Morgunblaðið - 21.06.2021, Side 11

Morgunblaðið - 21.06.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021 SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 1428 Sundkjóll 15.990 kr Stærðir 42-56 Bikiní haldari 8.990 kr C-H skálar Bikiní haldari 8.990 kr Stærðir 42-54 Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is Verð Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslenski sportbíllinn Adrenalín verð- ur sýningargripur á nýju bílasafni sem opnað verður á Breiðdalsvík um næstu helgi. Þar verður einnig „Ger- lach-Benzinn“, bíll Werners Ger- lachs, aðalræðismanns þriðja rík- isins á Íslandi, og þótti á sínum tíma einn glæsilegasti bíllinn á götum Reykjavíkur. Gunnar Bjarnason og Theódór Sighvatsson smíðuðu sportbíl fyrir síðustu aldamót og gáfu honum heit- ið Adrenalín. Hann var frumsýndur í endanlegri gerð á sportbílasýning- unni í Laugardalshöll á árinu 1999. Gunnar var í upphafi bjartsýnn á að hægt yrði að framleiða nokkra slíka bíla hér á landi og selja erlendis. Það breyttist. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Gunnar í tilefni af sportbílasýningunni taldi hann þetta hæpið vegna skatta- reglna og annars. Enda reyndist þrautin þyngri að fá bílinn skráðan, þegar til kom. Voru því ekki fleiri eintök smíðuð. Bjarni Elías, sonur Gunnars, segir að Adrenalín-bíllinn hafi lítið verið notaður. Hann hafi verið í góðri geymslu hjá þeim feðgum frá því smíðinni lauk og hann fékk skrán- ingu. Segir Bjarni að þeir eigi fleiri bíla og áhugi þeirra hafi beinst meira að þeim. Fjölbreytni í bílakosti „Við erum að opna þetta safn næstkomandi laugardag og viljum hafa fjölbreytni í bílakostinum. Þetta er ekki stærsta bílasafnið í landinu en við viljum hífa það aðeins upp með gæðunum,“ segir Guð- bjartur Guðmundsson sem stendur að stofnun „Frystihússins – bíla- safns“ á Breiðdalsvík með félaga sín- um, Ingólfi Finnssyni. Safnið er kynnt á Facebook og víðar undir heitinu „Factory car museum“. Segir Guðbjartur að margt gott hafi verið gert fyrir ferðafólk á Breiðdalsvík, þar séu meðal annars hótel, brugghús og Kaupfélagið. Þeim félögum hafi þótt vanta eitt at- riði til að auka aðdráttaraflið. Segist Guðbjartur vera bíladellukarl og hafi stungið upp á því við Ingólf að þeir myndu stofna bílasafn. Sú hug- mynd er nú að komast í framkvæmd. Ætlunin er að safnið verði aldrei eins. Þeir fá lánaða bíla hjá eigend- unum. Bílarnir koma og fara og þess vegna verður safnið aldrei eins, að hans sögn, og fólk getur skoðað það aftur og aftur. Vilja bíl Ragga Bjarna Bíllinn Adrenalín er þegar kominn austur og næstu daga er „Gerlach- Benzinn“ væntanlegur. Lögð hafa verið drög að því að sýna síðasta bíl Ragnars Bjarnasonar söngvara og gera ferli hans sérstök skil. Vonast Guðbjartur til að af því geti orðið. Ýmsir aðrir bílar verða á sýning- unni, meðal annars gamlar hetjur úr sportbílaheiminum. Mikil saga er af bíl Werners Ger- lachs, ræðismanns þriðja ríkisins hér á landi. Þjóðverjinn var hand- tekinn þegar Bretar hernámu Ís- land, bíllinn gerður upptækur og seldur á uppboði. Nokkrir hafa átt hann eftir það. Þegar ungir menn eignuðust bílinn og gerðu hann upp fundust mörg leynihólf í bílnum og loftnet í toppgrind hans, að því er fram kom í grein um bílinn í Morg- unblaðinu á árinu 1968. Það renndi stoðum undir þá kenningu að bíllinn hefði verið njósnatæki á hjólum á meðan hann var í þjónustu Gerlachs. Íslenski sportbíllinn verður til sýnis - Nýtt bílasafn opnað á Breiðdalsvík næstkomandi laugardag - Tilgangurinn er að auka aðdrátt- arafl staðarins - Sportbíll sem smíðaður var á Íslandi og „Gerlach-Benzinn“ meðal sýningarbíla Ljósmynd/Bjarni Elías Gunnarsson Adrenalín Íslenski sportbíllinn var hannaður og smíðaður frá grunni á Íslandi. Hér stendur hann fyrir utan verkstæði eigendanna þar sem hann hefur lengi verið geymdur. Bíllinn hefur nú verið fluttur austur á Breiðdalsvík þar sem hann verður einn af kjörgripunum á sýningu Frystihússins - bílasafns. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sögufrægur bíll Gerlach-Benzinn var gerður upp og verður stofuprýði á bílasýningunni á Breiðdalsvík. Hér er hann á sýningu hjá Öskju. Verjandi Arturas Leimontas, Arnar Kormákur Friðriksson, segir sýknu- dóminn yfir skjólstæðingi sínum rétt- an og staðfesta að óupplýst sé hvað gerðist daginn sem Egidijus Buzleis féll af svölunum. Hann kveðst ánægð- ur með niðurstöðuna enda hafi Art- uras lýst sig sak- lausan og neitað sök frá upphafi. Egidijus lést eftir fall af svölum íbúðar á þriðju hæð í Úlfarsárdal. Í héraði var Art- uras sakfelldur fyrir manndráp og dæmdur í 16 ára fangelsi. Lands- réttur sneri niðurstöðunni nú á föstu- dag og vísaði meðal annars til þess að sá möguleiki að Buzleis hefði verið að framkvæma herstökk hefði ekki verið rannsakaður nægjanlega vel. Bæði Arturas og Buzleis voru í litháíska hernum. Landsréttur taldi þá kenn- ingu einnig ríma betur við áverka Buz- leis á fótum og iljum. Var því ákæru- valdið ekki talið hafa sannað, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að Art- uras hefði hrint eða kastað Buzleis af svölunum. Helgi Magnús Gunnarsson vararík- issaksóknari sagði í viðali við mbl.is að hann hefði verið svolítið hissa á dóm- inum og lýsti yfir efasemdum um þá tilgátu að hinn látni hefði verið að framkvæma herstökk. Skýrir ekki deilurnar „Það er alveg ljóst að ef hann var að reyna að stökkva þarna fram af, einn og að gamni sínu, eins og hann hafði lært í sovéska hernum þrjátíu árum áður, þá skýrir það ekki þessar deilur milli hans og ákærða.“ Arnar segir ekki líklegt að dómur- inn fái áfrýjunarleyfi hjá Hæstarétti: „Ég tel afar ólíklegt að ríkis- saksóknari óski eftir áfrýjunarleyfi þar sem Hæstiréttur endurskoðar ekki niðurstöður sem byggðar eru á sönnunargildi munnlegs framburðar. Þá var bæði héraðsdómur og Lands- réttur skipaður sérfróðum meðdóm- endum, en því verður ekki við komið í Hæstarétti.“ Aðspurður hvort þeir Arturas hyggi á skaðabótamál segir Arnar það ekki hafa verið rætt sérstaklega „en ljóst að hann á rétt á skaðabótum eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi og far- banni að ósekju í lengri tíma“. Arturas sat í gæsluvarðhaldi frá 9. desember til 21. janúar en þá úr- skurðaði Landsréttur Arturas í far- bann sem var framlengt til 3. júní þeg- ar ákæra var gefin út. baldurb@mbl.is Segir sýknudóminn yfir Arturas réttan - Verjandi telur dóminn vel rökstuddan Arnar Kormákur Friðriksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.