Morgunblaðið - 29.06.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2021
✝
Guðrún Jóns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 14. apríl
1928. Hún lést 7.
júní 2021. For-
eldrar henna voru
Ása Sigurðardóttir
Briem, f. 14.6.
1902, d. 2.11. 1947,
og Jón Kjart-
ansson, f. 20.6.
1893, d. 6.10. 1962.
Systkini Guð-
rúnar: Sigurður Briem, f. 26.4.
1925, d. 11.2. 2014, og Halla
Oddný, f. 1935. Samfeðra Guð-
rúnu er Sólrún, f. 1955.
Fyrri eiginmaður Guðrúnar
var Jón Norðmann Pálsson, f.
13.2. 1923, d. 4.5. 1993, þau
skildu. Seinni eiginmaður Guð-
rúnar var Ólafur Agnar Jón-
asson, f. 20.6. 1926, d. 6.3. 2011.
Börn Guðrúnar og Jóns og
fósturbörn Agnars eru:
1) Ása Jónsdóttir móttöku-
ritari, f. 9.10. 1948, gift Guð-
mundi Hannessyni rekstr-
arhagfræðingi, f. 28.3. 1948.
Þeirra börn eru a) Hannes Páll
slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamaður, f. 1975. Fyrri kona
Hannesar Páls er Ragna Pét-
ursdóttir hjúkrunarfræðingur,
f. 1972, þau skildu. Synir þeirra
eru Pétur, f. 2006, og Guð-
Sóley Lára, f. 2007. B) Dr. Páll
Ísólfur verkfræðingur, f. 1977,
maki Ólöf Sara Árnadóttir
læknir, f. 1977. Börn þeirra
eru: a) Helena Eva, f. 2002, b)
Arnaldur Árni, f. 2008, c) Úlfur
Ari, f. 2013. C) Guðrún Lilja
læknir, f. 1979, maki Þorvaldur
Arnar Þorvaldsson stærðfræð-
ingur, f. 1978. Börn þeirra eru:
a) Benedikt Flóki, f. 2014, b)
Kristín Fjóla, f. 2019. D) Krist-
ján Ingvi verkfræðingur, f.
1981, maki Gyða Mjöll Ingólfs-
dóttir verkfræðingur, f. 1981.
Börn þeirra eru a) Dagur Ingi,
f. 2014, b) Kristín Erla, f. 2016.
E) Óli Hilmar læknir, f. 1983,
maki Jenný Halla Lárusdóttir
kennari, f. 1983. Börn þeirra
eru: a) Lárus Óli, f. 2007, b)
Hallfríður, f. 2011, c) Ari Páll,
f. 2019. Fyrir átti Óli Hilmar
dótturina Guðnýju Elísabetu
viðskiptafræðing, f. 1968. Börn
hennar eru Sunna María,
Sveinn og Embla Marie.
Guðrún lauk prófi frá Versl-
unarskóla Íslands. Hún fór ung
að starfa í Útvegsbankanum og
varð fyrsti kvendeildarstjóri í
sögu bankans.
Guðrún var ötul stuðnings-
kona Hringsins um langt ára-
bil. Hún æfði handbolta með
Ármanni og var í hópi fyrstu
Íslandsmeistaranna í greininni.
Útförin fer fram frá Sel-
tjarnarneskirkju í dag, 29. júní
2021, klukkan 13.
mundur, f. 2012.
Sambýliskona
Hannesar Páls er
Hrönn Stef-
ánsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, f.
1975. Hennar börn
eru Rannveig Eyja,
f. 2000, Ríkharður
Eyberg, f. 2004, og
Rebekka Eydís, f.
2008. b) Magnús
Örn, f. 1978, við-
skiptafræðingur. Kona hans er
Elín Jónsdóttir flugfreyja, f.
1979. Þeirra börn eru Elín Eir
Andersen, f. 2004, Jón Agnar, f.
2014, og Jökull Örn, f. 2017. c)
Agnar Þór Guðmundsson
hæstaréttarlögmaður, f. 1982.
Kona hans er Sólveig Arnar-
dóttir talmeinafræðingur, f.
1983. Þeirra börn eru Arnar, f.
2005, Ása, f. 2010, og Steinar, f.
2015.
2) Óli Hilmar Briem Jónsson
arkitekt, f. 14.2. 1950, maki
Kristín Salóme Jónsdóttir,
arkitekt og umhverfisfræð-
ingur, f. 8.7. 1951. Börn þeirra
eru A) Jón Agnar viðskipta-
fræðingur, f. 1973, maki Inga
Hugborg Ómarsdóttir flug-
freyja, f. 1971. Börn þeirra eru
a) Sindri Snær háskólanemi, f.
1999, b) Sævar Leó, f. 2002, c)
Góð kona og mikill skörungur
er gengin. Móðir mín Guðrún
Jónsdóttir var dugnaðarforkur og
mikil myndarkona. Hún var bráð-
skörp, enda fyrsti kvendeildar-
stjóri Útvegsbanka Íslands. Hún
var kona framkvæmda og ferða-
laga og margar ferðirnar fór hún
um ævina.
Nú hefur hún lagt í þá hinstu
og lengstu. Það er ekki nokkur
vafi á að henni verður vel tekið í
Sumarlandinu af ættingjum og
vinum. Móðir mín, eða „amma
Nunna“, eins og hún var jafnan
kölluð í fjölskyldunni, var kjarna-
kona eins og hún átti ættir til og
sagði skoðanir sínar umbúðalaust.
Hún var mikil handverkskona og
það eina sem hélt á mér hita í 30
gráðu frosti í Norður-Finnlandi
var lopapeysa sem hún prjónaði
handa mér. Og í eldhúsinu var hún
listamaður, veislurnar hennar
voru víðfrægar.
Mamma var fagurkeri og vildi
hafa fallegt í kringum sig, líka við
sumarbústaðinn þeirra Agnars í
Skorradal. Þar var útbúin tjörn
með lýsingu og vatnaliljum og svo
fallegt var þar hjá þeim hjónum að
tímarit sá ástæðu til að birta
myndir af bústaðnum og lóðinni.
Við Kristín eiginkona mín færðum
mömmu stundum blóm og tré í
bústaðinn og þá var hátíð í bæ.
Mamma var líka alltaf vel til höfð
og fallega klædd. Ég held að hún
hafi undantekningalaust farið
vikulega í lagningu í 70 ár, nú síð-
ast stuttu fyrir andlátið. Mér
fannst hún fallegasta kona í heimi
þegar ég sat strákur í rútunni til
Víkur á Steindórsplani og vinkaði
henni bless út í gegnum gluggann.
Og þegar ég var að ganga yfir
Reynisfjall með egg til að selja í
Vík stansaði ég alltaf á vestur-
brúninni, sneri mér við og horfði
til vesturs og hugsaði: „Þarna ein-
hvers staðar er hún mamma mín.“
Og stundum komu pakkar með
mjólkurbílnum frá henni með
glaðning til mín. Þá var mikil hátíð
og gleði í sálinni.
Seinni eiginmaður mömmu og
fóstri minn var Ólafur Agnar Jón-
asson flugvélstjóri. Með honum
fór mamma oft til útlanda, enda
elskaði hún sól og hlýju. Og hún
elskaði líka hlýjuna í skúringaföt-
unni einn kaldan febrúardag fyrir
60 árum, þegar öll fjölskyldan var
að hreinsa bílinn niðri í bílskúr á
Rauðalæk 50. Hún var að pússa
bílinn að innan og steig svo óvart
ofan í skúringafötuna með volgu
vatni þegar hún sté út. Og þar
stóð hún dágóða stund með fótinn
í volgu vatninu og við hlógum öll -
en hún mest.
Sólin er sest í vestri, en gullin
ský góðra minninga glitra áfram á
himni sálarinnar. Takk fyrir allt
elsku mamma mín.
Óli Hilmar.
Fallin er frá Guðrún Jóns-
dóttir, tengdamóðir mín og einn
minn besti vinur. Kynni okkar
Guðrúnar og vinátta eiga sér
langa sögu. Örlögin höguðu því
þannig að Óli Hilmar, bróðir
Ásu, konu minnar, og ég vorum
sem stráklingar saman í sveit í
Efri-Presthúsum í Reynishverfi
í Mýrdal. Þegar Guðrún kom í
heimsókn í sveitina hitti ég
þessa dásamlegu konu, ljúfa,
viðmótsþýða og gjafmilda við
okkur krakkana, sem vorum oft
býsna mörg í senn hjá Ingu og
Guðjóni í Presthúsum.
Á sama tíma lágu saman leiðir
okkar Ásu, verðandi eiginkonu
minnar, – en það vissi ég ekki
þá. Fyrst man ég eftir Ásu hjá
Jóni Kjartanssyni, sýslumanni í
Vík, þegar Óli Hilmar og ég
skutumst í heimsókn yfir fjallið.
Aftur lágu leiðir okkar Guð-
rúnar saman þegar ég var send-
ill hjá karli föður mínum og var
að erindast í Útvegsbankanum.
Og hver tekur á móti mér önnur
en Guðrún, brosandi og hlý að
venju, og sagði að það væri gam-
an að sjá mig aftur, sem mér
fannst eiginlega ekki sjálfgefið.
Á unglingsárunum fórum við
Ása að stinga saman nefjum og
þá fór leið mín að liggja inn á
Rauðalæk 50 þar sem Guðrún og
Agnar, „fóstri“ eins og ég kall-
aði hann, höfðu búið sér einkar
glæsilegt heimili. Þar var allt
með heimsmannslegu yfirbragði
enda ferðuðust þau hjónin mikið
og víða.
Guðrún var hreint einstakur
gestgjafi, tók vel á móti öllum,
ungum sem gömlum enda var
vinahópurinn stór og trúfastur.
Matargerð og framreiðsla Guð-
rúnar var á heimsmælikvarða
hvort sem það var fjölrétta jóla-
hlaðborð eða kalkúnn, sem ég
smakkaði raunar í fyrsta skiptið
á Rauðalæknum.
Lyndiseinkunn og útgeislun
Guðrúnar var slík að þeir sem
kynntust henni höfðu gjarna á
orði „hvað hún Guðrún væri nú
ljúf og hugguleg kona“. Við Guð-
rún áttum samleið í ríflega sex-
tíu ár og aldrei varð okkur sund-
urorða. En það var Guðrúnu að
þakka ekki mér. Guðrún hafði
þetta einstaka lag á að draga
það besta fram í hverri mann-
eskju, beina athyglinni frá
sjálfri sér og að viðmælanda sín-
um. Það leið öllum vel í návist
Guðrúnar.
Guðrún var mér leiðarljós í
lífinu. Ég dáðist að hlýju henn-
ar, manngæsku og virðingu fyr-
ir sérhverri manneskju. En
Guðrún var líka ákveðin og
fylgin sér þótt því fylgdu ekki
endilega stór orð. Mér er einkar
minnisstætt er hún heyrði mig
skattyrðast út í einhvern sem ég
hafði átt í samskiptum við. Þá
sagði Guðrún: „Guðmundur
minn, þú átt aldrei að láta annað
fólk stjórna skapi þínu“. Þessa
gullnu reglu hef ég æ síðan
munað, reynt af fremsta megni
að fara eftir, en gengið misjafn-
lega vel.
Með Guðrúnu Jónsdóttur,
vini mínum og tengdamóður, er
fallinn frá drengur góður. Guð-
rún gerði mig að betri manni,
fyrir það verð ég henni ævar-
andi þakklátur.
Blessuð sér minning Guðrún-
ar Jónsdóttur, hennar verður
lengi minnst fyrir manngæsku
og mannkosti.
Guðmundur Hannesson.
Elsku amma Nunna. Við
bræður munum fyrst eftir þér
sem afskaplega góðri ömmu sem
var svo skemmtilegt að koma í
heimsókn til á Rauðalækinn. Þar
var alltaf eitthvað nýtt og spenn-
andi – frá Ameríku. Þú varst allt-
af mjög hvetjandi, sýndir okkur
athygli og studdir okkur. Það er
sérlega eftirminnilegt þegar þú
og afi Agnar eltuð okkur á nær
hvern einasta fótboltaleik sem
við spiluðum í Gróttu. Þá komu
færri foreldrar en nú til dags að
horfa – hvað þá ömmur og afar.
Þú varst sjálf mikil handbolta-
kona í Ármanni og sagðir okkur
oft sögur af þínum ferli. Ekki
þótti eins sjálfsagt að vera í
kvennahandbolta á þínum upp-
gangsárum og það þykir í dag.
Þú eignaðist ótal vini í gegnum
árin enda voruð þið afi sérlega
viðkunnanleg, lífsglöð og
skemmtileg. Þið ferðuðust saman
út um allan heim, enda var afi
marga áratugi í fluginu. Saga
Loftleiða er einstök í íslenskri
viðskiptasögu og lífið í kringum
það sveipað ævintýraljóma. Það
var alltaf spennandi að heyra þig
segja sögur frá þessum tíma, af
ykkur og „séffunum niðurfrá“
eins og afi orðaði það. Ein eft-
irminnileg saga er þegar einn
besti vinur ykkar, Gunnar Björg-
vinsson heitinn, kaupsýslumaður
í Liechtenstein, lét sækja ykkur
afa hingað heim í einkaþotu og
fljúga ykkur út í stórafmæli sitt.
Það var líka gaman að heyra
þig segja sögur úr gamla Útvegs-
bankanum þar sem þú starfaðir
lengi og kynntist mörgu fólki.
Reyndar kynntist þú svo mörg-
um í gegnum 93 árin að það var
oft erfitt að ná áttum í frásögn-
unum. En sögurnar voru jafnan
fróðlegar og fyndnar, hvert sem
viðfangsefnið var. Þú hafðir
sterkar skoðanir á málum, enda
dóttir sýslumanns, þingmanns og
ritstjóra Morgunblaðsins.
Þrátt fyrir að þú og afi hafið
verið mikið á ferðalagi í gegnum
lífið gafstu þér alltaf tíma fyrir
fjölskylduna. Í seinni tíð var ynd-
islegt að koma í Skorradalinn, en
þar áttum við svo sannarlega
góðar stundir með þér og afa.
Þar áður í Nesvíkinni og Or-
lando. Þú varst alltaf glæsileg
kona og varst það til æviloka.
Fyrir ekki svo löngu síðan kom
mynd af þér í einu dagblaðinu,
þar sem þú komst í þínu fínasta
pússi á kjörstað. Blaðamaðurinn
átti erfitt með að trúa hversu
gömul þú varst. Ekki spurði
blaðamaðurinn hvað þú kaust en
þeir sem til þekkja efast ekki um
það.
Ævilangt sjálfboðastarf þitt
fyrir bæði Rauða krossinn og
kvenfélagið Hringinn segir meira
en þúsund orð um þig og þína
manngæsku. Í áraraðir sást þú
um að sjúklingar á Landspítalan-
um fengju bækur í rúmið frá
bókasafni spítalans og gestir sæl-
gæti. Ómetanlegt starf ykkar
Hringskvenna þekkja svo allir en
stofnframlag Hringsins gerði
Barnaspítalann að veruleika og
er Hringurinn enn öflugasti bak-
hjarl spítalans.
Elsku amma. Ekki er hægt að
ímynda sér jafn hjartgóða mann-
eskju og þig – ósérhlífin, skiptir
varla skapi og varst alltaf glöð og
brosandi. Við erum öll stolt af þér
og okkur þykir óskaplega vænt
um þig og hugulsemi þína við
fjölskylduna. Við bræður og fjöl-
skyldan erum þakklát fyrir að
hafa átt þig að og munum vera
það alla tíð. Sitji Guðs englar
saman í hring - sænginni yfir
minni.
Magnús Örn.
Elsku amma Nunna, einn af
klettunum í tilverunni, er lögð af
stað áleiðis til sumarlandsins eft-
ir langa og viðburðaríka ævi.
Vitaskuld á það ekki að koma
manni í opna skjöldu þegar fólk
komið á tíræðisaldur safnast til
feðranna en hvað get ég að því
gert þótt ég þurfi aðeins að átta
mig? Ég hef aldrei þekkt annað
en að eiga ömmu Nunnu að og
hún var alltaf til staðar meðan
hún hafði krafta og heilsu til.
Amma Nunna var amma og
langamma eins og allir óska sér
að eiga. Ég var svo dæmalaust
lánsamur að hún var mín amma.
Frá því í frumbernsku þekkti
ég ekki annað en að eiga ömmu
og afa á Rauðalæk. Smekkleg og
forfrömuð heimsborgarahjón
sem áttu gullfallegt heimili í óvið-
jafnalegu Sigvaldahúsi, fallega
innréttuðu með tímalausum inn-
anstokksmunum og margs konar
skrautgripum frá hinum ýmsu
heimshornum sem hún og Agnar
afi höfðu safnað á ferðalögum
sínum um veröld víða. Þegar
guttanum sem ég var forðum
bauðst að gista hjá ömmu og afa
á Rauðalæknum var lífið með
ljúfasta móti.
Eitt sinn sem oftar hafði
amma lofað mér að ég mætti
gista en gáði ekki að því að hún
og afi höfðu boðið vinum til veislu
sama laugardagskvöldið. Nú var
úr vöndu að ráða, en ekki kom til
þess að ganga á bak orðanna
heldur fékk ég sannarlega að
gista – við sömdum bara um að
ég myndi halda mig mestan-
partinn til hlés í svefnherbergi
hennar og afa, með bækur og
tölvuspil. Við það stóð ég en
stóðst ekki að kíkja fram á nátt-
fötunum og uppskera góðlátleg-
an hlátur viðstaddra. Síðan eru
allmörg ár liðin en minningin er
ljóslifandi.
Ótalmargar slíkar á ég af
Rauðalæknum enda vorum við
ömmubörnin ávallt velkomin í
heimsókn. Amma og afi áttu
skúffu fulla af leikföngum fyrir
barnabörnin sem komu í heim-
sókn, þar sem okkar beið Lego,
púsluspil af öllu tagi og fleira. Í
sjónvarpsstofunni – Gulu stofu
eins og hún var kölluð eftir gólf-
teppinu – gátum við gleymt stað
og stund í leik, þangað til amma
hafði útbúið hressingu. Mér þyk-
ir ekki lítið vænt um gullfallegt
tekkborðið sem var þar velflest
uppvaxtarár mín. Nú prýðir það
Bláu stofuna hjá okkur hjónum
og er hið mesta stáss.
Amma Nunna var mér fyrir-
mynd í ýmsu, til að mynda hvern-
ig halda skal snyrtilegt og
smekklegt heimili, leggja fallega
á borð. Setja sjálfum mér viðmið
og hvika aldrei frá. Vera ærlegur
og hafa „standard“. Þetta á við
allt frá stóru málunum og að
klæðaburði því amma Nunna gaf
ekki nokkurn afslátt af því hvern-
ig hún hafði sig til meðan henni
entist heilsan. Hún rataði meira
að segja í Morgunblaðið þegar
hún mætti á kjörstað fyrir fáein-
um árum, klædd eins og hún átti
vanda til. Blaðamanni á vettvangi
þótti hún svo fallega til fara að úr
varð viðtalsgrein með mynd.
Það verða víst ekki til fleiri
nýjar minningar um ömmu
Nunnu, en þeirra sem ég á gæti
ég sem gulls um ókomna tíð.
Eins og við að púsla saman í ró á
Rauðalæknum meðan hún raular
Út við himinbláu sundin. Stund-
um þarf bara smá samveru til að
búa til ljós sem varir um alla tíð.
Skilaðu okkar allra bestu
kveðju til elsku afa Agnars – ég
get rétt ímyndað mér fagnaðar-
fundina sem þið áttuð.
Jón Agnar Ólason.
Elskuleg vinkona mín og
skólasystir í Verslunarskóla Ís-
lands, Guðrún Jónsdóttir
(Nunna) lést 7. júní á hjúkrunar-
heimilinu Seltjörn á Seltjarnar-
nesi.
Eftir útskrift að námi loknu
stofnuðum við saumaklúbb sjö
skólasystur saman. Við hittumst
alltaf einu sinni í viku á mánu-
dagskvöldum í mörg ár. Nú eru
þær allar látnar nema ég. Þegar
við vorum fjórar eftir héldum við
áfram að hittast reglulega. Við
urðum fastagestir í hádegisverð
á veitingastaðnum Vox og feng-
um alltaf frábæra þjónustu. En
síðast vorum við bara tvær eftir.
Það er erfitt að sjá á eftir góðum
vinkonum.
Nunna og ég vorum báðar á
Seltjörn, hún á legudeild en ég í
dagvist þrisvar í viku og við held-
um áfram að hittast reglulega og
áttum góðan tíma saman.
Nunna var alltaf mjög vel til-
höfð, fallega klædd og fín um
hárið. Alltaf glöð og ánægð,
kvartaði aldrei. Ása dóttir
Nunnu og fjölskylda hugsuðu
mjög vel um hana og heimsóttu
hana nær daglega sem er mjög
mikilvægt þegar maður er orð-
inn gamall. Við vorum jafn gaml-
ar, 93 ára.
Ég kveð Nunnu mína með
söknuði og vona að hún sé í sum-
arlandinu með sínum elskaða
eiginmanni Agnari.
Valdís Blöndal (Addý).
Guðrún Jónsdóttir
Elsku mamma, tengdamamma, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR ARINBJARNARDÓTTIR,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði 23. júní.
Útför hennar fer fram í Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 1. júlí klukkan 13.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 4. hæð, Báruhrauni,
fyrir einstaklega góða umönnun og hlýju.
Salome Einarsdóttir Kristján Óskarsson
Emelía Einarsdóttir Jón B. Jónsson
Hulda Einarsdóttir Ómar Ingvarsson
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARÍA MARGRÉT EINARSDÓTTIR,
Ársölum 1, Kópavogi,
lést mánudaginn 21. júní. Útförin fer
fram frá Lindakirkju fimmtudaginn 1. júlí
klukkan 13.
Ása Ólafsdóttir Lárus K. Viggósson
Atli Þór Ólafsson Ester Halldórsdóttir
Kristín Ólafsdóttir Snorri Eiríksson
barnabörn og barnabarnabörn