Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Qupperneq 10
KNATTSPYRNA 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.6. 2021 Tómas Guðbjartsson, prófessor í hjartalækn- ingum og yfirlæknir á Landspítalanum, segir að svo virðist sem allt hafi gengið upp í tilviki Christi- ans Eriksens. Allt frá fyrstu viðbrögðum Simons Kjærs, fyrirliða Dana, sem gætti þess að félagi hans gleypti ekki tunguna og kom honum í rétta legustöðu á vellinum, yfir í hjartahnoðið og stuð- ið sem fékk hjarta leikmannsins til að slá á ný. „Við tölum um fjórar mínútur í þessu sam- bandi, áður en veruleg hætta er á varanlegum heilaskaða, og mönnum tókst að koma hjarta Eriksens aftur af stað innan þess tíma,“ segir Tómas. Tímaramminn lengist til muna ef líkami sjúklingsins er kældur en slíku var vitaskuld ekki til að dreifa á vellinum um síðustu helgi. Að sögn Tómasar er ytra hjartahnoð algjört lykilatriði við þessar aðstæður. Oftast er um að ræða svokallað sleglatif eða slegla- hraðtakt sem gerir það að verkum að hjartað nær ekki að dæla blóði, súrefni berst ekki til heilans og sjúklingurinn missir meðvit- und. „Beiti maður ytra hjartahnoði og þrýsti þannig á vinstra sleg- ilinn er mögulegt að kreista blóð út úr honum og tryggja súrefn- isflæði til heilans. Þetta þarf ekki að vera mikið blóð til heilans til að varðveita heilastarfsemina.“ Tómas minnist ókælds sjúklings hér heima þar sem beinu hjartahnoði var beitt í 22 mínútur án mælanlegs púls og náðist hann samt í gang og gat snúið aftur í krefjandi háskólanám. „Þessu sjúkratilfelli lýstum við í virtu banda- rísku vísindariti og vildum þannig sýna að þótt hnjartahnoð skili ekki mælanlegum blóðþrýstingi þá geti heilastarfsemi samt varð- veist við langdregna endurlífgun.“ Eins og fram kemur í greininni hér að framan hætti hjarta Fa- brice Muamba að slá í 78 mínútur eftir að hann fór í hjartastopp í leik Bolton og Tottenham 2012. Tómas segir bata hans mjög merkilegan en skýringin liggi öðru fremur í stöðugu hjartahnoði og fjölmörgum hjartastuðum sem leikmaðurinn fékk en þannig var unnt að koma súrefni upp í heilann. Hann nefnir í þessu sambandi mál 12 ára íslenskrar sundkonu, sem fór í hjartastopp fyrir nokkrum árum, en hún var hnoðuð með hléum í þrjár klukkustundir, þar sem hjarta hennar stöðvaðist nokkrum sinnum. Allt fór vel að lokum og Tómas veit frá fyrstu hendi að hún hefur síðan spjarað sig vel í lífinu. „Við skulum þó hafa í huga að mun auðveldara er að hnoða börn og unglinga en full- vaxna, velþjálfaða og vöðvastælta karlmenn eins og Muamba.“ Hjartastopp er þekkt í mun fleiri íþróttagreinum en knatt- spyrnu, svo sem körfubolta og ruðningi í Bandaríkjunum, að því er Tómas bendir á. Gríðarlegar vinsældir knattspyrnunnar á heims- vísu þýði þó að slík mál veki alltaf mesta athygli, ekki síst í stór- leikjum eins og á EM. „Rannsóknir sýna að tíðni óvænts hjarta- stopps er hærri hjá íþróttafólki en öðrum enda áreynslan alla jafna meiri. Skyndilegt hjartastopp getur þó komið hjá ungu fólki sem ekki stundar afreksíþróttir.“ Hann nefnir í því sambandi arfgenga sjúkdóminn hjartavöðva- kvilla, sem Marc-Vivien Foé og fleiri sem getið er um hér að fram- anvoru með. „Einn af hverjum 500 er með þann sjúkdóm sem veld- ur því að hjartavöðvinn þykknar óeðlilega mikið sem eykur líkurnar á hjartsláttartruflunum og hjartastoppi við mikla áreynslu,“ segir Tómas. Hann fagnar auknu eftirliti með afreksknattspyrnumönnum enda veiti bersýnilega ekki af. Best væri að rannsaka alla með segulómskoðun en það sé snúið í framkvæmd vegna þess hversu dýr og tímafrek rannsóknin er. Þess í stað sé stuðst við hjartalínurit og ómskoðun sem oft finni þennan kvilla. Annar kvilli, sem hann nefnir, eru meðfæddir hjartagallar, ekki síst þegar upptök kransæða í ósæðarrótinni eru afbriðileg. Það geti við mikla áreynslu skert blóðflæði um kransæðina og valdið súrefn- isskorti í hjartanu sem leiðir til hjartsláttartruflana. Þá séu veiru- sýkingar sem leggjast á hjartað hættulegar, einkum ef farið er of snemma af stað eftir veikindin. „Loks er þekkt en sjaldgæft að beinir áverkar á brjóstkassann geti valdið hjartsláttartruflunum, en misnotkun vöðvaaukandi stera er mun algengari orsök og vaxandi vandamál.“ Algengasta dánarorsök hér á landi eru hjarta- og æðasjúkdómar og þá sérstaklega sjúkdómar sem rekja má til kransæðakölkunar en á henni fer ekki að bera fyrr en eftir 35 til 40 ára aldur, og oftast mun síðar, þannig að það á ekki við um knattspyrnumennina sem hér eru til umfjöllunar. Spurður að lokum um batahorfur Christians Eriksens segir Tóm- as að erfitt sé að segja til um það fyrr en greiningin liggi fyrir en sem betur fer sé margt honum í vil, enda tókst endurlífgunin vel og hann að öðru leyti í frábæru líkamlegu formi. Allt virðist hafa upp á Parken Tómas Guðbjarts- son yfirlæknir. Ekki er vitað til þess að ís- lenskur knattspyrnumaður hafi látist í kappleik úr hjarta- áfalli. Jón Karel Kristbjörns- son, markvörður Vals, lést hins vegar fjórum dögum eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum í úrslitaleik gegn KR á Melavellinum á Íslands- mótinu 1933. Í bókinni 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu eftir Sigmund Ó. Steinarsson segir að Jón Kar- el hafi meiðst innvortis og fengið lífhimnubólgu. Skurð- aðgerð náði ekki að bjarga lífi hans. Jón Karel var aðeins 21 árs er hann lést. Í bókinni er haft eftir Agli, bróður Jóns Karels, að mis- tök hafi verið að senda hann strax heim af spítala eftir skoðun. „Jón svaf ekkert um nótt- ina og fór á sjúkrahús morguninn eftir, en þá kom í ljós við nánari skoðun að líffæri í kviði Jóns voru sprungin,“ hefur Sigmundur eftir Agli. Árið 1973 lést síðan Ármenningurinn Hauk- ur Birgir Hauksson vegna áverka sem hann hlaut í leik. Vísir greindi svo frá 31. júlí: „Haukur Birgir Hauksson, 26 ára bílamálari, kvæntur og tveggja barna faðir, lézt í gær á Landspítalanum af völdum meiðsla, sem hann hlaut í knattspyrnuleik 26. júní. Það var á Ár- mannsvelli í leik í 1. flokki milli Ármanns og Vals. Haukur heitinn fékk spark í magann – skeifugörnin sprakk. Hann var fluttur í Land- spítalann og var þar þungt haldinn þar til hann lézt. Hann var þrívegis skorinn upp – síðast nú um helgina.“ Tveir látist hérlendis Haukur Birgir Hauksson Jón Karel Kristbjörnsson af völdum hjartaáfalla. Mest eru þetta lítt eða óþekktir leikmenn og fyrir vikið fóru þessi mál ekki hátt á alþjóðavettvangi. Frá upphafi til- greinir Wikipedia 185 tilvik, þar af 121 á þess- ari öld. Nokkur mál fóru hátt árin eftir að Foé féll frá. 2004 lést Ungverjinn Miklós Fehér, 24 ára, í leik með Benfica gegn Vitória de Guim- arães í Portúgal. Hann var þá til þess að gera nýkominn inn á sem varamaður þegar hann féll til jarðar og fór í hjartastopp. Ekki tókst að lífga hann við. Banamein hans hjartavöðva- kvilli – sama mein og hrjáði Foé. Sömu sögu er að segja af spænska landsliðs- manninum Antonio Puerta, sem féll niður og lést í leik með Sevilla gegn Getafe árið 2007. Hann komst að vísu til meðvitundar aftur en fór öðru sinni í hjartastopp í búningsklefanum skömmu síðar. Puerta var fluttur á spítala, þar sem hann lést tveimur dögum síðar. Hann var aðeins 22 ára. Sama ár dó Phil O’Donnell, 35 ára gamall leikmaður Motherwell í Skotlandi, í leik gegn Dundee United, rétt í þann mund sem skipta átti honum af velli. Hann komst aldrei til með- vitundar og var úrskurðaður látinn á spítala skömmu síðar. Krufning leiddi í ljós að slagæð hafði gefið sig. Frægasti leikmaðurinn til að látast úr hjartaáfalli á allra seinustu árum er líklega Fílabeinsstrendingurinn Cheick Tioté, sem um tíma lék með Newcastle United á Englandi. Hann hneig þó ekki niður í leik, heldur á æf- ingu með liði sínu Beijing Enterprises í Kína árið 2017. Tioté var þrítugur. Hermaðurinn fór fyrstur Elsta skráða dæmið um að hjartaáfall í leik hafi orðið knattspyrnumanni að bana er David „Hermaður“ Wilson árið 1906, aðeins 23 ára. Lið hans, Leeds City, átti þá í höggi við Burn- ley og Wilson fór af velli í seinni hálfleik vegna brjóstverkja. Þegar tveir samherjar hans urðu svo fyrir hnjaski skömmu síðar kom hann aft- ur inn á – gegn læknisráði. Gat þó ekki lokið leiknum vegna téðra verkja. Hann hneig niður utan vallar og var borinn inn í búningsklefa, þar sem menn reyndu að blása í hann lífi. Án árangurs. Krufning leiddi í ljós að banamein hans var hjartaslag. Níu andlát eru skráð á undan Wilson vegna sparkiðkunar, öll á Bretlandi en þau eru af öðru tagi. Fyrst lést William Cropper, 26 ára, í leik með Staveley 1889 eftir að þarmar hans rifn- uðu í samstuði við leikmann Grimsby Town. Cropper fór af velli og lést skömmu síðar í bún- ingsherbergi vallarins. Skotinn James Dun- lop, 21 árs, skar sig illa á hné eftir að hafa fallið á glerbrot í leik með St Mirren gegn Abercorn 1892. Hann fékk í fram- haldinu stífkrampa sem dró hann til dauða tíu dögum síðar. John Henry Morris leikmaður Shrewsbury Town lést 1893 af völdum innvortis blæðinga eftir að hafa orðið fyrir harðri tæklingu í leik. Mikil harka mun hafa verið í leiknum og illska í mönnum en andlátið var eigi að síður úr- skurðað slys. Morris var 26 ára. Gat kom á nýra Sama ár varð Walter Bannister, 24 ára leikmaður Chesterfield Town, fyrir grófri tæklingu í leik gegn Derby Junction. Nýra rifnaði með þeim afleiðingum að Bannister lést þremur vikum síðar. Árið 1896 varð Teddy Smith, leikmaður Bed- minster, fyrir alvarlegu höfuðhöggi í leik gegn Eastville Rovers. Hann hélt áfram um stund en fór síðan af velli og lést af sárum sínum morg- uninn eftir. Smith var 27 ára. Sama ár lést Skotinn James Logan, 25 ára leikmaður Loughborough F.C. Hann hafði veikst í leik gegn Newton Heath (síðar Man- chester United) þegar leikmenn þurftu að leika í borgaralegum klæðum í ausandi rign- ingu eftir að keppnisbúningar þeirra týnd- ust og ekki var hægt að fá aðra búninga að láni. Loughboroughmenn sneru síðan heim í þessum sömu fötum, holdvotir. Logan taldi sig nógu hressan til að leika gegn Crewe Alexandra nokkrum dögum síðar en ör- magnaðist á vellinum. Banamein hans var lungnabólga. Joe Powell, leikmaður Woolwich Arsenal, handleggsbrotnaði í leik gegn Kettering árið 1896. Illt komst í brotið og Powell fékk bæði blóðeitrun og stífkrampa. Handleggurinn var tekinn af honum en allt kom fyrir ekki; hann lést sex dögum síðar, 26 ára að aldri. Stífkrampi eftir meiðsli í leik varð James Collins, leikmanni Sheppey United, einnig að aldurtila árið 1900. Ekki liggur fyrir hversu gamall hann var. Loks lést Di Jones, Manchester City, árið 1902, tíu dögum eftir að hafa fengið skurð í æf- ingaleik sem sýking komst í. Hann var hálf- fertugur. Áverkar fremur en hjartaáföll Fyrsta skráða atvikið utan Bretlands er Júgó- slavinn Nikola Gazdić, sem lék með Hajduk Split, árið 1921. Hann lést að vísu ekki á velli, heldur skömmu eftir leik af völdum berkla. Sitthvað fleira getur reynst hættulegt. Þannig eru nokkur dæmi um að elding hafi orðið leikmönnum að fjörtjóni í miðjum kapp- leik eða á æfingu. Eins og sjá má á þessu voru áverkar sem menn hlutu í leik mun algengari dánarorsök en hjartatengdir kvillar á þessum sokkabands- árum knattspyrnunnar enda leikurinn frum- stæðari og aðstæður erfiðari en við þekkjum í dag. Læknavísindin stóðu heldur ekki eins vel, eins og andlát af völdum blóðeitrunar, stíf- krampa og berkla eru til vitnis um. Slíkt myndi tæplega gerast í dag. Enda er það svo að áverkar sem menn hljóta á velli leiða mun sjaldnar til dauða á seinni ár- um, nú er það fyrst og fremst hjartað sem er að bila. Slík brögð hafa verið að þessu undan- farin tíu til fimmtán ár að knattspyrnuyfirvöld og félög víða um heim hafa gripið til ráðstaf- ana til að fylgjast betur með heilsu leikmanna sinna, ekki síst hjartanu, í því augnamiði að draga úr fjölda ótímabærra dauðsfalla knatt- spyrnumanna. Ekki mun draga úr því eftirliti eftir atvikið um síðustu helgi. Frískur Fabrice Muamba heimsækir White Hart Lane í Lundúnum nokkrum mánuðum eftir að hann fór þar í hjartastopp árið 2012. Hann þurfti að leggja skóna á hilluna eftir atvikið. AFP ’ Tvær krufningar þurfti til að finna dánarorsökina sem var arfgengur hjartasjúk- dómur, hjartavöðvakvilli, sem veldur því að hjartað stækkar og eykur líkurnar á skyndi- dauða við mikla áreynslu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.