Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.6. 2021 BÁLFARIR Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is samlegt ka nýmalað, engin h lki. á y – J eg hefi fengið margar upplýs- ingar frá mönnum, sem hafa lát- ið brenna líkama sinn og allir hafa þeir undantekningarlaust bætt þessu við: „Segið öllum, sem þið ná- ið til, að láta ekki brenna sig, því að það er hinn háskalegasti misskiln- ingur, að það geri ekkert til. Hinn jarðneski líkami mannsins er alt of dýrmætur til þess að svo illa sje með hann farið eftir viðskilnað sál- arinnar.““ Þannig komst Sigurjón Pjet- ursson í Álafossi að orði í bréfi sem hann sendi Morgunblaðinu sumarið 1941. Tilefnið var nýleg samþykkt aðalfundar Eimskipafjelags Íslands h.f. um styrk til bálstofu hér á landi og nokkur blaðaskrif um málið í framhaldinu. Sigurjón hélt áfram að vitna í heimildarmenn sína fyrir handan: „Þótt læknar segi að maður sje skil- inn við þá er sannleikurinn sá, að hinn raunverulegi viðskilnaður tek- ur oft miklu lengri tíma en menn ætla, eða geta haft hugmynd um. Það er hreint og beint ofbeldi að flýta viðskilnaðinum með eldi, og það veldur hinum andlega líkama í flestum tilfellum svo hræðilegum hörmungum, að slíkt læknast eigi nema á óralöngum tíma.“ Sigurjón fullyrti að þúsundum Ís- lendinga væri þetta kunnugt og þess vegna vildu þeir ekki bálstofu. „Þeir eru þar öðrum menning- arþjóðum fremri, og jeg vona að það haldist.“ Hann höfðaði meðal annars til móðureðlisins í málflutningi sínum. „Hvaða móðir gæti hugsað til þess, að líkama barnsins væri kastað í eld? Engin. Tilfinningar hennar ættu að vera oss vörn gegn lík- brenslu, og þær eru áreiðanlega að- vörun um það, að líkamann má ekki brenna.“ Hvatti Sigurjón menn til að setja frekar pening í ný íþróttahús og sundhallir, svo unga kynslóðin ælist upp við réttan skilning á því mik- ilvæga menningarmáli, sem hefði orðið út undan: „Að líkaminn er dýrmætasta höllin, sem maður býr í hjer á jörðunni.“ Ekki til bóta fyrir sálina Nokkrum dögum síðar svaraði Kristinn Daníelsson bréfi þessu á síðum Morgunblaðsins og þótti fyrir því enda væru þeir Sigurjón Pjet- ursson vinir. Kristinn var á því að Sigurjón væri aldrei þessu vant að reyna að spilla fyrir góðu máli, sem reyndar væri árangurslaust, því að næg sönnun fyrir því, að Íslend- ingar þyrftu og vildu bálstofu, og það sem fyrst, væri það, að málið væri nú komið svo langt, að það ætti vísan framgang, „og enn nýr vottur um það er gjöf Eimskipafjelagsins, sem vel fór á; skip þess munu hafa flutt, flest líkin, sem send hafa verið utan til brenslu, vegna þess menn- ingarleysis, að engin bálstofa var hjer til.“ Kristinn gerði athugasemd við mál Sigurjóns þess efnis að engin rök hefðu verið færð fyrir því að lík- brennsla væri til bóta fyrir sálina. „Þar er þá jafnt á komið með greftrunina; hún er það ekki frem- ur. Líkaminn er ekki lengur bústað- ur og verkfæri sálarinnar.“ Kristinn nam einnig staðar við fréttir, sem Sigurjón hefði fengið frá látnum mönnum, að sálin líði miklar þjáningar við brennsluna. „En þar á móti er enn meiri vitn- eskja fengin úr sömu átt, að þessu sje öllu óhætt, og til vitnisburðar um það er það, að bestu miðlar og sálarrannsóknamenn í Englandi, sem þekkja öll þessi fræði og sam- bönd enn betur en við, láta flestir brenna lík sín, því að þar er auðvit- að komið svo langt, að nógar eru bálstofur. En það mun jafnan svo, að þegar nýtt ryður sjer til rúms, þá eru einhverjir, sem lengi á eftir vilja ekki sleppa hinu gamla. Jeg skal hvorki lasta það nje lá; það jafnar sig með tímanum, þótt það geti tafið fyrir í bili. Hinn frægi stjörnufræð- ingur, Tyeho Brahe hjelt að sólin gengi kringum jörðina tugi ára eftir að Copernicus hafði sannað, að það væri jörðin sem gengi kringum sól- ina. Nú er það útrætt mál, og af hálfu sálarrannsóknamanna er lík- brenslan útrætt mál, þótt þeir telji rjett, að hún fari ekki fram fyr en 4-5 dögum eftir andlátið og er þá allir vari hafður á.“ „Hola barninu í jörðina“ Um það að slá á viðkvæma strengi móðurhjartans sagði Kristinn: „Ef einhver vildi með álíka orðalagi óvirða greftrunarsiðina, þá, gæti hann t. d. sagt, að „hola barninu í jörðina“, og gröfin hefir í hugum manna, þar á meðal skálda, ætíð þótt geigvænleg og hryllileg.“ Í huga Kristins var engu kastað í eld. „Það fer fram útfararathöfn með lotningarfullri hluttekningu vandamanna og vina, engu síður virðuleg og helg heldur en við greftrun. Jeg hygg, ef borið er sam- an, að geðfeldara sje að eiga jarð- neskar leifar barnsins geymdar í hreinlegri, fallegri líkbrenslu- krukku, heldur en að hugsa til þess í moldinni eftir nokkra mánuði eða missiri. En barnið er sjálft hvorki í gröfinni nje krukkunni, heldur í þeim stað, sem Jesús sagði — og hvorugur okkar Sigurjóns rengir — að heyri börnunum til. Og það er vafalaust dýrasta huggun móður- hjartans, svo dýr, að hún veit, að það er betur geymt en hjá henni sjálfri, þótt hún verði að bera sorg sína, sem allir skilja.“ Nær bálið til sálarinnar? Tveir líkbrennsluofnar hafa verið í landinu frá árinu 1948, báðir í Fossvogi. Bálfarir hafa færst í vöxt á umliðnum árum og misserum. Morgunblaðið/Kristinn Umræður um bálfarir eru ekki nýjar af nálinni hér í fásinninu. Þannig skiptust menn hressilega á skoðunum á síðum Morgunblaðsins sumarið 1941 – og látnir létu ekki sitt eftir liggja. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Hvaða móðir gæti hugsað til þess, að líkama barnsins væri kastað í eld? Engin.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.