5:7 3 2. deild kvenna Hamar – Fjarð/Hött/Leiknir .................. 0:2 Sindri – KH............................................... 1:4 Hamrarnir – KM ...................................... 9:0 Staða efstu liða: FHL 4 4 0 0 17:6 12 Völsungur 3 3 0 0 15:1 9 KH 4 3 0 1 14:3 9 Fjölnir 3 2 0 1 22:5 6 Hamrarnir 4 2 0 2 14:8 6 Fram 2 2 0 0 8:4 6 Hamar 4 1 1 2 8:11 4 Lengjudeild karla Fram – Vestri ........................................... 4:0 Víkingur Ó. – Þór...................................... 2:2 Staðan: Fram 5 5 0 0 15:3 15 Fjölnir 5 3 1 1 8:4 10 Grindavík 5 3 0 2 8:9 9 Grótta 5 2 2 1 14:9 8 Kórdrengir 5 2 2 1 9:8 8 ÍBV 5 2 1 2 10:7 7 Þór 5 2 1 2 12:12 7 Vestri 5 2 0 3 8:13 6 Afturelding 5 1 2 2 9:11 5 Þróttur R. 5 1 1 3 8:11 4 Selfoss 5 1 1 3 7:11 4 Víkingur Ó. 5 0 1 4 6:16 1 2. deild karla Reynir S. – Völsungur.............................. 5:1 Fjarðabyggð – Njarðvík .......................... 1:1 Haukar – Magni........................................ 3:0 KF – Þróttur V ......................................... 0:0 Leiknir F. – Kári ...................................... 1:0 Staðan: ÍR 5 3 1 1 11:8 10 KF 5 3 1 1 7:4 10 Þróttur V. 5 2 3 0 13:6 9 KV 5 2 3 0 11:8 9 Reynir S. 5 3 0 2 11:8 9 Njarðvík 5 1 4 0 9:7 7 Haukar 5 2 1 2 12:11 7 Völsungur 5 2 1 2 10:11 7 Leiknir F. 5 2 0 3 7:10 6 Magni 5 1 1 3 9:13 4 Fjarðabyggð 5 0 2 3 2:11 2 Kári 5 0 1 4 7:12 1 3. deild karla Höttur/Huginn – KFG............................. 1:1 Elliði – KFS .............................................. 7:0 ÍH – Sindri ................................................ 1:3 Augnablik – Einherji ............................... 6:0 Staðan: Höttur/Huginn 5 4 1 0 9:5 13 Augnablik 5 3 2 0 15:3 11 Elliði 5 3 0 2 14:9 9 Ægir 5 2 3 0 7:5 9 Dalvík/Reynir 5 2 2 1 10:7 8 Víðir 5 2 2 1 8:7 8 KFG 4 2 1 1 5:2 7 Sindri 5 2 0 3 8:10 6 Einherji 5 1 0 4 7:14 3 KFS 5 1 0 4 5:15 3 ÍH 5 0 2 3 5:11 2 Tindastóll 4 0 1 3 3:8 1 Ítalía C-deild, umspil, undanúrslit, fyrri leikur: Padova – Avellino.................................... 1:1 - Emil Hallfreðsson lék í 82 mínútur með Padova. Frakkland Guingamp – Bordeaux............................ 4:2 - Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á hjá Bordeaux á 65. mínútu. Lið hennar end- aði í þriðja sæti á eftir PSG og Lyon. Soyaux – Le Havre .................................. 3:0 - Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék allan leikinn með Le Havre en Anna Björk Krist- jánsdóttir var ekki með. Le Havre varð neðst og féll úr deildinni. Bandaríkin Washington Spirit – Orlando Pride ...... 1:1 - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn með Orlando sem er á toppnum. 50$99(/:+0$ FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fimm bandarískir framherjar hafa sett sterkan svip á fyrstu sex umferðir úrvaldsdeildar kvenna í fótbolta, Pepsi Max-deildarinnar, og eru í fimm af sex efstu sætunum yfir marka- hæstu leikmennina. Fjórar þeirra skoruðu í sjöttu umferðinni um helgina. _ Delaney Baie Pridham frá Bandaríkjunum skoraði sigurmark ÍBV gegn Selfossi, 2:1, og gerði sitt sjötta mark á tímabilinu. DB, eins og hún er kölluð í Eyjum, hefur sýnt styrk sinn með því að skora tvö mörk gegn Breiðabliki og eitt gegn Val. _ Brenna Lovera frá Bandaríkj- unum kom Selfossi yfir á 2. mínútu í þeim leik í Eyjum og gerði þar sitt sjötta mark. _ Aerial Chavarin frá Bandaríkj- unum fór á kostum og skoraði tvö mörk fyrir nýliða Keflavíkur í óvænt- asta sigri tímabilsins til þessa, 3:1 á Ís- landsmeisturum Breiðabliks á Kópa- vogsvelli. Hún hefur nú gert fjögur mörk í deildinni. _ Katherine Cousins frá Banda- ríkjunum skoraði sitt fjórða mark á tímabilinu þegar hún jafnaði fyrir Þrótt í 3:1-sigri Reykjavíkurliðsins gegn Þór/KA á Akureyri. _ Sú fimmta í hópnum er Tiffany McCarty, bandaríski framherjinn hjá Breiðabliki, en hún náði ekki að skora gegn Keflavík. Hún hefur skorað fimm mörk. Samherji hennar Agla María Albertsdóttir er einnig með fimm mörk og er eini Íslendingurinn meðal sex markahæstu leikmanna deildarinnar. _ Elín Metta Jensen, einn mesti markaskorari deildarinnar undan- farin ár, skoraði ekki í fyrstu fjórum leikjunum. Hún gerði tvö mörk í 5:0- sigri Vals gegn Tindastóli á Sauðár- króki á laugardaginn og er þá komin með þrjú mörk í síðustu tveimur leikj- unum. Fyrsti ósigur Selfyssinga Selfoss tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu á laugardaginn, 2:1 í Vest- mannaeyjum, en heldur samt Val og Breiðabliki enn fyrir aftan sig. Selfoss á eftir að mæta bæði Breiðabliki og Val í fyrri umferðinni og þeir leikir skera eflaust úr um hvort Alfreð Elías Jóhannsson og hans konur í Selfoss- liðinu geta veitt stórveldunum tveim- ur keppni um meistaratitilinn þegar líður á tímabilið. Annað tap meistaranna Hinn óvænti sigur Keflavíkur á Breiðabliki á laugardaginn sýnir að deildin er jafnari en undanfarin ár, kannski jafnari en nokkru sinni fyrr. Gamla klisjan um að allir geti unnið alla virðist loksins eiga við í úrvals- deild kvenna. Ég held að enginn hafi séð fyrir að Íslandsmeistararnir myndu tapa fyrir ÍBV og Keflavík á fyrsta þriðjungi Íslandsmótsins og sigur Keflvíkinga á Kópavogsvelli hlýtur að flokkast sem einhver sá óvæntasti í þessari deild um árabil. Þá sýndu Þróttarkonur með sigri sínum á Akureyri að þær geta hæglega blandað sér í baráttuna í efri hluta deildarinnar. Þróttur hefur aðeins tap- að einum af fyrstu sex leikjunum. Róður Tindastóls er hinsvegar að þyngjast eftir óvænta byrjun. Sauð- krækingar eru komnir í fallsæti eftir skellinn gegn Val en þar fékk liðið reyndar á sig þrjú markanna í 0:5- tapinu á lokamínútum leiksins. Frest- aði leikurinn við Fylki sem leikinn verður á fimmtudaginn hefur gríð- arlega mikið að segja um framhaldið hjá nýliðunum. Fylkir vermir botnsætið Það verður líka uppgjör neðstu lið- anna því Fylkir situr á botninum með aðeins tvö stig eftir ósigur gegn Stjörn- unni, 1:2, á heimavelli í gærkvöld. Fylk- ir náði sínum besta árangri í fyrra, þriðja sætinu, en Árbæjarliðið mátti greinilega ekki við því að missa Berg- lindi Rós Ágústsdóttur til Svíþjóðar. _ Nýsjálenska landsliðskonan Betsy Hassett skoraði sigurmark Stjörn- unnar í Árbænum. Málfríður Erna Sig- urðardóttir lék sinn fyrsta leik á tíma- bilinu í vörn Garðabæjarliðsins og munaði gríðarlega um reynslu hennar en Málfríður er fimmti leikjahæsti leik- maður deildarinnar frá upphafi. Í 1. deildinni er Afturelding komin með góða stöðu á toppnum en KR og FH, liðin sem féllu í fyrra, virðast lík- legust til að berjast við Mosfellinga um að komast upp. Þá hafa Víkingar komið nokkuð á óvart. Kristín Erna Sig- urlásdóttir skoraði bæði mörk þeirra í 2:1-sigri á Augnabliki í gær og hefur skorað átta af níu mörkum Víkings í deildinni. Bandarískir framherjar í fararbroddi Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson Sauðárkrókur Amber Michel markvörður Tindastóls slær boltann frá marki sínu í leiknum við Val. Hún lék mjög vel en það dugði liðinu skammt. - Fimm af sex markahæstu konum deildarinnar - Óvænt hjá Keflavík _ Hlynur Andrésson bætti eigið Ís- landsmet í 10.000 metra hlaupi á laugardaginn þegar hann hljóp vega- lengdina á 28:36,80 mínútum á móti í Birmingham á Englandi. Fyrra metið sem Hlynur setti í Hollandi í fyrrahaust var 28:55,47 mínútur. Hlynur varð ann- ar í B-hópi hlaupsins í Birmingham og var samtals í 21. sæti af 77 keppendum í greininni en meðal þeirra voru margir af fremstu hlaupurum heims. Þar á meðal breska goðsögnin Mo Farah sem hafnaði í áttunda sæti. Morhad Amdouni frá Frakklandi sigraði á 27:23,39 mín- útum. Ólympíu- lágmarkið í grein- inni er 27:28,00 mínútur en að- eins þrír fyrstu voru undir þeim tíma. _ Færeyjar og Ísland skildu jöfn, 2:2, í vináttulandsleik U19 ára landsliða karla í fótbolta á Svangaskarði í Tóft- um í gær. Jakob Franz Pálsson og Hilmir Rafn Mikaelsson skoruðu mörk íslenska liðsins. _ Marcus Rashford tryggði Englandi sigur á Rúmeníu, 1:0, í vináttulandsleik í fótbolta á Wembley í gær með marki úr vítaspyrnu en hann var fyrirliði enska liðsins. Jordan Henderson tók einnig vítaspyrnu fyrir England en Florin Nita markvörður Rúmena varði frá honum. _ Danir sigruðu Bosníumenn 2:0 í vin- áttulandsleik í Kaupmannahöfn þar sem Martin Braithwaite og Andreas Cornelius skoruðu mörkin og þá unnu Skotar nauman 1:0-sigur í Lúxemborg með marki frá Che Adams. Romelu Lukaku skoraði sitt 60. landsliðsmark fyrir Belga þegar hann tryggði þeim sigur á Króötum, 1:0, í Brussel í gær- kvöld. _ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð í gær þýskur meistari í knattspyrnu með Bayern München en liðið tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil í fimm ár með því að sigra Eintracht Frankfurt 4:0 í lokaumferðinni. Karólína kom inn á hjá Bayern á 84. mínútu og Alexandra Jóhannsdóttir lék seinni hálfleikinn með Frankfurt sem end- aði í sjötta sæti. Wolfsburg, meistari síðustu fjögurra ára, endaði í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Bayern. Leverkusen, lið Söndru Maríu Jes- sen, endaði í fimmta sæti en Sandra fór í barneignarfrí um áramót. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.