Morgunblaðið - 21.06.2021, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021
Pepsi Max-deild karla
KA – Valur ................................................ 0:1
Fylkir – ÍA ................................................ 3:1
Stjarnan – HK .......................................... 2:1
Keflavík – Leiknir R ................................ 1:0
Breiðablik – FH........................................ 4:0
Staðan:
Valur 10 7 2 1 18:10 23
Víkingur R. 8 5 3 0 14:6 18
KA 8 5 1 2 13:4 16
Breiðablik 9 5 1 3 21:13 16
KR 8 4 2 2 14:9 14
FH 9 3 2 4 13:14 11
Fylkir 9 2 4 3 13:16 10
Stjarnan 10 2 4 4 8:14 10
Keflavík 8 3 0 5 9:15 9
Leiknir R. 9 2 2 5 9:13 8
HK 9 1 3 5 10:17 6
ÍA 9 1 2 6 9:20 5
Lengjudeild karla
Víkingur Ó. – Vestri ................................. 0:3
Staðan:
Fram 7 7 0 0 24:4 21
Grindavík 7 5 0 2 14:12 15
Kórdrengir 7 4 2 1 12:9 14
ÍBV 7 4 1 2 13:8 13
Fjölnir 7 4 1 2 10:6 13
Vestri 7 4 0 3 13:14 12
Grótta 7 2 2 3 16:14 8
Þór 7 2 1 4 13:15 7
Afturelding 7 1 3 3 13:16 6
Selfoss 7 1 2 4 10:18 5
Þróttur R. 7 1 1 5 11:19 4
Víkingur Ó. 7 0 1 6 7:21 1
3. deild karla
Höttur/Huginn – Augnablik.................... 3:2
Tindastóll – Sindri.................................... 3:3
KFS – ÍH................................................... 2:2
Einherji – Ægir ........................................ 0:2
KFG – Dalvík/Reynir............................... 2:1
Pepsi Max-deild kvenna
Keflavík – Tindastóll ................................ 1:0
Staðan:
Selfoss 6 4 1 1 13:6 13
Valur 6 4 1 1 15:10 13
Breiðablik 6 4 0 2 23:11 12
Þróttur R. 6 2 3 1 14:9 9
ÍBV 6 3 0 3 12:12 9
Keflavík 7 2 3 2 8:9 9
Stjarnan 6 2 1 3 6:11 7
Þór/KA 6 2 0 4 6:11 6
Fylkir 6 1 2 3 4:14 5
Tindastóll 7 1 1 5 5:13 4
2. deild kvenna
Hamrarnir – Fjarð/Hött/Leiknir............ 1:4
Völsungur – ÍR ......................................... 1:0
EM karla 2021
A-riðill:
Sviss – Tyrkland....................................... 3:1
Ítalía – Wales ............................................ 1:0
Lokastaðan:
Ítalía 3 3 0 0 7:0 9
Wales 3 1 1 1 3:2 4
Sviss 3 1 1 1 4:5 4
Tyrkland 3 0 0 3 1:8 0
E-riðill:
Spánn – Pólland........................................ 1:1
Staðan:
Svíþjóð 2 1 1 0 1:0 4
Slóvakía 2 1 0 1 2:2 3
Spánn 2 0 2 0 1:1 2
Pólland 2 0 1 1 2:3 1
F-riðill:
Ungverjaland – Frakkland...................... 1:1
Portúgal – Þýskaland............................... 2:4
Staðan:
Frakkland 2 1 1 0 2:1 4
Portúgal 2 1 0 1 5:4 3
Þýskaland 2 1 0 1 4:3 3
Ungverjaland 2 0 1 1 1:4 1
Noregur
Haugesund – Kristiansund..................... 3:0
- Brynjólfur Willumsson kom inn á sem
varamaður hjá Kristiansund á 76. mínútu.
Molde – Stabæk........................................ 2:1
- Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki
með Molde vegna meiðsla.
Rosenborg – Sarpsborg.......................... 0:1
- Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn
með Rosenborg.
- Emil Pálsson lék allan leikinn með
Sarpsborg.
Mjöndalen – Strömsgodset..................... 1:1
- Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimund-
arson voru ónotaðir varamenn hjá Ströms-
godset.
Tromsö – Lilleström................................ 1:2
- Adam Örn Arnarson lék fyrstu 67 mín-
úturnar með Tromsö.
Vålerenga – Bodö/Glimt ........................ 1:1
- Viðar Örn Kjartansson var ekki í leik-
mannahóp Vålerenga.
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Bandaríkin
New York City – New England ............. 2:3
- Guðmundur Þórarinsson var ónotaður
varamaður hjá New York City.
- Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 59
mínúturnar með New England.
Svíþjóð
Växjö – Djurgården ................................ 0:0
- Andrea Mist Pálsdóttir lék allan leikinn
með Växjö.
- Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn
með Djurgården.
50$99(/:+0$
KA – VALUR 0:1
0:1 Patrick Pedersen 77.
.
M
Steinþór Már Auðunsson (KA)
Dusan Brkovic (KA)
Rodrigo Gómez (KA)
Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Hannes Þór Halldórsson (Val)
Sebastian Hedlund (Val)
Birkir Heimisson (Val)
Sigurður Egill Lárusson (Val)
Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 8.
Áhorfendur: Um 850.
STJARNAN – HK 2:1
1:0 Hilmar Árni Halldórsson 24.
2:0 Emil Atlason 29.
2:1 Stefan Ljubicic 73.
M
Emil Atlason (Stjörnunni)
Heiðar Ægisson (Stjörnunni)
Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni)
Magnus Anbo (Stjörnunni)
Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjörnunni)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjörnunni)
Leifur Andri Leifsson (HK)
Stefan Alexander Ljubicic (HK)
Örvar Eggertsson (HK)
Dómari: : Ívar Orri Kristjánsson – 8.
Áhorfendur: 587.
FYLKIR – ÍA 3:1
0:1 Gísli Laxdal Unnarsson 4.
1:1 Helgi Valur Daníelsson 23.
2:1 Óskar Borgþórsson 54.
3:1 Dagur Dan Þórhallsson 58.
M
Orri Hrafn Kjartansson (Fylki)
Ragnar Bragi Sveinsson (Fylki)
Helgi Valur Daníelsson (Fylki)
Óskar Borgþórsson (Fylki)
Orri Sveinn Stefánsson (Fylki)
Dagur Dan Þórhallsson (Fylki)
Dino Hodzic (ÍA)
Alexander Davey (ÍA)
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson - 8.
Áhorfendur: 848.
BREIÐABLIK – FH 4:0
1:0 Kristinn Steindórsson 19.
2:0 Jason Daði Svanþórsson 23.
3:0 Viktor Karl Einarsson 45.
4:0 Árni Vilhjálmsson 58.(v)
MM
Davíð Ingvarsson (Breiðabliki)
M
Alexander H. Sigurðarson (Breiðabliki)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki)
Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki)
Árni Vilhjálmsson (Breiðabliki)
Jason Daði Svanþórsson (Breiðabliki)
Kristinn Steindórsson (Breiðabliki)
Viktor Örn Margeirsson (Breiðabliki)
Hörður Ingi Gunnarsson (FH)
Guðmundur Kristjánsson (FH)
Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 8.
Áhorfendur: 778.
KEFLAVÍK – LEIKNIR R. 1:0
1:0 Joey Gibbs 6.
MM
Magnús Þór Magnússon (Keflavík)
M
Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Nacho Heras (Keflavík)
Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Joey Gibbs (Keflavík)
Frans Elvarsson (Keflavík)
Máni Austmann Hilmarsson (Leikni)
Loftur Páll Eiríksson (Leikni)
Daníel Finns Matthíasson (Leikni)
Dómari: Elías Ingi Árnason - 8.
Áhorfendur: 325.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
FÓTBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Þrjár vítaspyrnur fóru forgörðum
þegar KA tók á móti Val í úrvals-
deild karla í knattspyrnu, Pepsi
Max-deildinni, á Dalvíkurvelli á Dal-
vík í tíundu umferð deildarinnar í
gær.
Daninn Patrick Pedersen skoraði
sigurmark leiksins, sem lauk með
1:0-sigri Vals, á 79. mínútu en Ak-
ureyringar brenndu af tveimur víta-
spyrnum í leiknum, á 45. mínútu og
81. mínútu og títtnefndur Pedersen
brenndi einnig af vítaspyrnu fyrir
Valsmenn á 74. mínútu.
„Umræðan á kaffistofunum norð-
an heiða næstu daga mun þó vænt-
anlega snúast um vítaklúður KA-
manna. Spurning hver þorir að vera
næstur á punktinn?“ skrifaði Aron
Elvar Finnsson m.a í umfjöllun sinni
um leikinn á mbl.is.
Valsmenn eru með 23 stig í efsta
sæti deildarinnar og hafa fimm stiga
forskot á Víking úr Reykjavík sem
er í öðru sætinu en Víkingar eiga tvo
leiki til góða á Val. KA er í þriðja
sætinu með 16 stig.
_ Leikmenn KA hafa nú brennt af
fjórum vítaspyrnum í röð í deildinni.
Hallgrímur Mar Steingrímsson
brenndi af víti gegn Keflavík í Kefla-
vík 17. maí og svo aftur gegn Víkingi
úr Reykjavík í Fossvogi 21. maí.
Garðbæingar á skriði
Stjarnan er ósigruð í síðustu fjór-
um leikjum eftir 2:1-sigur gegn HK
á Samsung-vellinum í Garðabæ en
liðið tapaði síðast leik hinn 24. maí
gegn KA í Garðabænum.
Hilmar Árni Halldórsson og Emil
Atlason skoruðu sitt markið hvor
fyrir Stjörnuna á fimm mínútna
kafla í fyrri hálfleik gegn HK en
Garðbæingar hafa fengið 8 stig úr
síðustu fjórum leikjum sínum eftir
slæma byrjun á Íslandsmótinu.
„Stjarnan lék frábærlega í fyrri
hálfleik og hefði hæglega getað
skorað fleiri en mörkin tvö sem þeir
skoruðu í honum. Á meðan var HK
heillum horfið,“ skrifaði Gunnar Eg-
ill Daníelsson m.a. í umfjöllun sinni
um leikinn.
Stjarnan er með 10 stig í áttunda
sæti deildarinnar en HK er í ellefta
og næstneðsta sætinu með 6 stig.
_ Emil Atlason skoraði sitt fyrsta
mark fyrir Stjörnuna í sumar en
hann skoraði tvö mörk í þrettán
deildarleikjum síðasta sumar. Alls
hefur hann skorað 19 mörk í 104
leikjum í efstu deild.
Annar sigur Árbæinga
Fylkir vann afar mikilvægan 3:1-
sigur gegn ÍA á Würth-vellinum í
Árbænum en þetta var annar sigur
Fylkismanna á tímabilinu.
Fylkismenn byrjuðu tímabilið illa
en eftir sigur gegn Keflavík hinn 21.
maí hefur liðið aðeins verið að rétta
úr kútnum. Á sama tíma gengur lítið
upp hjá Skagamönnum sem eru bún-
ir að tapa fjórum deildarleikjum í
röð.
„Eitthvað reyndu Akurnesingar
að rífa sig upp enda Fylkismenn
farnir að íhuga að halda fengnum
hlut en gestirnir voru ekki líklegir til
afreka, örlaði á að trúin væri ekki til
staðar,“ skrifaði Stefán Stefánsson
m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á
mbl.is.
Fylkir er í sjöunda sæti deild-
arinnar með 10 stig en Skagamenn
eru í tólfta og neðsta sætinu með 5
stig.
_ Árbæingurinn Óskar Borgþórs-
son, sem er fæddur árið 2003, skor-
aði sitt fyrsta mark í efstu deild
gegn ÍA en hann hefur komið við
sögu í fjórum leikjum með Árbæing-
um í sumar.
Léttleikandi Blikar
Breiðablik fór illa með FH þegar
liðin mættust á Kópavogsvelli í
Kópavogi en staðan að loknum fyrri
hálfleik var 3:0, Blikum í vil.
Blikar skoruðu tvö mörk á fjög-
urra mínútna kafla í fyrri hálfleik og
FH-ingar voru aldrei líklegir til þess
að koma til baka eftir það.
„Munurinn á þessum tveimur lið-
um í kvöld var hreint ótrúlegur mið-
að við hve vel bæði eru mönnuð og
svipaða stöðu þeirra í deildinni fyrir
leik,“ skrifaði Víðir Sigurðsson m.a.
í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is.
Breiðablik er með 16 stig í fjórða
sætinu en FH er í sjötta sætinu með
11 stig.
_ Árni Vilhjálmsson skoraði sitt
fimmta mark fyrir Breiðablik í deild-
inni í sumar og hefur hann nú skorað
í fimm leikjum í röð.
Keflavík vinnur í Keflavík
Joey Gibbs reyndist hetja Kefla-
víkur þegar liðið vann mikilvægan
sigur gegn nýliðum Leiknis úr
Reykjavík á HS Orku-vellinum í
Keflavík.
Leiknum lauk með 1:0-sigri Kefla-
víkur en þetta var þriðji sigur Kefl-
víkinga í deildinni í sumar.
„Keflavík var miklu betra liðið
fyrstu tíu mínúturnar og Leiknis-
menn virtust slegnir. Eftir markið
róaðist leikurinn töluvert og Keflvík-
ingar fóru að verja forskotið,“ skrif-
aði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a. í
umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is.
Keflavík er með 9 stig í níunda
sæti deildarinnar en Leiknir er í tí-
unda sætinu með 8 stig.
_ Keflvíkingum líður best á
heimavelli en allir þrír sigurleikir
þeirra í deildinni hafa komið í Kefla-
vík.
Grimmileg örlög
KA í toppslagn-
um á Akureyri
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Efstir Valsararnir Birkir Már Sævarsson og Patrick Pedersen fagna sigur-
marki danska framherjans í toppslagnum á Dalvíkurvelli á Dalvík í gær.
- Blikar á breinu brautina eftir stór-
sigur - Keflavík vann fallslaginn
Kristrún Ýr Holm reyndist hetja Kefla-
víkur þegar liðið lagði Tindastól að
velli í úrvalsdeild kvenna í knatt-
spyrnu, Pepsi Max-deildinni, á HS
Orku-vellinum í Keflavík í laugardag-
inn í sjöundu umferð deildarinnar.
Leiknum lauk með 1:0-sigri Keflavíkur
en Kristrún skoraði sigurmark leiksins
á 49. mínútu. Keflavík fer með sigr-
inum upp í sjötta sæti deildarinnar í 9
stig en Tindastóll er í tíunda og neðsta
sætinu með 4 stig. Aníta Lind Daníels-
dóttir, Keflavík, og Amber Kristin Mic-
hel, Tindastóli, fengu tvö M fyrir
frammistöðu sína í
Keflavík. Þær Aeri-
al Chavarin, Krist-
rún Ýr Holm,
María Rún Guð-
mundsdóttir og
Natasha Anasi,
leikmenn Keflavík-
ur, fengu eitt M fyr-
ir frammistöðu
sína en Laufey Harpa Halldórsdóttir,
Tindastóli, fékk einnig eitt M fyrir
frammistöðu sína í leiknum.
_ Viðar Ari Jónsson átti frábæran leik
fyrir Sandefjord þegar liðið vann
öruggan 3:0-heimasigur gegn Viking
frá Stafangri í norsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu á laugardaginn. Viðar Ari
kom heimamönnum í Sandefjord á
bragðið á 35. mínútu og lagði svo upp
þriðja mark leiksins í uppbótartíma fyr-
ir Sivert Gussias. Viðar Ari lék allan
leikinn í liði Sandefjord sem er með 6
stig í tólfta sæti deildarinnar. Samúel
Kári Friðjónsson var tekinn af velli hjá
Viking í uppbótartíma venjulegs leik-
tíma en liðið er í sjötta sæti deild-
arinnar með 12 stig.
_ Körfuknattleiksdeild Þórs frá Akur-
eyri hefur gert samning við bandaríska
bakvörðinn Jonathan Lawton og mun
hann leika með liðinu á næsta tímabili.
Lawton, sem er 25 ára gamall, kemur
frá Williamstown í New Jersey. Hann
spilaði síðast í írsku úrvalsdeildinni en
þar leiddi hann lið Tralee til deild-
armeistaratitils áður en deildarkeppn-
inni var hætt vegna kórónuveiru-
faraldursins.
Þórsarar, sem
voru nýliðar í
deildinni á síðustu
leiktíð, enduðu í
sjöunda sæti úr-
valsdeildarinnar á
nýliðnu tímabili og
töpuðu fyrir nöfn-
um sínum frá Þor-
lákshöfn í átta liða úrslitum úr-
slitakeppninnar.
_ Knattspyrnukonan Sveindís Jane
Jónsdóttir var á skotskónum fyrir lið
sitt Kristianstad þegar það vann 2:0-
sigur gegn Örebro á útivelli í sænsku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.
Sveindís, sem var í byrjunarliði Kristi-
anstad, kom liðinu yfir strax á 5. mín-
Eitt
ogannað