Morgunblaðið - 07.06.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 07.06.2021, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ 2021 Grafarvogsræsi og Grafarholtsræsi Eftir 1985 hófst uppbygging nýs hverfis í Grafarvogi og skólpi frá því veitt í útrás, svokallað Grafar- vogsræsi sem lá meðfram norður- strönd vogsins og í sjó fram skammt frá mynni hans. Á næstu árum jókst mjög byggðin í hverf- inu og þar með rennslið í Graf- arvogsræsi sem lá að mestu leyti í fjöru og að hluta til neðan sjávar. Um 1995 var ákveðið að öll ræsi í svoköll- uðum austurhverfum ættu að hafa endastöð í Gufunesi en úr mikilli dælustöð þar skyldi skólpinu dælt um neðansjávarleiðslu, fyrrnefnt Sundaræsi, yfir í Klettagarða. Sama ár var lokið við forhönnun og kostnaðarmat á flestum fyrirhug- uðum aðalræsum í austurhverfum. Um þessar mundir var ennfrem- ur farið að leggja drög að nýju hverfi í Grafarholti austan Vestur- landsvegar. Árið 1997 voru hafnar framkvæmdir við ræsi sem þá kall- aðist Grafarholtsræsi og var það í fyrsta áfanga lagt frá Leirvogs- ræsi, sem brátt verður komið að, upp á móts við Fossaleynismýri en framlengt upp að rannsóknastofn- ununum á Keldnaholti á árunum 1998-1999. Verktakafyrirtækið Vík- urverk sá um framkvæmdir og voru regnvatnsrás og skólprás hafðar í sama skurði. Árið 2000 voru forsendur breyttar því þá var boðinn út fyrsti áfangi í nýjum að- alræsum fyrir Grafarholt sem áttu að tengjast Grafarvogsræsi í Graf- arvogi. Annars vegar var það sem nú var kallað Grafarholtsræsi. Því var ætlað að vera safnræsi fyrir 2.500 manna byggð í norðanverðu Grafarholti. Það var lagt frá botni Grafarvogs að hringtorgi við Graf- arlæk og þaðan undir Vesturlands- veg og síðan áfram jafnhliða lagn- ingu Reynisvatnsvegar. Þetta var gríðarlega mikil framkvæmd og þurfti að keyra burt mikinn jarð- veg þar sem vinnusvæðið var að hluta innan borgarverndarsvæðis. Hins vegar var um að ræða svo- kallað Leirdalsræsi sem átti að flytja frárennsli í Grafarvogsræsi frá um 2.000 manna byggð í sunn- anverðu Grafarholti. Það var lagt frá Grafarholtsvegi og inn í gegn- um golfvöll Golfklúbbs Reykjavík- ur og áfram upp í Leirdal. Viðtal var haft við Margeir Vilhjálmsson framkvæmdastjóra golfklúbbsins meðan framkvæmdir stóðu sem hæst vorið 2001 en fyrirtækið Bergbrot sá um þær. Þar kom þetta meðal annars fram: „Margeir segir að framkvæmd- irnar hafi hafist í febrúar í fyrra. Gerður var allt að eins kílómetra langur skurður sem er feiknarlegt mannvirki. Þar hefur þurft að sprengja upp klappir og sums stað- ar er skurðurinn allt að níu metrar á dýpt. Margeir segir að það hafi verið til happs að vegur hafi legið í gegnum völlinn sem hafi verið fylgt að stærstum hluta við skurð- gröftinn. Í fyrra hafi verið mokað upp úr skurðinum og efnið sett til hliðar við hann og þá hafi orðið allt að 30 metra breitt sár í vellinum.“ Eftir því sem íbúabyggðin stækkaði í hverfunum austur af varð mengunin meiri í sjónum og fjörunum þar út af. Skólp frá Hamra-, Folda- og Húsahverfi ásamt Geldingaholti, Stórhöfða og Bryggjuhverfi fór allt í Grafar- vogsræsi sem hafði bráðabirgðaút- rás við Hamrahverfi (gegnt Björg- un). Og nú var skólp frá hinni nýju Grafarholtsbyggð að bætast við þetta safn. Eftir 2000 flutti Graf- arholtsræsi skólp frá byggð í syðri hluta Grafarvogs, Grafarholti, Keldum og Keldnaholti og Bryggjuhverfi. Í fjörunum við Hamrahverfi reyndist mengunin í janúar árið 2002 vera tífalt meiri en leyfilegt var samkvæmt mengunarvarna- reglugerðinni frá 1999. Sjórinn þar virtist vera nær mettaður af saur- gerlum og skítaflekkur mjög sýni- legur meðfram ströndum og allt inn að Bryggjuhverfi. Á sama tíma var mæld mengun í Eiðsvík, þar sem bráðabirgðaútrás fyrir Leir- vogsræsi var, en þar var vinsælt útivistarsvæði og meðal annars at- hafnasvæði kajakræðara. Reyndust þar vera 1.300 e-kólígerlar í hverj- um 100 millílítrum af sjó, en leyfi- legt hámark var 100 e-kólígerlar við útivistarsvæði. Þekkt er hins vegar að magn e-kólígerla er mest yfir vetrarmánuðina enda kom í ljós með frekari mælingum að það fór minnkandi eftir því sem nær dró sumri og á sumrin. Farið var að huga að nýju íbúa- hverfi í Norðlingaholti árið 2003. Til greina kom að veita skólpi frá því hverfi ásamt Hádegismóum og Hólmsheiði annaðhvort í Grafar- vogsræsi eða Fossvogsræsi. Síðari leiðin var valin. Norðlingaholtsræsi var tengt Fossvogsræsi um Víði- dal. Árið 2003 var boðinn út loka- áfangi Grafarvogsræsis sem átti að liggja um 1,5 kílómetra leið frá bráðabirgðaútrásinni við Hamra- hverfi og meðfram ströndinni í átt- ina að væntanlegri dælustöð í Gufunesi. Dælustöðin í Gufunesi og teng- ingin við Klettagarða átti að kom- ast í gagnið 2003 og þar með áttu mengunarvandamál við strendur Grafarvogs að vera úr sögunni. Því vakti það nokkurn kurr og mót- mæli þegar ákveðið var að fresta framkvæmdum í Gufunesi um eitt ár vegna skipulagsmála. Borgar- stjórnarkosningar áttu að fara fram vorið 2002 og varð ástand frá- veitumála í austurhverfum að kosningamáli. Það varð til þess að borgarráð samþykkti í byrjun maí að fela gatnamálastjóra að kanna hvort flýta mætti lagningu holræs- is frá þáverandi enda Grafarvogs- ræsis að Gufuneshöfða og bygg- ingu dælustöðvarinnar. Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri taldi þó öll vand- kvæði á að það væri hægt. Hann sagði í viðtali í ágúst 2002 – eftir kosningar: „Niðurstaðan varð sú að halda fyrri áætlun og taka stöðina í notk- un í byrjun árs 2004 … Þetta eru stórar framvæmdir og alltaf vafa- mál hversu mikið á að pressa á þær og með þessu náum við hag- kvæmum samningum. Fram- kvæmdin er geysilega stór og við þurfum að gefa verktökum við ræsin og stöðina nægilegan verk- tíma til þess að geta unnið þetta eins hagkvæmt og hægt er.“ Gatnamálastjóri sagði í viðtalinu að heildarkostnaður við dælustöðina og tenginguna við Klettagarða yrði hátt í milljarður króna. Verkinu var því ekki flýtt. Leirvogsræsi Í áætlun um ræsi í austurhverf- um, sem gerð var 1995, var nýtt aðalræsi, Leirvogsræsi, sem leggja átti norður með ströndinni í áttina að Mosfellsbæ og með hugsanlegri tengingu við hann í framtíðinni. Samhliða lagningu Strandvegar ár- ið 1996 hófust framkvæmdir við þetta ræsi ásamt ásamt bráða- birgðaútrás í Eiðsvík. Það átti að þjóna norðanverðum Grafarvogi og var smám saman lengt til norðurs meðfram ströndinni eftir því sem þar var byggt. Má þar nefna Hamrahlíðarlönd, Staða-, Engja-, Víkur- og Borga-hverfi. Seinna átti Leirvogsræsi svo eftir að þjóna Esjumelum, Álfsnesi og Mosfells- bæ. Í febrúar 2003 var lokaáfangi Leirvogsræsis boðinn út. Hann var 1,9 kílómetra leið frá bráðabirgða- útrásinni í Eiðsvík, sem skyldi lögð af, og að margnefndri dælustöð í Gufunesi. Hönnunarforsendur gerðu ráð fyrir að það þjónaði að minnsta kosti 34.700 íbúum auk íbúa í Mosfellsbæ en ef skólp frá iðnaði og annarri þjónustustarf- semi var reiknað inn í dæmið jafn- gilti það skólpi frá 43.375 íbúum. Þetta var því risastórt verkefni. Sverleiki ræsisins í lokaáfanganum var 1,4 metrar og var gert ráð fyr- ir að mesta samanlagt rennsli í honum yrði yfir 2.000 lítrar á sek- úndu. Árið 2005 var lokið við lagningu Grafarvogsræsis og Leirvogsræsis að Gufunesi þar sem þessi tvö snið- ræsi voru tengd nýbyggðri dælu- stöð. Mengunarvandamál við strendur Grafarvogs Bókarkafli | Í bókinni Cloacina – Saga frá- veitu rekur sagnfræð- ingurinn Guðjón Frið- riksson sögu fráveitu Veitna í Reykjavík og aðkomu fyrirtækisins að sams konar rekstri á Akranesi og í Borgarbyggð. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Grafarholtsræsi Á myndinni, sem tekin var 1998, má sjá sjóinn litaðan af skólpi úr útrás Grafavogsræsis þess tíma. Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið HÁTT HITAÞOL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.