Morgunblaðið - 02.06.2021, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.06.2021, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021 9SJÓNARHÓLL V ið erum, eða viljum vera, best í heim í svo mörgu. Það er göfugt markmið og við eigum að vera stolt af landinu okkar, þjóðinni, tungumál- inu og þeim auðlindum sem við búum yfir og nýtum til að auka lífsgæði hér á landi. Það er þó ekki sjálfgefið að viðhalda þeim lífsgæðum og hagsæld sem við eigum að venjast. Þannig eru ýmis mál sem að mismiklu leyti skerða lífsgæði. Allt eru það meira og minna heimatilbúin mál, sem eingöngu koma til vegna sérvisku íslenskra stjórn- málamanna og embættismanna. Við skulum byrja á litlu dæmi. Á Íslandi gilda sérstakar reglur um áfeng- iskaup. Við getum pantað áfengi í gegnum erlendar netverslanir og fengið sent heim að dyrum. Það er aft- ur á móti bannað að starfrækja íslenska netverslun með sömu vörur. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp sem heimilar íslenskum brugghúsum að selja vörur sínar beint yfir borðið, en það er í dag bannað. Til að koma þessu frumvarpi í gegnum ríkis- stjórn þurfti dómsmálaráðherra að fjarlægja ákvæði um að heim- ila rekstur á íslenskri netverslun með áfengi. Það virðist þó ekki vera nóg því þingið hefur enn ekki haft burði til að afgreiða málið. Hvað er svona flókið? Af hverju er ekki hægt að láta Alþingi kjósa um þetta einfalda mál? Þetta kann að hljóma eins og smávægilegt mál en það er það ekki. Það er sem fyrr segir ekki flókið, en það sýnir þó þá forneskju og sérvisku sem fólk þarf að búa við – bara af því bara. Það eru engin haldbær rök fyrir því að mega panta sér áfengi af .com en ekki .is og það er engin leið að réttlæta það að keyra lager af brugghúsi af landsbyggðinni til ríkiseinokunarversl- unar í Reykjavík til þess eins að keyra hann aftur út á land í sölu. Skert samkeppnishæfni Það eru þó líka stærri mál sem valda okkur skaða. Við höfum á undanförnum árum séð nokkur tilvik þar sem erlendir aðilar fjárfesta í uppbyggingu hér á landi, til dæmis í ferðaþjónustu. Augljóslega má það ekki gerast án aðkomu stjórnmálamanna því í fyrra sam- þykkti Alþingi frumvarp forsætisráðherra sem tak- markar heimildir um kaup og sölu á jörðum hér á landi. Lögin, sem fela í sér skerðingu á eignarrétti, voru samþykkt af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins – sem alla jafna tala fyrir auknu viðskipafrelsi. Vandamálið er þó stærra því það er í raun ekkert sem segir að Ísland sé opið fyrir alþjóðaviðskiptum eða erlendum fjárfestingum. Erlendar fjárfestingar eru langt frá því sem telja má ákjósanlegt, við innleiðum EES-regluverk ítrekað með séríslenskum hindrunum, skattkerfið er ekki samkeppnishæft, við erum með sér- stakar aðferðir við gerð kjarasamninga sem ná ekki nokkurri átt, það eru margar hindranir í vegi erlendra sérfræðinga til að starfa hér á landi og þannig mætti áfram telja. Þegar þessi atriði blandast við duttlunga stjórnmálamanna og embætt- ismanna, svo ekki sé minnst á skerðingu á eignarrétti, dreg- ur það enn frekar úr samkeppnishæfni okkar og um leið möguleikum á auk- inni hagsæld. Í skýrslu Viðskiptaráðs um Ísland í alþjóðasamkeppni, sem kynnt var í síðustu viku, kemur fram að hömlur á beina erlenda fjárfestingu eru með því mesta sem ger- ist hér á landi. Einungis tvö OECD-ríki búa við meiri hindranir en Ísland þegar kemur að beinni erlendri fjárfestingu. Í stjórnmálaumræðunni eru nú meðal annars viðr- aðar hugmyndir um uppstokkun á sjávarútvegi, aukin ríkisútgjöld, hækkun skatta og frekari hindranir á er- lenda fjárfestingu. Það fer minna fyrir umræðu um aukin alþjóðaviðskipti, afnám hindrana, lækkun skatta og einföldun regluverks – jafnvel þó vitað sé að allt myndi þetta stórauka lífsgæði hér á landi. Við vitum að hagsæld síðustu 200 ára í vestrænum heimi byggist að langstærstu leyti á auknum alþjóða- viðskiptum og afnámi hindrana. Enginn veit hvernig næstu 200 ár líta út, ekki einu sinni íslensku stjórn- málamennirnir og embættismennirnir sem þó hika hvergi við að segja okkur hinum hvernig við eigum að lifa. Við vitum þó að alþjóðaviðskiptin borga launin þeirra að lokum. Bestu hindranir í heimi EFNAHAGSMÁL Gísli Freyr Valdórsson ráðgjafi hjá KOM og ritstjóri Þjóðmála ” Erlendar fjárfestingar eru langt frá því sem telja má ákjósanlegt, við inn- leiðum EES-regluverk ítrekað með séríslensk- um hindrunum … Islay-viskíið, en Ardbeg 10 ára var m.a. valið besta viskí heims árið 2008 af Jim Murray, kóngi viskí- nördanna, og hefur margoft fengið fyrstu verðlaun í hinum ýmsu viskí- keppnum. Ardbeg 10 ára er líka ágætis stað- ur til að byrja ef fólk villl öðlast betri skilning á breytileika viskís eftir upprunastað og þroska hjá sér viskísmekkinn. Það vildi einmitt þannig til að með Ardbeg-flöskunni keypti ég prýðilegan einmöltung frá Tain, og klassískt japanskt viskí sem vakti forvitni mína. Það er gam- an að drekka úr flöskunum á víxl og greina þann mikla bragð- og blæ- brigðamun sem er á drykkjunum þremur. Segir það líka sína sögu að þegar þetta er skrifað er minnst eft- ir í Ardbeg-flöskunni. Það er Ölgerðin sem flytur Ard- beg inn og mætti hvetja innkaupa- stjórana þar til að bæta við fleiri út- færslum frá Ardbeg. Í vínbúðinni má fá 10 ára viskíið, og að auki Ar- dbeg Wee Beastie 5 ára í sérpöntun, en hjá framleiðandanum eru þrettán tegundir af Ardbeg í boði – sumar þeirra ekkert svo fágætar eða dýr- ar. Til samanburðar selur breska viskíbúðin Royal Mile Whiskies sex ólíkar viskítegundir frá Ardbeg, s.s. Uigeadail, Corryvreckan, og An Oa sem allar hafa fengið prýðilegar um- sagnir á viskísíðum. ai@mbl.is Ardbeg 10 ára fer meðal annars vel með dökku súkkulaði og kallar til dæmis fram óvænta saltkaramellutóna í 78% súkkulaðinu frá Lindt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.