Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Side 19
Roberto Baggio var þekkt- ur sem „hið heilaga tagl“ fyrir taglið sem hann skartaði stóran hluta af ferli sínum. Baggios verður líklega alltaf minnst fyrir vít- ið sem hann klúðraði í víta- spyrnukeppni í úrslitaleik HM 1994 gegn Brasílíu en hann er eini Ítal- inn til að skora á þremur heims- meistaramótum. Kamerúninn Abel Xav- ier hafði enga síu þegar kom að því að velja hár- greiðslur. Hann gerði ein- faldlega það sem honum datt í hug. Svo virðist að minnsta kosti. Hér er ein sú eftirminnilegasta. AFP AFP AFP Hinn kólumbíski Carlos Valderrama vakti ávallt athygli fyrir hárvöxt sinn á ferli sínum. Greiðslunni skartar Valderrama enn í dag enda engin ástæða til að breyta einhverju sem er nú þegar fullkomið. AFP Kólumbíski markvörðurinn Rene Higuita var kallaður El Loco („brjálæðingurinn“) fyrir einkar áhættusaman leikstíl sinn. Hann á heiðurinn af einni skemmtilegustu sparktegund sögunnar, „sporðdrekasparkinu“, og ekki er þessi einkar laglega greiðsla síðri. AFP AFP Lið Rúmeníu eins og það lagði sig ákvað að aflita á sér hárið á heimsmeistaramótinu árið 1998. Gríðarlega skemmtilegt uppátæki sem fleiri lið mættu taka sér til fyrirmyndar. David Seaman gerði garðinn frægan hjá Ars- enal og enska landslið- inu um aldamótin. Þetta tagl er glæsilegt og fer mottunni vel. AFP Ivan Perisic elskar land sitt og þjóð ef marka má þessa greiðslu frá EM 2016. Greiðslan dugði þó ekki til fyrir Króata sem komust styttra en Íslendingar á mótinu, sællar minningar. 20.6. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.