Morgunblaðið - 21.06.2021, Page 32

Morgunblaðið - 21.06.2021, Page 32
ÍSLAN D VAKNA R Jón ax el - kr istín s if - ás geir p áll alla v irkna morg na fr á 06-1 0 Sönghópurinn Olga Vocal Ensemble sendir í dag frá sér sína fjórðu plötu sem nefnist Aurora og inniheldur uppáhaldslög hópsins. Hann hefur verið starfræktur síðan 2012 og reglulega komið fram hérlendis frá 2013. Hópinn skipa fimm söngvarar. Þetta eru Hollending- arnir Jonathan Ploeg og Arjan Lienaerts, Englending- urinn Matthew Lawrence Smith, rússneski Bandaríkja- maðurinn Philip Barkhudarov og Íslendingurinn Pétur Oddbergur Heimisson. Þeir munu fylgja plötunni eftir með tónleikaferðalagi um Ísland seinna í sumar. Aurora hjá Olga Vocal Ensemble MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 172. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Landsliðsmaðurinn stóri og stæðilegi Ragnar Ágúst Nathanaelsson viðurkennir að 2:0-forskot Þórs frá Þor- lákshöfn í einvígi sínu gegn Keflavík í úrslitum Íslands- móts karla í körfubolta komi sér á óvart. Keflavík vann 20 af 22 leikjum sínum í deildinni og vann að lokum deildina með tólf stiga mun. „Keflavíkurliðið er búið að vera á gríðarlegri siglingu allt tímabilið. Ég hélt með Þór frá byrjun en ég bjóst ekki við að þetta myndi byrja með 2:0. Þetta kom mér og örugglega flestum á óvart,“ sagði Ragnar í samtali við Morgunblaðið. »27 Þórsarar einum sigri frá fyrsta Íslandsmeistaratitlinum ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Eldgosið á Reykjanesskaga hefur aukið áhuga almennings á jarðfræði til muna auk þess að kalla á marg- víslegt vísindastarf. Við höfum lagt okkur fram við að svara spurningum almennings um framvinduna við Fagradalsfjall auk þess að vera al- mannavörnum og stjórnvöldum til ráðagjafar um viðbrögð og aðgerðir. Þetta eru spennandi tímar,“ segir Freysteinn Sigmundsson, forseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands. Jarðvísindafólk HÍ fékk nú á dög- unum verðlaun ársfundar HÍ fyrir frumkvæði, forystu og framúrskar- andi starf, eins og komist var að orði. Verðlaunin voru nú veitt í 3. sinn en með þeim vill skólinn heiðra hóp sem á einhvern hátt hefur verið í forystu í góðu starfi. Handhafar verðlaunanna eru valdir í samein- ingu af rektor og forsetum allra fimm fræðasviða HÍ. Bestu mögulegu upplýsingar Í ávarpi á ársfundinum sagði Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, jarð- vísindafólk skólans hafa verið í aðal- hlutverki íslensks samfélag síðustu mánuði. Þetta fólk hefði unnið þrek- virki með þekkingu sinni. „Þetta hafa þau gert með upplýs- ingagjöf og samvinnu við fjölmiðla, þannig að almenningur hafi aðgang að bestu mögulegu upplýsingum hverju sinni og skilji betur þá at- burðarás sem birtist okkur,“ sagði Jón Atli. Hann telur að virkt samtal sem jarðvísindafólkið hefur átt við samfélagið skipti miklu. Þetta eigi sérstaklega við á tímum þegar upp- lýsingaóreiða og vantraust í garð vísinda virðist aukast. „Með verð- laununum viljum við undirstrika að alla daga er unnið stórmerkilegt starf innan Háskóla Íslands – starf sem verðskuldar viðurkenningu,“ sagði rektor ennfremur. Rannsóknir og greining Á hverjum tíma er unnið að marg- víslegum rannsóknarverkefnum af jarðvísindafólki Háskóla Íslands – en það sem eldgosinu á Reykjanes- skaganum tilheyrir hefur að mörgu leyti verið viðbót. „Við höfum þurft að forgangsraða verkefnum, en eld- gosið hefur líka gefið okkur tækifæri til rannsókna á mörgum þáttum í tengslum við vöktun og greiningu á eldstöðinni,“ segir Freysteinn. Þar má nefna fjölbreytilega hegðun og sprengivirkni eldgossins þrátt fyrir að kvikustreymið hafi verið nokkuð jafnt í langan tíma, eða um 5 til 15 rúmmetrar á sekúndu. Einnig hafa verið gerðar efnagreiningar á berg- sýnum og rannsóknir á mengun auk þess sem jarðskorpuhreyfingar og jarðskjálftar voru mældir í aðdrag- anda eldgossins. „Þessu öllu þurfum við að fylgjast vel með, gera athugarnir, rannsaka ákveðin atriði frekar og skapa þann- ig þekkingu. Slíkt þarf, meðal ann- ars til að geta veitt ráðgjöf og svarað spurningum almennings,“ segir Freysteinn. Sjálfbærni og fjölbreytileiki Á ársfundi HÍ voru stefna og áherslur skólans til næstu fimm ára kynntar, en þar er sjónum m.a. beint að gæðum rannsókna og kennslu sem og sjálfbærni og fjölbreytileika. Þar má nefna rannsóknir á jöklum landsins og undanhaldi þeirra. Einn- ig margþátta rannsóknir á loftslags- breytingum. Verkefni sem unnin hafa verið af rannsóknahóp í jarð- efnafræði um bindingu kolefnis í bergi eru mikilvæg, að sögn Frey- steins. Rannsóknir vísindamanna HÍ og samstarfsaðila hafa lagt grunn að fyrirtækinu CarbFix, sem vinnur að því að binda koltvísýring í bergi. „Við erum með mörg járn í eld- inum og þurfum að horfa til margra þátta,“ segir Freysteinn Sigmunds- son. „Þurfum til dæmis að samþætta áfram starf jarðvísindadeildar, Jarð- vísindastofnunar Háskóla Íslands og Norræna eldfjallasetursins – ein- inga sem eru allar undir sama þaki og starfsemin nátengd. Með mark- vissu starfi gerum við marga ótrú- lega spennandi hluti. Og ætlum að halda áfram eins og verðlaun árs- fundarins hvetja okkur til.“ Þrekvirki þekkingar - Vísindin í verki fengu viðurkenningu á ársfundi HÍ Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Eldlínan Freysteinn með nemendum sínum við gosið í Geldingadölum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vísindi Freysteinn jarðeðlisfræð- ingur með heiminn í hendi sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.