Morgunblaðið - 02.06.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.2021, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2021SJÓNARHÓLL Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt EGGERT Á hugi almennings á hugtakinu kolefnishlutleysi (e. carbon neutrality) hefur fjórfaldast á síðastliðnu ári, mælt í fjölda Google-leita á heimsvísu. Und- anfarið er búið að vera í heljarinnar tísku hjá stórfyr- irtækjum víða um heim að gefa út yfirlýsingar um kolefn- ishlutleysi eigi síðar en fyrir árið 2050. Amazon flaggar því á forsíðunni sinni um þessar mundir að það hafi skuldbundið sig til að ná kolefnishlutleysi fyrir 2040 og Coca Cola, Microsoft og Unilever hafa gefið út sambæri- legar yfirlýsingar á síðustu mánuðum svo örfá dæmi séu tekin. Á Íslandi hafa nokkur fyrirtæki og sveitarfélög sett fram markmið um kolefnishlutleysi fyrir ákveðinn tíma og í vikunni bættist Íslandsbanki í hóp þessara brautryðjenda í baráttunni gegn loftslagsvánni með markmiði um kolefnishlutleysi fyrir 2040. Hugtakið kolefnishlutleysi vís- ar til þess að jafnvægi sé náð milli losunar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og mótvægis- aðgerða sem draga úr eða binda gróðurhúsalofttegundir. Stund- um er einnig talað um nettó núll (e. net zero) sem felur í sér loforð um minnkun útblásturs áður en kolefnisjöfnun er beitt á eftirstandandi losun sem ekki hefur náðst að draga úr. Almennt eru fræðimenn sammála að það sé óá- byrg leið að lýsa yfir kolefnishlutleysi með því að kolefn- isjafna sig eingöngu án þess að samhliða sé unnið mark- visst að því að draga úr kolefnissporinu eins og hægt er. Framlag atvinnulífsins og fjármálageirans Markmið Íslands í loftslagsmálum er að ná kolefn- ishlutleysi fyrir 2040, áratug fyrr en Parísarsam- komulagið kveður á um. Því ber að fagna að Ísland sýni með þessu gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir. En rík- isstjórnir heimsins munu ekki ná sínum loftslagsmark- miðum nema einkageirinn og fjármagnið fylgi og árang- urinn er á ábyrgð okkar allra. Grænvangur vinnur um þessar mundir að loftslags- áætlun atvinnulífsins í samstarfi við atvinnu-greina- félögin sex innan Samtaka atvinnulífsins en stefnt er að fyrstu útgáfu í vor. Þar verður í fyrsta sinn sett fram heildstæð yfirsýn yfir markmið hverrar atvinnugreinar og þau skref sem þarf að taka til þess að markmiðin geti náðst. Hverju skiptir það að banki lofi kolefnishlutleysi? Rekstur nokkurra útibúa og veiting fjármálaþjónustu mun seint teljast sem orkufrekur iðnaður. Enda hefur eigin rekstur Íslandsbanka verið kolefnishlutlaus und- anfarin tvö ár þar sem kolefnisspor rekstrarárin 2019- 2020 hefur verið kolefnisjafnað að fullu í samstarfi við Votlendissjóð og Sameinuðu þjóðirnar. Risavaxna tækifærið fyrir banka til að vera hreyfiafl felst í því að horfa lengra en á beina losun og eigin rekst- ur og taka þátt í því að tryggja að fjármagn streymi til þeirra verkefna sem stuðla að þeirri umbreytingu sem þarf að eiga sér stað til þess að kolefnishlutleysi náist. Tækifærið til þess að vera hreyfiafl felst í því að styðja okkar viðskiptavini á sinni sjálfbærnivegferð. Það getum við gert með því að fræða og veita við- skiptavinum upplýsingar en einnig með því að bjóða sjálfbærar vörur og í einhverjum tilvikum betri kjör. Við höfum fundið fyrir auknum áhuga hjá okkar viðskiptavinum og þetta byrjar allt á samtali þar á milli. Þetta mun að sjálfsögðu taka tíma og við munum hvetja okkar viðskiptavini áfram á þessari vegferð. Yfirlýsing um kolefnishlutleysi innan 19 ára er vissu- lega háfleyg og langt inn í framtíðina en þetta gefur okk- ur framtíðarsýn til að stefna á og vinna okkur markvisst í þá átt. Slíkt markmið er sirkus ef það er sett fram án raunverulegs ásetnings um að brjóta markmiðið niður í smærri undirmarkmið og raunhæfa aðgerðaáætlun. Hvað getum við gert? Margoft hefur verið sýnt fram á að markmið eru mun líklegri til að nást ef þau eru skrifuð niður á blað en ef þú segir öðrum frá markmiðum þínum aukast líkurnar enn frekar. Margt smátt gerir eitt stórt og undirrituð hvetur alla, bæði einstaklinga og fyrirtæki, til þess að grípa í penna og blað, hripa niður sín loftslagsmarkmið og byrja að stíga skýr skref í átt að þeirri framtíðarsýn sem við öll þurfum. SJÁLFBÆRNI Kristrún Tinna Gunnarsdóttir forstöðumaður stefnumótunar hjá Íslandsbanka Nettó núll: Sirkus eða stefnumarkandi ákvörðun? ” Tækifærið til þess að vera hreyfiafl felst í því að styðja okkar viðskiptavini á sinni sjálfbærnivegferð. Viskíheimurinn getur á köflum virst fráhrindandi og flókinn. Margir byrjendur eiga fullt í fangi með að átta sig á fræðunum enda undir- flokkarnir óteljandi: við höfum ein- möltunga og blönduð viskí; Speyside Islay, Hálöndin o.s.frv.; maltviskí, byggviskí, rúgviskí og kornviskí; skoskt, írskt, kanadískt, japanskt, bandarískt, indverskt og þar fram eftir götunum. En það sem fælir fólk kannski hvað helst frá viskídrykkju er það orðspor sem fer af viskíi að drykk- urinn þurfi að vera agalega gamall og dýr til að eitthvað sé í hann varið: að viskí þurfi að lágmarki að vera einhvers staðar í kringum bílprófs- aldurinn – 16 ára eða eldra – til að vera „alvöru“. Er verðið á elsta og fágætasta viskíinu svo hátt að það er ekki nema á færi hátekjufólks að splæsa í flösku. Ardbeg 10 ára er afskaplega gott dæmi um að viskí þarf ekki að vera gamalt og fokdýrt til að vera virki- lega ljúffengt og margslungið. Flaskan kostar tæpar 12.500 kr. hjá ÁTVR, sem er tiltölulega viðráð- anlegt verð fyrir viskí með annan eins persónuleika og dýpt. Hér er á ferð Islay-viskí, og eins og vera ber með viskí frá þessari fögru skosku eyju er bragð af reyk og torfi áberandi. Ég hef áður fjallað um Islay-viskíið Laphroaig og Caol Ila, og lendir 10 ára Ardbeg þar n.v. mitt á milli: með sterkara torf- og reykjarbragð en Caol Ila, en gefur þeim sem drekkur ekki sama kjaftshöggið og Laphroaig. Lagskipt og litríkt Dökkgræn flaskan er snotur og ég tel það framleiðandanum sér- staklega til tekna að hafa gætt hófs í markaðssetningarmálinu utan á um- búðunum. Skilaboðin eru skýr: knappar upplýsingar um bragðeig- inleikana, en ekki löng og upp- skrúfuð saga um náttúruna, fólkið og goðsagnaverurnar á svæðinu. Þá er ég á því að dökklitaðar flöskur taki sig betur út í hillu en þær glæru þegar fer að minnka í þeim. Drykkurinn er ljósgullinn, eins og vera ber með ungt viskí, og anganin blanda af sætum tónum, vanillu, vægu torfi, léttum reyk og jafnvel ögn af lakkrís og salti. Bragðið er lagskipt og spennandi og getur tekið breytingum með hverjum sopa. Eik, torf og reykur eru í nokkuð jöfnum hlutföllum við fyrsta smakk, og tekur þá við með- alkröftugur hiti (áfengishlutfallið er 46%) sem umbreytist í væga sætu: ég greini vott af rauðum berjum og hunangi en aðrir hafa lýst keim af vanillu og sítrónu. Eftirbragðið er í lengri kantinum, með pipar aftast á tungunni. Er ekki að furða að Ardbeg er að margra mati eitt skemmtilegasta Gæði, dýpt og Islay- töfrar án tilgerðar HIÐ LJÚFA LÍF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.