Morgunblaðið - 21.06.2021, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 21.06.2021, Qupperneq 9
Á hverjum degi leita nokkrir á bráðamóttöku Landspítalans vegna rafskútuslysa. 149 leituðu þangað af þeim ástæðum síðasta sumar, 1,6 að meðaltali á dag. Þótt ekki hafi verið gerð sambærileg talning það sem af er sumri telur yfirlæknir ólíklegt að þessum slysum sé að fækka, miðað við þá miklu aukn- ingu sem virðist vera í notkun þessa samgöngumáta. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu fékk tilkynningar um tvö rafskútuslys með tíu mínútna milli- bili á öðrum tímanum í fyrrinótt. Annar notandinn datt illa af hjóli sínu í miðborginni. Hinn féll til jarðar í Kópavogi og var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Þarf að fara varlega „Fólk þarf að fara varlega á þessum hjólum, eins og í öðrum samgöngumátum. Sérstaklega vilj- um við vara við að fara á hjól undir áhrifum áfengis. Áfengisnotkun er meira vandamál en rafskútu- notkun,“ segir Hjalti Már Björns- son, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Hjalti segir að slysin séu talsvert áberandi að næturlagi og um helgar, á meðan skemmtanalífið stendur sem hæst. Í flestum rafskútuslysunum eru minniháttar áverkar, í langflestum tilvikum á höndum en einnig á and- liti þegar notendur skella með and- litið í götuna. Hjalti bendir á að hjálmar verndi ekki fólk gegn al- gengustu áverkunum. Hann mælir þó með að fólk noti hjálma á raf- skútum en telur að það eigi ekki banna notkun þeirra án hjálms. Hann hvetur rafskútunotendur til að fara varlega, sérstaklega í beygjum og þegar kantsteinar eru framundan. helgi@mbl.is Áfengisneysla stærra vandamál - Flest rafskútuslys í skemmtanalífinu Morgunblaðið/Eggert Hopp Margir leigja sér rafskútur til að flýta för sinni um bæinn. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021 Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL Guðjón Óskarsson, rúmlega sjötugur Reykvíkingur, hefur verið valinn Reykvíkingur ársins. Nafnbótina hlýtur hann fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. Guðjón opnaði Elliða- árnar í boði Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Stangaveiðifélags Reykjavíkur í gær. Veiðin var þó treg og Guðjón fékk ekki lax. Bent er á það í tilkynningu borg- arinnar að Guðjón hafi hafist handa við verkið í fyrra þegar hann missti vinnu sína við ferðaþjónustu vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Síðan hefur hann unnið ötullega að því að hreinsa gangstéttir og torg af tyggjói sem fólk hefur losað sig við á auðveldan máta í stað þess að henda í ruslafötur. Guðjón segir starfið auðvelda sér að halda sér í formi. Hann hreyfi sig og sé úti við í nokkra klukkutíma á hverjum degi. Tyggjóklessuhreins- unin átti fyrst í stað að vera tíu vikna átak og ákvað Guðjón að telja tyggjó- klessurnar sem hann hreinsaði upp. Hann er enn að telja og útkoman er sú að hann hefur hreinsað upp yfir 56 þúsund klessur. Hann segir að krakkar í bænum taki sér vel. „Þegar þau sjá mig hrópa þau gjarnan: Vei, tyggjókarlinn,“ segir Guðjón. „Ég tel að unga kyn- slóðin sé orðin mjög meðvituð um að henda ekki tyggjói á gangstéttina.“ Hreinsað 56 þúsund klessur Morgunblaðið/Unnur Karen Veiðimaður Guðjón Óskarsson var í hópi fólks sem reyndi sig við laxana við opnun Elliðaánna. Hann naut aðstoðar en enginn lax vildi þó bíta á agnið. - „Tyggjókarlinn“ Guðjón er valinn Reykvíkingur ársins - Titlinum fylgir leyfi til að opna Elliðaárnar til laxveiða Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is Valgerður Sigurðardóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgina þurfa að taka myglumál fastari tökum. Auk þess eigi ekki að þurfa að myndast þrýstingur frá for- eldrasamfélaginu eða fjölmiðlum svo upplýsingar fáist. Reykjavíkurborg eigi að hafa frum- kvæði í að koma með upplýsingar. Að mati Val- gerðar er um skort á upplýs- ingum að ræða og vinna þurfi miklu hraðar í myglu- málum. „Það voru gerð mistök í Fossvogsskólamálinu að draga rannsókn svona lengi og að gera ekki betri úttekt á skólanum strax í byrjun fyrir þremur árum,“ segir Valgerður. „Einhvern veginn veit enginn neitt núna og það er svo vond staða til að vera í og skapar svo mikið óör- yggi,“ segir Valgerður og bætir við: „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum verið að leggja fram tillögur og kalla eftir mælingum í ákveðnum skólum og þeim tillögum hefur ekki verið svarað.“ Valgerður segist ekkert hafa heyrt um stöðuna í Fossvogsskóla og hún viti ekki hvernig kennslu verði háttað næsta vetur. „Ég hefði viljað að það hefði verið allt sett á fullt við að græja færanlegar stofur við skólann svo það yrði sem minnst rask fyrir börnin,“ segir Valgerður og bætir við: „Það er óskaplega mik- ilvægt bæði fyrir allt foreldra- samfélagið í Fossvoginum og fyrir starfsmenn skólans að vita hvar starfsemin verður næsta skólavet- ur.“ Valgerður segist munu halda áfram að halda málefninu á lofti. „Við höfum heyrt frá foreldrum í öðrum skólum en í Fossvogsskóla að þar séu veik börn og að búið sé að til- kynna það. Ég mun halda áfram að óska eftir því að ákveðnir skólar séu teknir út og þá af óháðum aðilum,“ segir Valgerður. Varðandi mygluna í leikskólanum Kvistaborg segir Valgerður að þar sé um að ræða sömu myglu og kom upp árið 2017 og að af því máli hafi heldur engar fréttir fengist. Hún hafi óskað eftir því að það yrði tekið fyrir í skóla- og frístundaráði en það hafi hins vegar, enn sem komið er, ekki verið gert. Vita ekki hvar kennslan verður - Vinna þurfi hraðar í myglumálum Valgerður Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.