Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Síða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.6. 2021 X injiang er sjálfstjórnarhérað í norðvesturhluta Kína þar sem Úígúr-múslimar eða einfaldlega Úígúrar eru fjölmennasti þjóð- félagshópurinn. Síðustu ár hefur hópurinn, ásamt öðrum minnihlutahópum inn- an héraðsins, átt undir högg að sækja. „Aðstæður í Xinjiang virðast hafa versnað,“ segir Audrey Osler, prófessor í mennta- vísindum við Háskólann í Suðaustur-Noregi sem hefur sérhæft sig í mannréttindum, „en yfirvöld í Kína segja að 1,3 milljónir manna hafi farið í starfsþjálfunarbúðir. Þessum starfsþjálfunarbúðum er lýst af öðrum sem fangabúðum.“ Audrey var stödd hér á landi í vikunni til að fylgjast með doktorsvörn Susan Elizabeth Gollifer í menntavísindum við Háskóla Íslands og gat því sest niður með blaðamanni. Audrey er ein þeirra sem skipa Úígúr-dómstólinn (e. Uyghur Tribunal) sem rannsakar aðstæður Úígúra í Xinjiang. Hún segir dómstólinn hlutlausan aðila. „Ekkert okkar [þeirra sem sitja dómstólinn] er aktívisti og ekkert okkar kom að borðinu með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um Kína eða Xinjiang. Við höfum verið valin sem venju- legir borgarar, að einhverju leyti eins og kvið- dómur, til að skoða hvaða ef einhverjir glæpir hafa verið framdir,“ segir Audrey. „Okkar verk er að hlusta á vitnisburði þeirra sem búið hafa á svæðinu og gætu hafa upplifað það sem þar er í gangi nú. Hlusta á Uígúra, Kasaka og Tyrki frá svæðinu. Við förum svo að lögum til að kveða upp dóm,“ segir hún en fyrri vitnaleiðslur fóru fram í London fyrr í mánuðinum og þær seinni í september á sama stað. „Kínverjum hefur einnig verið boðið að bera vitni fyrir Úígúr- dómstólnum. Sú staðreynd að þeir hafi ekki þegið það mun ekki hafa áhrif á niðurstöðu dómsins.“ Ótti ríkjandi í Xinjiang „Það sem komið hefur fram hefur oft og tíðum verið erfitt að hlusta á,“ segir Audrey um vitnaleiðslurnar. „Við höfum heyrt sögur um nauðganir, pyntingar og hræðilegar aðstæður innan búðanna. Þá höfum við heyrt talað um fjölda ófrjósemisaðgerða og þvingaðar fóstur- eyðingar utan þeirra. Fólk sem hefur talað við okkur hefur verið sett í þessar búðir og ásakað um glæpi eða hefur unnið innan þessara búða,“ segir hún. „Öll okkar vitni búa utan Kína. Sum þeirra búa í Bandaríkjunum en önnur í Evrópu,“ segir Audrey. Oft koma fjölskyldumeðlimir þeirra sem gagnrýna meðferð Úígúra í Xinji- ang og búa enn í héraðinu fram og segja allt í himnalagi þar á bæ. „Einhver vitnanna hafa áhyggjur af fjölskyldum sínum og segja að þær séu undir þrýstingi frá kínverska rík- inu.“ Mikill ótti er undirliggjandi á svæðinu. „Vitni segja fjölskyldur sínar hræddar,“ segir Audrey. Aðrir hafa ekki heyrt frá þeim lengi. „Margir sem búa utan svæðisins hafa ekki heyrt í fjölskyldum sínum í meira en þrjú ár. Og þeim hefur verið sagt að hringja ekki aftur og að eitthvað slæmt muni gerast ef þau geri það.“ Mikið eftirlit er með fólki í Xinjiang. „Það eru eftirlitsstöðvar með 500 metra millibili og í sumum borgum 200 metra. Það er notast við andlitsgreiningu á þessum stöðvum og fylgst er grannt með daglegu lífi fólks,“ segir Aud- rey. Gífurleg fjölgun lögregluþjóna hefur orðið í Xinjiang síðustu árin til að manna þessar eft- irlitsstöðvar. Audrey nefnir dæmi um kín- verskan lögregluþjón sem sendur var til svæð- isins til að vinna þar. „Hann sagðist vera vel þjálfaður en margir hafi ekki verið það heldur atvinnulaust fólk sem komið var með til svæð- isins.“ Úígúrskar konur auglýstar Aðgerðir stjórnvalda virðast mikið til snúast um að afmá menningu þeirra hópa sem nefndir hafa verið. Í grunnskólum þar sem eitt sinn var kennd bæði úígúrska og kínverska er að- eins kennd kínverska nú. „Fólk segir að ekki sé aðeins kennt á kínversku heldur sé börnum refsað ef þau tali móðurmál sitt í skólanum,“ segir Audrey. „Þegar fólk er sett í búðirnar er það hrætt um að þó aðrir fáist til að hugsa um börn þeirra sé þeim komið fyrir í heimavistarskóla eða á munaðarleysingjahæli. Að sögn eins vitnis er mjög stór hluti barna á svæðinu í heimavistarskóla. Við höfum heyrt frásagnir af því að börnin fái ekki frí frá heimavistinni. Að þetta séu ekki stofnanir sem hleypa börn- unum heim um hátíðarnar eða neitt slíkt,“ segir hún. Fólki er gert erfitt fyrir að iðka trú sína. „Fólk segist ekki þora að fara inn í moskur á svæðinu því það er hrætt við að verða hand- tekið,“ segir Audrey. „Stjórnvöld skilgreina fólk sem klæðist trúarlegum fötum, ber slæðu, skegg og svo framvegis sem öfga- trúarfólk,“ segir Audrey. „Af vitnisburðinum að dæma er fólki ekki leyft að haga lífi sínu eins og það vill. Ein stefna stjórnvalda er að para saman Han-kínverska karla og Úígúr- konur og láta þau búa saman,“ segir Audrey en karlarnir eru sérstaklega sendir til Xinji- ang vegna þessa. „Það eru til bæklingar með upplýsingum um hvernig best sé að ganga inn í fjölskyldur á svæðinu og auglýsingum er beint að körlum til að fá þá til héraðsins til að finna sér fallega Úígúr-brúði,“ segir Audrey. „Margar konur eru hræddar við að neita bónorði Han- Kínverja. Ef það gerist hræðist fólk að konan eða fjölskyldumeðlimir hennar verði send í búðir.“ „Það sem komið hefur fram hefur oft á tíðum verið erfitt að hlusta á,“ segir Audrey Osler um vitnaleiðsl- urnar fyrir Úígúr-dómstólnum. Morgunblaðið/Eggert Segjast dáin eftir upplifunina Nauðganir, pyntingar, eftirlit og þvingaðar ófrjósemisaðgerðir, fóstureyðingar og líffæragjöf. Þetta eru dæmi um það ofbeldi sem kínversk stjórnvöld eru sökuð um að beita Úígúr-múslima og aðra minnihlutahópa í sjálfstjórnarhéraðinu Xinjiang í Kína. Audrey Osler situr í dómstól sem rannsakar þetta mál og hyggst úrskurða um hvort um sé að ræða þjóðarmorð á Úígúrum. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is ’ Það eru til bæklingar með upp- lýsingum um hvernig best sé að ganga inn í fjölskyldur á svæð- inu og auglýsingum er beint að körlum til að fá þá til héraðsins til að finna sér fallega Úígúr-brúði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.