Morgunblaðið - 21.06.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000
Verð frá kr.
83.825Krít
2. júlí í 11 nætur
Flug og gisting
Verð frá kr.
99.900
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Til þess að hægt sé að gera notkun
fjarlækningabúnaðar fyrir sjómenn
að útbreiddum möguleika skortir
samtal við heilbrigðisyfirvöld. Aðal-
forsenda fyrir því að af notkun verði
er að læknir sé tilbúinn með aðstoð
þegar kallið kemur. Gréta María
Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri
nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og
fjárfestatengsla hjá sjávarútvegsfyr-
irtækinu Brimi, segir að búnaðurinn
geti bjargað mannslífum.
Brim átti frumkvæði að þróun fjar-
lækningabúnaðarins í samstarfi við
Radíómiðun. Búnaðurinn gerir lækn-
um kleift að skoða hjartalínurit og
önnur helstu mæligildi lífsmarka hjá
sjómönnum þrátt fyrir að þeir séu
ekki í landi. Kerfinu hefur verið kom-
ið fyrir í uppsjávarskipum félagsins,
Víkingi AK og Venus NS. Það var
tekið í notkun fyrir þremur árum.
Segir það miður að tæknin
sé ekki komin í öll skip
„Þegar slys verða á sjó er ekki létt-
væg ákvörðun að kalla þyrlu Land-
helgisgæslunnar til en sú ákvörðun
getur verið upp á líf og dauða. Með
fjarlækningabúnaðinum á að vera
hægt að ná sambandi beint við heil-
brigðisþjónustu í landi, gögn og upp-
lýsingar send til læknis sem leiðbein-
ir við fyrstu hjálp og metur aðstæður.
Skjót viðbrögð skipta gríðarlegu
máli,“ segir Gréta María.
Búnaðurinn er ekki kominn í fleiri
skip Brims þar sem mótaðila vantar
með fagþekkingu til að geta verið á
vaktinni þegar á þarf að halda. Ósk-
andi væri, að sögn Grétu Maríu, að
mögulegt væri að tengja þjónustuna
við lækni á bráðamóttöku svo sjó-
menn gætu alltaf leitað í neyðar-
aðstoð þegar þess gerist þörf.
„Okkur finnst miður að þetta sé
ekki komið í öll skip. Okkur vantar
mótaðila, einhvern lækni til þess að
vera á vaktinni.“
Gréta María segir að miðað við
þær lausnir sem nú eru í boði hvað
varðar fjarheilbrigðisþjónustu ætti
að vera hægt að nýta hana mun bet-
ur. Í framtíðinni óskar hún þess að
mögulegt verði að nota fjarlækninga-
búnaðinn í víðari tilgangi, t.d. fyrir
sjómenn sem þurfa á aðstoð læknis
að halda þó ekki sé um að ræða
bráðatilvik.
„Það er ekki hlaupið að því fyrir
sjómenn að fá læknisþjónustu á þeim
tímum sem þeir eru í landi. Með þess-
um búnaði ætti að vera hægt að gera
sjómönnum kleift að eyða ekki þeim
tíma sem þeir hafa með fjölskyldu
sinni í landi í það að fara til læknis,
heldur gætu þeir sótt þá þjónustu á
meðan þeir eru á sjó. Þannig að þessi
búnaður býður upp á fleiri notkunar-
möguleika en bara að fást við alvar-
leg slys,“ segir Gréta.
„Það þarf auðvitað að hugsa í
lausnum og hvernig bjóða á öllum
starfsstéttum upp á heilbrigðisþjón-
ustu, bæði á sjó og í landi. Við erum
alltaf að vinna í að gera vinnuum-
hverfi sjómanna og allra sem starfa
hjá okkur öruggara. Þarna sjáum við
tækifæri til að gera betur. Við viljum
því koma á samtali, nýta tæknina og
finna lausnir til að færa þjónustuna
til sjómanna,“ segir Gréta María.
Getur verið upp á líf og dauða
- Fjarlækningabúnaður fyrir sjómenn er til en mótaðila vantar - Skortir samtal við heilbrigðisyfirvöld
- Ekki léttvæg ákvörðun að kalla þyrlu Landhelgisgæslunnar til en búnaðurinn auðveldar þá ákvörðun
Ljósmynd/Atli Már Hafsteinsson
Björgunarbátur Gréta segir það ekki léttvæga ákvörðun að kalla til þyrlu Gæslunnar þegar slys verða á sjó.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Staðan er að verða mjög fín. Flestir
veitingastaðirnir eru komnir með
fulla afkastagetu, mega taka við
þeim fjölda sem þeir hafa leyfi fyr-
ir,“ segir Hrefna Björk Sverris-
dóttir, veitingakona á Roki við
Frakkastíg og formaður Samtaka
fyrirtækja á veitingamarkaði
(Sveit).
Samtökin gagnrýndu á sínum
tíma mjög sóttvarnareglur yfirvalda
og töldu að veitingastaðirnir bæru
skarðan hlut frá borði miðað við
ýmsa aðra starfsemi, svo sem leik-
hús og verslanir. Aðgerðir stjórn-
valda hefðu kippt stoðunum undan
rekstrargrundvelli veitingastaða.
Hrefna segir að málin séu nú
komin í mun betri farveg. Nú megi
300 manns vera inni á veitingastað í
einu og langflestir staðirnir séu und-
ir því marki. Fæstir veitingastaðir
séu opnir lengur en til eitt og því
komi þau tímamörk ekki að sök hjá
þeim. Lokunartíminn bitni þó á bör-
um og skemmtistöðum.
„Þetta tekur tíma en er allt á áætl-
un. Það virðist styttast í að öllum
takmörkunum verði aflétt,“ segir
Hrefna.
Fólk sækir staðina
Hún segir að fólk sé farið að
sækja veitingastaðina enda stór
hluti þjóðarinnar bólusettur og fá
smit í gangi. „Manni finnst þetta
vera komið í svipað far og var fyrir
kórónuveirufaraldurinn,“ segir
Hrefna. Hún segir að víðast hvar sé
boðið upp á spritt við innganginn og
fólk sé duglegt að nota það. Ekki er
lengur grímuskylda á veitinga-
stöðum en hún segir að einstaka
gestir setji upp andlitsgrímu við
komu og brottför af staðnum. Hún
telur þó að þeir sem séu með undir-
liggjandi sjúkdóma og óttist veiruna
fari ekki í margmenni og haldi sig
frekar heima.
Meira líf í bænum
Hún segist verða vör við fjölgun á
erlendum ferðamönnum. Meira líf sé
í bænum og það fjölgi gestum í veit-
ingahúsum. Hrefna segir að þeim
stöðum sem gerðu aðallega út á er-
lenda ferðamenn hafi mörgum verið
lokað tímabundið eða rekstri þeirra
hætt. Telur hún líklegt að þeim fari
að fjölga aftur með fjölgun erlendra
ferðamanna. Þá verði veitingastaðir
sem eru inni á hótelum opnaðir um
leið og hótelin komist í rekstur á ný.
„Mér finnst þetta allt stefna í
rétta átt. Ferðamennirnir sem koma
eru ánægðir. Þeim virðist líða vel
enda er hér nóg pláss, ekki mann-
mergð og stutt út í náttúruna,“ segir
Hrefna.
Morgunblaðið/Eggert
Rok veitingastaður Gestum hefur verið að fjölga á veitingastöðum eftir að samkomutakmarkanir voru rýmkaðar
og erlendum ferðamönnum sem koma til landsins fór að fjölga. Meira líf er í bænum en verið hefur.
Staðan orðin betri eftir
rýmkun á sóttvarnareglum
- Starfsemi veitingastaða landsins er að komast í samt lag