Morgunblaðið - 23.06.2021, Blaðsíða 14
14
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Mér þykir vænt um
Háskóla Íslands. Ég er
útskrifaður frá Háskóla
Íslands, ég hef kennt
við háskóla Íslands, ég
var í mörg á formaður í
ráðgjafanefnd Verk-
fræðdeildar Háskóla
Íslands. Í nærfellt fjög-
ur ár hef ég orðið vitni
að afgreiðslu háskólans
á máli doktorsnema, af-
greiðslu sem er með
slíkum endemun að ég fæ ekki orða
bundist.
Byggingarverkfræðingur sem
vann í 10 ár hjá virtri ráðgjafaverk-
fræðistofu í Bandaríkjunum fluttist
heim til Íslands með mjög góð með-
mæli frá vinnuveitanda sínum og
fékk vinnu hjá Rannsóknamiðstöð
Háskóla Íslands í jarðskjálftaverk-
fræði á Selfossi eftir að hafa unnið
sem sjálfstætt starfandi verkfræð-
ingur. Eftir um árs starf hjá rann-
sóknamiðstöðinni kom forstöðumað-
ur stofnunarinnar að máli við
verkfræðinginn og stakk upp á að
hún ritaði doktorsritgerð um jarð-
skjálftaálag á lagnir í jörðu. Eftir
Suðurlandsskjálftann 2008 var slíkt
álag á frárennslislagnir í Hveragerði
mjög til umræðu. Hún hófst handa
en nokkru síðar veiktist forstöðu-
maðurinn og lést. Hann hafði þá sent
frá sér stöðurit þar sem hann sagði
að um 30% doktorsritgerðarinnar
væri lokið. Nokkru síðar var lausráð-
inn Nepalbúi við háskólann ráðinn
leiðbeinandi við ritgerðina. Dokt-
orsneminn hafði þá fengið vilyrði um
styrk frá Rannís, ca. 7-8 m.kr. sem
sent var Verkfræðideild háskólans til
umsýslu.
Doktorsnemandanum tókst þó
aldrei að fá neitt greitt. Hún óskaði
eftir að fá styrkinn greiddan mán-
aðarlega sem verktakagreiðslu.
Ástæða þess var að hún hafði eytt
verulegum tíma og upphæðum í að
fara yfir ljósmyndir af lögnum í
Hveragerði frá síðasta skjálfta og
þurfti að kosta smíði stálmóta til
prófunar á steinsteyptum frárennsl-
isrörum. Henni var tjáð að hún fengi
ekki þennan kostnað dreginn frá
skatti ef styrkurinn væri greiddur út
sem laun. Deildarforseti verk-
fræðideildar neitaði því þrátt fyrir
fordæmi um þannig meðferð styrks
og vildi að hún hætti við tilraunir sem
hún og leiðbeinandi höfðu talið nauð-
synlegar og gert um skriflegt sam-
komulag. Varð af þessu verulegur
núningur milli nemans og deild-
arforsetans. Nepalbúinn reyndist
hafa lítinn tíma eða áhuga á að að-
stoða doktorsnemann. Hann tjáði
doktorsnemanum að ef hún leysti
ekki ágreininginn við deildarforset-
ann kæmi hann ekki nálægt verkefni
hennar meira. Var greinilega undir
þrýstingi frá deildarforsetanum sem
átti erfitt með að fyr-
irgefa doktorsnem-
anum ákveðna afstöðu
hennar.
Nemanum var þá
gert að taka miðbiks-
próf sem hún gerði og
skilaði um 35 blaðsíðna
ritgerð. Próf þetta tók
hún í júní 2017. Síðan
hélt hún áfram
áhyggjulaus vinnu að
ritgerðinni án þess að
fá vitneskju um nið-
urstöðu prófsins. Um
viku eftir prófið sendi
nemandi inn útdrátt af grein á Evr-
ópska jarðskjálftaráðstefnu, sem
halda átti í Grikklandi sumarið 2018.
Útdrátturinn var samþykktur og í
framhaldinu skilaði neminn inn
greininni og kynnti á ráðstefnunni.
Fékk ekki prófsýningu þrátt fyrir
ákvæði þar um í reglugerðum há-
skólans
Í ágúst 2017, rúmum tveim mán-
uðum eftir próftökuna, tilkynnti
skrifstofa háskólans henni bréflega
að hún hefði fallið á prófinu og í sama
bréfi rekin úr háskólanum.
Viku eftir prófið var styrk hennar
skilað til Rannís, og þá án hennar vit-
undar og áður en niðurstaða prófs lá
fyrir. Allt án þess að neminn gerði
sér grein fyrir hvað væri að gerast.
Hún fékk engar skýringar og hófst
nú þriggja ára viðleitni hennar til að
rétta hlut sinn. Hún kærði þessa
málsmeðferð til sérstakrar kæru-
nefndar, sem tók málið fyrir. For-
maður nefndarinnar var Björg Thor-
arensen, núverandi
hæstaréttardómari. Úrskurður
kærunefndarinnar var óvenjulegur.
Þar segir að brotið hafi verið al-
varlega á doktorsnemanum, allar
ákvarðanir verkfræðideildarinnar
væru felldar úr gildi og deildar-
forseta falið að taka málið fyrir að
nýju og fara að lögum.
Verkfræðideildin sá ekki ástæðu
til að biðja nemann afsökunar eða
taka neina af ákvörðunum sínum
upp.
Ólíklegt verður að telja að Nep-
albúinn,lausráðinn innflytjandi, hafi
tekið upp hjá sjálfum sér að leysa
upp doktorsnefndina, skila styrknum
og reka nemann úr námi. Yfirmenn
verkfræðideildar sem stöðugt lýsa
því að þeir séu ekki vanhæfir við
ákvarðanatöku í málinu hljóta að
hafa stýrt Nepalbúanum.
Að þessum þætti loknum fastréð
verkfræðideildin Nepalbúann og
valdi hann sem varaforseta verk-
fræðideildarinnar. Væntanlega fyrir
vel unnin störf!!!
Þekking mín á jarðskjálftaverk-
fræði er takmörkuð, ég sá þó þegar
neminn fékk loks í desember 2017,
eða hálfu ári eftir að hún tók prófið,
að sjá prófdóm Nepalbúans að próf-
dómurinn er ritaður af mikilli óvild.
Hann virðist hafa fengið öðrum dokt-
orsnefndarmönnum dóm sinn til
undirritunar og meðvirkni skilar ár-
angri
Doktorsneminn fór fram á að fá
óháðan prófdómara skipaðan. Há-
skólinn vísaði málinu frá nefnd til
nefndar, sem allar tóku óheyrilegan
tíma til úrskurðar og það var ekki
fyrr en umboðsmaður Alþingis til-
kynnti háskólaráði að ráðið gæti ekki
vísað slíkum ákvörðunum til lægra
settra nefnda, að úrskurður kom sem
skyldaði háskólann til að skipa óháð-
an prófdómara.
Hafði málið þá gengið milli aðila í
háskólanum í rúm þrjú ár, þrátt fyrir
stöðuga eftirfylgni doktorsnemans
Ljóst er að verkfræðideildin hlýt-
ur að hafa haft verulegar áhyggjur af
þessu máli og orðstír sínum og ekki
síður Nepalbúinn. Skyldi maður nú
ætla að æðsta menntastofnun lands-
ins mundi ganga þannig frá málinu
eftir það sem á undan var gengið, að
ekki orkaði tvímælis eða ylli ágrein-
ingi um réttláta niðurstöðu.
Doktorsneminn fékk virtan pró-
fessor í jarðskjálftafræðum við há-
skóla í Suður-Kaliforníu til að fara yf-
ir prófúrlausn sína. Niðurstaða hans
var að einkunn ætti að vera 7, ekki
brilljans en vel staðið próf. Þannig
var í vændum að dómi Nepalbúans
yrði hnekkt og öll aðkoma verk-
fræðideildar að málinu yrði þeim
stórlega til vansa.Verkfræðideildin
þráaðist þó við og skipaði sem óháð-
an prófdómara aðjunkt við háskólann
í Nepal sem hefur starfað sem pró-
fessor við háskólann í Nepal meðan
Nepalbúinn var þar, og er kunningi,
vinur, Nepalbúans. Prófessor þessi
hafði unnið með Nepalbúanum og
starfsmanni rannsóknamiðstöðv-
arinnar á Selfossi að ritun sex fræði-
greina. Auðvelt er því að draga þá
ályktun að þessi Nepalaðjunkt væri
vel kunnugur máli doktorsnemans,
eftir vinnu með rannsóknastöðinni,
máli sem verið hafði í brennidepli í
miðstöðinni í þrjú ár. Augljóslega er
þessi nýi prófdómari vanhæfur.
Úrskurður prófdómarans er að-
eins ein málsgrein um að hann fallist
á niðurstöðu Nepalbúans, kunningja
síns. Enginn rökstuðningur fylgir og
doktorsneminn fær ekki að sjá slík
gögn þrátt fyrir ákvæði háskólans
um prófsýningu.
Reglur háskólans kveða á um að
slíkur prófdómari skuli fella sjálf-
stæðan dóm um próf og þá óháð
fyrra prófmati. Auðvelt er að draga
þá ályktun að hann hafi ekki viljað
hnekkja dómi kunningja síns og sam-
starfsmanns, en slíkt gæti veikt
stöðu Neplbúans, innflytjanda, í hinu
nýja landi hans. Hann fær því dóm
Nepalbúans í hendur þannig að til
slíks komi ekki.
Lög 6. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga
kveða á um vanhæfni og eru skýr um
að einstaklingur sé vanhæfur til með-
ferðar máls ef fyrir hendi séu ástæð-
ur sem fallnar eru til þess að draga
óhlutdrægni hans í efa með réttu.
Hvernig stendur á að æðsta
menntastofnun landsins skuli fara til
Nepal til þess að finna óháðan próf-
dómara í þessu máli við þessar að-
stæður. Fjölmargir hæfir jarð-
skjálftafræðingar eru í
Bandaríkjunum, Japan og Evrópu.
Ástæðan virðist augljós. Hvernig
stendur á því að æðsta menntastofn-
un landsins leitar ekki leiða til að
leiða þetta langvinna deilumál til
lykta á hátt sem ekki orkar tvímælis,
ekki verður deilt um?
Margt fleira mætti tína til til þess
að sýna ótrúlega framkomu verk-
fræðideildarinnar og Nepalbúans í
þessu máli Það kemur mér á óvart ef
ekki eru fleiri en ég sem ofbýður.
Mál þetta er hreint og beint hneyksli,
ég nota orðið fantabrögð. Oft er við
brugðið framkomu Asíubúa við kon-
ur.
Dæmi: Um þrem árum eftir að
Nepalbúinn hafði sagt sig bréflega
frá öllum málum varðandi þessa
doktorsritgerð og samskiptum við
nemann sendi neminn fræðigrein í
hið virta jarðskjálftatímarit Bulletin
of Earthquake Engineering. Greinin
hlaut mikla athygli og áhorf. Nep-
albúinn ritaði þá ritnefndinni og
krafðist þess að hans nafn væri birt
varðandi ritun greinarinnar. Rit-
nefndin hafnaði kröfu Nepalbúans
eftir athugun á málinu og vinnur nú
að birtingu annarrar fræðigreinar
doktorsnemans.
Nepalbúinn hefur komið því á
framfæri að hann hafi á sínum tíma
sótt um styrkinn frá Rannís fyrir
nemann. Það er rangt. Neminn ritaði
styrkumsóknina á tölvu Rannís og
sendi Nepalbúanum til upplýsingar.
Til er netsvar Nepalbúans þar sem
hann bætir einni tilvitnun inn í styrk-
umsóknina, það er allt. Sýnir þetta
framkomuna gagnvart nemanum.
Ég var í mörg ár formaður siða-
nefndar VFÍ og efast ekki andartak
um að deildarforsetar verk-
fræðideildar og Nepalbúinn mundu
hljóta veruleg ámæli ef mál þetta
færi fyrir siðanefndir háskólans og
VFÍ.
Þegar ég var í stjórnmálum var
talsverð umræða um að stjórn-
málamenn ættu ekki að koma að
stjórn háskólans né deildum hans.
Nú er mér ljóst að veruleg hætta er á
misbeitingu embættismanna í þessu
fámenna, vina- og skyldleika þjóð-
félagi okkar. Menn virðast geta haft
opinn leikvöll fyrir skapbresti sína.
Opin umræða í okkar þjóðfélagi um
mál sem þetta ætti að leiða til afsagn-
ar forystumanna verkfræðideildar.
Háskólinn verður að skipa óháðan
prófdómara, e.t.v. tvo, og leiða málið
til lykta þannig að ekki verði efast
um réttlæti og sanngirni.
Eftir Guðmund
G. Þórarinsson »Verkfræðideildin sá
ekki ástæðu til að
biðja nemann afsökunar
eða taka neina af
ákvörðunum sínum upp.
Guðmundur G.
Þórarinsson
Höfundur er verkfræðingur.
Háskóla Íslands stórlega til vansa
Ár hvert er haldið
upp á marga merk-
isdaga um heim allan.
Einn þessara daga er
ólympíudagurinn sem
haldið er upp á 23. júní
í þeim 206 löndum sem
eru með ólympíu-
nefndir. Hátíðahöld
eru með ýmsum hætti
eins og að hvetja ól-
ympíufara og alla aðra
til að hreyfa sig sér-
staklega þennan dag og hugleiða
ólympíuhugsjónirnar varðandi frið á
jörðu, heiðarleika, samkennd svo og
íþróttamannslega framkomu innan
vallar sem utan.
Alþjóðaólympíunefndin ákvað á
fundi sínum 1948 í Sorbonne í París
að halda skyldi árlegan ólympíudag
um allan heim til að minnast sam-
þykktar 23. júní 1894 um endur-
vakningu nútíma Ólympíuleika í
Grikklandi 1896. Markmiðið var að
hvetja til þátttöku í íþróttum um all-
an heim óháð aldri, kyni eða íþrótta-
legri getu. Undanfarna áratugi hafa
ólympíudagarnir hjálpað til við að
kynna ólympíuhugsjónina með ólík-
um viðburðum á sviði íþrótta, menn-
ingar, lista og menntunar. Ólympíu-
hlaup er sérstaklega vinsælt þennan
dag. Seinustu árin hafa ólympíu-
dagarnir þróast sífellt meira í átt að
almennri hreyfingu, lærdómi og ný-
sköpun. Þannig hafa ólympíunefndir
í mörgum löndum skipulagt ólymp-
íudagana í nánu samstarfi við bæjar-
félög, íþróttafélög og skóla víða um
landið þar sem ungt fólk hittir af-
reksíþróttafólk landa sinna. Á Ís-
landi er það hlutverk Íþrótta- og ól-
ympíusamband Íslands (ÍSÍ) að
skipuleggja þennan dag í samstarfi
við Samtök íslenskra
ólympíufara (SÍÓ) en
einnig er hægt að halda
upp á daginn á öðrum
dögum sem verður gert
á Íslandi í ár eins og
með golfkeppni í ágúst
fyrir ólympíufara og
fjölskyldur þeirra. ÍSÍ
og SÍÓ eru áhugasöm
um að fjölga ólympíu-
dögum hérlendis ár
hvert í samstarfi við
bæjarfélög, íþrótta-
félög og skóla um land
allt og hvetja áhuga-
sama aðila til að hafa samband. ÍSÍ
og SÍÓ eru þegar í samstarfi við
frjálsíþróttaráð Reykjavíkur um
grunnskólamótið í frjálsum í sept-
ember sem ólympíudag sem vonandi
verður fastur viðburður.
Samtök íslenskra ólympíufara
hafa undanfarin ár lagt til að inn-
leiða beri beinan fjárhagslegan
stuðning við afreksíþróttafólk með
stofnun á sérstökum launasjóði af-
reksíþróttamanna til að tryggja fjár-
hagslegt öryggi afreksíþróttafólks
okkar svo það geti áhyggjulaust
stundað æfingar hérlendis og er-
lendis og keppt á alþjóðlegum mót-
um og Ólympíuleikum. Sjóður þessi
verði fjármagnaður með framlögum
á fjárlögum Alþingis svo og með
stuðningi félagssamtaka, fyrirtækja
og einstaklinga. Samtökin fagna því
samþykkt Alþingis á ályktun þess
efnis að fela háttvirtum mennta-
málaráðherra að beita sér fyrir
stofnun slíks sjóðs í samstarfi við
ÍSÍ og UMFÍ.
Á heimsþingi ólympíufara sem
haldið var í Lausanne í Sviss 2019
voru rædd mörg samfélagsleg verk-
efni sem ólympíufarar voru hvattir
til að styðja. Samtök íslenskra ól-
ympíufara kynntu á þinginu þá hug-
mynd að ólympíufarar um allan
heim hvettu þróunarsamvinnustofn-
anir viðkomandi landa til að bæta
eflingu skipulagðrar íþrótta-
starfsemi við almennan stuðning
þeirra í þróunarlöndum en flest
þeirra styðja einkum byggingu
skóla, heilsugæsla, vatnsleit, land-
búnað o.fl. Fulltrúum Afríkuríkja
leist vel á þessa hugmynd okkar Ís-
lendinga. SÍÓ hefur þegar verið með
í að stofna íþróttafélög við tvo skóla í
Afríku sem byggðir hafa verið af ís-
lenskum félagasamtökum. Stefnt er
að því að stórauka þessa samfélags-
legu starfsemi í samstarfi við íslensk
sérsambönd, íþróttafélög og ýmis fé-
lagasamtök.
Samtök íslenskra ólympíufara
(SÍÓ) voru stofnuð 1995 og eru allir
þeir Íslendingar sem keppt hafa á
Ólympíuleikum félagar. Samtals
hafa 317 Íslendingar keppt á Ólymp-
íuleikum síðan í London 1908 í 11
greinum, en 68 þeirra eru látnir.
SÍÓ er aðili að Alþjóðasamtökum
ólympíufara (WOA; World Olympi-
ans Association) en samtals hafa um
100.000 einstaklingar frá 206 lönd-
um keppt á sumar- og vetrarólymp-
íuleikum frá upphafi.
Eftir Jón Hjaltalín
Magnússon »Undanfarna áratugi
hafa ólympíudag-
arnir hjálpað til við að
kynna ólympíuhugsjón-
ina með ólíkum við-
burðum á sviði íþrótta,
menningar, lista og
menntunar.
Jón Hjaltalín
Magnússon
Höfundur er formaður Samtaka
íslenskra ólympíufara.
jhm@simnet.is
Ólympíudagurinn 23. júní