Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Side 15
20.6. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Lygavél
Kínversk stjórnvöld hafa fordæmt dómstólinn
og sagði talsmaður þeirra fyrir stuttu að dóm-
stóllinn væri klaufalegur áróður. „Þetta er
ekki einu sinni alvörudómstóll, heldur sérstök
vél sem framleiðir lygar,“ sagði hann enn-
fremur.
Einnig hefur verið reynt að draga heiðar-
leika vitnanna í efa. „Kínversk stjórnvöld hafa
haldið því fram að þetta fólk sé leikarar,“ segir
Audrey.
„Viðbrögð af þessu tagi hafa ekki áhrif á
verklag dómstólsins. En ef kínverska ríkið vill
veita sönnunargögn í málinu getur það gert
það,“ tekur Audrey fram.
Skylda okkar að íhuga dóminn
Tilgangur dómstólsins er að safna saman
sönnunargögnum og vekja athygli á málinu.
„Ef enginn gerir neitt í málinu þegar við höf-
um kveðið upp dóm okkar höfum við að
minnsta kosti skrá yfir það sem farið hefur
þarna fram sem getur nýst 20 eða 30 ár fram í
tímann. Ég held að fólk muni bregðast við en
við verðum að bíða og sjá,“ segir Audrey.
„Lokaniðurstaða dómstólsins verður að
vega og meta sönnunargögnin, fá lögfræði-
álit.“ Spurð hvaða merkimiðum sé hægt að
skella á þetta hræðilega mál segir hún: „Sam-
kvæmt Sáttmálanum um þjóðarmorð þarf
ekki að vera til staðar morð á stórum skala þar
sem þúsundir eru drepnar heldur þarf að
sanna ásetning.“
Ekkert ríki utan Bandaríkjanna hefur hing-
að til boðið Kína byrginn vegna málsins. „Það
mun þurfa hugrekki fyrir ríki að standa uppi í
hárinu á Kína utan dómstólanna þar sem þau
vilja ekki hætta sambandi sínu við ríkið,“ segir
Audrey. „En ég myndi segja að við sem sam-
félagsþegnar höfum skyldu til að íhuga hvað
dómurinn segir en engum er skylt að fara eftir
honum.“
Mótmælandi með grímu sem máluð er
í fánalitum Austur-Túrkistans, héraðs
sem tilheyrt hefur Kína frá 1949.
AFP