Morgunblaðið - 21.06.2021, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.06.2021, Qupperneq 27
útu en henni var skipt af velli í upp- bótartíma síðari hálfleiks. Sif Atladóttir var í byrjunarliði Kristians- tad en fór af velli á 56. mínútu. Berg- lind Rós Ágústsdóttir lék allan leikinn með Örebro en Cecilía Rán Rúnars- dóttir sat allan tímann á vara- mannabekk Örebro. Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunnars- dóttur, er með 16 stig í þriðja sæti deildarinnar en Örebro er í sjöunda sætinu með 10 stig. Þá skoraði Diljá Ýr Zoumers tíunda mark Häcken eft- ir að hafa komið inn á sem varamað- ur á 66. mínútu í 10:0-sigri gegn ný- liðum AIK á heimavelli. Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með AIK sem er með 9 stig í áttunda sætinu en Häcken er í öðru sæti með 22 stig. _ Körfuknattleiks- deild Hauka og Helena Sverris- dóttir hafa komist að samkomulagi um að Helena spili með Haukum næstu tvö tímabil. Helena, sem er að öðrum ólöstuðum besta körfuknattleikskona Íslandssög- unnar, snýr þar með aftur til uppeldis- félagsins. Helena varð Íslandsmeistari með Val á nýafstöðnu tímabili og spil- aði með liðinu frá því í nóvember árið 2018 eftir að hafa flutt aftur heim til Íslands í kjölfar dvalar í atvinnu- mennsku. „Helena fór frá því að spila upp alla yngri flokka Hauka til TCU í Bandaríkjunum og flakkaði svo um Evrópu sem atvinnumaður þangað til hún kom aftur til Hauka. Aftur hélt Helena út og um mitt tímabil 2018- 2019 sneri hún heim og gekk þá til liðs við Val,“ segir í tilkynningu frá Hauk- um. Helena skoraði 13,5 stig, tók 9,6 fráköst og gaf 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á nýliðnu keppnis- tímabili. _ Ómar Ingi Magnússon átti enn einn stórleikinn fyrir Magdeburg þegar lið- ið tryggði sér þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik gegn Rhein-Neckar Löwen á útivelli á laug- ardaginn. Ómar Ingi gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö mörk í leiknum, ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar, en Ómar var næstmarkahæstur í liði Magdeburgar. Hann hefur nú skorað 254 mörk í þýsku 1. deildinni á tíma- bilinu og er markahæsti leik- maður deild- arinnar þegar tveimur umferð- um er ólokið. Bjarki Már El- ísson, leikmaður Lemgo, er í þriðja sæti með 232 mörk í deildinni í vetur og Viggó Krist- jánsson, leikmaður Stuttgart, er í fimmta sætinu með 216 mörk. Marcel Schiller, leikmaður Göppingen, er næstmarkahæstur með 249 mörk og því ljóst að hann og Ómar Ingi munu berjast um markakóngstitilinn í Þýskalandi í síðustu leikjum tímabils- ins. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021 KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Samsung-völlur: Stjarnan – ÍBV ............. 18 Origo-völlur: Valur – Þór/KA................... 18 Jáverkvöllur: Selfoss – Breiðablik........... 20 Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Fylkir........ 20 Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Víkingsvöllur: Víkingur R. – KR......... 19.15 3. deild karla: Nesfiskvöllur: Víðir – Elliði...................... 20 Í KVÖLD! Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Atlanta – Philadelphia ....................... 99:104 _ Staðan er 3:3 og oddaleikur í Phila- delphia í kvöld. Brooklyn – Milwaukee ..................... 111:115 _ Milwaukee sigraði 4:3. Vesturdeild, undanúrslit: LA Clippers – Utah.......................... 131:119 _ LA Clippers sigraði 4:2. EM kvenna 2021 A-riðill í Valencia: Svíþjóð – Hvíta-Rússland .................... 54:78 Spánn – Slóvakía .................................. 93:61 _ Lokastaða: Hvíta-Rússland 5, Spánn 5, Svíþjóð 4, Slóvakía 4. B-riðill í Valencia: Svartfjallaland – Serbía ....................... 75:87 Ítalía – Grikkland ................................. 77:67 _ Lokastaða: Serbía 6, Ítalía 5, Svartfjalla- land 4, Grikkland 3. C-riðill í Strasbourg: Bosnía – Slóvenía.................................. 81:91 Tyrkland – Belgía................................. 61:63 _ Lokastaða: Belgía 5, Bosnía 5, Slóvenía 5, Tyrkland 3. C-riðill í Strasbourg: Tékkland – Króatía .............................. 56:84 Frakkland – Rússland ......................... 85:59 _ Lokastaða: Frakkland 6, Rússland 5, Króatía 4, Tékkland 3. >73G,&:=/D Danmörk Bikarkeppni karla, undanúrslit: GOG – Aalborg .................................... 31:35 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði þrjú skot í marki GOG. Arnór Atlason er aðstoð- arþjálfari Aalborg. Mors – Skjern....................................... 33:25 - Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyr- ir Skjern. Úrslitaleikur: Mors - Aalborg..................................... 32:31 - Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. Leikur um bronsverðlaun: Skjern - GOG........................................ 31:26 - Elvar Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Skjern. Viktor Gísli Hallgrímsson varði þrjú skot í marki GOG. Þýskaland RN Löwen – Magdeburg .................... 22:27 - Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö- wen. Ómar Ingi Magnússon skoraði 7 mörk fyrir Magdeburg. Nordhorn – Flensburg........................ 28:38 - Alexander Petersson var ekki í leik- mannahóp Flensburg. Minden – Göppingen ........................... 24:23 - Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Göppingen. Lemgo – Melsungen ............................ 28:30 - Bjarki Már Elísson skoraði 11 mörk fyr- ir Lemgo. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki fyrir Melsungen. Guðmundur Þ. Guð- mundsson er þjálfari liðsins. Coburg – Bergischer .......................... 24:27 - Arnór Þór Gunnarsson var ekki í leik- mannahópi Bergischer. Füchse Berlín – Balingen................... 36:30 - Oddur Gretarsson skoraði eitt mark fyr- ir Balingen. Stuttgart – Erlangen .......................... 25:27 - Viggó Kristjánsson skoraði 7 mörk fyrir Stuttgart. B-deild: Elbflorenz – Bietigheim ..................... 33:24 - Aron Rafn Eðvarðsson varði 7 skot í marki Bietigheim. Gummersbach – Konstanz ................. 28:21 - Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs- son þjálfar liðið. Dessauer – Aue.................................... 24:25 - Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði 11 skot í marki liðsins. Rúnar Sig- tryggsson þjálfar Aue. %$.62)0-# 4.$--3795.$ 2. deild karla ÍR – Fjarðabyggð..................................... 1:1 Leiknir F. – Þróttur V ............................. 1:2 Reynir S. – Magni..................................... 2:2 Völsungur – Kári ...................................... 5:2 KF – KV .................................................... 0:2 Staða efstu liða: Reynir S. 7 4 1 2 16:11 13 KV 7 3 4 0 14:9 13 Þróttur V. 7 3 3 1 16:10 12 ÍR 8 3 3 2 13:12 12 Njarðvík 7 2 5 0 12:8 11 Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Sverrir Har- aldsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar eru Íslandsmeist- arar 2021 í holukeppni í golfi en mótið fór fram á Þorláksvelli í Þorlákshöfn um helgina. Í kvennaflokki hafði Guðrún Brá betur gegn Evu Karen Björnsdóttur úr GR í úrslitum í gær en Guð- rún vann úrslitaleikinn 5/4. Þetta er í annað sinn sem Guðrún Brá fagnar sigri í holukeppni en það gerðist síðast árið 2017. Guðrún Brá hefur átt mikilli velgengni að fagna á golfvellinum undanfarin ár en hún hefur orðið Íslandsmeistari í höggleik undan- farin þrjú ár. Hulda Clara Gestsdóttir úr GK hafnaði í þriðja sæti í kvennaflokki eftir 2/1-sigur gegn Helgu Signýju Pálsdóttur úr GR. Í karlaflokki vann Sverrir Lárus Inga Antonsson úr GA í úrslitum í gær, 2/1. Þetta er í fyrsta sinn sem Sverrir verður Íslandsmeistari í holukeppni. Þá varð Andri Þór Björnsson úr GR í þriðja sæti eftir sig- ur gegn Andra Má Óskarssyni, GOG, í bráðabana. Guðrún og Sverrir meistarar Guðrún Brá Björgvinsdóttir Ísland hafnaði í níunda sæti í B-deild á Evrópubikar landsliða í frjálsíþróttum í Stara Zagora í Búlgaríu um helgina. Langhlaupararnir Hlynur Andrésson og Bald- vin Þór Magnússon náðu bestum árangri íslensku kepp- endanna á mótinu, ásamt kúluvarparanum Ernu Sóleyju Gunnarsdóttir. Hlynur kom fyrstur í mark í 5.000 metra hlaupi á laugardaginn á tímanum 14:13,73 mínútum en Hlynur varð sjö sekúndum á undan Ungverjanum Le- vente Szemerei. Þá kom Baldvin Þór Magnússon fyrstur í mark í 3.00 metra hlaupi á tímanum 8:81,56 mínútum í gær en Daninn Joel Ibler Lillesö kom annar í mark á tímanum 8:91,88 sekúndum. Erna Sóley Gunnarsdóttir kastaði lengst allra í kúluvarpi eða 15,94 m í gær en Marija Tolj frá Króat- íu varð í öðru sæti með kast upp á 15,60 metra. Ísland hafnaði í níunda sæti á mótinu, neðst þeirra liða sem tóku þátt, en heldur þrátt fyrir það sæti sínu í B-deildinni þar sem Austurríki og Ísrael gátu ekki tekið þátt í mótinu í ár vegna kórónuveirufaraldursins. Þá fékk Rússland ekki að taka þátt þar sem landið er í banni hjá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu. Hlaupararnir sterkir í Búlgaríu Hynur Andrésson KÖRFUBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Landsliðsmaðurinn stóri og stæði- legi Ragnar Ágúst Nathanaelsson við- urkennir að 2:0-forskot Þórs frá Þor- lákshöfn í einvígi sínu gegn Keflavík í úrslitum Íslandsmóts karla í körfu- bolta komi sér á óvart. Keflavík vann 20 af 22 leikjum sínum í deildinni og vann að lokum deildina með tólf stiga mun. „Keflavíkurliðið er búið að vera á gríðarlegri siglingu allt tímabilið. Ég hélt með Þór frá byrjun en ég bjóst ekki við að þetta myndi byrja með 2:0. Þetta kom mér og örugglega flestum á óvart,“ sagði Ragnar í samtali við Morgunblaðið. Þór vann 88:83-sigur í öðrum leik liðanna á laugardaginn var eftir 91:73-sigur á útivelli í fyrsta leiknum. „Það er mikill hraði í Þórsurunum en Keflavík vill hægja á til að nota leikmenn eins og Milka sem er einn besti leikmaður deildarinnar, en hann er ekki sá fljótasti. Keflvíkingarnir ráða illa við þennan hraða. Drungilas er svo að springa út á hárréttum tíma,“ sagði Ragnar, sem leikur nú með Haukum. Þórsarar verða Íslandsmeistarar í fyrsta skipti með sigri í Keflavík í þriðja leik liðanna annað kvöld klukk- an 20:15. „Ég sagði við minn nánasta vinahóp þegar Þór komst í 1:0 að Þór myndi vinna einvígið. Ég þori ekki að segja að þeir taki þetta 3:0, sér- staklega þar sem þetta er í Keflavík og Keflvíkingar eru mjög góðir í slát- urhúsinu. Það kæmi mér samt ekki á óvart ef Þórsarar halda seiglunni áfram og vinna bara, sem maður hefði aldrei þorað að hugsa um eftir tímabil- ið hjá Keflavík.“ Allt bæjarfélagið með Ragnar er Hvergerðingur en hann lék með Þór frá 2014 til 2016 og þekkir því vel til stuðningsins sem lands- byggðarlið fá frá bæjarfélaginu, sér- staklega þegar vel gengur. „Það er geggjað og hvort sem þetta er Keflavík eða Þór þá er allt bæj- arfélagið á bak við liðin og stemningin er biluð báðum megin. Keflvíkingar voru mættir snemma í bæinn á laug- ardag og stuðningsmennirnir fengu sér smá söngvatn saman. Það er mik- ilvægt að finna það í minni bæjar- félögum að allur bærinn er á bak við mann. Stuðningsmenn beggja liða eru magnaðir og það er ótrúlega góð til- finning að vera á gólfinu með tveimur góðum stuðningsmannasveitum,“ sagði Ragnar. Betri en Jón Arnór? Hann er gríðarlega hrifinn af Styrmi Snæ Þrastarsyni, sem fór á kostum á laugardag. Styrmir er 19 ára en þrátt fyrir það orðinn lykilmaður hjá Þór og kominn í A-landsliðið. „Hann er undur og við munum bara sjá hann stækka sem leikmann. Ég veit ekki hvað ég þori að segja, mun hann taka fram úr öllum okkar bestu leikmönum síðustu ár? Maður má ekki segja að einhver verði betri en Jón Arnór en hann var að sýna í gær og í fyrri leiknum að hann er magnaður. Það er skap í honum og hann er aug- ljóslega að njóta sín í botn áður en hann fer í háskóla. Ég var með honum í landsliðsferð á dögunum og þá sá ég hvað býr í honum og það er meira en maður gerir sér grein fyrir,“ sagði Ragnar Ágúst. Kom mér og flestum á óvart - Þór einum sigri frá fyrsta Íslands- meistaratitlinum - Undrið Styrmir Morgunblaðið/Árni Sæberg Barist Ragnar Nathanaelsson og Styrmir Snær Þrastarson í baráttunni. ar í öðru sæti B-riðils í sextán liða úrslitum á Johan Cruijff ArenA í Amsterdam. Öll lið B-riðils eiga möguleika á því að enda í öðru sæti riðilsins en Belgar eru í efsta sæt- inu með 6 stig, Rússar og Finnar með 3 stig og Danir án stiga. Belgar mæta Finnum í loka- umferð riðilsins í Pétursborg í dag. Danir gætu endað í öðru sætinu ef þeir leggja Rússa að velli í Kaup- mannahöfn en þá verða þeir að treysta á að Belgar vinni Finna og hagstæða markatölu. Ítalía og Wales eru komin áfram í sextán liða úrslit Evrópumóts karla í knattspyrnu en liðin mættust í A- riðli keppninnar í Róm á Ítalíu í lokaumferð riðlakeppninnar í gær. Matteo Pessina skoraði sigur- mark Ítala í 1:0-sigri liðsins á 39. mínútu. Ítalir, sem voru komnir áfram fyrir leik gærdagsins, ljúka riðlakeppninni með 9 stig eða fullt hús stiga í efsta sæti riðilsins en Wales endar í öðru sætinu með 4 stig. Þá vann Sviss 3:1-sigur gegn Tyrklandi í Bakú í Aserbaídsjan þar sem Xherdan Shaqiri skoraði tvívegis fyrir Sviss. Sviss lýkur riðlakeppninni með 4 stig í þriðja sætinu og mun það skýrast síðar í vikunni hvort liðið komist áfram í útsláttarkeppnina. Þá eru Tyrkir úr leik. Ítalir mæta liðinu sem hafnar í öðru sæti C-riðils í sextán liða úr- slitum á Wembley í London en mót- herjarnir verða annaðhvort Aust- urríki eða Úkraína þar sem Holland hefur tryggt sér sigur í C-riðli. Þá mætir Wales liðinu sem hafn- Ítalía og Wales í 16-liða úrslit AFP Sigurmark Matteo Pessina fagnar marki sínu í Róm á Ítalíu í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.