Morgunblaðið - 02.06.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.06.2021, Blaðsíða 6
Gunnþór Ingvason, for- stjóri Síldarvinnslunnar. Gunnþór segir Síldarvinnsluna jafnframt hafa verið leiðandi í manneldisvinnslu uppsjávarfiska. Tekin var sú ákvörðun að byggja sérhæft uppsjávarfrystihús 1997 og markaði það að hans sögn tímamót. Tilkomu hússins var svo fylgt eftir í uppsjávar- fyrirtækjum og aflaheimildum. „Má segja að sameiningin við SR mjöl hf. og það hagræðing- arferli sem fylgdi á eftir lýsi vel þeirri vegferð sem félagið hefur verið á.“ Þegar veiðar á norsk-íslensku síldinni hófust aftur 1994 fór stór hluti hennar í mjöl og lýsi fyrstu árin og var langt að sækja hana. Fjárfest var í uppbyggingu í frystihúsinu til að freista þess að auka manneldisvinnsluna á síldinni og fer hún nú nánast öll til manneldis. Síðan þegar makríllinn birtist þurfti enn að auka fjárfest- ingar til að skapa sem mest verðmæti úr hon- um, að sögn Gunnþórs. „Á sama tíma var samdráttur í mjöl- og lýsis- vinnslunni. Það var alltof mikil afkastageta hjá félaginu og fækka þurfti fiskimjölsverksmiðjum á Íslandi. Í dag erum við með hátæknifrystihús sem afkastar 720 tonnum á sólarhring og erum í uppbyggingu í fiskimjölsverksmiðjunni í Nes- kaupstað. Afkastagetan margfaldast Uppsjávarflotinn hefur verið endurnýjaður og eigum við von á nýjum Berki til landsins á fimmtudaginn. Við erum komnir með stærri og hagkvæmari skip til þess að bæta meðhöndlun aflans og veiðum fiskinn með minni olíunotkun, auk þess sem aðbúnaður áhafna hefur verið stórbættur. Við sjáum að þetta er allt að skila sér,“ segir Gunnþór og tekur dæmi af því hvernig makríll hafi kallað á aukna fjárfestingu. „Þegar makríllinn kom árin 2005 og 2006 var auðvitað ljóst að þótt við værum með öfluga vinnslu þyrftum við að fjárfesta töluvert í bún- aði hjá okkur til að ná að vinna hann til mann- eldis. Fjárfest hefur verið í mun betri skipum með meiri burðargetu og sem koma með kæld- an afla að landi,“ segir Gunnþór. Burðargetan margfaldast – Þú nefndir að fiskimjölsverksmiðjum fé- lagsins hefði fækkað úr átta í tvær og að skipum hefði fækkað og stærri komið í stað minni. Gætirðu sagt mér meira af hagræðingunni? „Ef við byrjum á útgerðarhliðinni í uppsjávarfiski þá báru mörg skip 600-700 tonn og stærstu skipin 1.000-1.100 tonn. Kvótar voru mun stærri á þessum árum en í dag og skipin voru mikið til eldri skip sem hafði verið breytt. Nú bera stærstu skipin 3.300 tonn, sem jafn- gildir því magni sem allt að fimm skip komu með að landi hér áður fyrr. Þegar við erum að sigla langan veg, t.d. eftir kolmunna, sækjum við aflann á einu skipi í stað tveggja til þriggja áður. Það sparar mikla olíu og sjómenn búa við betri vinnuaðstöðu og aukið öryggi á nýjum og stærri skipum. Þegar ég hóf störf á Seyðisfirði árið 1996 af- köstuðu þrjú frystihús 70-120 tonnum á sólar- hring. Það voru hér um bil 50 til 60 manns starf- andi í hverju húsi. Afkastagetan var um 200 tonn í heild, fiskurinn flokkaður í kör og dreift á milli húsanna. Nú er afkastagetan um 720 tonn í Neskaupstað og við vorum með 30 manns starf- andi á vöktum í loðnunni í vetur. Þannig að hag- ræðingin í uppsjávarfrystingu hefur verið gríð- arleg ef horft er til þessa, en hún var í raun nauðsynleg til að geta aukið við manneldis- vinnslu á uppsjávarfiski.“ Úr 1,2 tonnum í 24 tonn Af orðum Gunnþórs má skilja að afkastaget- an á hvern mann við frystingu á loðnu hafi auk- ist úr 1,2 til 2 tonnum á dag í 24 tonn. Slík fram- leiðniaukning kann að vera fáheyrð á Íslandi. Unnið er að stækkun fiskimjölsverksmiðj- unnar í Neskaupstað úr 1.400 í 2.400 tonn. „Með stækkun verksmiðjunnar erum við að mæta stækkun skipanna. Við viljum vinna hrá- efni sem ferskast upp úr skipunum og stærri farmar kalla á aukna afkastagetu. Þetta þarf allt að spila saman til að nýta fjárfestinguna betur, auk þess sem við erum betur búin til að mæta sveiflum í aflaheimildum. Áður fyrr var ekki óalgengt að afkastageta fiskimjölsverksmiðja væri 600-700 tonn á sólar- hring. Það er mikil fjárbinding í búnaði fiski- mjölsverksmiðja og fastur kostnaður hár við hverja verksmiðju óháð notkun og afköstum. Bolfiskmegin má segja að við höfum verið að kaupa aflaheimildir til að treysta undirstöður fyrirtækisins. Við erum nú komin með yfir 20 þúsund þorskígildistonn í bolfiski. Þar bíður okkar það verkefni að fara í gegnum bolfiskflot- ann og vinna betur úr þeim einingum hjá okkur. Það var mikil upplifun að fljúga austur í Egils- staði síðastliðinn fimmtudag og aka í gegnum Reyðarfjörð og Eskifjörð til Neskaupstaðar. Úr flugvélinni sást stórbrotið landslag fjarðanna og á jörðu niðri var logn og glampandi sólskin. Fjölmenni var við Norðfjarðarhöfn en Síldar- vinnslan var þá skráð í kauphöllina. Síldarvinnslan hf. var stofnuð árið 1957 og var helsta tilefnið aukin síldveiði úti fyrir Aust- fjörðum eins og nafn félagsins ber með sér. Það hefur síðan eignast hlut í mörgum fyrirtækjum, aukið við aflaheimildir og þróast. Félagið hefur sérhæft sig í vinnslu á uppsjávarfiski og er með miklar aflaheimildir í uppsjávartegundum. Það er nánast komið upp í hámarkshlutdeild í til dæmis loðnu og síld en hefur mikið svigrúm til að auka við bolfiskheimildir (sjá graf). Heimildir félagsins eru um 7,7% af heildarkvótanum en kvótaþakið fyrir hvert félag er 12%. Afkastagetan var alltof mikil Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnsl- unnar, tók á móti blaðamanni á skrifstofu fé- lagsins við Hafnarbraut í Neskaupstað. Þetta var stór dagur í sögu fyrirtækisins sem er aftur komið í kauphöllina en það var skráð á Verðbréfaþing Íslands 1994 og afskráð 2004. „Við erum hrærð og stolt yfir miklum áhuga á útboðinu. Við höfum fengið inn 6.500 nýja hlut- hafa sem við bjóðum velkomna,“ segir Gunnþór, sem hóf árið 1996 störf hjá SR mjöli hf., sem síðar sameinaðist Síldarvinnslunni, og hefur því fylgt félaginu í gegnum mikið breytingaskeið. „Umhverfið hefur mikið breyst síðan 1996. Þá voru margar fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi og það var mikil uppbygging í fiskimjölsiðnaðinum á árunum 1990-2000. Á þessum árum tóku fiski- mjölsverksmiðjurnar á móti 1 til 1,5 milljónum tonna á ári. Þá voru stórir loðnukvótar og mörg skip voru mun minni en þau sem nú eru. Ég byrjaði fljótlega að sjá um hráefnisstýringu fyrir verksmiðjurnar. Það voru oft mikil læti því skipin voru burðarminni, kvótar stórir en þá þurfti oft að veiða á skömmum tíma. Umframafkastageta til að mæta toppum Verksmiðjur voru dreifðar í kringum landið og mikil umframafkastageta til að mæta þess- um toppum. Síðan varð samdráttur í kvótum og menn horfðu fram á samdrátt í afla til fiski- mjölsverksmiðja. Þegar Síldarvinnslan og SR- mjöl sameinuðust árið 2003 var SR-mjöl með verksmiðjur á fimm stöðum á landinu; á Seyðis- firði, Reyðarfirði, Raufarhöfn, Siglufirði og í Helguvík. Síldarvinnslan var með verksmiðjur á tveimur stöðum; í Neskaupstað og Sandgerði. Þannig að fyrirtækið var með sjö fiskimjöls- verksmiðjur við sameininguna. Nú rekum við tvær verksmiðjur,“ segir Gunnþór og rifjar upp að félagið hafi enn fremur keypt áttundu fiski- mjölsverksmiðjuna í Grindavík. Við erum nýlega búnir að endurnýja Eyjaskipin okkar og fyrir liggur að við þurfum að endur- nýja frekar þar sem við erum með togara sem eru komnir til ára sinna,“ segir Gunnþór. Komnir nærri lágmarkinu – Fækkar sjómönnum við þessa hagræðingu? „Það má nefna að í uppsjávarskipunum, þar sem mannshöndin er ekki að meðhöndla hvern fisk, var siglt samtals með 3.000 tonn á fjórum til fimm skipum og með kannski 11-14 menn á hverju skipi. Nú siglum við með 3.000 tonn á einu skipi og með 8-11 menn í áhöfn. Við höfum náð að auka verðmæti uppsjávaraflans með aukinni manneldisvinnslu og allt hefur þetta skilað sér í stórbættum kjörum áhafna. Sjó- mönnum hefur fækkað en á móti kemur að um er að ræða tekjuhæstu störfin í íslenskum sjáv- arútvegi. Það eru tveir menn um hverja stöðu.“ – Eruð þið að nálgast lágmarksfjölda í áhöfn? „Ég held að við séum á góðum stað þar. Ann- ars er óvarlegt að segja eitthvað slíkt. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en munum verða að aðlaga okkur að tækninýjungum.“ – Kemur til greina að innleiða frekari sjálf- virkni og nota þjarka í framleiðslugreinum? Til dæmis við endurnýjun í bolfiskskipunum? „Þjarkar eru nú þegar víða komnir í sjávar- útveginn, t.d. í nýjustu bolfiskhúsunum, og þeir eiga örugglega eftir að koma sterkar inn í fram- tíðinni. Bolfiskmegin veiðum við meira magn á skipin okkar en áður. Við höfum hagrætt um eitt skip og erum að veiða í kringum 4.500 til 5.000 tonn á ísfiskstogara í dag. Við nýtum skipin betur en undirstaðan er að hafa aðgang að aflaheimildum. Það er ekki nóg að kaupa skip ef aflaheimildir fylgja ekki. Þann- ig að við höfum horft til þess, eins og við höfum byggt okkur upp uppsjávarmegin, að búa fyrst til grunninn og byggja síðan ofan á hann.“ Sækja fram og treysta stoðirnar Baldur Arnarson baldura@mbl.is Veðrið lék við Norðfirðinga þegar Síldarvinnslan var hringd inn í kauphöllina við hátíðlega athöfn um borð í Berki II NK á fimmtudaginn var. Viðskipta- Mogginn settist niður með Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar, eftir athöfnina og ræddi við hann um tækifærin fram undan. Fyrirtækið hyggst sækja fram með vöruþróun og auknum aflaheimildum. Með því á að auka verðmætasköpun og lágmarka áhættuna af sveiflum í rekstrinum. 6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.