Morgunblaðið - 02.06.2021, Blaðsíða 11
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Einnig getum við úvegað
startara og alternatora
í allskonar smávélar
frá Ameríku
Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði
í alternator og startaraviðgerðum.
Við höfum áratuga reynslu í
viðgerðum fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Verkstæðið er með öll nauðsynleg
tæki og tól til þessara verka.
Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í
prufubekk til að tryggja að allt sé
í lagi. Þeim er einnig skilað
hreinum og máluðum.
Áratug
a
reynsl
a
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021 11FRÉTTIR
Að undanförnu hefur verið mikil gróska í
starfi Háskólans á Bifröst og nemendahóp-
urinn sjaldan verið stærri. Undirbúningur
næstu annar er núna í fullum gangi, verið að
kynna nýjar námsleiðir og fara í gegnum um-
sóknir.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í
rekstrinum þessi misserin?
Nýr rektor er ávallt áskorun fyrir starfs-
fólk. Það þarf að venjast nýjum stjórnanda.
Nú eru tíu mánuðir liðnir frá því ég tók við og
hefur margt áunnist á þeim tíma. Við vorum
að samþykkja nýja stefnu fyrir skólann, fjár-
málin eru í góðum málum og aðsókn hefur
aldrei verið meiri. Til að menntastofnanir veiti
ávallt hágæðamenntun er nauðsynlegt að vera
stöðugt á tánum og missa ekki einbeitinguna.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
sem þú sóttir?
Einmitt nú í hádeginu á þriðjudag fékk ég
að drekka úr viskubrunni Birnu Einarsdóttur
í Íslandsbanka og Kristrúnar Tinnu Gunn-
arsdóttur sem er sérfræðingur í innleiðingu
stefnu bankans, um það hvernig maður inn-
leiðir stefnu. Allir geta sett sér stefnu en svo
er annað mál að innleiða hana.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á hvernig
þú starfar?
Ég er alæta á bækur og sérhver bók sem ég
les breytir því hver ég er. Eftir því sem árin
líða tekur maður til sín atriði sem hafa áhrif á
mann og stækka mann. Ég les mikið um inn-
leiðingu á stefnu núna en líka um almenna
stjórnun.
Hvernig heldurðu þekkingu þinni við?
Lestur er fullkomin leið til að vera á tánum
auk þess sem ég á aldeilis frábæra vini sem
eru nördar og ég læri stöðugt af. Forréttindi
okkar í háskólaumhverfinu felast í því að þar
eru sérfræðingar á hverju strái og örlátir á
þekkingu sína.
Hugsarðu vel um líkamann?
Hreyfing og holl fæða eru órjúfanlegur hluti
af því sem ég er. Annaðhvort fer ég í göngu-
ferð, á skíði eða geri jóga og hreyfi mig í það
minnsta fimm sinnum í viku. Ég reyki hvorki
né drekk og leitast við að neyta einungis
hreinnar fæðu með heilbrigðum undantekn-
ingum.
Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að
finna þér nýjan starfa?
Til allrar hamingju hef ég ávallt verið svo lán-
söm að elska starfið mitt hverju sinni. Það verð-
ur ávallt mitt helsta áhugamál. Núna brenn ég
fyrir háskólamenntun og byggðaþróun.
Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta
við þig nýrri gráðu?
Næsta markmið í lífinu væri að lesa Biblí-
una en ég hef farið Jakobsveginn fimmtán
sinnum. Mig langar einnig að læra meira í sál-
fræði og listasögu.
Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrar-
umhverfið?
Það versta við rekstur háskóla er að þeir
eru ávallt í öfugu hlutfalli við ástandið í land-
inu. Þeir blómstra ávallt á krepputímum og
svo er kúnstin að láta allt ganga vel þegar
efnahagur landsins blómstrar.
Hvað gerirðu til að fá orku
og innblástur í starfi?
Náttúran í Norðurárdalnum er minn helsti
orkugjafi sem og skíðalendurnar á Trölla-
skaga þar sem ég er iðulega um helgar. Já-
kvæð samskipti eru svo það sem gerir það að
verkum að okkur líður vel í lok dags. Þau setja
ávallt punktinn yrir i-ið.
Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir
einráð í einn dag?
Ég myndi breyta lögum um háskóla þannig
að allir háskólar landsins yrðu sjálfseignar-
stofnanir.
SVIPMYND Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst
Nauðsynlegt að vera stöðugt á tánum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
NÁM: MBA frá Háskólanum í Reykja-
vík; doktorspróf frá Princeton-háskóla í
spænsku máli og bókmenntum.
STÖRF: Lektor í spænsku við Háskóla
Íslands; dósent hjá Háskólanum í
Reykjavík; forstöðumaður alþjóðasviðs
HR og eigandi ferðaskrifstofunnar
Mundo. Rektor Háskólans á Bifröst frá
júní 2020.
ÁHUGAMÁL: Fólk, menntun, útivist,
bækur, matreiðsla, hreyfing, jóga og
prjónaskapur.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift Hálfdáni
Sveinssyni, eiganda Hótels Sigluness á
Siglufirði. Saman eigum við fimm börn.
HIN HLIÐINMargrét myndi vilja
að allir háskólar
Íslands yrðu sjálfs-
eignarstofnanir.