Morgunblaðið - 21.06.2021, Síða 21

Morgunblaðið - 21.06.2021, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021 Útför í kirkju Upprisa, von og huggun utforikirkju.is ✝ Arndís Krist- jánsdóttir fæddist 24. mars 1937 í Reykjavík en ólst upp á Móabúð- um í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 18. maí 2021. Foreldrar henn- ar voru Kristín Gísladóttir, f. 6.7. 1890, d. 25.1. 1962, og Kristján Jónsson, fæddur 1.11. 1874, dá- inn 16.2. 1967. Systkin Arndísar voru Kristín Kristjánsdóttir, f. 1905, d. 1908, Kristín Guðríður Kristjáns- dóttir, f. 1908, d. 1993, Guðríður Kristjánsdóttir, f. 1911, d. 1992, Gísli Kristjánsson, f. 1913, d. 1928, Guðrún Líndal Kristjáns- dóttir, f. 1916, d. 2010, Jósefína Kristjánsdóttir, f. 1917, d. 2004, Una Kristjánsdóttir, f. 1920, d. 1981, Jón Kristjánsson, f. 1920, d. 1997, Hallgrímur Krist- jánsson, f. 1923, d. 1998, Krist- ján Kristjánsson, f. 1925, d. 2001, Gísli Kristjánsson, f. 1928, d. 2020, Ragnar Kristjánsson, f. 1929, d. 2014, Guðbjörg Krist- jánsdóttir, f. 1930, d. 2003, stúlka, dó í fæðingu. Arndís giftist árið 1962 Jóni Viðari Gunnlaugssyni, f. 3.3. 1934, d. 15.5. 2015. Börn Jóns Viðars og Arndísar eru: 1) Auð- ur Kristrún, f. 1957, gift Guðjóni Baldvinssyni, f. 1954, og eiga þau soninn Guðjón Gauta, f. 2000. Fyr- ir átti Auður með Sturlu Rögnvalds- syni, f. 27.10. 1953, d. 31.5. 2012, syn- ina Viðar, f. 1982, Rögnvald, f. 1984, hann á dótturina Dagbjörtu Rún, f. 2014, og Agnar, f. 1987, í sambúð með Sjöfn Guð- laugsdóttur. 2) Arna Sigrún, f. 1966, gift Haraldi Páli Hilm- arssyni, f. 1962. Börn þeirra eru Óskar, f. 1993, í sambúð með Dagbjörtu Ósk Hreggviðs- dóttur, þau eiga soninn Kormák Bjarma, f. 2020, og Arndís, f. 1996. 3) Gunnlaugur Viðar Við- arsson, f. 1970, d. 31.10. 2020. 4) Sonja Guðrún Viðarsdóttir, f. 1975, í sambúð með Óskari Gísla Óskarssyni f. 1967. Börn hennar eru Jón Arnar, f. 1994, faðir Gísli Baldursson, f. 1973, og Esja Bára, f. 2008, faðir Lárus Arnar Gunnarsson, f. 1967. Arndís flutti til Reykjavíkur þegar hún giftist Jóni Viðari og þar bjuggu þau upp frá því. Hún vann ýmis störf um ævina, m.a. í fiskvinnslu og við veitingastörf en lengst af sem gangastúlka á Borgarspítalanum. Útför hennar fór fram í kyrr- þey frá Bústaðakirkju, 26. maí 2021. Látin er tengdamóðir mín Arndís Kristjánsdóttir, ættuð frá Móabúðum á Snæfellsnesi. Arndísi, eða Dísu eins og hún var oftast kölluð af ættingjum sínum, kynntist ég fyrst fyrir um 24 árum síðan, þegar ég hóf sam- búð með Auði Kristrúnu dóttur hennar. Arndís ólst upp á Móabúðum í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, í stórum systkinahópi. Foreldrar hennar voru Kristín Gísladóttir og Kristján Jónsson. Kristján var annálaður dugnaðarforkur, er stundaði sjómennsku auk bú- skapar frá bæ þeirra hjóna. Í næstum sextíu ár reri hann, oft- ast einn, á árabáti til veiða, og að sögn eins eldri bróður Arndísar kom hann iðulega til baka úr róðri með fjórar fimm lúður, seli og hálffullan bát af fiski. Mér hefur verið sagt að hann hafi verið bóngóður og hjálpsam- ur maður, sem gjarnan lét óbeð- inn þurfandi nágranna sína njóta nokkurs af aflanum án þess að ætlast til nokkurs í staðinn. Það hefur áreiðanlega oft verið vel þegið á þeim tíma lífsbaráttunnar sem hans kynslóð fékkst við. Og ég er ekki frá því að dóttir hans, Arndís, hafi erft ýmsa góða eiginleika hans, hún var mikil dugnaðarkona og skilaði sínum dagsverkum vel. Eiginmaður hennar var Jón Viðar Gunnlaugsson flugmaður, er lést árið 2015. Vegferð Arndísar tengdamóð- ur minnar átti ekki eftir að verða ýkja löng í daglegu lífi fjölskyld- unnar frá þeim tíma að ég fór að þekkja þar til, því um 10 árum síðar var hún greind með þann skuggum búna sjúkdóm Alzheim- er, þá áreiðanlega þegar eitthvað gengin á leið með hann og sem fljótlega hreif hana að mestu út úr eðlilegri skynjun á fólki og umhverfi. En hún reyndist af sterkum stofni komin líkamlega og lifði flestum samsjúklingum sínum lengur. Í 13 ár lifði hún við sjúkdóminn. Það er erfitt fyrir nánustu ættingja að horfa upp á ástvin sinn hverfa þannig inn í einhvers konar lokaðan heim og hætta að þekkja börn sín og maka. Það þekkja þeir vel sem við það hafa búið. Viðkomandi er í raun farinn en samt enn til stað- ar. En nú hefur hún að fullu kvatt þennan heim og fengið þá hvíld sem öllu oki léttir, haldið á vit þess ljóss og þeirrar birtu sem allra bíður að leiðarlokum hér á jörð. Og ég trúi að þar hafi orðið fagnaðarfundir. Hún var síðust á lífi sinna 15 systkina sem nú eru öll horfin yf- ir móðuna miklu. En minningin um góða kjarnakonu lifir og þótt ég hafi ekki kynnst hennar systk- inum að ráði, sum voru horfin af grundu þegar ég kom til sögu og önnur orðin öldruð og búsett fjarri, þá mátti af flestu sjá og heyra í umsögnum, að öll hefðu systkinin verið atgervisfólk og dugmikil í öllu því sem að þeim bar í lífinu. Kæra Arndís, hafðu bestu þökk fyrir okkar kynni og þótt þau hafi ekki verið ýkja löng í ár- um, þá mun ég minnast þeirra með hlýju og söknuði, þú áttir þinn andlega blómagarð í lífinu, sem þú gast gefið úr og gerðir heilshugar, þegar þér bauð svo við að horfa. Guðjón Baldvinsson. Arndís Kristjánsdóttir Þá er komið að kveðjustundinni afi minn. Það sem ég er þakklátur fyrir allar stundinar sem ég átti með þér, það voru sann- kölluð forréttindi að hafa átt þig að. Ég man alltaf hvað ég var spenntur að heyra í þér á ára- mótunum, þá varst þú alltaf upp á þitt besta. Fórst yfir farinn veg og ljómaðir svo þegar þú talaðir um framtíðina. Yfirleitt snerust framtíðarplönin um Leiru og stórhuga framkvæmdir þar. Ég, Snævar og Tómas vorum oftast saman í holli þegar var farið á Leiru, sund eða skíði. Við vorum ansi uppátækjasamir og gátum gert alla gráhærða, alltaf hlóst þú að allri vitleysunni sem við gerðum. Skíðaferðin sem ég og Tómas fórum með þér og ömmu til Selva eru einhverjar bestu tvær vikur sem ég hef upp- lifað. Þar fengum við að vera eins og greifar í tvær vikur 14 ára gamlir. Börnin mín hafa síðan líka fengið að eiga þig sem afa. Sér- staklega Bjarni Sólberg, þú kall- aðir hann alltaf nafna þótt hann sé nú skírður eftir pabba líka. Hann er núna að verða 8 ára og allar hans minningar um þig tengjast Leiru. Hann er með sama ljómann í augunum og ég þegar hann rifjar upp allar Leir- uferðinar með þér. Það er erfitt að skrifa bara um þig því þú og amma voruð alltaf saman, voruð eitt. Í öllum minn- ingunum sem koma upp, er amma skammt undan. Þið voruð heppin að eiga hvort annað að og við fengum að njóta ykkar beggja. Þegar mamma og pabbi skildu fluttum við feðgar heim til ykkar. Þið reyndust mér vel þetta árið og pössuðuð upp á mig á erfiðum tíma og er ég ykkur ævinlega þakklátur. Það er skrýtið að koma á Berg/Mið- stræti og sjá þig ekki koma skæl- brosandi og faðma mann. Þú ert á góðum stað núna það er ég viss um. Takk kærlega fyrir allar stundinar okkar, ég var heppinn að eiga afa eins og þig. Minning þín mun lifa áfram í gegnum af- komendur þína og við munum passa upp á ömmu fyrir þig. Eyþór, Jóhanna, Valdís, Bjarni Sólberg, Karólína og Emil. Kæri Sólberg. Þá er þessari annasömu lífsgöngu þinni lokið. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til þín. Í rúma þrjá áratugi starfaði ég undir þinni handleiðslu og stjórn í Sparisjóði Bolungarvíkur. Þú varst ákafa- maður, samviskusamur og ná- kvæmur. Í minningunni var aldr- ei lognmolla en þetta var góður og skemmtilegur tími. Oft var mikið að gera og margir sem biðu eftir afgreiðslu því enginn var heimabankinn eins og í dag. Þegar ég byrjaði í Sparisjóðnum vorum við bara tvö, en með ár- unum fjölgaði okkur og mig minnir að við höfum verið orðin tólf á tveimur afgreiðslustöðum þegar þú hættir. Allt frá fyrstu stundu fann ég fyrir trausti frá þér og öll þessi ár bar aldrei skugga á samstarf okkar. Eftir svo langa samvinnu er fólk farið að þekkjast mjög vel og stundum réð ég bara í fasið á þér eða svip- inn hvað þú vildir að ætti að gera. Eitt af sameiginlegu verk- efnunum, sem okkur þótti báðum mjög vænt um og þú varst stolt- ur af, var Lífeyrissjóður Bolung- arvíkur. Sjóðurinn var í þrjátíu Sólberg Jónsson ✝ Sólberg Jóns- son fæddist 29. ágúst 1935. Hann lést 8. júní 2021. Útför Sólbergs Jónssonar fór fram 19. júní 2021. og sex ár í vörslu Sparisjóðsins, eða þar til hann samein- aðist Frjálsa lífeyr- issjóðnum. Það verður skrítið að eiga ekki von á að hitta þig á förnum vegi og ræða gamla daga, en ég kveð þig með vinsemd og þakklæti í huga og votta Luciu og allri fjölskyldu þinni mína innilegustu samúð. Steinunn Annasdóttir. Atorka og vinnusemi voru ein- kennandi þættir í fari Sólbergs Jónssonar við hvert það verkefni sem hann tók að sér. Það skipti engu hvort verkefnið var stórt eða smátt, að því skyldi unnið af elju og dugnaði. Hann tók ungur að sér starf sparisjóðsstjóra við Sparisjóð Bolungarvíkur, var eini starfs- maðurinn og starfið ekki fullt starf. Síðustu fjóra áratugina á lið- inni öld gegndi hann því starfi og segja má að afkoma og vöxtur sjóðsins hafi verið með eindæm- um góður þann tíma allan. Starfsfólki fjölgaði jafnt og þétt og sjóðurinn komst í röð öflug- ustu sparisjóða landsins og góð afkoma hans vakti oft athygli. Ég starfaði hjá Sólberg tæplega helming þess tíma sem hann gegndi starfi sparisjóðsstjóra. Það var svo sannarlega lær- dómsríkur tími hvernig hann tókst á við öll verkefni og vann þau hratt og örugglega. Hann var kröfuharður um að verk væru vel og fljótt unnin, en sann- gjarn og kunni að meta það sem vel var gert. En hann var ekki síður kröfuharður við sjálfan sig og sá til þess að hverju verki væri lokið sem fyrst og örugg- lega fyrir tilskilinn tíma. Hann tók virkan þátt í þeirri uppbyggingu sem átti sér stað í Bolungarvík á starfstíma hans í Sparisjóðnum og fylgdist vel með öllu því sem til framfara gat orðið í byggðarlaginu. Hann var Bolvíkingur í besta skilningi þess orðs og átti þar heima alla sína tíð. Eitt hans helsta áhugamál var sumarbústaður, eða ættum við heldur að segja ættaróðal, sem hann byggði upp á eyðijörð í Jökulfjörðum. Á Leiru sameinaði hann fjölskylduna við ótal verk- efni sem oft voru ekki smá í snið- um og hefur fjöldamörgum dags- verkum verið komið þar fyrir í baráttu við jökulfljót, upp- græðslu lands og nú síðast við skógrækt. Í þeim verkum öllum kom atorka, dugnaður og útsjón- arsemi Sólbergs Jónssonar vel fram. Í öllum störfum sínum naut Sólberg stuðnings sinnar góðu eiginkonu, Lucie Einarsson, sem staðið hefur sem klettur við hans hlið frá því að þau fyrst hittust ung að árum. Henni, börnum hennar og fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð við fráfall Sólbergs Jónssonar. Björgvin Bj. Sólberg Jónsson sparisjóðs- stjóri, sem nú er kvaddur hinstu kveðju, var mikill afburðamaður á sínu sviði. Hann var kappsam- ur, duglegur og hafði einstaka yfirsýn. Hann skynjaði æðarslátt samfélagsins og hafði fullkomið vald á starfi sínu. Lítið minningarbrot úr bernsku minni varpar ljósi á þennan góða hollvin. Faðir minn Guðfinnur Einarsson var um áratugaskeið stjórnarformaður Sparisjóðs Bolungarvíkur og því náinn samverkamaður Sólbergs. Í millum þeirra ríkti fullkomið traust. Fastur liður hvern gaml- ársdag um langt skeið var heim- sókn Sólbergs til okkar. Þar mætti sparisjóðsstjórinn með fullbúinn ársreikning sparisjóðs- ins, sem hann hafði unnið að hörðum höndum um jóladagana og fram eftir gamlársdegi ásamt samverkafólki sínu, svo að hann væri tilbúinn áður en nýtt ár gengi í garð. Þetta sýndi tvennt. Annars vegar kappsemi og atorku Sólbergs og hins vegar hve rekstur sjóðsins stóð styrk- um fótum og að allt var í góðri röð og reglu. Vinátta þeirra pabba stóð traustum fótum og var fölskva- laus. Hann kom til starfa á skrif- stofu fyrirtækja Einars Guð- finnssonar hf. eftir að hafa dvalið á berklahæli. Frásögn þeirra af samstarfinu var þó dálítið ólík. Pabbi ræddi með aðdáun um þennan dugmikla mann sem lagði hart að sér og vílaði ekki fyrir sér að vinna langan vinnu- dag til þess að tileinka sér sem best bókhald og önnur skrif- stofustörf. Sólberg talaði ekki um slíkt en ræddi um þakklæti sitt í garð þeirra sem gerðu hon- um kleift að afla sér kunnáttu á þessu sviði. Og það segir sína sögu um at- gervi Sólbergs að einungis 26 ára var hann ráðinn sparisjóðsstjóri, þeirri stöðu gegndi hann síðan með miklum ágætum um fjög- urra áratuga skeið. Óhætt er að segja að þar hafi ráðum verið vel ráðið. Í rauninni var Sólberg goð- sögn í Bolungarvík. Við bæjarbú- ar töluðum aldrei um að fara í sparisjóðinn þegar við þurftum á bankaþjónustu að halda. Það var talað um að fara til Sólbergs. Varla var til sá maður eða fyrirtæki í byggðarlaginu sem ekki átti viðskipti við sparisjóð- inn. Það segir sína sögu. Fjöl- mörg dæmi voru um að menn héldu þeim viðskiptum áfram þótt þeir flyttu búferlum. Undir stjórn Sólbergs varð sparisjóð- urinn einn hinn öflugasti í land- inu og sannkallaður hornsteinn byggðarlagsins. Hróður hans barst líka víða og hann naut óskoraðrar virðingar samverka- manna og stjórnenda í öðrum sparisjóðum og raunar svo miklu víðar. Þegar áföll dundu yfir í Bol- ungarvík í upphafi tíunda ára- tugarins beitti Sólberg einstöku innsæi sínu og þekkingu og lagð- ist á árarnar af öllu afli með dug- miklum einstaklingum við nýja uppbyggingu atvinnulífsins og þá einkanlega sjávarútvegsins. Hann átti fyrir vikið mikinn þátt í því að snúa krappri vörn í öfl- uga sókn, sem lagði grunn að sterkri stöðu sjávarútvegsins í Bolungarvík. Sólberg, hans góða kona Lucie og börn þeirra voru fjölskyldu- vinir okkar. Nú er harmur að þeim kveðinn. Við fjölskylda mín kveðjum nú traustan og góðan vin sem sýndi okkur vinsemd og hlýju alla tíð. Guð blessi minn- ingu þessa mikla heiðursmanns. Einar Kristinn Guðfinnsson. Hann kom arkandi með skíðin á öxlunum. Við ætluðum að renna okkur nokkrar ferðir í svörtu brekkunni, nr. 3, fyrir of- an Ciampinoi-lyftuna í Selva. Þannig kynntist ég Sólbergi Jónssyni. Við áttum eftir að verða samtímis í Selva í nokkur skipti síðan þá. Þau Lucie bjuggu alltaf á Hótel Laurin en ég var á Aaritz. Við áttum líka góða spretti annars staðar á svæðinu. Man vel eftir 2008, í lok febrúar. Hitinn að drepa okkur og snjórinn blautur. Það var ekk- ert mál fyrir Sólberg, en ég strögglaði. Svo hætti hann að skíða, heils- unnar vegna, og þá hittumst við hér fyrir sunnan eða í Víkinni. Við Ceca tókum hús á þeim í ágúst 2015, miklir fagnaðarfund- ir. Sólberg var einstaklega skemmtilegur maður. Hann hafði gaman af að segja frá og sagði vel frá. Hrein unun að hlusta á hann og eiga við hann tal. Nú er hann farinn á fund feðra sinna og ef ég þekki hann rétt mun hann ekki láta sitt eftir liggja í samræðum þar. Hvíldu í friði kæri vinur. Ingimar og Ceca. Í dag verður borinn til grafar vinur minn Sólberg Jónsson í Bolungavík. Við kynntumst í Núpsskóla veturinn 1952-1953 þar sem við urðum herbergis- félagar. Þá tókst með okkur vin- átta sem aldrei rofnaði. Þessi vináttubönd náðu síðar til Lucie eiginkonu hans og barna þeirra og til alls heimilisfólks á Mýrum. Sólberg var bráðskemmtilegur herbergisfélagi, glaðvær með góða frásagnargáfu. Hann var sterkur og fékk ég að kenna á því er við reyndum með okkur í krók eða sjómann. Þar lét ég jafnan í minni pokann. Þennan vetur hélt Gunnar Salómonsson aflraunasýningu í skólanum. Hann taldi sig sterkasta mann á Norðurlöndum. Ein af þeim kúnstum sem hann lék var að hann tók bónda nokkurn úr Mýrahreppi með annarri hendi, hóf hann yfir höfuð sér og skutl- aði síðan drjúgan spöl. Skoraði hann á menn að gera slíkt hið sama. Enginn gaf sig fram nema Sólberg. Hann tók einn skóla- bróður sinn og lék þetta eftir. Brutust þá út mikil fagnaðarlæti. Á Núpi komu saman ungmenni einkum úr nágrannabyggðarlög- um og frá Suðurnesjum. Búið var þröngt, allt upp í fimm nem- endur í einu herbergi. Það var að vísu einsdæmi og var herbergið kallað Sameinuðu þjóðirnar. Agi var strangur á Núpi á nútíma vísu en við Sólberg undum því vel og vorum í góðu vinfengi við kennarana. Nemendum var hald- ið vel að vinnu og námsárangur var í samræmi við það. Sólberg og Lucie komu sér upp glæsilegu heimili og þar var Mýrafólk tíðir gestir. Samskiptin urðu raunar margskonar. Sólberg aðstoðaði t.d. undirritaðan við að selja Bol- víkingum gulrófur beint frá býli og gekk það í nokkur ár. Auglýs- ingar Sólbergs voru hengdar upp á áberandi stöðum: Hinar heims- frægu ping-pong Mýrarófur komnar. Rófurnar rokseldust. Nefna má að Bjarni sonur þeirra hjóna aðstoðaði við haustsmala- mennskur á Mýrum í fjölda ára. Þannig hafa hin góðu samskipti við Sólberg, Lucie og börn þeirra verið fastur, ljós punktur í til- veru okkar Mýrafólks. Innilegar þakkir fyrir þennan liðna tíma. Lucie, börnum hennar og öðru venslafólki vottum við okkar dýpstu samúð. Valdimar H. Gíslason og fjölskyldan frá Mýrum. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.