Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Síða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.6. 2021
Enginn er óhultur
Nokkuð hefur verið um frásagnir af nauðung-
arvinnu á svæðinu. „Eitt vitnið talaði um verk-
smiðju þar sem fólk vann fyrir launum sem
voru ekki næg til að mæta matarkostnaði,“
segir Audrey.
„Kínverska ríkið segir búðirnar vera settar
á fót til að sporna við fátækt. En fólk sem fer í
þessar búðir er meðal annars efnað fólk og
menntafólk; fólk sem glímir ekki við fátækt og
þarf ekki á hjálp að halda.“
Í fjölmiðlum hefur verið nokkuð um frá-
sagnir af fólki sem flytur til annarra landa frá
Xinjiang og hafi verið svipt frelsi sínu þegar
það snýr aftur til síns heima af einhverjum
ástæðum. „Ung kona sem bar vitni fyrir dóm-
stólnum hafði flutt til Egyptalands, gifst og
eignast þríbura. Hún sneri aftur heim til að fá
hjálp við að ala upp börnin hjá foreldrum sín-
um. Hún var handtekin og börnin hennar tekin
frá henni,“ segir Audrey og á þar við frásögn
Mihrigul Tursun. Hún var handtekin og
tveggja mánaða gamlir þríburar hennar teknir
frá henni. Eftir tvo mánuði fékk hún að hitta
börnin því eitt þeirra var veikt. Það dó stuttu
seinna. Þá segir Tursun að börn hennar hafi öll
verið skorin upp á hálsi og gefinn matur í
gegnum slöngu. Hún náði að lokum að koma
sér til Bandaríkjanna með börnin tvö eftir-
lifandi.
Fjöldanauðganir
„Við höfum heyrt sögur af fóstureyðingum
sem framkvæmdar eru gegn vilja konunnar
sem á í hlut,“ segir Audrey. Hún nefnir hjúkr-
unarfræðing sem vann þar sem þessar fóstur-
eyðingar eru gerðar. Þær séu oft gerðar mjög
seint á meðgöngunni. „Hún segist hafa heyrt
börn gráta inni í herberginu þar sem fóstur-
eyðingin er framkvæmd en aldrei séð barn
koma þaðan lifandi út.“
Af vitnisburðinum fyrir dómstólnum að
dæma verður földi Úígúra í Xinjiang, bæði
kvenna og karla, fyrir kynferðislegu ofbeldi.
„Við höfum heyrt að stelpur séu teknar í burt á
nóttunni og skilað í miklu uppnámi. Við höfum
einnig heyrt frá konum sem sjálfum hefur ver-
ið nauðgað. Þá höfum við heyrt af kynferð-
islegu ofbeldi gagnvart karlkyns föngum,“
segir Audrey.
„Það var mat eins sérfræðingsins sem kom
fyrir dómstólinn að stundaðar væru fjölda-
nauðganir í búðunum. Konur sem hafa verið í
búðunum tala um nauðganir sem daglegt
brauð.“
Audrey segir stóru spurninguna vera hverj-
ir taki ákvarðanirnar sem liggja að baki
ástandinu. „Hve hátt fer þetta? Sum vitni hafa
sagt að ákvarðanir varðandi það sem er í gangi
hljóti að vera teknar á hæstu valdastigum rík-
isins. Þetta sé ekki eitthvað sem geti farið
fram einungis á lægri stigunum,“ segir Aud-
rey.
„Ég er dáin“
Um 12 milljónir Úígúra búa í Xinjiang og hef-
ur kínverska ríkið sagt að 1,3 milljónir hafi far-
ið í gegnum búðir þess. „Aðrir vilja meina að
allt að þrjár milljónir fólks séu í þeim eða hafi
farið þar í gegn,“ segir Audrey.
Audrey segir erfitt að meta hve margir bíði
bana í búðum Kínverja en segir þetta: „Vitni
segja að fólk hverfi á kvöldin án þess að koma
aftur. Aðstæðurnar sem við höfum heyrt af eru
sláandi. Nánast enginn matur, engin klósett-
aðstaða og bara fata úti í horni í herbergj-
unum.“
Fjöldi þeirra sem deyja í búðunum er þó að-
eins ein birtingarmynd þess hryllings sem
sagður er fara þar fram. „Pyntingarnar sem
fólk segist verða fyrir. Fólk segir: „Ég er dá-
in/n. Líkami minn er hér en ég er dáin/n eftir
hafa farið í gegnum þetta.““
Þá nefnir Audrey að fjöldi fanga hafi sagt
frá því að hafa verið skornir upp gegn vilja sín-
um og líffæri þeirra notuð í líffæragjöf. „Við
vitum að í Kína eru sjúkrahús sem sérhæfa sig
í líffæragjöf og í Kína er ferðamannaiðnaður
sem byggir á líffæragjöf.“
Byggja búðir neðanjarðar
Hvert er markmið kínverskra stjórnvalda með
þessum aðgerðum?
„Í vitnisburði sérfræðinga er talað um
menningarlegt þjóðarmorð og þvingaða aðlög-
un að menningu Kínverja. Við höfum ekki
plagg sem segir hvað vakir fyrir stjórnvöldum
í Kína. En við höfum loftmyndir sem sýna
fjölgun búða, sumir segja jafnvel að verið sé að
byggja búðir neðanjarðar, og það er hægt að
rýna í þessi sönnunargögn.“
Hver hafa svör kínverskra stjórnvalda verið
við öllum þessum ásökunum?
„Ég held að stjórnvöld hafi ekki svarað
þessum ásökunum með mótrökum heldur ann-
aðhvort hunsað þær eða neitað án þess að setja
fram sönnunargögn sem styðja mál þeirra.“
Þá hafa stjórnvöld réttlætt tilvist búðanna
með orðræðu um hryðjuverkaógn á svæðinu.
„Þau segja þetta fólk vera hryðjuverkamenn
og fólk er sett í búðirnar fyrir meint ráða-
brugg um hryðjuverk. Jafnvel fyrir að hafa
rangar stjórnmálaskoðanir, eins og lög-
reglumaðurinn sem bar vitni hjá okkur sagði,“
segir Audrey.
Í höndum annarra að túlka
niðurstöðuna
Alþýðuveldið Kína er aðili að Sáttmálanum um
þjóðarmorð en með því skilyrði að ekki er
hægt að draga ríkið fyrir Alþjóðadómstólinn í
Haag. Því er brugðið á það ráð að setja á fót
óháðan dómstól, sem vegna heimsfaraldursins
er aðeins skipaður Bretum, til að kveða upp úr
um hvort kínverska ríkið hafi gerst sekt um
þjóðarmorð. Það er svo í höndum ríkja, al-
þjóðastofnana, einkaaðila og einstaklinga til
hvaða aðgerða verður gripið í kjölfar dóms
dómstólsins sem kveðinn verður upp í desem-
ber að öllum líkindum.
Audrey segir muninn á skýrslu Amnesty
International um glæpi gegn Úígúrum og
öðrum minnihlutahópum múslima og dómn-
um vera þann að öllum sé velkomið að hlýða á
vitnisburð þeirra sem koma fyrir dóminn en
ekki endilega þeirra sem skýrslan er byggð
á. „Þá er Amnesty þekkt sem stofnun sem
berst fyrir mannréttindum en dómstóllinn er
samsettur af hlutlausum aðilum,“ bætir hún
við. „Niðurstöðunni sem dómstóllinn kemst
að er ekki hægt að líkja við það þegar eitt ríki
sakar annað um þjóðarmorð. Við höfum boðið
öllum að koma og bera vitni fyrir dóm-
stólnum, þar á meðal kínverska ríkinu sem
hefur neitað að gera svo,“ segir Audrey.
„Niðurstaðan verður sameiginleg meðal
meðlima dómstólsins og hafin yfir skyn-
samlegan vafa.“
’
Hún segist hafa heyrt
börn gráta inni í her-
berginu þar sem fóstur-
eyðingin er framkvæmd
en aldrei séð barn koma
þaðan lifandi út.
Úígúrar samankomnir fyrir ut-
an Id Kah-moskuna í Kashgar í
Xinjiang-héraði þar sem miklar
hömlur eru á trúariðkun.
AFP
Úígúrar biðjast fyrir í
mosku í Hotan í Xinji-
ang-héraði í Kína.
AFP