Morgunblaðið - 21.06.2021, Side 18

Morgunblaðið - 21.06.2021, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021 ✝ Sæunn Ósk Geirdal fædd- ist í Reykjavík 9. mars 1986. Hún lést á heimili sínu í Malmö í Svíþjóð 14. maí 2021. Sæunn var dótt- ir Erlendar Geir- dal frá Grímsey, f. 24.10. 1963 og Kolbrúnar Matt- híasdóttur frá Ísa- firði, f. 11.11. 1966. Sæunn var elst þriggja systra. Systur hennar eru Unnur Sif Geirdal, f. 3.7. 1991, sam- býlismaður hennar er Eggert Reginn Kjartansson óperu- söngvari, f. 15.5. 1991. Dóttir þeirra er Hrefna Kolbrún, f. 8.9. 2019. Magnea Rún Geirdal, f. 24.9. 1997, sambýlismaður hennar er Ólafur Örn Ólafsson, f. 14.10. 1994. Sonur þeirra er Óliver Örn, f. 9.8. 2020. Fyrstu tvö æviárin átti Sæ- hún vann við heimahjúkrun, á ferðaskrifstofu og lauk menntaskólanum. Í náminu bauðst henni meðal valgreina að læra hárgreiðslu sem átti eftir að nýtast vel, til dæmis við klippingar á Íslendingum sem voru fjölmennir á skóla- görðum á „Kjammanum“ í Lundi þar sem þau bjuggu í mörg ár. Einnig rak hún hár- greiðslustofu í rúmt ár. Leiðir hennar og Andrésar skildi 2017. Sæunn nam þjónustu- stjórnun við háskólann í Lundi og starfaði á hóteli og víðar í Lundi og Malmö á náms- árunum. Ári eftir námið flutt- ist hún til Malmö og starfaði þar, síðast sem þjónustufulltrúi hjá framleiðslufyrirtækinu Granuldisk þar sem hún naut sín afar vel. Sæunn hafði glímt við dep- urð og kvíða á köflum frá 18 ára aldri. Hún lést á heimili sínu 14. maí. Minningarathöfn var haldin í Lundi 24. maí. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Píeta samtökin. Útför Sæunnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 21. júní 2021, klukkan 15. unn heima í Reykjavík með foreldrum sínum en síðan flutti fjöl- skyldan til Kaup- mannahafnar þar sem hún átti heima til sex ára aldurs. Eftir heim- flutning til Íslands aftur bjuggu þau aftur í Reykjavík í eitt ár þar sem Sæunn hóf grunnskólanám. Þá flutti fjölskyldan í Kópavog og Sæunn fór í Hjallaskóla og síð- ar í Smáraskóla. Að loknum grunnskóla hóf hún nám í Versló en hætti þar á öðru ári og fór að vinna í tölvuversl- uninni BT. Árið 2006 er Sæ- unn var tvítug flutti hún, ásamt þáverandi kærasta sín- um, Andrési Þór Sæmundssyni, til Eskilstuna í Svíþjóð. Þar vann hún margvísleg störf ásamt því að taka nokkra námsáfanga. Þau fluttust til Lundar á Skáni 2009 þar sem Elsku Sæunn okkar er farin. Það er erfitt að horfa framan í hversdagsleikann sem aldrei verður samur aftur. Lífið heldur áfram allt í kring eins og ekkert hafi í skorist en raunveruleikinn er öðruvísi en áður. Það er hol í hugum okkar. Skyndilega höfum við fengið það mikla verkefni að lifa með sárum söknuði eftir dóttur okkar, frumburðinum okkar. Minningarnar um ynd- islega dóttur munu hjálpa okkur í þessu verkefni því þær lifa áfram og veita styrk og huggun. Frá fyrstu tíð var Sæunn ljúf- lingur sem öllum þótti vænt um. Hún var einstaklega indælt barn sem lítið fór fyrir og eignaðist vini auðveldlega. Hún var okkur foreldrunum mikil hjálparhella við pössun yngri systra sinna, hún var þeim góð stóra systir og fyrirmynd. Við fjölskyldan ferð- uðumst mikið um landið og fór- um í útilegur þegar þær voru ungar. Það var yndislegur tími. Eitt einkenna Sæunnar var hjálpsemi og umhyggja fyrir fólki. Hún hafði stórt og hlýtt hjarta, lét sér umhugað um minni máttar, studdi heimilis- lausa og styrkti hjálparsamtök. Vinum sínum var hún traust og ávallt til staðar ef þurfti. Sæunn var forvitin um lífið og tilveruna og áhugasöm um margt. Hún hafði mjög gaman af að ræða málin og oft gátu símtölin heim teygst í marga klukkutíma. Slíkra samtala verð- ur sárt saknað. Vinnufélagar hennar í Svíþjóð sögðu að hún væri frábær sendifulltrúi Ís- lands þar, því hún var óþreyt- andi að segja sögur og sýna myndir frá heimalandinu. Þegar henni leið vel var hún mjög dugleg og drífandi. Tilbúin að ögra sjálfri sér og fara út fyr- ir þægindahringinn til að öðlast nýja reynslu. Hún byrjaði snemma að vinna, sem ungling- ur fann hún sér störfin yfirleitt sjálf með því að ganga á milli búða í Smáralind eða Kringlunni og hún ávann sér fljótt traust og virðingu vinnuveitenda enda röggsöm, ábyrg og úrræðagóð. Sú varð einnig reyndin í Svíþjóð á fullorðinsárunum. Það einkenndi Sæunni líka hve skipulögð hún var, vildi vera undirbúin og hafa stjórn á lífi sínu. Hins vegar gat hún ekki stjórnað hugarástandi sínu og depurðin og vanlíðanin sem sóttu að henni komu oftast án sérstakrar ástæðu. Hún var alla tíð mjög opinská um sjúkdóm sinn og frá því að hans varð vart var hún undir handleiðslu sérfræðinga og fékk lyf, fór í fjölmargar samtalsmeð- ferðir og var ávallt opin fyrir nýjungum í meðferðum. Hún var ekki lögð inn á sjúkrahús vegna veikindanna en stundaði vinnu og sinnti daglegu lífi svo utan frá séð virtist allt ganga vel en í raun fór því víðs fjarri á köflum. Sjúkdómurinn varð að lokum til þess að hún tók eigið líf. Síðasta heimsókn hennar til Íslands var í ágúst sl. haust þeg- ar Óliver Örn þeirra Magneu og Óla var nýfæddur og Unnur og Eggert voru líka á landinu með Hrefnu Kolbrúnu tæplega árs gamla. Fjölskyldan átti þá sam- an dýrmætar stundir. Einnig fórum við foreldrarnir með Sæ- unni í nokkurra daga skemmti- lega ferð um Norðurlandið í fal- legu veðri. Nú kveðjum við ástkæra dótt- ur. Konu með fallegt hjartalag sem fór allt of snemma en gaf öllum af sér sem kynntust henni. Minning elsku Sæunnar mun lifa. Pabbi og mamma. Ég trúi ekki að þú sért farin frá okkur. Mikið vildi ég að við gætum spjallað eins og við gerð- um um allt og ekkert. Það er svo sárt að hugsa til þess að ég muni aldrei aftur fá að njóta þess að vera með þér. Þú varst alltaf flotta stóra systir mín og ég leit svo mikið upp til þín, elsku yndislega Sæunn. Ég hefði viljað vita hvað ég átti að segja þegar þér leið illa en oft var eins og að sama hvað ég segði væri ekkert að fara að bæta líðan þína og ég held að það hafi einmitt angrað þig mik- ið því þú vissir ekki sjálf hvað væri hægt að gera eða segja. Alltaf fannst mér best að fá að vera ein með þér því þá gát- um við ráðið öllu sjálfar og þurftum ekkert að pæla í því hvað öðrum fyndist. Við gátum hlegið saman og oftast var það yfir einhverju sem við tengdum báðar við úr barnæsku eins og sjónvarpsefni og gömlu dóti. Við hugsuðum líka oft mjög svipað eins og það hvernig og hvar hlutir ættu að vera staðsettir svo þeir væru aðgengilegir og hentugir. Ég tengi 90s sérstak- lega mikið við þig því það var sá tími sem þú varst ennþá mikið heima og ég kannski orðin nógu gömul til að sjá hversu svöl stóra systir mín virkilega var. Mér finnst svo erfitt að þú hafir kvatt svona skyndilega því ég var svo innilega bjartsýn á að núna værir þú á uppleið í lífinu, komin í góða vinnu þar sem þér leið vel, flutt í fallega íbúð á góð- um stað, farin að stunda jóga og pæla mikið í sjálfinu á nýjan og áhugaverðan hátt. Við töluðum mikið um hvernig manneskjur við værum og loksins myndi allt verða svo bjart og augljóst. Ég hlakkaði svo til að fá að kynnast þér ennþá betur og að við gæt- um tengst á nýjan hátt. Það er svo margt sem ég vildi geta rætt við þig og reynt að finna lausn á en því miður er það of seint. Það hryggir mig mjög að hugsa til þess að Hrefna Kol- brún muni aldrei hitta þig aftur og fái ekki að upplifa það að fara í klippingu til þín sem var alltaf svo skemmtileg stund, uppfull af tónlist og blaðri. Ég veit að hún var þér mjög mikilvæg og mun ég sjá til þess að hún fái að kynnast þér í gegnum mig og þær minningar sem eru mér svo kærar. Hún var farin að segja nafnið þitt og mun halda því áfram um ókomin ár. Við elsk- um þig svo mikið, elsku Sæunn okkar. Þú varst svo frábær og skemmtileg og það var svo gam- an þegar þú varst í stuði. Alltaf svo flott og fín og akkúrat. Það var einkennandi fyrir þig að hugsa alltaf fyrst um aðra og þútalaðir um að þú settir oft upp ákveðna grímu til þess að hlífa fólkinu í kringum þig. Það hlýt- ur að hafa verið oft mjög erfitt því einhvern tímann getur mað- ur ekki meir. Þú varst innilega stór hluti af mér og skilur eftir enn stærra gat í hjarta mínu. Ég elska þig að eilífu. Tár skríður niður kinn, aldan lekur af steini, sól sekkur í sæ, ég kveð en elska þó í leyni. Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. (Svanurinn) Unnur Sif. Elsku Sæunn, stóra systir mín og fyrirmynd. Hjartað mitt er brotið í þús- und mola, ég vildi óska þess að ég gæti talað við þig aftur. Mig langar að eiga notalega kvöld- stund með þér eins og við áttum alltaf þegar ég kom til Svíþjóðar eða þegar þú komst heim til Ís- lands. Ég veit að við munum hittast seinna og hafa dekur- kvöld, það væri óskandi ef við gætum gert þetta strax í kvöld, því við áttum eftir að ræða og gera svo ótal margt saman. Þó svo að stundum hafi langt liðið á milli símtala og þú í öðru landi, var alltaf eins og við hefð- um talað saman síðast í gær. Við gátum talað endalaust saman og oft gleymdum við okkur í spjalli og töluðum langt fram yfir háttatíma. Það var svo gaman að hlusta á þig, þú varst sannkallaður viskubrunnur og hafðir einstakt lag á því að svara öllum þeim spurningum sem brunnu á mér. Ég var afar stolt af því að eiga þig sem systur og leit á þig eins og stjörnu. Mér fannst töff að þú ættir heima í útlöndum, enda mikil spenna að fara í heimsókn til þín og að fá þig heim til Íslands. Ég man á há- punkti gelgjunnar þegar ferm- ingin var að nálgast þá var mik- ið rætt um hárgreiðslu og förðun. Ég hafði ekki neinar áhyggjur, vegna þess að þú ætl- aðir að sjá um það og ég vissi að þú skilaðir öllu svo yfirburða vel af þér. Þegar Óliver fæddist þá fékk hann veglega gjöf frá þér en þar var m.a. hárbursti og nagla- klippur, þú taldir það þína skyldu að sjá til þess að hann ætti þessa hluti. Þegar hann verður eldri og mun öðlast betri skilning mun ég segja honum frá þér og hvað þér þótti vænt um hann, hvað þú varst falleg sál og mikil fyrirmynd. Ég mun varðveita minningu þína alla ævi og sjá til þess að hann viti hver Sæunn frænka sín var. Við áttum gott spjall fyrir nokkrum vikum þar sem við töl- uðum um gott fólk, hvað sumir væru einfaldlega bara tærar og góðar sálir. Við vorum sammála um að Unnur systir okkar væri efst á þeim lista. Þú varst samt ekki lengi að láta mig vita af því að ég væri ekki síðri enda kom í beinu framhaldi „ekki móðgast samt Magnea, þú ert alveg góð, við tvær erum bara nákvæmlega eins…“ Já, elsku Sæunn mín, við er- um gríðarlega líkar og ég mér hlýnar um hjartað þegar fólk líkir okkur saman. Þú varst stjarnan, fyrirmyndin, leiðtoginn og umfram allt elsta systir mín sem ég leit svo mikið upp til. Við Unnur komum til með að passa vel upp á hvor aðra í þess- ari erfiðu sorg og halda minn- ingu þinni á lofti með öllum þeim hafsjó af minningum sem við eigum. Við munum halda vel utan um mömmu og pabba og læra að lifa með sorginni en fjöl- skyldan verður hins vegar aldrei heil án þín. Þú varst svo sterkur persónu- leiki og hafðir svo mikla trú á því að þú kæmist í gegnum þennan djúpa dal. Við hin trúð- um því líka, þess vegna sitjum við eftir og höfum svo ótal margar spurningar en engin svör. Takk fyrir allt elsku hjartans Sæunn mín. Þangað til næst, þín litla systir, Magnea Rún. Elsku hjartans vinkona mín, hjarta mínu blæðir út af sorg. Allir lífsins litir hurfu á einu augabragði og allt varð litlaust og grátt. Þú sem varst mér svo ótrúlega dýrmæt, þú gerðir lífið mitt svo miklu betra, svo litríkt einungis með tilvist þinni og ég elskaði þig, virkilega elskaði þig. Ég elskaði að vera þín vinkona og eiga þig að. Það var svo ótrú- lega dýrmætt að eiga svona hlýja, góða vinkonu sem var til í öll heimsins ævintýri sem lífið bauð upp á. Þegar við Óli ákváðum að gifta okkur varst þú með þeim fyrstu sem fengu að vita af þeim áformum og samtölin fyrir þennan dag voru ekki að skorn- um skammti. Þótt heilt haf skildi okkur að varstu svo mikið að hjálpa mér að plana og und- irbúa og það var aldrei nein spurning hvort þú ætlaðir að mæta, sem ég er svo þakklát fyrir. Í brúðargjöf fengum við hjónin gullfallegt listaverk eftir systur þína en þið systur voruð búnar að kortleggja íbúðina okkar í bak og fyrir, hvaða litir myndu passa fullkomlega hjá okkur ásamt því að bæta örlitum fjólubláum í. En við vorum van- ar að kveðja með orðunum „elska þig í fjólubláar tætlur“. Elsku dökkhærða fallega fjólubláa blómið mitt, þú sem varst hrókur alls fagnaðar og brúðkaupið okkar var engin undantekning, dansaðir með okkur inn í nóttina þangað til ljósin voru kveikt og vildir ekki að gleðin myndi hætta. Síðast þegar þú komst stopp- aðir þú stutt vegna anna. Þú lof- aðir mér að næst yrðirðu lengur og við gætum átt góða kvöld- stund saman yfir góðum mat, rauðvíni, hlátri og gleði. Ég trúi því ekki að þetta hafi verið í síð- asta skiptið sem ég fæ að sjá þig, hefði ég vitað það hefði ég aldrei sleppt takinu. Næst þegar ég treysti mér til og fæ mér rauðvín hérna heima veit ég að þú situr hjá mér og ert að njóta með mér. Elsku Sæunn mín, með hlýj- asta faðminn, breiðasta brosið og fallegustu sálina. Þú varst mér svo ákaflega dýrmæt. Elsku vinkona, alltaf að skapa gleði fyrir alla í kringum þig. Alltaf komstu færandi hendi, það lýsir þér svo vel – gleðja og gefa. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þau forréttindi að hafa verið vinkona þín. Minningahaf- ið sem við deilum saman svo sannarlega yljar um hjartaræt- ur. Ég er svo heppin að hafa átt þig að öll þessi ár. Takk fyrir að hafa alltaf verið þú, því fyrir mér varstu fullkomin. Þrátt fyrir að vera að upplifa einn alversta tíma lífs míns, upplifa allan þennan sársauka sem er ekki hægt að koma fyrir í orðum hvernig það er að ganga í gegnum. Ef ég gæti byrjað aftur á byrjun, vitandi það að einn dag- inn myndi þessi sársauki banka að dyrum, myndi ég hiklaust gera allt þetta aftur. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að hafa haft þig í lífinu mínu sem vin- konu, þakklát fyrir öll ævintýrin og minningarnar sem við eigum saman. Ég væri ekki ég, án þess að hafa fengið þau forréttindi í lífinu að fá að vera vinkona þín. Það kenndi mér enginn að missa sinn besta vin, hvernig á ég að halda áfram með lífið þeg- ar þú ert ekki lengur hérna hjá mér? Elsku Sæunn. Ég mun alltaf elska þig. Alltaf elska þig í fjólubláar tætlur. Alltaf. Thelma Þorsteinsdóttir. Sumt fólk er þannig gert að það markar sérstök spor í huga manns og þó fundunum fækki með árunum haldast tengslin og taugarnar. Ég var svo heppin að kynnast og starfa með Sæunni í BT- verslunum á sínum tíma. Hún var afburðastarfsmaður, ein- staklega skipulögð og þjónustu- lunduð. Ég naut þess að koma í verslunina og fylgjast með Sæ- unni að störfum, það gustaði af henni dugnaðurinn, krafturinn og metnaðurinn. Ávallt að leita leiða til að gera enn betur, bæta skilvirkni og auka gæði þjónust- unnar. Hún var fyndin og skemmtileg, smitaði gleði og hlátrasköllin ómuðu. Þannig minnist ég hennar. Í seinni tíð fylgdist ég með Sæunni í gegnum Thelmu vin- konu hennar og við hittumst stöku sinnum þegar hún kom til landsins. Ég mun sakna þeirra góðu stunda og minnist hennar með mikilli hlýju. Ég votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð og bið fyrir styrk þeim til handa til að tak- ast á við sorgina. Anna Birna Snæbjörnsdóttir. Sæunn Ósk Geirdal Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA MARGRÉT ÞORGEIRSDÓTTIR, Mosgerði 23, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans mánudaginn 14. júní. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 23. júní klukkan 13. Gunnhildur Óskarsdóttir Gunnar Guðlaugsson Katrín Óskarsdóttir Pétur Árni Óskarsson Jakobína Sveinsdóttir Sumarliði Óskarsson Elín Ruth Reed Þorgeir Óskarsson Erla Þorsteinsdóttir Ingiríður Brandís Þórhallsd. Hafsteinn Óskarsson Sigurrós Erlingsdóttir Margrét Dröfn Óskarsdóttir Viktor Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri ÓLAFUR S. PÁLSSON rafvirkjameistari, Sauðárkróki, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki föstudaginn 18. júní. Páll Arnar Ólafsson Linda Hlín Sigbjörnsdóttir Eva Hjörtína Ólafsdóttir Hjörtur Skúlason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SJÖFN BJARNADÓTTIR húsmóðir, lést sunnudaginn 13. júní á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík. Sérstakar þakkir fá starfsmenn Droplaugarstaða fyrir frábæra umönnun. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Hermannsdóttir Árni Róbertsson Guðmundur Hermannsson Guðrún Bjarnþórsdóttir Sváfnir Hermannsson Katrín Jónsdóttir Jón Ágúst Hermannsson Birna Björgvinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.