Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.6. 2021 LESBÓK VIRÐING Gerð heimildarmyndar um ævi og störf Ron- nies James Dios stendur nú yfir og hafa framleiðendurnir lýst eftir myndefni úr einkasöfnum aðdáenda kappans, af þeim sjálfum með málmgoðinu. „Tónlist Ronnies breytti lífi okkar margra og hann var ævinlega þakklátur aðdá- endunum sem hjálpuðu honum að upplifa drauminn,“ seg- ir í yfirlýsingu frá framleiðendunum. „Að okkar mati er besta leiðin til að virða þetta sérstaka samband sú að birta myndirnar ykkar með manninum sjálfum. Stingið ykkur þess vegna á kaf í gömlu pappakassana, við erum að leita að myndum frá öllum tímum.“ Dio kom fram með Black Sabbath í íþróttahúsinu á Akranesi haustið 1992, þannig að byrjið strax að leita og hlaðið síðan inn á dio- documentary.com! Ronnie James Dio lést árið 2010. AFP Áttu mynd af þér með Dio? MINNING Það vakti heimsathygli á síðasta ári þeg- ar breska sjónvarpskonan Caroline Flack svipti sig lífi og í framhaldinu spannst mikil umræða um áreitni sem frægt fólk verður fyrir í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Nú er komin út heimild- armyndin Caroline Flack: Her Life and Death, þar sem móðir og systir Flack veita innsýn í líf hennar og dauða. Þar kemur meðal annars fram að hún hafi glímt við andleg veikindi og oftar en ekki fundist álag frægðarinnar óbærilegt. Myndin hefur fengið góða dóma og þykir mjög áhugaverð stúdía. Átakanleg en inn á milli séu þó góðar og fallegar minningar. Heimildarmynd um líf og dauða Flack Líf Caroline Flack var enginn dans á rósum. AFP Leslie Grace leikur í myndinni. Teskeið af sykri SMELLUR Bandaríska söngva- myndin In the Heights, sem frum- sýnd var á dögunum, virðist vera að falla í frjóa jörð og gagnrýnandi breska ríkisútvarpsins, BBC, segir hana vera akkúrat „teskeiðina af sykri“ sem heimurinn þurfi nauð- synlega á að halda núna eftir glím- una við heimsfaraldurinn undan- farið hálft annað ár. Myndin byggist á samnefndum söngleik og hefur verið í vinnslu í heil þrettán ár. „En gat ekki komið á betri tíma,“ segir BBC. Leikstjóri er Jon M. Chu en höfundar söngleiksins eru Quiara Alegría Hudes og Lin- Manuel Miranda. Með helstu hlut- verk fara Anthony Ramos, Corey Hawkins og Leslie Grace. P irruð! Reið! Hrá og biðst ekki afsökunar á nokkrum sköp- uðum hlut! Þessi plata er það sem gerist þegar græðgi og órétt- læti taka völdin. Við erum knúnir til að grípa til vopna, tónlistarinnar okkar!“ Með þessum orðum lýsir brasilíski söngvarinn og gítarleikarinn Max Cavalera, oftast kenndur við Sepult- ura og Soulfly, fyrstu breiðskífu Go Ahead and Die, sem kom út á dög- unum og ber nafn þessa flunkunýja þrass/dauðamálmbands sem Cava- lera starfrækir ásamt syni sínum, Igor Amadeus Cavalera, sem syngur á móti föður sínum, auk þess að spila á bassa og gítar, og trymblinum Zach Coleman. Sá síðastnefndi er þekktur fyrir leik sinn með öfga- málmböndunum Black Curse og Khemmis og þykir mikið séní. Það er málmgagnið Blabber- mouth.net sem hefur téð ummæli eftir Max og sonurinn tekur þar einnig til máls í tilefni af því að fyrsta myndbandið var að koma út, við titillagið, G.A.A.D. „Þetta er kennisöngur þessarar plötu og þess- ara brengluðu tíma sem við lifum á. Við erum að senda ráðamönnum fingurinn; þeim sem ákveða hverjir fá að lifa og hverjir deyja,“ segir Igor Amadeus sem heitir í höfuðið á föðurbróður sínum, sem einnig var í Sepultura, og svo væntanlega löngu látnu tónskáldi frá Salzburg. „G.A.A.D. færir ykkur hraða og hatursdrifinn kraft sem ekki hefur heyrst um langt árabil,“ bætir hann við. Max lýsir Go Ahead and Die sem einstöku samstarfi föður og sonar, þar sem gamli skólinn mæti gagn- rýnu viðhorfi samtímans. „Geggjuð riff og kjarnyrtir textar frá Igor og grimmar trommur frá Zach eru mér innblástur. Öfgafullir tímar kalla á öfgafulla tónlist.“ Og Zach Coleman fer skrefinu lengra með greininguna: „Mér finnst okkur hafa tekist að fanga mikinn yfirgang á þessari plötu. Þetta er blanda af gamla skólanum, málmi og pönki frá á að giska 1989, og yngri hljóðheimi sem endurspeglar það sem er á seyði í kringum okkur. Mótmælum og höldum lífi!“ Reiðileg og áleitin tónlist Blabbermouth leggst líka í grein- ingu og segir tónlist Go Ahead and Die öfgafulla, hraðann ógurlegan, riffin svakaleg og grípandi og fyr- irlitninguna á samfélagsmeinum samtímans áþreifanlega. „Þetta er reiðileg og áleitin tónlist, þar sem innblásnir menn gefa allt í verk- efnið.“ Að dómi miðilsins er um að ræða afturhvarf til gullaldar þrassins, dauðamálmsins og pönksins eins og það var skítugast og hráast. „Við er- um að tala um þá gerð af bandi sem hefði fengið táningsþrassara árið 1987 til að grípa vasahnífinn og grafa nafnið Go Ahead and Die í borðið fyrir framan sig í skólastof- unni.“ Igor Amadeus, sem er 26 ára, er ekki eini sonurinn af Cavalera- kyninu sem er í hljómsveit með föð- ur sínum en bróðir hans, trymbillinn Zyon, sem er tveimur árum eldri, hefur átt aðild að Soulfly undanfarin níu ár. Örlög hans réðust snemma en Zyon er einn fárra sem leikið hafa inn á hljómplötu áður en hann fædd- ist. Vissi að vonum lítið af því. Hjart- sláttur hans í móðurkviði er intróið að laginu Refuse/Resist á Sepultura- plötunni Chaos A.D. frá árinu 1993. Þriðji bróðirinn, Richie, 36 ára, hefur einnig komið að verkefnum Max Cavalera er með mörg járn í eldinum. Feðgar grípa til vopna Max Cavalera, goðsögn í málmheimum, er mættur með enn eitt bandið og enn eina plötuna. Go Ahead and Die kallast hvort tveggja og sonur hans, Igor Amadeus, er föður sínum við hlið. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Kevin Stewart-Panko, gagnrýnandi vefmiðilsins Decibel, ber lof á plötu Go Ahead and Die og hefur umsögn sína á samanburði á tveimur ólíkum fjölskyldum: „Mál #1. Afkvæmið eyðir óheyrilegum tíma í að hlusta á og spila lög með Discharge, Hell- hammer, Possessed, Broken Bones, Napalm Death og GISM. Faðirinn heyrir það og segir: „Hvur röndóttur, stofnum band, semjum lög og tökum upp plötu og látum svo mömmu þína útvega okkur samning við Nuclear Blast!“ Mál #2: Afkvæmið gerir nákvæmlega það sama. Faðirinn heyrir það og æpir meðan hann hvolfir í sig flösku af Johnnie Walker: „Slökktu á þessu drasli, hall- ærislegi undanvillingurinn þinn,“ (bein tilvitnun vel að merkja) áð- ur en hann tekur sér leðuról í hönd og lætur höggin dynja á af- kvæminu meðan móðirin röflar eitthvað um satanisma í bakgrunninum.“ Hann lætur svo lesendum eftir að meta hvort hafi verið æsku- heimili hans sjálfs árið 1986 og hvort heimili Cavalera-fjölskyld- unnar árið 2021. Sitt er hvað, faðir og faðir Umslag nýju plötunnar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.