Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1977, Page 7

Skólablaðið - 01.04.1977, Page 7
HIJGLEIDING IJM ISL. FRETTAMENNSKIJ Af gefnu tilefni vil ég festa á pappír hug- leiðingar um fjölmiöla á Islandi, þó aðallega um hugarfar fréttamanna. Þetta er nokkuð handa- hófskennt og reytingslegt, enda vart fyrir óstöðugan að staldra lengi við forarpytt íslenskr- ar fréttamennsku. Þegar Dagblaðið hóf göngu sína haustið 1975» var þvi valið kjörorðið „frjálst og óháð", enda Jónas Kristjánsson nýfrjáls. Enn er mér ekki ljóst, i hverju „frelsi" þess er fólgið. Frétta- flutningur þess er ekki frjáls. Og menn eins og Batti rauði og Óli Jó eru ekki frjálsir^undan ádrepum þess. Jafnvel ómerkjanlegustu Pétrar og Pálar fá ekki að halda sírrum einkamálum utan siðna blaðsins. Jónas Kristjánsson hefur haldið þvi fram, að blaðið sé óháð íslenskri flokka- pólitik. Þess vegna ætti fréttaval og fréttaritun að vera óhlutdræg. En þvi fer fjarri að svo sé á Dagblaðinu. I rauninni er aðeins eitt, sem bendir til þess, að blaðið sé líberal, það eru kjallaragreinarnar. Birting þeirra er eina fyrir- höfn stjómenda blaðsins til þess að gera öllum skoðunum jafnhátt undir höfði. Að öðru leyti er ekki um heiðarleg vinnubrögð að ræða. Allt starfs-1 lið blaðsins er grenjandi íhald, svo sem skrif þess um þjóðmálaviðburði á erlendum vettvangi bera vitni um.Fréttaval og mórall í fréttaskrifum ber svip meðalmennskunnar, stíft agíterandi fyr- ir lifsgæðakapphlaupinu og fölsku mati á lífsham- ingjunni. Að þessu vík ég síðar. Hvað er þá frjálst blað? Tvimælalaust finnst mér, að slíkt blað ætti ekki að taka afstöðu til hinna ýmsu uppákoma, t.d. valdabaráttunnar í Kína. Þar ætti að birta jöfnum höndum fréttir frá svokölluðum „vestrænum fréttamönnum", sem í raun eru útsendarar CIA, og frá kínverjum sjálfum, það sem þeir láta uppi. En í Dagblaðinu er vitanlega tekin grjóthörð aftúrhaldsafstaða til málsins; og væri í þvi sambandi fróðlegt að kanna rækilega uppruna fjármagns til þessa „dagblaðs án ríkis- styrks". Afstaðan til innlendra atburða ræðst e.t.v. ekki af ákveðinni flokkslínu, en hún er þó i fullu samræmi við flokkapólitikina í heild. Að Dagblaðinu standa fjársterkir aðilar, og það á tilvist sína að þakka islenskri auðstétt og launar dyggilega aðstoðina. Brsmjólfur Bjarnason segir:„Eins og öllum blaðalesendum er kunnugt, eru atvinnurekendur alltaf kallaðir „atvinnuveg- ir" í stjórnarblöðunum." Það skiptir ekki máli, hvort einhverjir telja afstöðu til frétta bera vitni um hugsunarhátt sjálfstæðismanns, framsókn- armanns eða íhaldskrata. I öllum þessum flokkum fá fjársvika- og „athafnamenn" skjól, og fyrr skulu flokkarnir liða undir lok en svipta þessa menn sinni pólitísku vernd. Það, sem ég held, að menn séu blindaðir af, er sá ferskleikablær, sem oft skín út úr fréttaritun, en er ekki annað en endumýjun á áður útdauðri, bamalegri og róman- tískri óskhyggju og gallant 1789-móral i bland við ímynd sannrar og heiðarlegrar blaðamennsku. Oft er fréttaval með lágkúrulegra móti, eins og Dagblaðsmenn vilji fylla út einhvem fyrir fram ákveðinn kvóta. Þá dettur mér oft í hug, hvort starfsmönnum blaðsins sé ekki tamt að greina á milli aðalatriða og aukaatriða. Þeir komast í stóran vanda, þegar ákveða skal, hvor fréttin skal útflúruð stærra letri, frásögn af kokkáluðum eiginmanni eða frásögn af meiri háttar þjóðmálaviðburði. Það, sem dregur Dagblaðið hvað mest niður í gæðum, er þegar gróðahyggjan nær undirtökunum á fréttastjórninni og ógæfu saklauss fólks er skellt upp í forsíðufrétt. Annað blað hefur nefnt sig „frjálst", Vísir. Það er þrælhlekkjað við móðurskipið, Moggann, og þarf ekki að ræða það frekar. Um daginn ræddu menn í útvarpi um fjölmiðla, og kom þar fram þessi athyglisverða hugsun: Fréttamiðlar eiga að gefa sem réttasta og raun- sannasta mynd af þvi þjóðfélagi, sem við llfum í. Þess vegna verði að birta fréttir af öllum glæp- um, sem framdlr eru á íslandi, og yfirleitt af öllu. Þetta endurspeglunarviðhorf virðast tvö áðumefnd síðdegisblöð, Vísir og Dagblaðið, hafa tekið upp á arma sína. Með þetta hugarfar að yfirskini skrifa blöðin æsifregnir um morð, slys o.fl. Þessi skrif eru eingöngu ætluð til þess að auka sölu blaðanna. Flestir, sem velt sér hafa upp úr málinu, ættu að gera sér það ljóst, að aðalatriðlð er að rita fréttir þannig, að fólkinu finnist þær sannar, en ekki að rita þær í æsisagnastíl. Ernest Heming- way sagði t.d. muninn á blaðamennsku og bókmennta ritun vera þann, að rithöfundar reyndu að gera hlutina svo raunsæja, að frásögnin væri „sléandi" og^ríkti í vitund fólksins. Takið t.d. eftir hvað frásögn af morðum og meinsærum í blöðum hefur lítil áhrif á okkur. E.t.v. snertir aðeins elnstaka frétt tilfinningar okkar. Undanfarin ár hafa verið geysileg skrif um pyndingar á pólitítek- um föngum í Sovétríkjunum. Hluturinn kann að vekja reiði innra með okkur, en fréttlmar ekki, e.t.v. vegna þess, að „hið eina sanna Rússland er Rússland Dostóévskís". Það vantar stóran hluta á þá mynd, sem íslendingar gera sér af Sovétríkj- unum eftir áróður Moggans. Eg minntist áðan á Pétra og Pála, sem ekki fengju að hafa einkamál sín í friði. En aðallega eru það frægar manneskjur, sem fjallað er um í slúðurdálkum dagblaðanna. I slúðurdálkum eru gerð uppvis mál, sem engu skipta fyrir lesendur og þeim koma ekkert við. An efa er þetta lágkúru- legasta form blaðamennsku, sem þekkist. Þar fá villtar ástriður úr dagdraumum hins óþekkta blaða- manns útrás. Þetta eru afurðir andlega niðurbrot- innar manneskju. Hvurjum fjandanum kemur það við, að Karólína Mónakóprinsipissa hleypi síðhærðum, skitugum slórdónum upp á sig,^að Karólína Kennedy sé of feit, að móðir hennar sé e.t.v. ólétt, að Bretaprins hafi sést á tali við kvenmann,í stuttu pilsi með handtösku á götu niðri í Soho...? Hvort sem það er tilgangurinn eða ekki, dregur slúðurdálkaritun lesendur niður á lægra plan, og væri þvi óskandi að blaðamenn losuðu okkur við sitt sálsýkishysterí. Oft og tíðum er um það rætt, hverjir móti skoðanir fyrir blöðin, lesendur, ritendur eða guð almáttugur. Þetta atriði vat tilefni til nokk- urra umræðna í 5,- D. , sem því miður fóru fram á ensku. Komst Guðni Guðmundsson að þeirri niður- stöðu við dræmar undirtektir viðstaddra, að kaup- endumir mótuðu þær hugsanir, sem brytu sér leið inn á síður blaðanna. I þessari fullyrðingu er fólgin sú forsenda, að blaðalesendur á Islandi séu óhemjulega virkir í hugsun og taki undantekn- ingarlaust afstöðu til hvers konar þjóðmála. Þessi forsenda er afar óraunsæ, og í raun tilheyra forsendur af þessu tagi ekki heiðarleg- um umræðum. Það er staðreynd, að á vorum dögum er hinn þögli meiri hluti óvirkur í pólitískum efnum. Hann hefur alltaf ákveðin lífsviðhorf, tiltölulega íhaldssöm prinsípp, en aðeins við sérstakar aðstæður eykst virkni hans. Hver væri t.d. útkoman ef hinum títtnefndu fjörutíu þúsund- um Varins Lands væri stefnt til Keflavíkurgöngu? Sjálfsagt yrði lélegri þátttaka er í þeirri, sem farin var 12.maí 1 vor (ganga herstöðvaandstæð- inga). Það, sem blindar okkur, er sú staðreynd, að málgögn auðvaldsins á Islandi notfæra sér af- stöðuleysi almúgans til þess að troða inn á hann sínum skoðunum. Flestum „hemámssinnum" er í raun andskotann sama um herstöðina, en hvort er auðveldara, að skrá nafn sitt á lepp í eitt skipti fyrir öll, eða ganga Keflavíkurgöngu - og auk þess taka þátt i starfi Samtaka Herstöðva- andstæðinga? Hvort er dæilegra fyrir smáborgar- ann, að opinbera sjálfan sig og þar með skoðanir sínar í kröfugöngu, eða sitja heima í felum? Félagslegt samframtak íslendinga er vart til. Það eru einstaka hópar, sem taka þátt í aðgerðum, en sjaldan öll íslenska þjóðin. Undantekningar eru t.d. útifundir um landhelgismálið, sem allir voru á sömu skoðun um, hvort eða var. Einum hlut veltum við sjálfsagt oft fyrir okk- ur: sannleiksgildi fréttanna, sem við lesum dag- lega í blöðum. Nátengd þessari hugleiðingu er spumingin um það, hvort fréttamenn séu sannleiks elskir. Það fer vafalaust eftir ýmsu, t.d. aðstæð um og því hugarfari, sem blaðamaður er í , þegar hann aflar sér upplýsinga. En almennt virðist mér sem blöðin ali á hleypidómum meðal fólksins. Það er að jafnaði aðeins til eitt viðhorf í rit- un frétta í íslenskum fjölmiðlum. Arangurinn verð ur síðan sá, að maður hittir ótrúlega marga for- stokkaða íslendinga. Vil ég hér tilfæra dami um framkomu lögreglunnar. Um daginn varð mikið fjaðrafok út af herskáum unglingum á Hallæris- plani, sem réðust á lögregluþjóna á eftirlitsferð að sögn, mestu meinleysisgrey. Lögreglan átti samúð dagblaðanna í skrifum þeirra, en almenningi látið eftir að botna ýmsar hálfkláraðar fullyrð- ingar um æskulýð landsins. Ég er ekki að halda þvi fram, að frásagnirnar hafi hermt rangt frá atburðunum, en það vantar rýnina. Það þarf að skerpa þá frásagnarlist meðal blaðamanna, sem skilur almenning eftir í hungri, hungri eftir að vita hvers vegna. Og það þarf lika að seðja þetta hungur hans. Slíka afstöðu er ekki að^finna í dagblöðum. Það er engin lausn að birta fróð- leiksdrullu úr félags- og sálfiæðingum, sem hafa ekkert saman við „lýðinn" að sælda. Það þarf að tala við krakkana sjálfa (ekki vingsa út undan- tekningar)kjarnann, sem sækir Planið vegna sam- eiginlegrar þarfar fyrir félagslega útrás. Ég tel engan vafa á því vera, að lögreglan hefur of gott orð á sér. Oft sýna dagblöðin mynd- ir af einhverjum súkkulaðidrengjum í lögreglu- skóla og fyrirsögnin:„Þetta eru engir fantar." En hulunni er ekki svipt af áflogahundum og kraftaidjótum, sem fara i lögregluna til þess^að lumbra á borgurunum með lögin að bakhjarli. Má ég minna á Þorláksmessuslaginn 1968? Einnig má oft rekast á drengina við þá þokkaiðju,^að „krambúlera" krakka fyrir utan Tjarnarbúð. Dag- blöðin sýna alls ekki næga viðleitni til þess að rannsáka til hlítar hvers kyns orðróm, sem á kreik kemst. En auðvitað er mjög erfitt að rann- blödin endurspegla ekkihugsun fólksins áhrif fjölmidla mikil og hættuleg fjölmidlar Ijúga pvi daglega ad okkur, ad vid lifum vid velmegun og hagvöxt málgögn audvalds nota afstöduleysi almúgans frasögn af mordmálum hefurljtil áhrif

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.