Morgunblaðið - 23.06.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.2021, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021 ✝ Þorvaldur Jó- hannes El- bergsson fæddist í Rimabúð á Kvía- bryggju 11. desem- ber 1934. Hann and- aðist á Dvalarheim- ilinu í Stykkishólmi 11. júní 2021. Foreldrar hans voru Ásgerður Guð- mundsdóttir, f. 8.10. 1909, d. 28.1. 1997 og Elberg Guðmundsson, f. 10.12. 1901, d. 1.1. 1987. Systkini Þorvaldar voru níu, þau eru: 1. Guðmundur Hinrik, f. 1927, d. 1983, 2. Ragnheiður María, f. 1929, d. 1997, 3. Kristín Jakobína, f. 1930, d. 1931, 4. Jón Beck, f. arfjarðar þegar þar fór að mynd- ast byggðarkjarni um 1942 og fluttu svo 1945 í nýbyggt hús, Bjarmaland (Grundargata 23), sem faðir hans byggði ásamt fleirum og bjó hann þar til dán- ardags. Hann fór ungur að vinna, byrjaði snemma á sjó, fyrst sem háseti, síðan aflaði hann sér vél- stjóraréttinda og fór í stýri- mannaskólann 1964-1965. Hann var vélstjóri og skipstjóri á ýms- um bátum, lengst af á Gnýfara sem hann átti ásamt fleirum. Eft- ir að hann kom í land var hann m.a. hafnarvörður og fulltrúi hjá Brunabótafélagi Íslands. Valdi greindist með illvígan sjúkdóm fyrir þremur árum og dvaldist hann á heimili sínu þar til fyrir sex mánuðum, en fór þá á Sjúkra- húsið og síðan Dvalarheimilið í Stykkishólmi.Útför hans fer fram frá Grundarfjarðarkirkju 23. júní 2021 kl. 13. Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat 1933, d. 2009, 5. drengur, f. 1936, d. 1936, 6. Ágúst, f. 1942, 7. Halldóra Eyfjörð, f. 1943, 8. Ragnar Vilberg, f. 1946, 9. Elínborg, f. 1949. Barn: Elberg, f. 12.1. 1970, móðir Brynhildur Krist- insdóttir. Kona El- bergs er Margrét Stefánsdóttir, f. 21.11. 1975 og eru þau búsett í Hveragerði. Börn þeirra eru: Rakel Ósk, f. 20.12. 2000, Stefán Máni, f. 26.10. 2009, Rebekka Sól, f. 18.11. 2009. Þorvaldur ólst upp á Kvía- bryggju hjá foreldrum sínum og systkinum. Þau fluttu til Grund- Valdi frændi minn hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi mínu frá upphafi. Flestar af fyrstu minn- ingum mínum eru af Valda, að hlaupa á móti honum þegar hann sótti mig í skólann, af hljóðinu þegar hann tæmdi pípuna sína, af hlýja faðmlaginu hans, að tína skeljar með honum í fjörunni í Grundarfirði, að fara að veiða með honum með litlu gulu veiði- stönginni sem hann gaf mér og beið alltaf eftir mér í bastkörfu í anddyrinu hjá honum, þótt ég hafi nú aldrei náð að veiða neitt með henni. Að fara í Grundarfjörð gaf mér alltaf fiðrildi í magann, ég gat ekki haldið utan um spenn- inginn og var vön að telja niður dagana þangað til að við færum með rútunni vestur. Og í hvert skipti sem ég og mamma lentum í bænum þá beið hann okkar á bensínstöðinni með hlýja brosið sitt, að ég held jafn spenntur að sjá okkur og við vorum að sjá hann. Það fyrsta á dagskrá; kveikja á vöfflujárninu, blanda Vilko-duftinu saman við vatn í brúnu glerskálinni og síðan borða þær með sykri og sultu, standandi öll saman í eldhúsinu. Það sem breyttist heldur aldr- ei var hversu erfitt það var að kveðja elsku Valda minn, ég vandist því aldrei, í hvert skipti sem við keyrðum burt frá húsinu þá fékk ég sting í magann af söknuði, þótt við reyndum alltaf að brosa okkar breiðasta á með- an við vinkuðum honum þangað til hann hvarf fyrir hornið. Mig dreymdi hann fyrir nokkrum dögum, hann var í svörtu flíspeysunni sinni og inni- skónum sínum með sixpensarann á höfðinu. Hann labbaði fyrir hornið og hjartað mitt sökk, ég hljóp á eftir honum því ég var svo dauðhrædd um að hann yrði horfinn þegar ég loksins næði til hans. En í staðinn stóð hann þarna og horfði á mig með fal- legu augunum sínum og með op- inn faðminn. Ég hrundi í fangið á honum og grét og grét og grét, og á meðan klappaði hann mér á bakið og sagði mér að hann myndi alltaf vera hjá mér, sama hvað. Ég samdi þetta til hans: Þó að áin stundum tvístrist og skilji okkar leiðir að, þá vittu til að tíminn tengir okkur aftur á sama stað. Og þó að sorgin ekki hverfi, þá er eitt sem ég lofa hér ég ekkert trega; við engan erfi ef ganga fæ ég á ný með þér. Alexandra Eyfjörð. Elsku Valdi minn, þetta er það sem ég er búin að kvíða lengi, að kveðja þig. Við eigum okkur langa sögu saman, en mínar bestu minning- ar tengjast margar hverjar þér. Þú kenndir mér að tefla þegar ég var 7 ára, og voru þær margar helgarnar sem við sátum í El- bergshúsi og tefldum, og fannst mér alltaf jafn magnað að ég næði að vinna þig í hvert einasta skipti. Eftir skákina sagðir þú mér söguna af Búkollu með til- heyrandi hljóðum, sem vakti allt- af mikla kátínu hjá mér. Við gerðum svo margt saman, fórum í veiðitúra og í berjamó og á skauta á veturna. Ein minning sem mér þykir sérstaklega vænt um er þegar ég og Ragnheiður pökkuðum inn öllum pökkunum þínum, fórum síðan í Pöllubúð og fengum að velja okkur 2 bækur hver í jólagjöf. Stundum pökk- uðum við meira að segja inn gjöf- unum okkar frá þér. Síðastliðna daga höfum við Alexandra verið að rifja upp allar frábæru ferðirnar okkar vestur til þín í gegnum árin. Það var alltaf svo yndislegt að koma til þín, og ekki má gleyma heldur ferðinni okkar til Berlínar sem þú varst svo ánægður með, þar sem þú varst svo sprækur og svo tilbúinn að labba með okkur allan liðlangan daginn. Á hverju föstudagskvöldi spjölluðum við saman til að fara yfir enska boltann og gera miða, sem gekk nú misvel en þá sagðir þú alltaf að þetta kæmi hjá okkur næst. Þær eru margar minningarn- ar og ómögulegt að fara yfir þær allar hér. En Valdi minn var gull af manni, hann var hreinn og beinn í tali, jarðbundinn, vildi hafa röð og reglu á hlutunum og alltaf ein- staklega hjálpsamur. Hann var vingjarnlegur og þægilegur í um- gengni, en var nú líka sérvitr- ingur eins og allt besta fólkið er. Hann var einstaklega nægjusam- ur, hann óskaði aldrei eftir neinu fyrir sjálfan sig, en vildi allt fyrir okkur gera. Þú varst minn besti vinur, þú varst kletturinn minn og skjólið mitt, og ég vona að ég hafi náð að vera kletturinn þinn þessi síð- ustu ár í veikindunum þínum. Þú áttir marga góða að og eiga Laggi og Matta þakkir skildar fyrir alla þá ást og umhyggju sem þau sýndu þér. Við ræddum það oft hversu heppinn þú varst að eiga þau að. En við vorum öll heppin að eiga þig að og hafa haft þig í okkar lífi. Elsku Valdi minn, ég kveð þig með miklum söknuði. Valdís. Okkur langar að minnast elsku Valda frænda. Hann var eiginlega þriðji afi barnanna okkar, hann var þeim og okkur mjög góður. Ég veit að Valdi var tilbúinn að fara þó að við vildum hafa hann hjá okkur lengur. Valdi var með frábæran húm- or og gat sagt skemmtilegar sög- ur frá fyrri tíð. Hann var líka stríðinn eins og þeir bræður eru. Ég minnist allra Þorláks- messukvöldanna, jóla og ára- móta sem við áttum öll saman, og allra góðu stundanna í gegnum tíðina, þessar minningar eru fjár- sjóður í dag. Það er erfitt að kveðja, en nú hefur þú fengið hvíldina sem þú þráðir. Elsku Valdi, þín er svo sárt saknað. Ragnar Börkur, Arna, Ásbergur, Kristinn Þór og Karen Rut. Þorvaldur Jóhannes Elbergsson - Fleiri minningargreinar um Þorvald Elbergsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Jóhanna Mar- grét Þorgeirs- dóttir fæddist 6. september 1926 á Fjalli, Skeiða- hreppi, Árnessýslu. Hún lést á Líkn- ardeild Landspít- alans þann 14. júní 2021. Foreldrar henn- ar voru Þorgeir Jó- hannesson bóndi, f. 24.9. 1894 á Skriðufelli, Gnúp- verjahreppi, d. 9.2. 1984, og Sig- ríður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 24.11. 1896 í Hraunbæ, Álfta- vershreppi, d. 3.1. 1996. Systkini Jóhönnu eru: Eiríkur Þorgeirsson, f. 1927, d. 2017, Gunnar Kristinn, f. 1928, d. 1943, Sigríður Ófeigs, f. 1930, maki Óttar Gunnlaugsson, f. 1931, Siggeir, f. 1932, d. 2007, og Kjartan Jóhannes, f. 1934, d. maki Joseph Hochmuth, d. 2010. Sonur þeirra Gerhard, f. 1985, sambýlisk. Sarah. 3) Pétur Árni, f. 1952, maki Jakobína B. Sveinsdóttir, sonur Jakobínu Sveinn R. Eiríksson, f. 1968. 4) Þorgeir, f. 1955, maki Erla Þor- steinsdóttir. Börn hans a) Einar, f. 1981, b) Haukur Óskar, f. 1992, maki Auður Tinna Að- albjarnardóttir. Sonur þeirra Aðalgeir f. 2020. c) Margrét Aðalheiður, f. 1996, sambýlism. Friðgeir I. Jónsson. 5) Sum- arliði, f. 1955, sambýlisk. Elín R. Reed. 6) Kristberg, f. 1957, d. 2019, maki Ingiríður B. Þór- hallsdóttir. Dætur þeirra Harpa, f. 1983, Brandís, f. 1987, d. 1997, og Bergþóra, f. 1992. 7) Haf- steinn, f. 1959, maki Sigurrós Erlingsdóttir. Dóttir hans Krist- rún, f. 1989, sambýlism. Fannar Hilmarsson. Börn þeirra Hilmar Þór, f. 2015, og Steinunn Hrönn, f. 2019. 8) Margrét Dröfn, f. 1963, maki Viktor Guðmunds- son. Dætur þeirra Jóhanna Björk, f. 1994, Linda Ósk, f. 1997, og Guðrún Katrín, f. 2000, unnusti Svanur Þór Vilhjálms- son, f. 26.2. 2000. Á seinni árum átti Jóhanna vin, Ólaf Bachmann, en hann lést í janúar 2016. Jóhanna ólst upp á Fjalli á Skeiðum til þriggja ára aldurs og seinna að Túnsbergi í Hruna- mannahreppi þar sem foreldrar hennar hófu búskap. Hún gekk í Barnaskólann á Flúðum og stundaði nám í Húsmæðra- skólanum í Hveragerði. Um tví- tugsaldurinn flutti hún til Reykjavíkur og stofnaði fljót- lega fjölskyldu með Óskari, eig- inmanni sínum, sem hún kynnt- ist í Templarakórnum. Jóhanna var heimavinnandi þangað til Óskar lést en upp frá því vann hún við skúringar og saumaskap en þó lengst af sem skólaliði í Breiðagerðisskóla. Í æsku var Jóhanna virk í leiklistarstarfi í sinni sveit og svo seinna hjá Kvenfélagi Bústaðasóknar þar sem hún var félagi í tugi ára og m.a. lengi ritari þess. Þar sótti hún fjölda handverksnámskeiða og á seinni árum söng hún með Glæðunum, kór kvenfélagsins. Útför Jóhönnu fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 23. júní 2021, kl. 13. 2014, maki Sólborg I. Guðmundsdóttir, f. 16.9. 1939. Árið 1949 giftist Jóhanna Óskari Sumarliðasyni, f. 25.6. 1920, d. 1.6. 1971. Foreldrar hans voru Sum- arliði Sofanías Árnason, f. 1891, d. 1930, og Petrína Guðríður Péturs- dóttir, f. 1892, d. 1987. Börn Jóhönnu og Óskars: 1) Gunnhildur Óskarsdóttir f. 1950, maki Gunnar Guð- laugsson. Börn þeirra a) Óskar, sambýlisk. Hulda Ó. Baldvins- dóttir. Sonur þeirra: Elías Jök- ull, f. 2017, b) Ester, f. 1984, maki Andri Kristinsson. Börn þeirra Axel Logi, f. 2009, Róbert Máni, f. 2011, og Sara Laufey, f. 2016. 2) Katrín, f. 10.5. 1951, Við fráfall móður okkar vilj- um við systkinin minnast henn- ar með fáeinum orðum. Í upp- vexti okkar einkenndi skipulag og reglufesta allt heimilishald. Móður okkar var eðlislægt að beita sér af öllu afli í því sem hún tók sér fyrir hendur og það sama átti við um uppeldi okkar. Reglur voru skýrar, réttlátar og einfaldar og við vissum ná- kvæmlega til hvers var ætlast af okkur og hvar mörkin lágu. Þetta veitti öryggi og frelsi. Hún var okkur fyrirmynd í að fara vel með hluti og verðmæti og ekki síður í að sýna ávallt dugnað og eljusemi. Þegar heimili okkar í Mosgerði var nær fullbyggt og elstu systkinin flutt upp í ris varð það smátt og smátt að nokkurs konar fé- lagsmiðstöð og hélst sama and- rúmsloftið þegar þau yngri fluttu upp. Okkur var falin ábyrgð á því sem við tókum okkur fyrir hendur í námi, í vinnu, við áhugamál og í sam- skiptum við vini okkar. Margt var brallað, stelpurnar æfðu flutning á söng og gítarspili fyr- ir árshátíð í Réttó en strákarnir smíðuðu útvarp og blönduðu púður í flugelda. Auk þess próf- uðum við myndlist, kvikmynda- gerð, blaðaútgáfu og módel- smíði. Reyndar fékk móðir okkar ekki að vita um sumt sem gert var, fyrr en löngu síðar. Sumir vina okkar tengdust mömmu náið og spjölluðu við hana ef við vorum ekki heima þegar þá bar að garði. Hún fylgdist alltaf vel með hvað við vorum að fást við og var dugleg að sækja viðburði sem við tók- um þátt í svo sem í íþróttum eða tónlist. Við fráfall föður okkar reyndi eðlilega verulega á mömmu en hún var ákveðin í að gefast ekki upp þótt á móti blési. Hún fór að vinna utan heimilisins, lærði á bíl og með blöndu af þolgæði, skipulagi og æðruleysi tókst henni að halda gott heimili og koma okkur til manns. Þá kom sér vel að geta treyst okkur til að sjá um það sem að okkur sneri. Okkur var treyst fyrir því að ljúka við norðurendann í risinu og setja kvist á hann þrátt fyrir að vera enn á ung- lingsaldri og ljúka svo við bygg- ingu bílskúrsins í kjölfarið. Frá æsku munum við móður okkar sem sívinnandi við mat- seld, bakstur, þvotta, þrif og garðvinnu. Hún saumaði líka á barnaskarann og sjálfa sig og nutu systurnar sín í tískufötum frá mömmu. Snyrtimennska var henni mikilvæg og fór hún ekki úr húsi nema vera vel til höfð. Þrátt fyrir annríki átti móðir okkar oft góðar stundir með vinkonum og nágrönnum yfir kaffibolla eða með frændfólki sem hún ræddi við um liðna tíð og fólkið í sveitinni. Stundum náði hún smá stund við orgelið eða setti plötu á fóninn. Kvenfélag Bústaðasóknar átti stóran hlut í lífi hennar og var hún þar ritari í mörg ár. Góðgerðarmál í bland við grín og glens einkenndi félagsstarfið ásamt ferðalögum um landið. Þau voru móður okkar mikils virði og hafa oft verið rifjuð upp, m.a. með fjölda ljósmynda. Einnig fór hún í utanlandsferð- ir með vini sínum, Ólafi Bach- mann, gjarnan til elstu dætr- anna í Tíról og Lúxemborg. Móðir okkar hefur verið okk- ur mikilvæg fyrirmynd og kveðjum við hana með aðdáun, virðingu og þakklæti í huga. Gunnhildur, Katrín, Pétur, Sumarliði, Þorgeir, Hafsteinn og Margrét. Í dag kveð ég tengdamóður mína, hana Jóhönnu Margréti Þorgeirsdóttur. Jóhanna var að mörgu leyti einstök kona. Hún var greind, gjafmild, gestrisin og glæsileg og gaf sér alltaf tíma til að setjast niður og spjalla og það var ekkert um- ræðuefni sem ekki vakti áhuga hennar. Það var fyrir 16 árum sem ég kynntist Jóhönnu tengdamóður en þá vorum við Þorgeir sonur hennar nýbúin að kynnast. Margar góðar minn- ingar fylla huga minn í dag um samskipti okkar Jóhönnu. Hún tók mér og sonum mínum tveimur afskaplega vel og leið mér alltaf vel í návist hennar. Fjölskyldan var tengdamóður minni mjög mikilvæg og vildi hún fá að fylgjast með og fá fréttir af því sem var gerast í lífi barna sinna og barnabarna. Minnisstætt er mér þegar Þor- geir, þá sextugur, kom heim eftir heimsókn til móður sinnar og sagði mér að mamma sín hefði þá á níræðisaldri borið í hann kökur og brauð því ekki gæti hann farið svangur frá henni sem er lýsandi dæmi um þá ástúð sem Jóhanna veitti þeim sem stóðu henni næst. Tengdamóðir mín var sterk- ur persónuleiki og stóð hún oft fast á sínum skoðunum um menn og málefni og var ekkert að fara í launkofa með þær, sem ég hafði mjög gaman af. Alltaf var nóg að gera hjá henni hvort sem það var að fara út að mála grindverk, vinna í garðinum eða mála innandyra og lét hún sig aldrei vanta þeg- ar eitthvað þurfti að fram- kvæma heima fyrir og byrjaði oftast á undan þeim sem ætluðu að aðstoða hana sem yfirleitt voru börnin hennar þar sem henni fannst þau ekki drífa sig nógu hratt í verkið. Jóhanna tengdamóðir varð ung ekkja með sex af átta börn- um heima en aldrei heyrði ég hana tala um að henni hefði fundist erfitt að halda heimili eftir fráfall eiginmanns síns. Hún hélt heimili sínu saman með röggsemi og dugnaði og fannst mér alltaf aðdáunarvert hvað hún sýndi börnum sínum mikinn kærleika og umhyggju sem þau gáfu henni til baka þegar hún veiktist. Tengdamóðir mín var mikil hannyrðakona og allt gerði hún svo listavel hvort sem það var prjónaskapur eða að mála á postulín. Á heimili mínu og Þor- geirs eru nokkrir fallega mál- aðir hlutir að ógleymdum prjón- uðum vettlingum, sjölum og sokkum. Hún tók þátt í kirkju- starfi Bústaðakirkju, lék þar í leikritum og söng í kór enda fjölskyldan söngelsk. Ekki má gleyma pönnukökunum góðu sem hún kom með færandi hendi í veislur og sem allir nutu góðs af. Í veikindum sínum undanfar- in ár hefur tengdamóðir mín sýnt ótrúlegan styrk og lífsvilja. Það var henni mikið áfall að missa son sinn nýlega úr svip- uðum veikindum en aldrei sá ég hana bugast, sem lýsir svo vel styrkleika hennar. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst tengdamóður minni og kveð ég hana með góðar minn- ingar um skemmtilega og áhugaverða konu. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Erla Þorsteinsdóttir. Jóhanna Margrét Þorgeirsdóttir - Fleiri minningargreinar um Jóhönnu Þorgeirsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLAUGAR JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki V2 á hjúkrunarheimilinu Grund fyrir hlýhug og umhyggju. Sigríður Ísleifsdóttir Jón Ísleifsson Jóhann Ísleifsson Sumarliði Ísleifsson Sigurður Ísleifsson Rúnar Ísleifsson tengdabörn, barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.