Morgunblaðið - 02.06.2021, Blaðsíða 12
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
HÄSTENS VERSLUN
Faxafeni 5, Reykjavík
588 8477
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 1–18 | Lau. 1–16
ww.betrabak.is
Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens
munt þú skilja virði þess að ná
fullkomnum nætursvefni.
WESLEEP.
DOYOU?
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Fengu 12 milljónir upp í 11 milljarða …
Perla hættir hjá Landsbankanum
Tæplega 20 sagt upp störfum …
Segir framkomu ÍFF skemma fyrir …
Íslendinga þyrstir í að komast til …
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Ferðabókanir hjá markaðstorginu
Guide to Iceland eru núna um 35% af
þeim bókunum sem fyrirtækið fékk í
maí 2019, að sögn forstjóra og eins
eiganda félagsins, Xiaochen Tian.
Tekjur fyrirtækisins hurfu í skyndi
við upphaf kórónuveirufaraldursins
en félagið er stærsta viðskiptanet ís-
lenska ferðaþjónustugeirans og velti
7,2 milljörðum króna árið 2019.
Fyrirtækið safnar saman á einn
stað hótelum, veitingastöðum,
kynnisferðum og annarri þjónustu
sem ferðamenn gætu viljað nýta sér.
Í gegnum vefinn getur ferðalangur-
inn bókað og skipulagt Íslandsferðina
og um leið nýtt sér vandaðar og ítar-
legar upplýsingar sem Guide to Ice-
land hefur safnað um flestallt sem
tengist ferðalögum um landið, menn-
ingu þess, sögu og náttúru.
Tian segir að tíminn síðan faraldur-
inn hófst hafi verið nýttur til að þróa
áfram hugbúnað félagsins, en félagið
stefnir að útrás til Evrópu, og hyggst
setja á stofn Guide to Europe-
bókunarvefsíðu.
Tian fagnar því að ferðaþjónustan
sé aftur að taka við sér. Hún segir að
fyrirtæki þurfi nú að vinna meira
saman til að auka sölutekjur og ná
fram hagræðingu.
Engar bókanir frá Kína
Áður en faraldurinn skall á voru
Kínverjar 20% þeirra sem bókuðu
ferðir í gegnum Guide to Iceland.
Engar bókanir eru farnar að berast
frá Kína enn þá, enda eru enn hömlur
á þeirra ferðalögum til Íslands. „Við
vonumst til að geta tekið fljótlega á
móti öllu bólusettu ferðafólki óháð
þjóðerni,“ segir Tian í samtali við Við-
skiptaMoggann.
Morgunblaðið/RAX
Erlendir ferðamenn eru farnir að tínast til landsins. Landslagið er vinsælt.
35% af bókun-
um í maí 2019
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Markaðstorgið Guide to
Iceland er að ná vopnum
sínum á ný eftir algjört
tekjufall í kjölfar kórónu-
veirufaraldursins.
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Þ
egar ég var yngri var ég gjarn á
að gleypa allt í mig. Borða og
drekka hratt. Ekki mátti missa af
neinu og um að gera að sturta hlut-
unum í sig áður en einhver annar yrði
fljótari til og borðaði og drykki allt frá
manni. En þannig eru Íslendingar upp
til hópa. Við gleypum allt í okkur, eins
og til dæmis nýjungar. Þegar Netflix
kom til Íslands var streymisveitan
ekki fyrr lent á skerinu en allir Íslend-
ingar voru komnir með hana. Þegar
Ófærð var í sjónvarpinu horfðu allir á
þættina. Það sama má segja um Euro-
vision. Hver einasti Íslendingar horfði
á úrslitin þar sem hann Daði okkar
keppti inni á hótelherbergi og stóð sig
með miklum sóma.
S
tefán Hjörleifsson, landsstjóri
streymisveitunnar Storytel,
sagði í samtali við Dagmál Morgun-
blaðsins á dögunum að markaðs-
hlutdeild veitunnar hefði vaxið úr 1%
í 35% á fimm árum. Við erum á góðri
leið með að gleypa í okkur Storytel
líka, og allt sem á henni er.
N
ýlega var hlutafjárútboð Síldar-
vinnslunar og þar stóðum við
okkur eins og hetjur. Við hámuðum í
okkur bréfin. Íslandsbanki er næstur á
hlaðborðinu og án efa munum við
graðga í okkur allt sem í boði verður
þar. Það er áríðandi að hafa hraðar
hendur til að vera á undan öllum öðrum.
Þ
að er eins gott að við erum ekki
hervædd stórþjóð. Við myndum
gleypa í okkur nágrannaþjóðirnar og
allan heiminn á eftir.
Gleypum
í okkur
Þ
ví hefur fylgt nokkur ónota-
tilfinning að sjá verðbólguna
rísa síðustu mánuði. Þróunin á
reyndar ekki að koma sérstaklega
á óvart. Innistæðulausar launa-
hækkanir þar sem atvinnulífið rær
lífróður, veikari króna og hækk-
andi flutningskostnaður er form-
úla sem ekki getur brugðist í
þeirri viðleitni að vekja upp draug-
inn fræga.
V
erðbólgan gerir þær aðgerðir
sem nauðsynlegt er að grípa
til í því skyni að tryggja viðspyrnu
nokkuð vandmeðfarnar. Á sama
tíma og vinna þarf á viðvarandi og
miklu atvinnuleysi má örvunin í
hagkerfinu ekki verða slík að verð-
bólgubálið brenni allt sem fyrir
verður. Seðlabankinn hefur enda
bent á það nú að ef stjórnvöld
halda óbreyttum kúrs, dæla fjár-
magni út í hagkerfið og halda
ótrauð áfram með gríðarmikil fjár-
festingarverkefni þá sé hætt við að
bankinn þurfi að grípa til sinna
ráða. Þar gæti handbremsan
fræga komið að gagni en það vita
þeir sem ekið hafa bíl að það fer
hvorki vel með hann né ökumann-
inn að botnstíga bensíngjöfina á
sama tíma og bremsan er í „upp-
réttri“ stöðu.
N
ú mælist verðbólgan á evru-
svæðinu 2% og er það í
fyrsta sinn frá árinu 2018 sem hún
mælist yfir markmiði Seðlabanka
Evrópu. Christine Lagarde áttar
sig á að hún þarf að feta þröngt
einstigi eins og oft áður í við-
brögðum sínum. Henni er meinilla
við að slá á putta stjórnmálaleið-
toganna sem nú reyna allt hvað
þeir geta til að örva hagkerfin
heima fyrir. En hún vill ekki særa
fleiri og stærri drauga fram. Vill
hún enda meina að verðbólgu-
skotið nú sé tímabundið og tengt
„einskiptisliðum“. Horfa menn þar
m.a. til verðhækkana á orku í Evr-
ópu sem risið hefur um 13,1% á
einu ári. Gætu leiðtogarnir í Evr-
ópu þurft að slá af grænum
áherslum sínum næstu misserin til
að forða því að einskiptisliðirnir
verði margskiptis?
Draugagangur gerir vart
við sig víðar en hér upp frá
Halli af vöruvið-
skiptum nam 27,1
milljarði króna á fyrsta
fjórðungi þessa árs.
Rúmlega 27
milljarða halli
1
2
3
4
5