Morgunblaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021
Á ferðalagi Gosstöðvarnar í Geldingadölum laða enn að sér fjölda fólks og eru erlendir ferðamenn fjölmennir. Það er enda ekki hvar sem er, sem hægt er að ganga í rólegheitum að virkri eldstöð.
Eggert
Samtökin ÁS hafa
leitt í ljós offjárfest-
ingu í borgarlínuverk-
efninu sem er að
minnsta kosti 40 millj-
arðar króna umfram
faglega þörf. Umfram-
fjárfesting sem skilar
engu til farþega,
hvorki í þægindum né
hraða, en eykur
áhættuna við að kom-
ast um borð í vagnana. Þetta er
hundrað sinnum meira en bragginn
frægi og líkast til tíu sinnum meira
en Sorpuævintýrið. Í versta falli
gæti þetta orðið 80 milljarðar. Og
þar við bætist aukin slysahætta.
Eigi að síður heldur undirbún-
ingur áfram á fullum krafti. Búið er
að benda á hvernig á að gera jafn
góða létta borgarlínu á kostnaðar-
lega viðunandi hátt, en ekkert ger-
ist nema öllum ráðgjöfum er haldið
að þungu borgarlínunni með því er
virðist ótakmörkuðu fjármagni.
Reykjavík fer á svig
við samgöngusáttmálann
Á meðan situr allt annað á hak-
anum, samgönguráðherra taldi sig
búinn að tryggja mislægu gatna-
mótin Bústaðavegur/Reykjanes-
braut 2021, en nei. Því er frestað
til 2025, það þarf að gera borgar-
línu fyrst. Þessi
mótþrói borgar-
stjórnar gegn mis-
lægum gatnamótum
situr jafn djúpt og
barnatrúin. Einu rök-
in gegn þeim eru að
þau séu ljót í um-
hverfinu, en í reynd
geta þau verið mjög
lík göngubrúnum sem
borgarstjórnin er bú-
in að byggja út um
allt. Auk þess eru mis-
læg gatnamót eins og
fegurð himinsins miðað við fyr-
irhugaða borgarlínubrú yfir Ell-
iðaárósa, bara fyrir borgarlínu og
enga aðra.
Það hafa verið háðar hönn-
unarsamkeppnir af minna tilefni.
Af hverju er þetta verkefni, að
hanna umhverfislega viðunandi
mislæg gatnamót, ekki sett í slíka
samkeppni? Við þessu er ekkert
svar nema eitt: Mótþróaröskun
hins pólitíska meirihluta í Reykja-
vík, hún kallast mislæg gatna-
mótaþrjóska, hvað ætli sá sjúk-
dómur heiti á latínu? Ætli séu til
pillur við honum?
En nú fer að sverfa til stáls í
þessu. Samkvæmt erlendum mæl-
ingum vaxa umferðartafir í Reykja-
vík hröðum skrefum. Þær eru út af
öllum umferðarljósunum sem kom-
in eru í stað mislægu gatnamót-
anna. Umferðartafir vaxa um leið
og Covid-hömlum er aflétt og ferða-
menn koma aftur. Meðaltafir, sem
voru 13-16%, eru nú komnar upp í
22%. Hámarkstafir á annatíma eru
komnar í 60%, það þýðir að 10 mín-
útna ferð tekur 16 mínútur. Ef fram
fer sem horfir fjúka tafirnar upp í
100% þegar í haust. Þá mun það
taka klukkutíma að komast frá
Breiðholti eða Garðabæ inn á stóra
vinnustaðasvæði höfuðborgarsvæð-
isins, sem er miðborgin, Landspít-
alinn og Háskóli Íslands.
Samfélagskostnaður
vegna umferðartafa er
að fara úr böndunum
Þessum auknu umferðartöfum
fylgir mikill samfélagslegur kostn-
aður, 40-50 milljarðar króna á ári.
Þetta er það sem mislæga gatna-
mótaþrjóskan kostar Ísland. Ekki
bara íbúa höfuðborgarsvæðisins;
sá sem vill fara ofan úr Borgarfirði
og til Keflavíkur lendir í þessu
líka. Borgaryfirvöld virðast ekki
kunna á samfélagslegan kostnað af
umferðartöfum. Skýrsla sem þeir
birtu um samfélagslegan ávinning
af borgarlínu reyndist röng. Sjá
grein Ragnars Árnasonar prófess-
ors í Mbl. 16. nóvember 2020.
Höfuðviðfangsefni samgöngu-
mála ætti að vera að lækka þennan
tafakostnað. Engin sjáanleg merki
eru um að slíkt verkefni sé í gangi.
Enginn hefur bent á þetta nema
ÁS. Sjá (https://samgongurfyr-
iralla.files.wordpress.com/2021/03/
greining-umferda-
tafa_ebe-032021.pdf).
Alvarlegur galli í
stjórnun samgöngumála
Þetta er alvarleg misfella í vinnu
opinberra aðila við samgöngumál.
Upphæðin sem þarna er um að
ræða er 1% af þjóðarframleiðslu.
Þetta mun hækka í 2% á örfáum
árum nema eitthvað sé að gert.
Slík lækkun á þjóðarframleiðslu er
alvarlegt efnahagslegt áfall. Borg-
arstjórn Reykjavíkur er farin að
verða of dýr. Ekki bara fyrir
Reykjavík heldur allt landið. Þeir
sem þurfa að koma vörum til og
frá Keflavíkurflugvelli, eða Sunda-
höfn, lenda í þessu, hvað ætla þeir
að gera?
Mislæg gatnamót eru
nauðsynlegir innviðir
Ef Reykjavík rankar ekki við
sér, rífur sig upp úr borgar-
línudraumnum og byrjar að
byggja þessi mislægu gatnamót
sem reiknað hefur verið með síðan
1965 og allir vissu að þyrftu að
koma þarf ríkisstjórnin að grípa
inn í og bjarga sínum þjóðvegum
frá hruni. Annars geta menn deilt
út síldar- og þorskkvóta eins og
þeir vilja, og vaxandi umferðar-
tafir í Reykjavík éta það upp jafn-
óðum. Borgarstjórn Reykjavíkur
getur glott út í annað og hugsað
mér sér, að því meiri umferðar-
tafir því meiri tekjur af borgar-
línu, og ríkið borgar kostnaðinn.
Fyrst með beinum framlögum í
samgönguáætlun, síðar með tafa-
gjöldum, sjá (https://samgong-
urfyriralla.com/2021/05/23/
minnisblad-vegna-fundar-med-
pawel-bartoszek/). En sannleik-
urinn er sá, að Reykjavík verður
fyrsta fórnardýrið í þessari efna-
hagslegu umferðarkreppu, versn-
andi hagur þjónustufyrirtækja
bitnar fyrst og fremst á Reykjavík.
Það eru þau sem halda efnahag
hennar uppi, og það er nákvæm-
lega það sem hún fékk smjörþefinn
af í Covid-kreppunni. En þetta sér
borgarstjórnin ekki. Hún heldur
að með því að ríkissjóður borgi
borgarlínu og hún hirði tekjurnar
sé hún að skapa fjármagnsflæði
sér í hag.
Þá er bara ein spurning eftir:
Ætla menn að gera eitthvað í
þessu eða ekki?
Eftir Jónas
Elíasson » Offjárfesting í
borgarlínu kostar
versnandi hag þjónustu-
fyrirtækja og bitnar
mest á Reykjavík.
Jónas Elíasson
Höfundur er prófessor.
jonaseliassonhi@gmail.com
Of dýr borgarstjórn