Morgunblaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 29
Hólmfríður María Ragnhildur hmr@mbl.is „Þegar barn fær lit eða blýant í lóf- ann í fyrsta sinn veit það strax hve verðmæt gjöfin er. Hún er töfrasproti og breytir lífinu, milliliður milli þess og sálardjúpanna, milli þess og hug- ardjúpanna, milli þess og heimsins, hins ósagða og ósegjanlega, kyrrðar og þagnar.“ Svo hljóðar brot út texta Kristínar Ómarsdóttur skálds sem hún orti í tilefni sýningarinnar Stell- ingar: Línulaga frásagnir, sem nú stendur yfir í galleríinu BERG Contemporary á Klapparstíg. Þema sýningarinnar að þessu sinni er línur og línuteikningar en sýn- endur eru þau Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Hanna Dís White- head, Haraldur Jónsson, Finnbogi Pétursson, Páll Haukur og Sirra Sig- rún Sigurðardóttir. Góður hópur listamanna Að sögn Kristínu Aðalsteinsdóttur, sem sýningastýrir Berg Contempor- ary auk Steinars Arnars Erlusonar, er um að ræða gott samansafn af ólík- um listamönnum, en galleríið hefur áður starfað með hluta þeirra. „Okkur fannst tilvalið að fá hina einnig til liðs við okkur því verkin tala svo vel saman og segja frá mismun- andi nálgunum gagnvart línuteikn- ingunni og hvernig hún birtist í mis- munandi verkum sem við erum búin að setja hér upp,“ segir Kristína Aðalsteinsdóttir. Þemað spratt upp frá eldri verkum Haraldar Jónssonar og Finnboga Péturssonar sem hafa báðir verið í nánu samstarfi með galleríinu en að sögn Kristínu hefur það lengi verið til skoðunar að sýna þessi verk þeirra sem koma nú fram. „Okkur hefur allt- af langað til að varpa meiri ljósi á þau og svo sáum við fyrir okkur þetta samtal og létum úr verða.“ Fjölbreyttar nálganir Bætir Kristína við að skemmtilegt sé að sjá hvað línuteikningar eru í raun ekki einhliða heldur er hægt að útfæra þær á marga ólíka vegu og leynast þær víða þótt maður komi ekki auga á þær undir eins. „Þetta er rauði þráðurinn, bók- staflega, sem liggur í gegnum sýn- inguna. Eftir því sem maður fer að glöggva sig á verkunum þá sér maður að allir listamennirnir eru á einn eða annan hátt að vinna með línuna en þeir setja sig í mismunandi stellingar gagnvart viðfangsefninu, hvort sem um ræðir efnislega eða hugmynda- fræðilega og þaðan kemur nafngift sýningarinnar, Stellingar,“ segir Kristína. Listamennirnir sækja innblástur úr ólíkum áttum og vinna í fjölbreytta miðla við sköpun verka sinna. Eru verkin ýmist í tvívíðu og þrívíðu formi en snæri, vélræn verkfæri og tilfinn- ingateikningar koma við sögu á sýn- ingunni, svo eitthvað sé nefnt. Kristína telur sterka tengingu ríkja milli listaverkanna þótt út- færslur þeirra séu vissulega fjöl- breyttar. „Ég held að það sé ákveðin leikgleði sem einkennir þau öll. Þarna leynast einnig verk sem maður myndi ekki endilega búast við að sjá frá þessum listamönnum og því gaman að sjá lokaútkomuna.“ Sýningin stendur opin til 7. ágúst og geta gestir komið milli 11 og 17 þriðjudaga til föstudaga og á laug- ardögum milli 13 og 17. Sýningastjóri Kristína Aðalsteins- dóttir er annar tveggja sýningar- stjóra BERG Contemporary. - Stellingar: Línulaga frásagnir nefn- ist sumarsýning BERG Contemporary Ljósmynd/Vigfús Birgisson Línan er rauði þráðurinn Tengingar Kristína telur sterka tengingu ríkja milli verkanna þótt útfærslur þeirra séu fjölbreyttar. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.