Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1973, Side 11

Skólablaðið - 01.11.1973, Side 11
FAEINAR STAOREYN DIR UM Russagrýluna OG „verndara lýdrædis“ í heiminum 1 apríl, 19^4, fæddist „vest- rænu lýðræði" óskabarnið NatóJ „varnarbandalag gegn útþenslustefnu Rússa". Raunar orkar mjög tvímælis, hvort „útþenslustefnan" var svo ákv- eðin, sem leiðtogar Vesturlanda vildu vera láta. Stalín var aldrei talinn mikill Trotskýisti, svo ekki sé meira sagt, og heimsbyltinguna áleit hann ekki tímabæra. Enda þótt hann hafi ekki ætíð fylgt fyrirmælum Lenins, sbr, bændaútrýmingarnar, þá er mjög ósennilegt, að hann hefði látið bend- la sig við imperíalisma. Þar að auki voru Bandaríkin langsterkasta ríki veraldar, hernaðarlega og efnahags- lega, eftir lok síðari heimsstyrjald- arinnar, og eina „kjarnorkuveldið". Eftir hina miklu hernaðarmáttar sýn- ingu þeirra í Hiroshima og Nagasaki, árið 1945» álitu Vesturveldin sig algerlega geta hrundið og hundsað vilja Sovétstjórnarinnar og settu henni fáránleg skilyrði. Þegar styr- jöldinni lauk, höfðu Rússar náð ítökum í löndum A-Evrópu, og þegar Kalda stríðið hófst, hertu þeir tök- in á þessum ríkjum, í því skyni að efla eigin varnir. Það er staðreynd, að Stalín ætl- aði aldrei að gera heimsbyltingu, hann studdi t.d. Kaomintang, en ekki Kommúnistaflokk Kína £ upphafi kín- versku byltingarinnar. Hann var til- tölulega þjóðernissinnaður, og stefn- di aðeins að eflingu Sovétríkjanna. Þegar þeirri stefnu hans var ógnað af sívaxandi óvild, samhliða aukinni her væðingu Vesturveldanna, var fjarstæða að ímynda sér, að hann sleppti tökum sínum á A-Evrópu. Raunar byrjaði hann ekki að þröngva sovésku skipulagi upp á þessi lönd fyrr en Vesturveldin höfðu sýnt, að þau kærðu sig ekkert um „friðsamlega sambúð", og biðu rau- nar aðeins eftir hruni Sovétríkjanna, eða gagnbyltingu, þar í landi. Hinar ungu sósialísku byltingarhreyfingar A-Evrópu, sem margar voru byggðar á mjög traustum grundvelli, urðu að gj- alda þessa dýru verði. Hinu rússneska skrifstofubákni var nú troðið upp á þær í mesta flýti, og þær lagaðar aá aðstæðum, sem víða voru alls ekki fyrir hendi í þessum löndum, en höfðu hi.ns vegar verið það 1 Rúss- landi. Stalín gekk ja^nvel svo langt, að „hreinsa til í kommún- istaflokkum þessara landa árin 1950 - 52, og bæla niður „þjóðernissinn- aðar villukenningar"þó þar virðist hann aftur kominn í mótsögn við Lenínismann. Árið 1922 skrifaði Lenin „Bréf til flokksþingsins", þar sem hann m.a. gagnrýnir Stalín all harkalega. £ einu bréfanna, „Vandamál þjóðernanna" eða „sjálfs- stjórnaráætlunin", ræðst hann af mikilli rökfestu á „stór—rússneska þjóðarrembu" gagnvart hinum smærri af Sovétlyðveldunum. Hann gerir mikinn greinarmun á þjóðernishyggju smáþjóðar og stórþjóðar. Hann var- ar einnig við ósveigjanlegri al- þjóðahyggju gegn hinum smærri. Enn- fremur segir hann: „Þess vegna krefjast grundvallárhagsmunir sam- hygðar öreiganna, og þar af leiðandi einnig stéttarbarátta öreiganna þess, að við byggjum aldrei afstöðu okkar til þjóðernismálanna á forms- atrigum, heldur tökum ævinlega til- lit til þeirrar ólíku afstöðu, sem öreigar kúgaðrar (eða lítillar) þjóðar hlýtur að taka gagnvart herra- |eða stór-) þjóðinni. ( Þess skai getið, að Lenin SKJÁTLAÐIST SJALDAN). Árið 1947 höfðu Rússar gert við- skiptasamninga við ríki A-Evrópu, eftir að útséð var um að samkomulag næðist ekki við Vesturveldin. Þegar ekki náðist heldur samkomulag um sameiningu hlutlauss Þýzkalands, að tillögu Rússa, og V-Þýzkaland var gengið í Nató, árið 1955* var Var- sjárbandalagið formlega stofnað. Þá höfðu báðir aðilar yfir að ráða vetnissprengjum, og kjarnorkueld- flaugum skömmu síðar, en endurher— væðing V-Þýzkalands stóð sem hæst. Árið 1957 tóku Bandaríkjamenn að afhenda bandamönnum sínum kjarnorku- eldflaugar * að sjálfsögðu aðeins „til varnar", þrátt fyrir mikla and— stöðu í V-Evrópu. Rússar svöruðu ekki fyrr en fimm árum seinna, með því að senda eldflaugar til Kúbu, eftir að Bandaríkin höfðu gert fáránlega og misheppnaða tilraun til að fella Castró. Eins og gefur að skilja voru Sovétmenn gerðir afturreka með eld- flaugarnar, en Bandaríkjamenn urðu að lofa, að láta Kúbu £ friði. Þegar þetta varð, höfðu nýir menn tekið við völdum á báðum stöðum* Kennedy í Washington og Krústjof í Moskvu. Þverhausinn og rugguhesturinn Truman, sem var forseti Bandaríkjanna er Kalda stríðið hófst, hafði frá byr- jun þess, markað stefnuna gagnvart Sovét, og þannig unnið heiminum mikið tjón. Eisenhower, eftirmaður hans, hafði litlu eða engu um breytt. Kenn- edy gerði fyrst í stað litið annað en að margfalda herstyrk Bandaríkjanna, t.d. jók hann hluta, sem bæla átti niður hugsanlegar uppreisnir um 600$. Engum þarf að dyljast hvers konar upp- reisnir hann hafði í huga, þegar ath- uguð eru þessi teygjanlegu ummæli hans „Bandaríkin verða að vera reiðubúin að koma hv^rri^þeirri ríkisstjórn er hjálpar" , til þess að hindra valdatöku, sem fremur á rætur sínar að rekja til erlends kommúnisma en þjóðarvilja." (I þessu sambandi ætti einnig öllum að vera ljóst hlut- verk varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli núna, löngu eftir að Rússar og Kanar hafa sætzt og fallizt í faðma). Árið 1963 hafði Nató yfirburði í Evrópu, og 5 millj. hermanna undir vopnum, á móti 4,5 millj. Varsjárband- alagsins, og gat varla lengur kallazt „varnarbandalag", þar sem vígbúnaður þess jókst sífellt. Á tveim árum höfðu útgjöld Bandaríkjanna til her- mála aukist um 20$>, og þau höfðu komizt töluvert fram úr Rússum með kjarnorkueldflaugabirgðir. Raunar virðist svo, sem Rússar hafi aðeins miðað við lágmarksstyrkleika til að geta varnað árás. En þá sló allt í einu í bak- segl. 5* ágúst 1963 undirrituðu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna samning, um bann við kjarnorkutilraunum í andrúmslofti, neðansjávar og í himingeimnum. Kennedy talaði um sameiginlega hagsmuni hinna tveggja tveggja höfuðóvina, 09 menn fóru að ræða um „friðsamlega sambúð". (Sá frasi hefur síðan átt síauknum vin- sældum að fagna.) Öllum eru einnig minnisstæðar myndirnar af Nixon og Brésnef í faðmlögum, er þeir ræddust við um árið. 23 Ýmislegt kann að hafa valdið þessari stefnubreytingu. Ráðamenn þessara ríkja hafa e.t.v. skilið fáránleik Kalda stríðsins, þó seint væri. Kínverjar töldu þessari „sam- vinnustefnu" beint gegn sér, og bentu á skyndilega vináttu Sovétríkjanna við Japan, höfuðóvin Kínverska Al- þýðulýðveldisins og N-Kóreu í Asíu. fmislegt í framkomu Rússa við Kin- verja síðar, hefur styrkt þessa skoðun. Hvaða sameiginlegu hags- muna áttu Sovétríkin að gæta með höfuðríki imperíalismans? Helzt virðast þessi stórveldi nú stefna að því, að skipta sem mestu af heim- inum á milli sín í áhrifasvæði, og minnir slíkt óneitanlega all mjög á imperíalisma. Árið 1965 hrósaði bandaríski Nató^-sendisveinninn Harlan Cleve- land Sovétríkjunum fyrir að breyt- ast úr „óstýrlátum og ófyrirleitnum útlaga í ábyrgðarfullan borgara í samfélagi heimsins". Innrás þeirra í Tékkóslóvakíu '68, og eyðilegging þeirrar merki- legu tilraunar, sem þar átti sér stað, virðist helzt mega flokkast sem afturhvarf til Stalínismans. Hafði þó Krústjof ráðizt á Stalín sáluga og kennt honum persónulega um allt, sem miður hafði farið. Innrásin gaf einnig borgaralegum öflum á Vesturlöndum gott tækifæri til að sverta kommúnismann, og vekja til lífsins Rússagrýluna og undirstrika hlutverk Nató. Stað- reyndin er þó sú, að Rússar hafa aldrei farið út fyrir sitt gamla áhrifasvæði með yfirgang og beina íhlutun í innanríkismál þjóða. En hið sama verður „því miður" ekki sagt um „verndara lýðræðis í heim- inum" , Bandaríkjamenn : : „Það fyrir- finnst ekki sá staður í heiminum, að hann sé okkur að öllu óviðkom- andi". (john F. Kennedy, 1960). Sá áróður, sem nú er hafður í frammi, til að lengja dvöl tin- dátanna á Miðnesheiði, er því næsta afkáralegur. Örlög Tékk- óslóvakíu ættu að vera okkur næg ábending. Þá sáum við skýrt, hversú lítið erindi smáþjóð á í hernaðar- bandalag með yfirgangsseggjum og imperíalistum, og hver örlög b£ða hennar, ef hún ætlar að gerast of sjálfstæð gagnvart herrum s£num. I þessu tilviki var þó ekki um að ræða smáþjóð, miðað við Island t.d. Það er löngu yfirlýst stefna Bandarikjanna (og Nató) að berjast gegn kommúnisma, og auðsjáanlega skiptir það þá engu, þótt sú hreyf- ing komi innanfrá, sbr. Vfetnam. Þessi stefna hefur haft ómælanleg og skaðleg áhrif á þróun kommúnismans £ Sovétríkjunum. Enda er nú svo komið, að landið er sjaldan bendlað við kommúnisma, nema til að sverta hann. Stjórn Bandarikjanna leiddi aldrei hugann að þv£, hvaða áhrif stefna hennar hefði á lffskjör almennings £ A-Evrópu og Rússlandi, heldur beið hún aðeins eftir tækifæri til að reisa við fallna borgarastétt þessara landa. En Bandaríkjamenn geta ekki stöðvað þróunina, aðeins tafið hana. Þeir geta barizt £ hundrað ár £ Indók£na, en meðan þeir útrýma ekki öllu l£fi þar, er bar- átta þeirra vonlaus. Hið vestræna samfélag nútimans, þar sem „Þenslan" vex eins og krabbameinsæxli, og félagsleg úrkynjun grefur um sig, er að taka s£na eigin gröf með þv£ að fylgja þessari stefnu. Kapital- isminn krefst styrjalda sér til lifs- viðurværis, og „borgaraleg hugmynda- fræði" kann engin ráð til að aftra þv£. Raunar er orðið „hugmynda- fræði" nánast öfugmæli hér, svo frumstæðar eru þessar kenningar mið- að við dfalektfska efnishyggju, þ.e. „hugmyndafræði MarxismansV. Gott dæmi um þetta er sú stað- reynd, að ef strfðsrekstur Bandarfkjamanna f Indókfna yrði al- gerlega stöðvaður, og þeir misstu bein ftök s£n þar, myndi það leiða til alvarlegs ástands £ efnahagsmál- um þeirra. Til dæmis myndu ol£u- félög og auðhringar vopnaframleið- enda missa bæði iparkaði og hráefna- uppsprettur. Samdráttur yrði f þungaiðnaði. Afleiðingar þess yrðu offramleiðsla á vissum sviðum, aukið atvinnuleysi ásamt skorti á hráefn- um. Kapitalfsku þjóðfélagsformi verður ekki bjargað. Það eru gömul sannindi, að óhjákvæmilegar byltingar hefðu aldrei orðið blóð- ugar, ef ekki hefði verið barizt gegn þeim. Reykjavfk, 27« okt. '73 Jón Árni Friðjónsson

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.