Morgunblaðið - 21.06.2021, Page 16

Morgunblaðið - 21.06.2021, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021 Við vitum flest hvað lýðræði þýðir. Eins og orðið gefur til kynna merkir það að lýðurinn ræður. Það er falleg hugsun og það er góð hugsun sem flestir geta stutt. Vandinn er sá að þessi hug- myndafræði er mun flóknari í framkvæmd en virðist við fyrstu sýn. Hugmyndin er sú að þú ferð inn í kjörklefann og þú kýst það sem þú vilt. Ríkið sér til þess að enginn viti hvað þú kýst og þar með er þitt at- kvæði og þín skoðun komin á réttan stað og lýðræðinu framfylgt. Svo göngum við út úr kjörklefanum og segjum engum, ekki nokkrum manni, hvað við kusum. Þá getur enginn, nokkurn tímann, gert sér í hugarlund hvað það var og gagn- rýnt okkur eða komið með persónu- legar árásir vegna þess. Þetta virk- ar einmitt svona, ekki satt? Reyndar er það svo að við mann- fólkið erum í eðli okkar félagsverur og það er erfitt að eiga samskipti við fólk án þess að umræðurnar, á einhverjum tímapunkti, fikri sig yfir í pólitík. Áður en við vitum af dúkka hin pólitísku mál upp og viðkomandi er byrj- aður að segja okkur sína skoðun á pólitík- inni okkar og þar með okkur sem persónum. Bíddu nú við, ég segi okkur sem persónum, en það var bara verið að tala um pólitík. Vandinn er sá að póli- tísk skoðun fólks er nú orðin ígildi persónu þess. Það er því svo sannarlega hættulegt að hafa skoðun sem álitin er röng þá stundina. Gerist einhver svo djarfur að hafa slíka skoðun, og nefnir hana í heyranda hljóði, þá fellur hann samstundis í þann flokk sem kalla má öllum illum nöfnum, svívirða op- inberlega, hvetja til herferðar gegn og sumir vilja ganga svo langt að réttlæta barsmíðar á einstaklingn- um undir þeim formerkjum að skoð- un viðkomandi sé bara svo rosalega röng. En hvað er röng skoðun? Víkjum nú að merg málsins og þar sem hnífurinn stendur svo sann- arlega fastur í kúnni. Ef röng skoð- un ætti uppruna sinn hjá almenn- ingi í lýðræðislegu ferli væri þetta allt saman mun auðmeltara en raun ber vitni. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru fjölmiðlar og áhrifa- fólk sem ákveða hver hin rétta skoðun er, ekki hinn almenni borg- ari. Veltu þessu aðeins fyrir þér, hversu mörgum fréttum hafa fjöl- miðlar almennt úr að moða? Það er ógrynni. Þeir geta birt það sem þeim sýnist. Frá íslenskum eða er- lendum vettvangi. En það er nefni- lega akkúrat málið; þeir geta birt það sem þeim sýnist. Í því samhengi er mikilvægt að velta fyrir sér hvers vegna fjöl- miðlar velja að birta eitthvað sem einhver sagði í hlaðvarpi eða á Fa- cebook og blása það upp. Getur ver- ið að á bak við þetta val sé ekki sú stefna að bera fréttir hlutlaust á borð fyrir almenning heldur undir einhverjum vissum formerkjum? Getur verið að boðskapurinn hafi markmið og hvert er þá markmiðið? Við höfum öll heyrt talað um vinstri og hægri fjölmiðla. Í dag, á Íslandi, er búið að ákveða að vinstri sé gott og hægri sé vont. Flestir af fjölmiðlum landsins hafa ákveðið það. Þeir hafa selt þá hugmynd að vinstrið snúist um samfélagslega hugsun og hægrið sé vond eig- inhagsmunastefna þar sem ein- staklingurinn vilji græða á fátæka manninum. Þó er það trúlega hægra fólkið sem stofnar flest fyrirtækin og sér því flestum fyrir atvinnu og tekjum en það er önnur saga. Í dag þurfa hægrisinnaðir helst að fara með veggjum og hægri stjórn- málaflokkar færast smám saman nær því að verða vinstriflokkar því það er eina leiðin til að komast áfram í almannaáliti og pólitík. En hvers vegna vilja fjölmiðlar að við styðjum vinstrið frekar en hægrið? Hafa þessar stefnur ekki báðar sína kosti og galla? Hver er það svo sem stjórnar fjölmiðlunum og þá okkur? Það þarf ekki nema einfalt gúgl til að sjá það. Vandinn er að fæstir nenna að gúgla og fæst- ir nenna að velta þessu fyrir sér. Þeir taka bara á móti ómatreiddum réttunum sem bornir eru á borð fyr- ir þá dag eftir dag og innifela þann boðskap sem nýtist eigendum fjöl- miðlanna best. Hvernig tengist þetta lýðræðinu? Þá er það lýðræðið og hvaða áhrif þetta hefur á það. Þetta hefur þau áhrif að fjölmiðlarnir ákveða hvað hinn óákveðni hópur almennings kýs og hann er æði stór. Þeir segja okkur hvað okkur á að finnast og hver er réttdræpur hverju sinni. Með þessu móta þeir skoðun fólks því alveg sama hversu statt og stöð- ugt við viljum trúa því, fólk er upp til hópa bæði meðvirkt og auðmót- að. Næst þegar þú gengur á kjörstað og ætlar þér að kjósa skaltu velta því fyrir þér hvort þú sért í raun að kjósa það sem þú vilt eða bara það sem þú átt að kjósa. Það sem búið er að segja þér að kjósa með óljós- um en mjög sterkum skilaboðum sem hafa dunið á þér svo mánuðum skiptir. Við búum í samfélagi sem elur á hlýðni. Okkur er kennt frá blautu barnsbeini að við eigum að gera það sem er rétt því annars erum við skömmuð eða okkur refsað. Ef sam- félagið ætlar líka að stjórna því hvaða skoðun þú hefur, hvaða áhrif hefur það þá á lýðræðið? Er lýðræð- ið þá til eða er það meira í orði en á borði því það er enginn eftir sem þolir að taka hitann og þungann af því að framfylgja því? Hugsunin um lýðræði er falleg en það þarf meira en að hugsa hana til að hún verði raunveruleg. Er lýðræðið til? Eftir Hildi Sif Thorarensen » Það eru fjölmiðlar og áhrifafólk sem ákveða hver hin rétta skoðun er, ekki hinn al- menni borgari. Hildur Sif Thorarensen Höfundur er verkfræðingur. hildursifgreinar@gmail.com Á góðviðrisdegi í júlímánuði 2014 lá ég ásamt öðrum á Arn- arhóli og hugleiddi örlög þeirra Palest- ínumanna er drepnir höfðu verið í loft- árásum Ísraelsmanna á Gaza dagana á und- an – hugsaði um fólk- ið sem myndi aldrei aftur geta notið þess að horfa á skýin eða finna sólina verma andlitið. Sveinn Rúnar hafði haldið ræður um þörfina á frjálsri Palestínu á samstöðufundi sem var rækilega kynntur á RÚV. Það sem eftir var sumars gætti ég þess vandlega að kaupa ekki nein- ar vörur frá Ísrael – en svo fór ég að hugsa … Okkur er sagt að Ísrael haldi Gazabúum í herkví, undiroki þá og meini þeim að halda heim til Pal- estínu eftir langa útlegð en Gaza er jú í Palestínu – þeir eru heima – og frá 2005 er Ariel Sharon af- henti Palestínumönnum land- svæðið hafa gyðingar ekki verið búsettir þar (fyrir utan tvo gísla) og Gaza hefur landamæri að Egyptalandi sem trúbræður þeirra byggja. Ísraelsmenn halda því augljóslega ekki Gazabúum í herkví þó svo að þeir hafi reist öfluga girðingu á landamærunum eftir áralangar sjálfsmorð- sprengjuárásir sem beindust að al- menningi í Ísrael. Hvers vegna gátu Gazabúar, sem nutu mikillar velvildar í heiminum, ekki unað við sitt og gert Gaza að ferða- mannaparadís í stað þess að eyða allri orku sinni í að skaða Ísr- aelsmenn með sjálfsmorðs- sprengjuárásum og eldflaugaskot- hríð? Svarið kom með lestri á stofn- skrá Hamas (Hamas Charter, 1988). Þar kemur fram að um trúarlega deilu er að ræða – hreinsa skuli landið af gyðingum í heilögu stríði og að engir samn- ingar við þá komi til greina. Fyrr, eða 1964, hafði PLO verið stofnað til að frelsa Palestínu. Á þeim tíma voru hvorki Gaza né Vest- urbakkinn undir ísraelskri stjórn. Í 24. grein stofnsáttmálans kom fram að meiningin væri ekki að frelsa þau svæði, heldur aðeins það land er var undir stjórn Ísraelsmanna. Síðar reyndi PLO að „frelsa“ Jórdaníu, sem er um 80% af gömlu Palestínu en mistókst það og fengu þeir hæli í Líbanon þar sem þeir komu af stað borgarastríði með því að skjóta flaugum á Ísrael frá húsum kristinna. Ég komst sem sagt að því að Sveinn Rún- ar og RÚV höfðu fengið mig til að kalla eftir þjóðarmorði Ísr- aelsmanna. Skammaðist ég mín? Vissulega. Fréttamenn RÚV hafa hins veg- ar ekki enn orðið fyrir slíkri upp- ljómun, þeir halda enn áfram að birta rammhlutdrægar fréttir þar sem vitnað er í fulltrúa og stuðn- ingsmenn öfgaaflanna en ekki í Ísraelsmenn sjálfa. Þeim ber lög- um samkvæmt að gæta hlutleysis en gæta þess í stað þess að ekkert sem gæti bætt málstað Ísr- aelsmanna komi fram. Það er margt sem RÚV hefur sleppt að nefna. Aldrei hefur þar verið minnst á lög nr. 19 frá 2004 (Pay for slay lögin) sem kveða á um sérstaka umbun þeim til handa er drepa eða slasa gyðinga. Af því að Abbas hefur neitað að afnema þau setti stjórn Trump lög sem banna greiðslur til hópa er verðlauna dráp á Bandaríkja- mönnum (Taylor Force lögin). Við erum reglulega minnt á Nakba, flótta Palestínumanna frá þorpum sínum er nágrannaríkin réðust á hið nýstofnaða Ísrael, en hvenær er minnst á flótta mun fleiri gyð- inga frá Arabaríkjunum? Frá Jemen voru þeir t.d. nær allir fluttir brott flugleiðis eftir grimmilegar ofsóknir. Ekki minnist ég þess að að fjallað hafi verið um skýrslur IMPACT-se um kennsluhætti í skólum UNRWA þar sem stæku gyðingahatri er vafið inn í náms- greinarnar, m.a.s. stærðfræði. Í kennsluefninu er ekki minnst á vilja Ísraelsmanna til friðarsamn- inga. Það mun henta leiðtogum Palestínumanna vel því þeir hafa hingað til hafnað öllum tillögum til lausnar deilunni en ekki komið með neinar sjálfir. Tillögum Peel-nefndarinnar 1937 höfnuðu þeir og einnig ákvörðun SÞ um stofnun Ísr- aelsríkis. Arafat hafnaði tillögum frá Bill Clinton sumarið 2000 og kom af stað intifödu til að þurfa ekki að ræða þau mál frekar. Ab- bas hafnaði samkomulaginu er Ehud Olmert og Saeb Erekat settu saman 2008. Erekat heitinn sagði í viðtali við PA TV að hann hefði lagt hart að Abbas að sam- þykkja tillöguna því hún hefði fært Palestínumönnum meira en 100% þess lands (með land- skiptum) er Jórdanir réðu yfir fyrir sex daga stríðið 1967. Condo- leezza Rice segir frá þessari samningagerð í ævisögu sinni og undraðist hún hve mikið Olmert var tilbúinn að gefa eftir. Á síðasta ári komu svo Abra- hamssamningarnir sem Palest- ínumenn höfnuðu fyrirfram og brenndu fána þeirra landa er stóðu að þeim, auk mynda af leið- togum þeirra. Einn hönnuða samninganna, dr. Ali al Nuaimi (SAF), skrifaði nýlega grein í Newsweek um að tími væri kom- inn til að frelsa Palestínumenn undan oki Hamas og Írana (sem fjármagna hið heilaga stríð). Hann sagðist vonast til að þetta síðasta Gaza-stríð yrði hið síðasta. Að afnema þá trúarlegu skyldu að útrýma gyðingum úr Palestínu þarf ekki að vera brot á sjaríalög- um. Sádar hafa bannað vatns- pípureykingar á grundvelli klásúlu sjaríalaga um að ekki skuli aðhaf- ast neitt sem veldur múslimum skaða og það er óumdeilanlegt að Hamas veldur íbúum Gaza skaða. Það verður aldrei friður fyrir botni Miðjarðarhafsins fyrr en jí- hadinu er hafnað. Fyrst þá er möguleiki á að tveggja ríkja lausn- in gangi upp. Frelsun Palestínu Eftir Ingibjörgu Gísladóttur » Frelsun Palestínu með útrýmingu gyðinga er ekki að gera sig. Væri ekki réttara að krefjast frelsis und- an stjórn Abbas og Ha- mas? Ingibjörg Gísladóttir Höfundur starfar við umönnun aldraðra. Í byrjun júní varð uppi fótur og fit á Al- þingi þegar þing- flokkur Pírata gerðist sekur um þá ósvinnu að leggja til breytingu á dagskrá þingsins, svo að hægt væri að taka fyrir frumvarp Lilju Rafneyjar Magnús- dóttur, þingkonu VG og formanns atvinnu- veganefndar Alþingis, um auknar strandveiðar í sumar. Það þótti hin mesta fífldirfska og argasti dónaskapur að senda slíkt tundurskeyti, eins og það var orðað, inn í sali Alþingis á sama tíma og samningviðræður um þinglok (reyndar þingfrestun) stóðu sem hæst. Slíkar samningaviðræður snú- ast jú, eins og mörg vita, um það hvaða þingmál verða svæfð svefn- inum langa, þ.e. ekki afgreidd úr fastanefndunum til lokaatkvæða- greiðslu í þingsal, hvaða mál fá fulln- aðarafgreiðslu frá Alþingi og síðast en ekki síst hvenær alþingisfólk kemst í langþráð sumarleyfi. Gamla góða handritið Þessir samningar fara fram eftir venjubundnu handriti: - Minnihlutinn segist hafa nægan tíma, ekkert liggi á, rigningarsumar sé hvort sem er í vændum, ýmis mik- ilvæg mál þurfi nú að koma til af- greiðslu, sum þeirra séu svo mikil- væg að málþóf komi til greina, sum mál meirihlutans séu svo alvarlega gölluð að þau verði að stöðva, o.s.frv. - Meirihlutinn lætur eins og hon- um liggi ekkert á, en nennir auðvitað ekki að búa við þá niðurlægingu að þurfa að hanga í þingsal mikið leng- ur en starfsáætlunin sagði til um, enda er það meirihlutinn sem ákveður hana, og íslenska sumarið lokkar. - Svo hefjast samningaviðræður. Stundum er minnihlutinn, sem ein heild, búinn að velja ákveðin þing- mál sem verði að taka fyrir og einnig hvaða þingmálum meirihlutinn verði að fórna fyrir friðinn. Stundum kem- ur minnihlutinn lítt sameinaður til leiks og heldur þá hver flokkur fram sínum málum, jafnvel án þess að skeyta sérstaklega um vígstöðu hinna. Það hefur svo sem verið all- ur gangur á þessu í gegnum tíðina. Niðurstaðan er alltaf sú að fjölmörgum ágætum málum er sóp- að í ruslið. Einungis 5- 15% þingmála sem óbreyttir þingmenn standa að lifa slíka hreinsun af. Hinum er fórnað, jafn- vel þótt um þau hafi verið fjallað með ítarlegum hætti, umsagnir bor- ist um þau og ýmsir sérfræðingar og haghafar hafi komið á fundi fasta- nefnda þingsins vegna þeirra. En nóg um það. Hvaðan kom tundurskeytið? Svona að lokum má spyrja hver hafi sent umrætt tundurskeyti inn í þingið. Var það þingflokkur Pírata, með því að vilja taka umrætt frum- varp til umfjöllunar eða var það Lilja Rafney Magnúsdóttir, með því að leggja það fram tveimur mán- uðum eftir að frestur til þess rann út og tveimur dögum eftir að starfs- áætlun þingsins var felld úr gildi? Ætlaðist Lilja Rafney, og með- flytjendur hennar, ekki til þess að málið hlyti þinglega meðferð? Dæmi nú hver fyrir sig. Hvernig var nú aftur með traust almennings á Alþingi, átti ekki að bæta það? Tundurskeyti á Alþingi Eftir Einar Aðalstein Brynjólfsson » Á síðustu starfs- dögum Alþingis, þegar langþráð sum- arleyfi þingfólks var innan seilingar, setti þingflokkur Pírata þing- lokin (og sumarleyfið) í uppnám. Einar Aðalsteinn Brynjólfsson Höfundur er oddviti Pírata í Norð- austurkjördæmi við alþingiskosn- ingar 25. september 2021 og sérlegur áhugamaður um bætta starfshætti á Alþingi. einarbrynjolfs@piratar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.