Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.6. 2021 KÖRFUBOLTI ENGINN ÐBÆTTUR SYKUR ENGIN ROTVARNAREFNI 85% TÓMATPÚRRA VI L öngu áður en Skvettubræður, þeir Stephen Curry og Klay Thompson, gerðu allt vitlaust í NBA-deildinni og komu Golden State Warriors á kortið var Rick Barry aðalmaðurinn í San Franc- isco-flóa. Barry ólst upp í New Jersey en lék körfubolta með Háskólanum í Miami þar sem hann var stigahæsti leikmaður landsins á sínu síðasta ári í skólanum. Barry var valinn annar í nýliðavali NBA- deildarinnar 1965 af San Francisco Warriors og var valinn besti nýliði deildarinnar ári seinna. Á öðru ári Barrys í deildinni töp- uðu Warriors í úrslitum NBA fyrir Philadelphia 76ers. Barry sýndi mátt sinn í stöðu framherja og skor- aði rúmlega 40 stig að meðaltali í einvíginu. Hann færði sig um tíma yfir í ABA-deildina og vann þar titil en sneri aftur í Warriors 1972. Liðið hafði þá fært sig yfir Golden Gate- brúna til Oakland og tekið upp Golden State-nafnið. Árið 1975 urðu Warriors NBA-meistarar og var Barry valinn mikilvægasti leik- maður lokaúrslitanna. Hann skipti yfir til Houston Rockets 1978 og lagði skóna á hilluna 1980. Barry var besta vítaskytta NBA- deildarinnar á þessum tíma og leiddi deildina í vítahittni sex af tíu tímabil- um sínum í deildinni. Síðasta tímabil sitt hitti hann úr tæplega 95% víta- skota sinna og 90% þeirra á NBA- ferlinum. Það áhugaverða er þó ekki að hann hitti svo oft úr vítum sínum heldur hvernig hann gerði það. Svarinu kastað burt Annan mars 1962 í Hershey í Penn- sylvaníu, fyrir framan rúmlega fjög- ur þúsund manns, setti annar leik- maður mark sitt á körfuboltasöguna í búningi Warriors. Í leik gegn New York Knicks skoraði Chamberlain 100 stig fyrir Philadeplhia Warriors og setti met sem líklega verður aldr- ei slegið. Fyrir utan þann ógurlega fjölda stiga sem kappinn skoraði, vekur athygli að hann hitti úr 28 af 32 vítaskotum sínum. Chamberlain var nefnilega hræði- leg vítaskytta, hitti aðeins úr rúm- lega helmingi vítaskota á ferli sínum, og oft brugðu lið á það ráð að brjóta á honum og láta hann skjóta af víta- línunni. Gerði það honum og liðum hans oft erfitt fyrir, sérstaklega seint í leikjum. En tímabilið 1961-62 hitti Cham- berlain úr rúmlega 60% vítskota sinna og öllum nema fjórum þetta sögulega kvöld í Hershey. Eins og Barry gerði allan sinn atvinnu- mannsferil, skaut Chamberlain með svokölluðum undirhandarstíl, sem margir þekkja sem „ömmuskot“, þetta tímabilið. Þá hélt hann á bolt- anum milli fóta sér og kastaði honum þaðan að körfunni. Hefðbundinn vítaskotstíll Chamberlains var vand- ræðalegur og óskilvirkur en undir- handarstíllinn virkaði mun betur. Niðurstöðurnar voru auðsjáanlegar. Þrátt fyrir það tók Chamberlain skömmu síðar aftur upp gamla ljóta stílinn og niðurstöðurnar voru eftir því. Leið eins og aumingja „Frá eðlisfræðilegu sjónarhorni er þetta mun betri leið til að skjóta,“ sagði Barry í viðtali árið 2016. Hann bætti við að eftir undirhandarskot lendi boltinn mjúklega á hringnum og eigi mun meiri möguleika á að fara ofan í samanborið við hefð- bundið skot. Í öðru viðtali leggur Barry áherslu á að undirhandarstíll- inn reiði sig á eina náttúrulega hreyfingu sem gerir það að verkum að minna getur farið úrskeiðis en ella. Í dag virðist óhugsandi að einn besti leikmaður NBA-deildarinnar láti sér detta í hug að taka víti með undirhandarstíl. En Barry virðist viss í sinni sök um að þetta sé betri leið til að taka víti og tölurnar tala sínu máli. Af hverju nota þá ekki fleiri aðferðina? „Mér leið asnalega, eins og aum- ingja, þegar ég tók undirhandar- skot,“ sagði Chamberlain í sjálfs- ævisögu sinni. „Ég gat það bara ekki.“ Shaquille O‘Neal, einn besti mið- herji í sögu NBA, átti mjög erfitt uppdráttar á vítalínunni og því var mikið brotið á honum. Hann hefði líklega verið algjörlega óstöðvandi á vellinum með sæmilega vítanýtingu og því mikill hvati fyrir hann að fara óhefðbundnar leiðir. En O‘Neal lét ekki einu sinni reyna á stílinn. „Ég sagði við Rick Barry að ég myndi frekar hitta 0% en að taka undir- handarskot,“ sagði hann í viðtali árið 2017. Viltu vera eins og Moon? Annað dæmi um hversu mikið er litið niður á undirhandarskotstílinn má finna í grínmynd Will Ferrell, Semi- Pro. Þar leikur Ferrell Jackie Moon, eiganda, þjálfara og fyrirliða Flint Tropics í ABA-deildinni. Moon er ar- faslakur leikmaður og hálfgerður trúður en á ögurstundu í mikil- vægum leik þarf hann að taka víti fyrir lið sitt. „Engar áhyggjur, ég er mjög góð vítaskytta,“ segir Moon. „Vítaskot eru líklega sá hluti leiksins sem ég er bestur í.“ Moon býr sig undir að taka víti með undirhandar- stíl og liðsfélaga hans líst ekkert á blikuna. „Hvað í andskotanum ertu að gera Jackie,“ segir hann en Moon lætur það ekki á sig fá og hittir. Atriðið er fyndið en það að Moon, sem fær aðeins að spila fyrir liðið því hann er eigandi þess, skuli nota und- irhandarstílinn undirstrikar við- horfið til þeirra sem nota hann. Sá sem gerir það á heima í hópi með vit- leysingum eins og Moon, ekki al- vörukörfuboltamönnum. Fáir eru tilbúnir til að verða að at- hlægi jafnvel þótt það geti gert þá að betri leikmönnum. Aðeins tveir at- vinnumenn í körfubolta, í Bandaríkj- unum hið minnsta, hafa notað stílinn síðustu ár. Annar þeirra hefur leikið í varaliðsdeild NBA síðustu ár og er sonur Barrys. Hinn er Chinanu Onuaku sem lék nokkra leiki með Rockets fyrir nokkrum árum. Hann hefur hitt úr öllum fjórum vítum sín- um í NBA-deildinni. Þegar Rick Barry var á þriðja ári sínu í menntaskóla hitti hann úr um 70% víta sinna. Föður hans fannst hann geta betur og ráðlagði honum að prófa undirhandarstílinn. Í fyrstu var hann ekki viss. „Pabbi,“ sagði hann. „Það munu allir gera grín að mér.“ Pabbi hans hafði svarið á reiðum höndum: „Þeir gera ekki grín að þér ef þú hittir.“ Barry sló til og varð að einni bestu vítaskyttu í sögu NBA-deildarinnar. Asnalegur eða góður? Flestir sem hafa leikið sér í körfubolta muna eftir því að hafa tekið „ömmuskot“ en fáum hefur dottið í hug að skotið gæti nýst atvinnumönnum í íþróttinni. Einn besti leikmaður í sögu NBA er á öðru máli. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Wilt Chamberlain í búningi Harlem Globetrotters sem hann lék með áður en hann fór í NBA-deildina. Rick Barry var besta vítaskytta NBA- deildarinnar á sín- um tíma. Þrátt fyrir það vill enginn prófa undirhandarstílinn sem kappinn notaði.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.