Morgunblaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 28
AF KVIKMYNDUM
Gunnar
Ragnarsson
Dagana 23. til 27. júní stóð yfirheimildarmyndahátíðin Ice-land Documentary Film
Festival á Akranesi og var boðið upp
á veglegt úrval nýrra heimild-
armynda hvaðanæva úr heiminum.
Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er
haldin en heimili hennar er Bíóhöll-
in, byggð árið 1942 við Vesturgötu
23 og hiklaust með elstu starfandi
kvikmyndahúsum landsins. Eins og
algengt er orðið var samtímis boðið
upp á dagskrána á netinu, með ein-
hverjum takmörkum þó. Undirrit-
aður sótti hátíðina heim á föstudag-
inn var og sá tvær athyglisverðar
kvikmyndir í þessu glæsilega bíói
Skagamanna. Kvöldið hófst á grjót-
hörðum tékkneskum raunveruleika
frá aldamótum. Tékkar skarta ríkri
kvikmyndasögu og ber nýbylgjuna á
sjöunda áratugnum þar hæst (þá
Tékkóslóvakía) – en hún var með
eindæmum frjó og gat af sér ótal
merka höfunda, þ. á m. Hollywood-
útlagann Miloš Forman (Gauks-
hreiðrið, Amadeus) og snilldarverk á
borð við Fagurfíflar (Sedmikrásky,
Vera Chytilová, 1966), Lík-
brennslumaðurinn (Spalovac mrtvol,
Juraj Herz, 1969) og Lestir undir
smásjá (Ostøe sledované vlaky, Jiøí
Menzel, 1966). Eftir fall járntjalds-
ins hafa Tékkar ekki síst markað sér
sérstöðu fyrir mikla hefð innan
heimildarmyndagerðar og er heim-
ildarmyndarhátíðin Ji.hlava með
þeim helstu innan geirans í Evrópu.
Anny (2020) eftir Helenu Treští-
ková er nokkuð blátt áfram portrett-
mynd sem ber tékkneska skólanum
gott vitni. Með kynningarefni mynd-
arinnar má finna málsgrein sem lýs-
ir inntaki myndarinnar mætavel:
„jafnvel venjulegasta líf hefur sína
reisn og gildi“. Titilpersónunni er
fylgt yfir sextán ára tímabil, frá 1996
til 2012. Í upphafi frásagnar er hún
46 ára og starfar sem baðherberg-
isvörður og vændiskona. Þetta gerir
Anny til að framfleyta sjálfri sér og
til að styðja við dóttur og barnabörn.
Að hennar mati hefur lítið breyst við
fall kommúnismans, þeir spilltu
maka krókinn á meðan almúginn
skrimtir. Söguhetjan stendur á
götuhornum Prag að næturlagi í leit
að kúnnum en samkeppnin er hörð –
yngri, erlendar konur bjóða þjón-
ustuna á lægra verði. Viðhorf henn-
ar til starfsins er á praktískum nót-
um – vinna er vinna – og þetta er það
sem henni stendur til boða. Anny
tekur líka þátt í starfi samtaka um
réttindi og öryggi vændiskvenna, en
þau dreifa m.a. smokkum frítt og
stunda fræðslu í fjölmiðlum. Á
skemmtikvöldum samtakanna klæð-
ir hún sig upp og syngur kaupakonu-
blús við undirleik félaga sinna.
Hoppað er yfir langt tímaskeið en
Anny eldist sýnilega hratt og lýtur
að lokum í lægra haldi fyrir lungna-
krabba. Tilvera Anny eru vissulega
napurleg en í henni býr magnaður
lífsþróttur og seigla – og efnistök
Treštíkova sýna henni tilheyrilega
virðingu og forða myndinni frá því
leiðast út í armæðuklám. Allt verkið
er skotið á stafrænt DV-snið þrátt
fyrir að vera tekið upp yfir langt
tímabil, þar sem stafræn myndtækni
tók algjörlega stakkaskiptum. Þetta
færir Anny gegnumgangandi grá-
myglulega áferð.
Gunda (2020) eftir Rússann Vikt-
or Kossakovsky var ein af umtalaðri
myndum á boðstólum hátíðarinnar.
Kossakovsky er þekkt stærð í heimi
listrænna heimildarmynda en fyrir
utan það setti spéfuglinn Joaquin
Phoenix nafn sitt við verkefnið sem
framleiðandi og hefur aðkoma hans
tryggt myndinni frekara brautar-
gengi. Phoenix er nefnilega ötull
talsmaður grænkera (e. vegan) en
Gunda einblínir á dýr sem mannfólk
leggur sér til munns í hvað mestum
mæli: svín, nautgripi og hænsn.
Mannfólk, tónlist, talað mál og hefð-
bundin frásögn eru að mestu leyti
víðsfjarri í þessari níutíu mínútna
svarthvítu hægbíós (e. slow cinema)
stemmu. Dýrunum er tryggður
jafningjagrundvöllur með kvik-
myndatöku myndarinnar – en þau
eru einatt mynduð úr augnhæð.
Sterkasti kafli hennar er strax í upp-
hafi er getur að líta stóra gyltu, sem
virðist þjáð og uppgefin, liggjandi í
fjósdyrum sem ramma hana fallega
inn. Hæglega þysjar myndavélin að
henni, óræð hljóð berast sem ýta
undir ókennilega tilfinningu. Úr
myrkrinu skríður pinkulítill grís –
got hefur átt sér stað. Eftir stund-
arkorn er klippt á sjónarhorn innan
úr hlöðunni þar sem gríslingarnar
sjúga spena móðurinnar. Sól-
argeislar falla á kynlegar smáver-
urnar sem gefa frá sér hátíðnihljóð
og eru sýndar í nærmynd. Hægur
taktur setur formræn einkenni í for-
grunn og lætur áhorfendann gaum-
gæfa samhengi myndarinnar. Mögn-
uð og marglaga hljóðmynd er
augljóslega mikið „unnin“ og ljós og
skuggar staðsettir á meðvitaðan
máta – um er að ræða meðvitaða
fagurfræði „skapandi“ heimild-
armyndagerðar. Fagurfræðin er þó
engan veginn jafn grípandi og vel út-
færð er myndinni vindur fram og
kaflar með kúm og hænum eru end-
urtekningarsamir og verða á end-
anum eilítið hvimleiðir. Við fyrstu
sýn mætti halda að sögusviðið haldi
köflunum saman – þ.e.a.s. að kafl-
arnir eigi sér stað á eina og sama
sveitabænum. Endatitlar leiða þó í
ljós að myndin var tekin upp í Nor-
egi, Spáni og víðar – og dýrin því
mynduð á dreif um álfuna, sem varp-
ar frekari ljósi á höfundarætlan og
skilaboð myndarinnar. Sveitabærinn
er hvar sem er – og skilaboðin eru
pólitísk. Þrátt fyrir stórfenglega
hljóðmynd hefði myndin mátt við því
að þrengja sjónarhorn sitt og vera
heldur styttri, og einblína eilítið
meira á heimildarþáttinn og svína-
þáttinn.
Gunda er dæmi um mynd sem er
tilvalin að upplifa í bíósal og mynda
sér skoðun á. Að streyma slíku
stykki á fartölvu og flatskjá er ein-
faldlega ekki sama reynsla. Hátíðir
sem sinna þessum anga kvikmynda-
lífsins eru dýrmætar og eru listunn-
endur hvattir til að fjölmenna í Bíó-
höllina að ári liðnu.
Og þá var hægt í höllinni
Gunda Tveir grísir í svarthvítri heimildarmynd Kossakovsky, Gunda, sem sýnd var á IceDocs á Akranesi.
Anny Heimildarmynd Helenu Treštíková er nokkuð blátt áfram portrett-
mynd sem ber tékkneska skólanum gott vitni, eins og segir í pistli.
»
Sveitabærinn er
hvar sem er – og
skilaboðin eru pólitísk.
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021
B
reska rithöfundinum Lee
Child hefur tekist ótrú-
lega vel að skapa um-
gjörð um Jack Reacher
og það er hægarwa sagt en gert,
því ekki fer beint lítið fyrir sögu-
hetjunni, töffara töffaranna, í
helstu sakamálasögum nútímans.
Dauðahliðið er skemmtileg spennu-
saga í anda fyrri bóka Childs um
herlögreglumanninn fyrrverandi,
þar sem enn og aftur er sýnt fram
á að ekki borgar sig að stíga á tær
risans, hvað þá meir.
Jack Reacher er enginn venju-
legur maður. Vinkona hans líkir
honum við New York, segist elska
að koma þangað en gæti aldrei bú-
ið þar. Öðrum í sögunni dettur
fyrst í hug Stórfótur, loðinn
mannapi nýkominn út úr skóg-
inum, Hulk hinn
ógurlegi eða
maður með sekt-
arkennd, en hvað
sem hver segir
er hann meyr
harðjaxl með
ríka réttlætis-
kennd og honum
er fyrirgefið,
þótt hann fari
ekki alltaf að settum reglum.
Söguhetjan á í raun ekkert
nema tannburstann og einnota föt-
in sem hann er í hverju sinni, býr
alls staðar og hvergi, er stöðugt á
ferðinni, lætur auðnu ráða hvert
skal halda og að loknu hverju
verkefni heldur hann stefnulaust á
vit nýrra ævintýra.
Að þessu sinni veltir lítill út-
skriftarhringur frá West-Point
herskólanum í veðlánarabúð í
Wisconsin í Bandaríkjunum stóru
hlassi. Sem gömlum nemanda í
skólanum finnst Reacher sér málið
skylt og hann einsetur sér að
koma hringnum aftur til eigand-
ans. Hver sem hann er og hvar
sem hann er. Það gengur ekki
þrautalaust.
Húmorinn er aldrei langt undan
og ákveðinn orðaleik má finna í
sumum nöfnum. Jack Reacher þarf
að eiga við menn sem heita til
dæmis Jimmy Rotta og Arthur
Scorpio, rottu og sporðdreka!
Rannsóknarlögreglan í Rapid City
í Suður-Dakóta hefur ekkert kom-
ist áleiðis með þann síðarnefnda og
er því þakklát fyrir aðkomu Reac-
hers, þótt hann beiti misjöfnum
meðulum. Samanburður á Reacher
og Gloriu Nakamura, smávöxnum
rannsóknarlögreglumanni í Rapid
City, og Terrence Bramall einka-
spæjara er oft spaugilegur og ekki
fer á milli mála hvort alvarleikinn
eða fjörið hefur vinninginn.
Samkennd Reachers er sterk.
Eitt sinn herlögga, alltaf herlögga.
„Hún er ein af okkur,“ leggur
Reacher áherslu á um eiganda
hringsins. „Enginn kemur heill til
baka,“ segir yfirmaður herskólans
og vísar til konunnar, sem hefur
farið í fimm erfiða leiðangra á
ófriðarsvæði. Önnur lykilsetning,
sem segir svo margt, sem skýrist
æ betur eftir því sem á líður sög-
una.
Enn einu sinni kemur Jack
Reacher út sem sigurvegari. Án
hans og sérstaks stíls Lees Childs
væri spennusagnaheimurinn
snöggtum fátækari.
Jack Reacher í góðum og kunnugum gír
Fær Enski rithöfundurinn Lee Child, skapari Jack Reacher.
Glæpasaga
Dauðahliðið bbbbm
Eftir Lee Child.
Jón Hallur Stefánsson þýddi.
Kilja. 412 bls. JPV útgáfa, 2021.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR