Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Síða 18
Hárprúðir sparkarar AFP Rudi Völler var einn besti leikmaður heims á sínum tíma en hann skilaði einnig sínu á sviði hártísku. Mottan og krullurnar fara vel saman. AFP AFP AFP Það muna líklega allir sem hafa aldur til eftir þess- ari skemmtilegu greiðslu sem hinn brasilíski Ron- aldo skartaði á HM 2002. Greiðslan skilaði sínu því Brasilía varð heimsmeistari á mótinu og Ron- aldo var markahæstur. Svo góður var Ronaldo á þessum tíma að blaðamaður gerðist sekur um að apa greiðsluna eftir kauða og var stoltur af. AFP David Beckham hefur skartað mörgum eftirminni- legum hárgreiðslum í gegn- um tíðina en þessi hlýtur að vera sú allra besta. Þessi mynd er frá 2003, skömmu eftir að hann skipti yfir til Real Madrid frá Manchester United. AFP Rigobert Song er leikjahæsti landsliðsmaður Kamerúna og var fyrirliði þeirra er þeir urðu Afríkumeistarar árið 2000 og aftur 2002. Undir lok ferilsins skartaði hann þessari skemmtilegu greiðslu. AFP Tékkneski snillingurinn Pavel Nedved heillaði margan knattspyrnuáhugamanninn upp úr skónum með hæfileikum og fallegum lokkum. Það var eitt sinn vinsælt meðal ungviðisins að safna í gott skott aftan á hnakkanum. Það varð þó fljótlega hallærislegt svo ekki sé meira sagt. Rodrigo Palacio virðist ekki hafa fengið skila- boðin og hélt skottinu í mörg ár. Foden gerðist sekur um að brjóta sóttvarnalög á Íslandi í september og missti í kjölfarið sæti sitt í landsliðinu. Hann hefur hins vegar unnið sig inn í liðið aftur með frá- bærri frammistöðu í vetur. Hárgreiðsla Íslandsvinarins Phils Fodens hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum áhugamönn- um um hártísku knattspyrnumanna þegar Englendingar mættu Króötum í fyrsta leik liðanna á Evrópumeistaramótinu um síðustu helgi. Foden lét aflita hárið fyrir mótið og þykir greiðslunni svipa mikið til þeirrar sem landi hans Paul Gascoigne skartaði á EM 1996 þegar Englendingar komust í undanúrslit á mótinu. Foden segist ekki hafa ætlað að apa eftir greiðslu „Gazza“ enda var nokkuð í að hann fæddist þegar mótið fór fram. Hann tekur þó samlíkingunni fagnandi að eigin sögn. Spennandi verður að sjá hvort hann eða aðrir bjóði upp á óvænta greiðslu þegar líð- ur á mótið eins og oft gerist. Sunnudagsblaðið tók saman nokkrar af eftirminnilegustu herra- greiðslum atvinnu- og landsliðsmanna í knattspyrnu. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.6. 2021 HÁRTÍSKA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.