Morgunblaðið - 02.06.2021, Blaðsíða 1
AÐSÓKNIN ALDREIVERIÐMEIRIWHITNEY ER ÓSTÖÐVANDI
Viskíið frá Ardbeg er konfekt frá Islay, laust við tilgerð. 8
Whitney Wolfe Herd, stofnandi Bumble,
er bráðung, vellauðug og snjöll og
tilbúin að ryðja brautina. 10
VIÐSKIPTA
Margrét segir háskólana ávallt blómstra á kreppu-
tímum en að það sé kúnst að láta allt ganga
vel þegar efnahagur landsins er í blóma. 11
MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021
Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf
Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík
ey.is
Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Þungt högg á framleiðslu HS Orku
Snemma á mánudagsmorgun urðu starfs-
menn HS Orku varir við óeðlilegan titring í
annarri túrbínu Reykjanesvirkjunar. Var
gripið til þess ráðs að keyra afl á henni niður
hið snarasta til að afstýra tjóni. Uppsett afl
túrbínunnar er 50 Mw eða helmingur af heild-
arframleiðslugetu Reykjanesvirkjunar. Jafn-
gildir það 28% af framleiðslugetu fyrir-
tækisins sem jafnframt rekur virkjun í
Svartsengi.ViðskiptaMogginn leitaði við-
bragða HS Orku við tíðindunum. Segir Jó-
hann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður
viðskiptaþróunar hjá fyrirtækinu að ekki sé
búið að opna túrbínuna en sérfræðingar telji
að túrbínublöð hafi beyglast eða skemmst.
Það muni koma í ljós á næstu dögum þegar
hægt verður að opna túrbínuna. Segir hann
að ef grunur sérfræðinganna reynist réttur
muni taka tvær til þrjár vikur að gera við
búnaðinn og koma honum í notkun að nýju.
Sérfræðingur sem ViðskiptaMogginn ræddi
við sagði að ef skipta þyrfti túrbínunni út eða
ráðast í meiri háttar lagfæringar á henni
myndi slík viðgerð taka einhverja mánuði.
Túrbínan sem nú er biluð er frá árinu 2006.
Jóhann Snorri bendir á að HS Orka eigi vara-
hluti í hana og það byggi á þeirri staðreynd
að fyrirtækið á ónotaða túrbínu sem það
keypti árið 2010 en staðið hefur ónotuð síðan,
þar sem stækkunaráform við Reykjanesvirkj-
un runnu út í sandinn. Fyrir sex árum var
verðmæti hinnar ónotuðu túrbínu metið á ríf-
lega tvo milljarða króna. Tilvist ónotuðu túrb-
ínunnar veldur því að ósennilega þarf HS
Orka að bíða lengi eftir varahlutum í biluðu
túrbínuna.
Á næstu dögum mun skýrast hversu langan
tíma tekur að koma virkjuninni í fullan gang
að nýju. Heimildir ViðskiptaMoggans herma
að enn hafi ekki þurft að grípa til skerðinga á
orku til álversins á Grundartanga sem er
stærsti kaupandi orku af HS Orku. Munu þar
samningar við Orku náttúrunnar m.a. hafa
komið að góðum notum.
Sé litið til heildsöluverðs á forgangsorku
frá Landsvirkjun eins og það stóð á árinu
2020 má áætla að tekjutap HS Orku vegna
bilunarinnar geti numið um 6,4 milljónum á
dag. Taki þrjár vikur að gangsetja túrbínuna
gæti tjónið numið 135 milljónum króna.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
HS Orka hefur þurft að slökkva á
annarri tveggja túrbína Reykjanes-
virkjunar sem stendur undir ríflega
fjórðungi orkuframleiðslu fyrir-
tækisins.
Morgunblaðið/Kristinn Benedikt
Reykjanesvirkjun Uppsett afl er 100 Mw. Álverið á Grundartanga kaupir 80 Mw af HS Orku.
EUR/ISK
2.12.'20 1.6.'21
165
160
155
150
145
140
155,25
147,15
Úrvalsvísitalan
3.100
2.900
2.700
2.500
2.300
2.100
2.12.'20 1.6.'21
2.335,52
3.002,37
Síldarvinnslan var hringd inn í kaup-
höllina við hátíðlega athöfn um borð í
Berki síðastliðinn fimmtudag.
ViðskiptaMogginn hitti Gunnþór
eftir skráninguna og ræddi við hann
um tækifærin fram undan.
Gunnþór segir fyrirtækið hafa náð
fram mikilli hagræðingu í rekstri.
Um það vitni til dæmis fækkun fiski-
mjölsverksmiðja úr átta í tvær og
stóraukin framleiðni í loðnufrystingu
á hvern starfsmann. Afkastagetan
farið úr tveimur tonnum á dag í 24
tonn. Þá geti eitt skip afkastað jafn
miklu á veiðum og tvö til þrjú áður.
Prótínduft í þróun
Fram undan sé mikil fjárfesting í
fiskimjölsverksmiðjunni í Nes-
kaupstað sem muni auka verðmæti
uppsjávaraflans enn frekar. Til
dæmis sé horft til þess að framleiða
prótínduft og selja á betur borgandi
markaði. Jafnvel til manneldis síðar
meir en hugmyndir varðandi vöru-
merki og annað slíkt séu á frumstigi.
Gunnþór segir að samhliða þessu
hyggist Síldarvinnslan dreifa áhætt-
unni í rekstrinum betur með því að
auka við aflaheimildir í bolfiski.
Hann telur tilefni til að skoða sam-
starf útgerða varðandi vinnslu og
markaðssetningu erlendis. Með því
að stilla betur saman strengi sé hægt
að fá hærra verð fyrir fiskinn.
Gunnþór segir aðspurður að við-
skiptabannið á hendur Rússlandi
hafi skaðað fyrirtækið. Hann hafi
áhyggjur af því að gripið verði tl
sambærilegra aðgerða gegn Hvíta-
Rússlandi vegna ástands-
ins ytra.
Síldarvinnslan stefnir á nýja markaði
Ljósmynd/Anna Margrét Sigurðardóttir
Gunnþór Ingvason hóf störf hjá for-
vera Síldarvinnslunnar árið 1996.
Gunnþór Ingvason, for-
stjóri Síldarvinnslunnar,
boðar vöruþróun og sókn
á mörgum vígstöðvum.
6