Morgunblaðið - 23.06.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.06.2021, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2021 Útför í kirkju Stuðningur og sálgæsla þegar á reynir utforikirkju.is ✝ Jón Á. Hjör- leifsson fædd- ist í Reykjavík 2. mars 1930. Hann lést á Landspít- alanum 10. júní 2021. Foreldrar hans voru Hjörleifur Ólafsson stýrimað- ur, fæddur 24. maí 1892 í Keflavík, Rauðasandshreppi, dáinn 2. júlí 1975, og Halldóra Narfadóttir húsmóðir, fædd 26. júní 1897 að Haukagili í Hvít- ársíðu, dáin 19. júlí 1982. Systkini Jóns eru Guðrún, f. 1927, Þuríður, f. 1931, Leifur, f. 1935, d. 2017, og Narfi, f. 1936. Eiginkona Jóns er Lilja Jóns- dóttir húsmóðir, f. 2. maí 1927 að Brúnavallakoti á Skeiðum. Foreldrar hennar voru Jón Helgason, f. 1895, d. 1992, og Margrét Kristjánsdóttir, f. 1897, d. 1964, bændur að Litla Saurbæ í Ölfusi. Jón og Lilja giftust 1955. Börn þeirra eru 1) Halldóra, f. 1955, 2) Hjörleifur Már, f. 1956, maki Þóra Hafsteinsdóttir, f. 1956, 3) Jóna Mar- grét, f. 1958, maki Viktor Sighvatsson, f. 1952, 4) Guðbjart- ur, f. 1960, maki Erla Einarsdóttir, f. 1965, 5) Kolbrún, f. 1961, og 6) Krist- björg Lilja, f. 1965, maki Helgi Harð- arson, f. 1961. Barnabörnin eru 14 og barnabarna- börnin eru 16. Fjölskyldan bjó lengst af í Aratúni 19 í Garðabæ, sem þau byggðu. Jón og Lilja fluttu árið 2003 að Garðatorgi 17 í Garða- bæ. Jón lærði rafvirkjun hjá Júl- íusi Björnssyni 1949. Vann hann í 17 ár í Landssmiðjunni þar til hann ásamt öðrum stofnaði fyrirtækið Rafboða hf. í Garða- bæ 1971. Jón vann þar til ársins 1993. Fyrirtækið sá m.a. um raf- lagnir í skipum. Eftir það vann hann sjálfstætt og tók ýmis verkefni að sér, t.d fyrir vega- gerðina og KFUM/K. Útför Jóns fer fram í dag, 23. júní 2021, kl. 13 frá Vídalínskirkju í Garðabæ. Elsku pabbi. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund. Það geislar af minningu þinn. (Friðrik Steingrímsson) Í dag kveð ég þig með mikinn söknuð í hjarta. Það er margs að minnast og síðustu dagar hafa minnt mann á hvað lífið getur ver- ið hverfult. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr, enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. (Bragi Valdimar Skúlason) Ég elska þig. Þín dóttir, Kristbjörg Lilja. Elsku afi er fallinn frá eftir 91 ár á þessari jörð. Ég tók viðtal við afa minn fyrir 10 árum sem mig langar að birta hér. „Afi er fæddur í Reykjavík 1930. Hann ólst upp suður í Skerjafirði til 10 ára aldurs, þar fannst honum gott að alast upp. Þar var lítið samfélag og lítil um- ferð, krakkar léku sér úti allan daginn. Þau fóru í stórfiskaleik, fallin spýta og keilubolta. Skóli byrjaði við 7 ára aldur í almenn- um bekk. Kenndur var reikning- ur, lestur og skrift. Þar sem afi var örvhentur þá mátti hann ekki nota vinstri höndina sem var köll- uð vitlausa höndin. Hann var lát- inn sitja á henni og skrifa með þeirri hægri sem tók ansi langan tíma að venjast. Í dag notar hann vinstri höndina í allt en hann skrifar með þeirri hægri. Afa minnir að hjúkrunarkona hafi komið einu sinni á veturna í skól- ann að hlusta börnin en tennur voru aldrei skoðaðar. Krakkarnir fengu lýsi á morgnana og var hellt upp í þau. Kennararnir voru mis- jafnir eins og þeir voru margir. Afa langaði ekki að fara í skólann því skriftarkennarinn vildi að hann skrifaði með hægri hendinni og skriftarkennarinn sótti hann stundum á hjóli og fór með hann í skólann. Stundum þurfti pabbi hans afa að leita að honum svo hann færi í skólann. Skólagöngu lauk hjá flestum eftir fermingu, þá var farið í byggingarvinnu eða á eyrina sem er hafnarvinna. Krakkarnir urðu að ganga til Reykjavíkur í sund en það var kennt í Austurbæjarskóla og tók klukkutíma að ganga. Þegar stríðið byrjaði 1939-1940 varð allt vitlaust að gera og allir fengu vinnu sem vildu. Fjölskylda afa þurfti að flytja í Laugarneshverf- ið því herinn var kominn og flug- völlurinn var settur niður þar sem húsið þeirra var í Skerjafirðinum. Barnaskólinn var við Baugsveg og var stutt í hann en herinn tók hann til aðstöðu fyrir sig og þá þurfti að fara í annan skóla upp í Grímsstaðaholt sem var 20 mín. gangur. Áður en þau fóru í Laug- arneshverfið voru þau á Reynis- stað í 1 ár og þar var fjós með hesta og beljur. Afi á fjögur systkini og ólust þau öll upp hjá foreldrum sínum. Mamma hans var heimavinnandi og pabbi hans sjómaður. Ömmur og afar hans skiptust á að vera hjá þeim systkinunum. Á sumrin var afi sendur í sveit. Fyrst í Örlygs- höfn 7 ára gamall svo 9 ára vestur í Eyjahrepp í þrjú sumur og einn vetur. Afa hefði þótt gaman að eiga hjól þegar hann var að alast upp, t.d. til að hjóla í sund í Aust- urbæjarskóla. Afi telur að erfið- ara sé núna að alast upp, þegar hann var að alast upp í Skerjafirði þá léku krakkar sér úti allan dag- inn. Þegar fór að vora var farið niður í fjöru og í útfalli mynduðust oft pollar og voru þá oft rauðmag- ar eftir í pollunum. Afi fór í iðn- skólann 19 ára gamall og lærði rafvirkjun og enn er hann að gera við tæki og tól, t.d. við hárblásara, sléttujárn og lampa. Hann er við hestaheilsu, fer í sund ásamt ömmu á hverjum degi og göngu- ferðir, les og leysir krossgátur.“ Berglind Helgadóttir. Elsku afi. Það er sárt að kveðja þig en við þessa kveðjustund er þakklæti okkur efst í huga. Það var svo ósanngjarnt að sjá þig missa heilsuna. Það sem gerði þig að þér varstu hættur að geta gert, leysa krossgátur og sudoku með penna, fara í sund og göngutúra. Það ætti enginn að þurfa að dvelja við það of lengi að missa heilsuna og vera svona meðvitaður um það. Okkur fannst þú alltaf jafn ánægður að fá okkur til ykkar ömmu og þú gleymdir aldrei hvað við höfðum talað um áður, þú sýndir lífi okkar áhuga og spurðir hvernig hitt og þetta gengi. Við erum þakklát fyrir að hafa átt afa svona lengi og þakklát að það varst þú sem varst afi okkar, þú lifir áfram í minningunni. Bless, afi okkar, við elskum þig og sökn- um. Þín María Jóna, Berglind og Stefán. Jón Á. Hjörleifsson ✝ Guðmundur Áki Lúðvígs- son fæddist á Hvít- árbakka í Borg- arfirði 24. mars árið 1931. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 14. júní 2021. For- eldrar hans voru Sigríður Hall- grímsdóttir, píanó- leikari og hús- freyja, f. á Grímsstöðum á Mýrum 7. mars 1899, d. 29. júní 1992, og Lúðvíg Guð- mundsson, skólastjóri Hand- íða- og myndlistarskólans, f. í Reykjavík 23. júní 1897, d. 25. ágúst 1966. Systkini Guð- mundar Áka voru: a) Hallgrím- ur skjalaþýðandi, f. 1927, d. 1960. b) Ingveldur Gröndal læknaritari, f. 1929, d. 2016. c) Sigríður Steinunn bankastarfs- maður, f. 1933, d. 2015. Guðmundur Áki kvæntist 2. nóvember 1952 Hjördísi Geir- dal hárgreiðslukonu, f. á Ísa- firði 16. nóvember 1930, d. 8. janúar 2003. Foreldrar hennar voru Vilhelmína Steina Péturs- dóttir húsfreyja, f. á Felli í Ár- neshreppi 25. júní 1885, d. 25. des. 1939, og Guðmundur Eyj- Guðmundur Áki fluttist ung- ur með fjölskyldunni til Ísa- fjarðar, þegar Lúðvíg, faðir hans, gerðist þar skólastjóri. Árin 1937 og 1938 var hann í fóstri hjá móðurfólki sínu á Grímsstöðum, þegar foreldrar hans dvöldu erlendis, m.a. vegna veikinda Hallgríms, bróður hans. Árið 1939 stofn- aði faðir hans Handíða- og myndlistarskólann og fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu frá 1942 í skólahúsinu á Grundarstíg 2a. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólann í Reykjavík ár- ið 1951 stundaði hann list- fræðinám í Ósló einn vetur, en lauk síðar prófi í viðskipta- fræði frá Háskóla Íslands árið 1956. Guðmundur Áki starfaði m.a. hjá Verslunarráði Íslands, Búnaðarbankanum og varnar- liðinu á Keflavíkurvelli. Frá árinu 1972 söðlaði Guð- mundur Áki um og gerðist kennari, fyrst við Héraðsskól- ann að Núpi í Dýrafirði og síð- ar við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, þá vann hann sem leiðsögumaður á sumrin. Þau Guðmundur Áki og Hjördís bjuggu alla sína bú- skapartíð í Reykjavík. Síðustu árin bjó hann á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni. Guðmundur Áki verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 23. júní 2021, kl. 13. ólfsson Geirdal, skáld og hafnar- gjaldkeri á Ísa- firði, f. á Brekku í Gufudalshreppi 2. ágúst 1885, d. 16. mars 1952. Dætur þeirra eru: 1) Erna Steina, textíl- og fatahönnuður, f. 12. mars 1953. Maður hennar er Gestur R. Bárð- arson efnaverkfræðingur, f. 26. maí 1953. Börn þeirra eru Tómas Áki, f. 29. júní 1976, sambýliskona Íris Ólafsdóttir. Börn: Erna, f. 2009, og Sóldís, f. 2016. Davíð Kjartan, f. 6. febrúar 1983, kvæntur Ingi- björgu Ösp Óttarsdóttur. Börn: Óttar Benedikt, f. 2014, og Steinar Áki, f. 2016. Gestur Ari, f. 15. júní 1987. Hjördís, f. 25. nóvember 1988, sambýlis- maður Steingrímur Gauti Ing- ólfsson. Börn: Júlía Eir, f. 2017, og Una Marsibil, f. 2020. 2) Sigríður, framhaldsskóla- kennari, túlkur og leiðsögu- maður, f. 14. júlí 1960. Hún var gift Barbaro Ortiz, f. á Kúbu 3. desember 1964. Sonur þeirra er Theodór Ari, f. 10. nóvember 2001. Móðurafi okkar, Guðmundur Áki Lúðvígsson, verður borinn til grafar 23. júní 2021. Okkur er ljúft að minnast hans með nokkrum orðum. Afi lést 90 ára að aldri á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þar sem hann hafði búið síðustu árin við gott atlæti. Við viljum þakka því ágæta fólki sem þar starfar. Afi og amma okkar, Hjördís Geirdal, bjuggu sér saman falleg heimili og þaðan eigum við barnabörnin kærar minningar. Afi var vel að sér um flesta hluti og mikill fræðari. Hann fann sér því sína réttu hillu í lífinu sem menntaskólakennari og leiðsögu- maður. Við barnabörnin hans nutum þess að drekka í okkur fróðleik þegar við vorum í kring- um hann. Hann hafði sérstakan áhuga á sögulegu efni, bók- menntum, myndlist og sígildri tónlist. Hann var stálminnugur og þekkingin breið og djúp. Það var hægt að ræða við afa um allt milli himins og jarðar. Víðtæk þekkingin endurspeglaðist í vist- arverunum; hillur klyfjaðar af heimsbókmenntum og hljóm- plötum, inni á kontór voru tón- skáldin innrömmuð og hengd upp á vegg og fallegir smámunir hér og þar. Í gegnum afa feng- um við dýrmætt menningarupp- eldi sem við munum búa að um alla tíð. Afi var bráðskemmtilegur þegar sá gállinn var á honum. Hann gat verið gráglettinn og meinfyndinn ef í það fór og hélt hann í sinn húmor, sem maður sá blika í augum hans, fram til hins síðasta. Hann var mjög lið- tækur íþróttamaður á sínum yngri árum. Hann lék hand- knattleik með Ármanni og þótti ágæt skytta. Hann kynntist skíðamennsku sem ungur maður og stundaði hana á meðan heils- an leyfði, í fyrstu mest á svigsk- íðum og síðar á gönguskíðum. Við erum þakklát fyrir þær góðu stundir sem við áttum sam- an og getum glaðst yfir því að barnabarnabörnin hafi fengið tækifæri til að kynnast afa Áka. Hans verður sárt saknað. Hjördís Gestsdóttir, Gestur Ari Gestsson, Davíð Kjartan Gestsson og Tómas Áki Gestsson. Guðmundur Áki Lúðvígsson ✝ Sigurlaug Ás- gerður Sveins- dóttir fæddist á Tjörn á Skaga 10. september árið 1924. Hún andaðist á Dvalarheimili aldraðra á Dalvík 14. júní 2021. Foreldrar henn- ar voru Sveinn Mikael Sveinsson, fæddur á Hrauni 29.9. 1890, d. 7.4. 1932 og kona hans Guðbjörg Rannveig Krist- mundsdóttir, fædd í Ketu 2.10. 1897, d. 18.6. 1967. Þau bjuggu í Kelduvík 1915-1923 en fluttu þá að Tjörn á Skaga og bjuggu þar til æviloka. Systkini Sigurlaugar eru: María, f. 1916, Þorgeir Mikael, f. 1917, Guðbjörg, f. 1919, Sigrún Ingibjörg, f. 1920, Guðrún, f. 1923, Pétur Mikael, f. 1927, Steinn Mikael, f. 1930, Sveinn Guðbergur, f. 1932. Steinn og Sveinn lifa systur sína. Sigurlaug ólst upp á Tjörn með systkinum sínum en hleypti ung heimdraganum, var í kaupavinnu og vistum í Húna- þingi og stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi 1943-́44. Eftir áramótin 1945-́46 réðst hún sem ráðskona við bát í Sandgerði. Þar hitti hún manns- efnið, Anton Guðlaugsson, f. 15.4. 1920, d. 8.6. 2013, sjómann frá Dalvík. Hún flutti til Dalvík- ur árið 1946 og voru þau Anton gefin saman í janúar 1947. Börn Sigurlaugar og Antons eru sex: a) Guðbjörg, f. 1947, maður hennar var Níels Heiðar Kristinsson, d. 2019, þau skildu. Þau eiga 3 börn, 9 barnabörn og 5 barnabarnabörn. b) Elín Sig- rún, f. 1948, maður hennar var Skafti Hannesson, d. 2020. Þau eiga 4 börn og 15 barnabörn. c) Anna Dóra, f. 1952, gift Sveini Sveinssyni, þau eiga tvo syni og 3 barnabörn. d) Arna Auður, f. 1955, maður henn- ar var Hreinn Pálsson, þau skildu. Þau eiga 2 börn og áður átti Arna eina dóttur, barnabörnin eru 7. e) Þórólfur Már, f. 1957, kvæntur Hrönn Vilhelms- dóttur, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. f) Ár- dís Freyja, f. 1967. Þau Sigurlaug og Anton bjuggu alla tíð á Dalvík, lengst af í Lundi, Karlsbraut 13. Starfsvettvangur Sigurlaugar var innan heimilis meðan börn voru að komast upp. Hún sinnti þó kalli þegar vantaði vinnufús- ar hendur og vann við síld- arsöltun og saltfiskframleiðslu. Þegar börnin flugu úr hreiðr- inu réðst hún til starfa á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, og vann þar til loka starfsævinnar. Hún ræktaði snemma garð- inn sinn og blómagarður var ætíð við Lund. Þegar betri tími gafst stækkaði hún garðinn og síðan hófu þau hjón trjárækt í Upsalandi þar sem þau höfðu áður brotið tún til ræktunar, því fyrr á árum héldu þau sauðfé til heimilisnotkunar eins og alsiða var. Sigurlaug var fé- lagslega sinnuð, starfaði m.a. í Kvennadeild Slysavarnafélags- ins á Dalvík, kvenfélagi og í fé- lagsskap Lionessa. Hin síðari ár fór Sigurlaug að fást við það sem alltaf hafði heillað hana, handverk. Fyrr á árum saumaði hún allan fatnað á sín börn en nú fór hún að sauma, prjóna og mála og framleiddi mikið af bæði listmunum og nytjalist sem hún dreifði meðal afkom- enda sinna. Útför Sigurlaugar fer fram í dag, 23. júní 2021, frá Dalvík- urkirkju og hefst athöfnin klukkan 14. Minning um móður Mér andlátsfregn að eyrum berst. Ég stari út í bláinn og hugsa um það sem hefur gerst til hjarta mér sú fregnin skerst hún móðir mín er dáin. Hve vildi ég móðir minnast þín, en má þó sitja hljóður, mér finnst sem tungan fjötrist mín, mér finnst hver hugsun minnkast sín,- því allt er minna móðir! Þú varst mér ástrík, einlæg, sönn, mitt athvarf, líf á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn, hann traust mitt var í hvíld og önn, í sæld og sorg og þrautum. Þú geymdir heitan innri eld, þótt ytra sjaldan brynni. Ef kulda heims var sál mín seld, ég sat hjá þér um vetrarkveld, þá þíddirðu ísinn inni. Sem varstu mér svo varstu þeim, er veittir ævitryggðir. Þótt auðs þér væri vant í heim, þú valdir honum betra en seim, þitt gull var dáð og dyggðir! Hver var þér trúrri í stöðu og stétt, hver stærri að þreki og vilja, hver meiri að forðast flekk og blett, hver fremri að stunda satt og rétt, hver skyldur fyrri að skilja. Þótt hafi ég spurt, – um heimsins svar ég hirði ei hið minnsta; ég dóm hans, móðir, met ei par, því meira ég veit,- hver lund þín var og sálar eðlið innsta. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir; svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir! Ei þar sem standa leiðin lág, ég leita mun þíns anda,- er lít ég fjöllin fagurblá, mér finnst þeim ofar þig ég sjá í bjarma skýjabanda. (SS) Elsku mamma mín, ég mun ætíð sakna elsku þinnar, visku og vináttu. Elín Antonsdóttir. Í örfáum orðum vil ég minnast Sigurlaugar, tengdamóður minn- ar. Ég kynntist Laugu fyrst fyrir tæpum fimmtíu árum, það voru kynni sem ég hefði ekki viljað missa af. Hún var trúuð, réttsýn kona sem hélt vel utan um sína og alltaf tilbúin til að taka málstað lít- ilmagnans. Það var gott að koma í Sigurlaug Ásgerður Sveinsdóttir SJÁ SÍÐU 18 Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins: www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.