Morgunblaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 14
4,9 4,8
4,4 4,5 4,2 4,3 4,0 4,0 4,0 4,2
4,4
Fjöldi fæðinga og frjósemi á Íslandi
Þúsundir fæðinga 2009 til 2019
Fæðingarstaður árið 2019
Frjósemi 1997 til 2019*
5
4
3
2
1
0
2,50
2,25
2,00
1,75
1,50
'97 '99 '01 '03 '05 '07 '09 '11 '13 '15 '17 '19
'09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19
H
ei
m
ild
:E
m
bæ
tt
il
an
dl
æ
kn
is
*Heimafæðingar, á leið á fæðingarstað,
Björkin fæðingastofa og aðrar stofnanir
Landspítali 3.207 Akureyri 403
Akranes 348 Keflavík 104
Selfoss 70 Ísafjörður 33
Neskaupstaður 71 Annað 149*
Samtals
4.385
fæðingar
*Heildartala lifandi fæddra barna sem kona eignast
á ævinni m.v. fæðingartíðni viðkomandi árs
2,04
1,93
2,22
1,75
1,71
stærstu fæðingarstaði landsins,
Landspítala, Sjúkrahúsið á Akur-
eyri og Heilbrigðisstofnun Vestur-
lands á Akranesi.
Langflestar konur fæddu á Land-
spítalanum árið 2019 eða 73 prósent.
Rúmlega níu prósent kvenna fæddu
á Sjúkrahúsinu á Akureyri eða 403
konur og átta prósent fæddu á Heil-
brigðisstofnun Vesturlands.
Heimafæðingar voru 75 talsins
sem gerir um tvö prósent fæðinga
og er það svipað hlutfall og síðustu
ár. Fyrirfram ákveðnar heimafæð-
ingar voru 70 en fjórar konur fæddu
óvænt heima hjá sér. Ein kona
fæddi heima hjá sér án aðstoðar
heilbrigðisstarfsfólks, að eigin vali.
Af þeim 85 konum sem byrjuðu í
heimafæðingu þurfti að flytja fimm-
tán konur (17,6 prósent) á sjúkra-
hús.
69 tvíburar fæddust árið 2019 og
voru tvíburafæðingar tvö prósent
allra fæðinga. Hins vegar fæddust
engir þríburar á Íslandi árið 2019.
Fyrirburafæðingar voru 258 talsins.
Fáir keisaraskurðir á Íslandi
Fjöldi keisaraskurða hefur hald-
ist nokkuð stöðugur á Íslandi
undanfarna tvo áratugi. Árið 2019
voru fæðingar með keisaraskurði
16,2 prósent af heildarfjölda fæð-
inga. Þar af voru fyrirfram ákveðnir
valkeisaraskurðir rúm 6 prósent
fæðinga og bráðakeisaraskurðir tæp
tíu prósent.
Ísland er ásamt hinum Norður-
landaþjóðunum með lægstu keis-
aratíðni sem þekkist í Evrópu, en
tíðnin er undir 20 prósent á öllum
Norðurlöndunum. Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunin hefur gefið út yfir-
lýsingu um að keisaratíðni yfir 10 til
15 prósent leiði ekki til bættrar út-
komu móður eða barns. Keisara-
skurðir geti bjargað lífi bæði móður
og barns en geti líka haft í för með
sér alvarlega fylgikvilla.
Geta glímt við eftirköst
Rúmlega fjögur prósent kvenna
sem fæddu um leggöng árið 2019
hlutu alvarlega spangarrifu í fæð-
ingu. Þá er átt við að rifan nái niður
í vöðvalag hingvöðvans.
Konur sem hljóta alvarlegar
spangarrifur eru lengur að jafna sig
eftir fæðingu og geta glímt við lang-
varandi eftirköst.
Tíðni spangarrifa á Íslandi er
hærri en í nágrannalöndum og rúm-
lega tvöfalt hærri en í Noregi og
Finnlandi. Í skýrslunni kemur fram
að mögulega megi skýra það að
hluta með mikilli fæðingarþyngd ís-
lenskra nýbura.
Frjósemi með því
minnsta sem sést hefur
BAKSVIÐ
Esther Hallsdóttir
esther@mbl.is
A
lls fæddust 4.454 börn á
Íslandi árið 2019. Það er
lítilsháttar aukning frá
2018 en frjósemi er þó
með því minnsta sem sést hefur síð-
ustu áratugi. Hver kona eignaðist
að meðaltali 1,75 barn árið 2019 en
til þess að viðhalda þjóðfélagsstærð
landa þarf hver kona að eignast að
meðaltali 2,1 barn um ævina. Frá
árinu 1997 hefur frjósemi kvenna
mest verið 2,2 árið 2009 en minnst
1,71 árin 2017 og 2018. Hlutfall
barna sem fæddust eftir tækni-
frjóvgun var rúm 6 prósent árið
2019.
Þetta kemur fram í nýútgefinni
skýrslu fæðingaskráar fyrir árið
2019. Þar segir að ástæður minni
frjósemi séu margþættar en að kon-
ur séu bæði eldri er þær eignast sitt
fyrsta barn og eignist færri börn en
áður. Þróunin hér er svipuð og í öðr-
um löndum þar sem menntunarstig
kvenna er hátt og atvinnuþátttaka
þeirra mikil.
Valdi að fæða án aðstoðar
90 prósent fæðinga dreifast á þrjá
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Forseta-kosningarverða í
Frakklandi í apríl
á næsta ári. Tíu
mánuðir er drjúg-
ur umhugs-
unartími og
margt getur gerst á
skemmri tíma en það, og haft
áhrif a hverfula kjósendur.
Reynslan sýnir víða, svo
sem í Bandaríkjunum, að
leiðtogi sem aðeins hefur
setið í eitt kjörtímabil á
valdastóli hefur gjarnan for-
skot á helstu keppinauta
sína. Hafi ekkert stóráfall
komið upp sem skekkir
myndina þá þarf starfandi
forseti (forsætisráðherra),
sjaldan að hafa mikið fyrir
því að fá að vera áfram í kjöri
fyrir sinn flokk. Með sama
hætti hefur slíkur leiðtogi
einnig nokkuð forskot á and-
stæðing sinn í hinum al-
mennu kosningum í kjölfar-
ið. Ekkert er þó endanlega
fast í hendi, eins og aðrir
vitnisburðir sanna.
Nýlegt dæmi slíks er einn-
ig frá Frakklandi, þar sem
sósíaldemókratinn Hollande
forseti hafði algjörlega misst
sinn trúverðugleika og
flokksfólkið taldi hann eiga
minna en ekki neitt erindi í
framboð. Það sama fólk var
reyndar svo sannfært um að
svo illa hefði forsetinn frá-
farandi haldið á spilum þess
og sínum að sérhver fram-
bjóðandi til forseta, merktur
krataflokknum myndi hefja
baráttu sína í gjörtapaðri
stöðu. Þess vegna stofnaði
fyrrverandi ráðherra úr rík-
isstjórn Hollande til nýrrar
hreyfingar, undir nýju nafni
og númeri, til að eiga von. Og
það bragð Emmanuels Mac-
ron heppnaðist og hann varð
forseti Frakklands.
En nú sýna kannanir að
öldin er önnur og Macron
stendur býsna veikt, þótt
hann sé ekki enn kominn í
eins vonlausa stöðu og Hol-
lande, fyrirrennari hans,
fékk að kenna á. Og það þarf
ekki að láta kannanir nægja.
Um síðustu helgi lauk seinni
umferð kosninga til héraðs-
stjórna í Frakklandi. Síðustu
kosningar af því tagi fóru
fram 2015, áður en Macron
hafði stofnað sinn nýja flokk.
Fréttaskýrendur höfðu spáð
því að kosningarnar nú gætu
gefið fyrstu marktæku vís-
bendingar um stöðuna og
hvers mætti vænta í forseta-
kosningunum í apríl 2022.
Það er þó ekki sjálfgefið,
þegar horft er á þau úrslit.
En hafi kosning-
arnar þrátt fyrir
allt eitthvert for-
spárgildi eru þær
varla gleðiefni
fyrir Macron for-
seta. Þá er fyrst
að nefna að þátt-
taka í kosningunum var mjög
dræm. Í fyrri umferð þeirra
kusu aðeins um 33% þeirra
sem voru á kjörskrá. Rétt
10% af nýjum kjósendum
töldu ástæðu til að kjósa!
Lýðveldisfylking Macrons
(LREM) fékk 11% fylgi í
fyrri umferð, en þurfti að ná
10% til að fá að taka þátt í
seinni umferðinni! En þar
tala skýrendur nú um að
LREM-fylkingin hafi nánast
þurrkast út! Það, að einungis
30% kjósenda, hefðu dratt-
ast til að kjósa telja margir í
umsögnum sínum vera lýð-
ræðislegt áfall fyrir Frakk-
land. Og það sé sláandi að
helsta stjórnmálahreyfing
landsins, með forseta Frakk-
lands í broddi fylkingar, sem
tók virkan þátt í báðum um-
ferðum kosninganna skuli fá
svo herfilega útreið.
En sömu fréttaskýrendur
hugga sig þó með því að hér-
aðskosningarnar hefðu ekki
heldur verið í takt við vænt-
ingar Marine Le Pen, sem
virðist vera sameiginlegur
óvinur allra hinna flokkanna
sem takast á.
Fullyrt er að Le Pen hafi
haft góðar vonir um að fá
meirihlutastöðu í einni af
mikilvægustu héraðsstjórn-
unum, sem hún hefði talið
mikið styrkleikamerki í upp-
hafi kosningabaráttunnar
um forsetaembættið. En þær
vonir hafi ekki gengið eftir.
Þar vann foringi Lýðveld-
isflokksins, sem er nýr
flokkur hægra megin við
miðjuna. Sá er Xavier Bertr-
and sem fékk atkvæði
Vinstri flokksins til að
tryggja að flokkur Le Pen
kæmist ekki að. Það er sama
aðferðin sem notuð hefur
verið í seinni umferð forseta-
kosninga gegn fyrst Le Pen,
föður Marine Le Pen, og síð-
ar gegn henni. Hefur sú að-
ferð (sem kölluð var
„hræðslubandalagið“ árið
1956 á Íslandi) bjargað
þremur forsetum úr ólíkum
flokkum inn í forsetahöllina í
París.
Xavier Bertrand tilkynnti
í lok sigurs síns um helgina
að nú stefndi hann hiklaust
til sigurs í forsetakosning-
unum í apríl.
Macron hlýtur að vera
hugsandi.
Eftir síðustu héraðs-
kosningar í Frakk-
landi birtust vís-
bendingar. En hvað
segja þær?}
Fyrstu vísbendingar
J
ón var að stríða mér!“ segir Gunna.
„Gunna tók af mér bílinn!“ segir Jón.
Við könnumst flest við að krakkar á
ákveðnum aldri klagi allt á milli him-
ins og jarðar og ég þori að veðja að
viðbrögð mjög margra séu að segja „ekki vera
klöguskjóða“.
„Klöguskjóða“ er uppnefni sem heyrist oft
bergmála á leikvellinum, og skyldi engan undra
þegar viðbrögð fullorðinna eru að segja krökk-
um að klaga ekki. Lærdómurinn sem börn
draga af því er að það sé vont að klaga. Merk-
ing orðsins er neikvæð á þann hátt.
Vandinn er að stundum er gott að klaga.
Stundum þarf að klaga því hegðunin eða brotið
er það slæmt að það þarf að kvarta undan því.
Svo slæmt að það þarf að bregðast við því. Oft-
ast er hins vegar engin þörf á því að bregðast
við á neinn sérstakan hátt – nema með fræðslu. Þegar
börn eru að klaga eru þau nefnilega að læra hvað er rétt og
hvað er rangt. Hvað er ósanngjarnt og hvað er sanngjarnt.
Þegar við höfnum beiðni þeirra um hjálp þá erum við einn-
ig að kenna þeim hvers konar hegðun er ásættanleg og
ekki. Þegar við segjum „ekki klaga“, þá erum við að hafna
þeim skilningi sem barnið hefur á réttlæti og sanngirni.
„Hann er bara skotinn í þér!“ Hver kannast ekki við
þessa setningu í samhengi þess að strákur er að stríða
stelpu? Hvað þýðir þetta eiginlega? Þetta er bókstaflega
kennsla í því hvernig strákur á að láta í ljós hrifningu sína
á einhverjum og á sama tíma hvernig stelpur eiga að skilja
hvað það þýðir þegar strákur er að stríða þeim.
Meiri stríðni, meiri hrifning.
Hvaða afleiðingar hefur það þegar allir
halda að stríðni jafngildi hrifningu? #metoo
ætti að vera augljóst dæmi um hvaða afleið-
ingar svona viðhorf hafa. Ýkt dæmi, vissulega,
en augljóst dæmi samt.
Klöguskjóður og stríðnispúkar eru ekki rót
alls ills en viðbrögðin sem við notum til þess að
sleppa við að glíma við vandann eru stór hluti
þeirrar gerendameðvirkni sem við höfum orðið
vitni að á undanförnum árum. Það má ekki tala
um rökstuddan grun eða birta hljóðupptökur
af opinberum persónum. Svo mega lögreglu-
menn ekki spjalla sín á milli á „óviðeigandi“
hátt, sérstaklega ekki ef það var verið að klaga
frá því sem yfirvaldið var að gera.
Þessi gamli vani er lúmskur og hefur því víð-
tæk áhrif. Það er tiltölulega óljóst hvaða afleiðingar það
hefur að segja þessi einföldu orð, „ekki klaga“ og „hann er
bara skotinn í þér“, við grípum bara í þessi orð af gömlum
vana án þess að átta okkur á mögulegum afleiðingum.
Gerendameðvirkni og stríðni eru flókin fyrirbæri. Það
er ekki til nein töfralausn við þeim en ég tel að þessi gamli
vani hafi víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir og
við þurfum að gera betur. Stríðni er ekki merki um hrifn-
ingu og barn sem klagar er að læra á sanngirni og réttlæti.
bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Gamall vani sem verður að hafna
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen