Skólablaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 12
SOVÉTRÍKIN OG SÖSÍALISMINN
s ú grein sem hér birtist er eftir einn
frægasta hagfræðing okkar tíma,Paul M.
Sweezy.Greinin er mikilvægur fengur í
rannsókn á hinni sovésku(og A-Evrópsku )
þjóðfélagsgerð.Við lesturinn er ágætt
að hafa marxíska hagfræði við höndina
(t.d. skilgreininguna á gildislögmálinu)
Rétt er að benda á að gerðar hafa verið
athugasemdir við þessa grein (einnig
varðandi Bettelheim), sem birtust í
bókinni "ER Sovetunionen kapitaliskt?"
eftir Fernad Charlier.
Tilgangur minn með grein þessari er að
að reyna að skýra vandamál sem allt of
oft eru misskilin eða ekki viðurkennd.
Ekki geri ég tilraun til að koma með
afgerandi lausn. Til að ræða megi breyt-
inguna yfir í sósíalisma af skynsemi,
verður að gera sér grein fyrir hvað
átt er við með"sósíalisma". Því miður
es engin almennt viðurkennd skilgreining
til , ekki einu sinni meðal þeirra sem
kalla sig sósíalista.
í upphafi vil ég taka það fram að ég
mun halda mig við það sem kalla mætti
"marxískan skilning". Fyrir marxista
er sósíalisminn ekki lokatakmark,heldur.
þrep í þróuninni frá kapítalisma til
kommúnisma. Menn geta liklega orðið
sammála um hin mikilvægustu einkenni
þess siðarnefnda:þar sem kommúnismi
ríkir,eru stéttir horfnar, ríkið er
horfið, eyðileggjandi verkaskipting er
horfin, móthverfan milli sveita og bæja
og milli andlegrar vinnú og erfiðis-
vinnu hefur verið leyst, skipt er eftir
þörfum o.s.frv.
En menn ættu einnig að geta orðið al-
gjörlega sammála um, að það er ómögu-
legt að hverfa beint frá kapítalisma
til kommúnisma,og að sú þróun néi
yfir söguleg tímabil en ekki nokkur
ár.
A meðan verður að finna markmið, sem
þjóðfélag getur leitast við að ná á
leið frá kapítalisma til kommúnisma,
markmið, sem það getur miðað stjórn-
list sína við og metið fram-og aftur-
för'í þeirra tilliti. Markmið þetta
kallast sósíalismi og þar með hefst
ósamkomulagið.
RlKISVELIN OG FJÖLDINN
Aður en við minnumst frekar á hinn
ýmsa framsetningarmáta sósíalismans,
er enn eitt atriði sem athuga ber.
Fyrir marxista er þetta all til einskis
ef eitt frumskilyrði er ekki uppfyllt:
Verkalýðurinn, þ.e.a.s. öreiga- og
bændastéttin, verður fyrst að taka
ríkisvaldið úr höndum borgarastéttar-
innar.Þetta þýðir ekki aðeins að
fulltrúar verkalýðsstéttarinnar sitji
í ábyrgarmiklum stöðum innan stjórn-
arinnar.Þetta er í sjálfu sér ekki
nægilegt eins og fjölmörg dæmi sósíal-
demókratískra- og "alþýðustjórna"
hafa sannað.Það er einnig nauðsynlegt
24
að ríkisvélin.og fyrst og fremst valda-
tæki hennar , verði áreiðanlegt og sann-
gjarnt vopn í höndum fulltrúa fjöldans.
Hér er nægilegt að vitna i hina frægu
setningu Marx, að: verkalýðsstéttin
getur ekki bara yfirtekið fullmótaða
ríkisvél og notað hana síðan í eigin
þágu. ", og að vitna í hina vafalaust
réttu túlkun Leníns að" skoðun Marx^
sé að verkalýðsstéttin verði að brjóta
niður og eyðileggja hina þegar full-
mótuðu rikisvél , en láta sér ekki
nægja að yfirtaka aðeins stjórn hennar".
Auðvitað má deila um rétta túlkun
orðanna "eyðileggja" og "brjóta niður",
en enginn getur neitað að kjarninn hér
er, að hinni borgaralegu ríkisvél, sem
mótuð er og notuð í þágu borgaralegra
hagsmuna, verði í eitt skipti fyrir öll,
á þennan hátt eða hinn.breytt í tæki í
þágu and-borgaralegra hagsmuna. Þessu
markmiði verður aðeins náð með lang-
vinnum breytingum, bæði með tilliti
til uppbyggingu og starfsliðs.
Hið sérstæða eðli þessarar umbyltingar
hefur breyst og mun alltaf taka breyt-
ingum i samræmi við sögulegar aðstæður.
En vissar almennar kröfur koma alltaf
aftur fram,t.d.að í stað hins borgara-
lega þings og dómstóls komi almennings-
fundir og almenningsdómstólar, að starfs-
menn hersins að meðaltalinni lögreglu,
verði á öllum sviðum skipaðir áreiðan-
legum foringjura, sem valdir eru vegna
stjómmálalegra hæfileika en ekki starfs-
hæfni, og að stórfelld breyting verði á
menntunarkerfinu.
Þegar marxistar tala um að byltir.g hafi
átt sér stað,þá eiga þier við að valda-
taka verkalýðsins hafi átt sér stað og
hin^nátengda(og óhjákvæmilega) breyting
á rikisvélinni, hafi verið framkvæmd.
Sögulega séð og skv. þessum skilningi
hefur atburðarrás allra byltinga
einkennst af valdbeitingu, en valdbeit-
ing er ekki aðalatriðið, og það er ekki
óskynsamlegt að ætla sér að ná fram
byltingarsinnaðri breytingu án vald-
beitingar.Verður þvi að bæta því við,
að þvi meiri sem styrkur byltingar-
aflanna er , því stærri sem vilji og
geta þeirra tilað mæta gagn-byltingar-
sinnuðu ofbeldi með öflugu byltingars-
innuðu valdi, er, þeim mun meiri mögu-
leikar eru fyrir því að kamast megi
hjá ofbeldi.
INNTAK SÖSIALISMANS OG KOMMHNISMANS
Þegar hinum beinu hindrunum hefur verið
rutt ú vegi og hið nýja ríki hefur
hafið þróun í átt til sósíalisma og
kommúnisma, þá verður að sannreyna
spurninguna um kenningar sósíalismans
sem þegar hefur verið drepið á.
1 skóla sem ég var einu sinni í er
fullyrt að hin mikilvægustu einkenni
sósíalismans séu:
a) Helstu framleiðslutæki séu þjóðnýtt.
b) víðtæk efnahagsleg skipulagning.
Sú fullyrðing, að þegar sósíalisma í
þessum skilningi hefur verið komið á,
að þá muni sá kraftur sem í honum býr,
ósjálfrátt leiða hann á næsta stig
þróunnar kommúnismans.
I fljótu bragði fær þessi fullyrðing
marxista til að draga þá ályktun, að
þegar kapítalismi frjálsrar samkeppni
hefur náð fótfestu, þá muni hann
óhjákvæmilega þróast í einokunarauð-
vald. Samt hefur engum tekist að
útskýra i hverju þetta " þróunar-
lögmál" sósíalismans er fólgið.Marx
var mjög skýr og skorinortur um
þróunarl^gmál kapítalismans, hvernig
hann þróaðist frá frjálsri samkeppni
til einokunarauðvalds. En eins og við
munum sjá er engin ástæða til að ætla
að þjóðnýting og stórfelld skipulagning
beini þjóðfélagi endilega í átt að
kommúnisma.
Ef ríki aðhyllist þennan sósíalisma
þ.e.a.s. sem einkennist af þjóð-
nýtingu og skipulagningu, hefur það
vissar afleiðingar fyrir þá stefnu sem
ætlað er að skipuleggja hina sósíalísku
þróun og koma skipulaginu á fastan
grundvöll. Hér má læra af reynslu
Sovétríkjanna.
FJARMAGN og SKIPULAGNING
I Sovétríkjunum var óframkvæmanlegt
að þjóðnýta og skipuleggja, strax
eftir byltinguna.Að vísu voru mikil-
vægir þættir,eins og þungaiðnaður,
bankar,járnbrautir o.s.frv. strax
innlimaðir í nýja ríkisreksturinn,
en þeir voru skipulagðir á ófull-
kominn hátt.En megin hluti þjóðar-
framleiðslunnar var í höndum bænda,
smáiðnrekenda og smákaupmanna, sem
allir tóku þþtt í framleiðslu og
dreifingu vara og voru undirorpnir
gildislögmálinu. Þessi óskaplega vöru-
framleiðsla var aukin og gædd nýju lífi,
þegar hinni nýju fjárhagsáætlun Leníns
var hrundið í framkvæmd, í stað þess
að draga úr eða leggja hana undir sig
strax eftir byltinguna. En við þær að-
stæður sem þá ríktu var þessi stefna
bráðnauðsynleg fyrir lífsviðhald
þjóðarinnar.
Því næst varðtilraunin til að mynda
sósíalisma að togstreytu milli skipu-
lagseðli ríkisrekstursins og einka-
eðli vöruframleiðslunnar.Ríkið leitað-
ist stöðugt við að ná meiri yfirráðum,
bæði innan frá og gagnvart keppinautum
sínum, á meðan hið síðarnefnda barðist
gegn yfirráðum og fylgdi að meira eða
minna leyti "eðlilegri leið" til auk-
innar framleiðslu.( Sjá bók Preobraz-
hensky:"Hin nýja hagfræði".)
Til þess að leysa þessa miklu spennu
milli þessara andstæðu afla varð hin
svonefnda "önnur bylting"- að þessu
sinni að ofan-nauðsynleg.Með stofnun
samyrkjubúanna og byrjun fyrstu þára
áætlunarinnar "vann" ríkisreksturinn
og Sovétríkin urðu fyrsta sósíalíska
samfélag heims.
STALlNISMINN - FJARMAGN
OG FRAMLEIÐSLA
Eftir framkvæmd þessa þáttar leit hin
sovéska stjórn undir handleiðslu
Stálíns á það sem fyrsta verkefni sitt,
að auka sovéskt fjármagn. Þetta^var
talið nauðsynlegt til að Sovétríkin
gætu sigrast á hinum erlendu kapítalísku
óvinum, og til að skapa hinn efnislega
grundvöll bæði í framleiðslu og neyslu
til að nálgast kommúnisma.Stefnan í
heild var mörkuð af vexti fjármagnsins:
allt sem miðaði að skjótum vexti, var
gott, allt það sem hindraði hann var
slæmt.Þessi fjármögnun átti sjálfkrafa
að leiða samfélagið til kommúnisma, og
sú þróun þyrfti beinlínis ekki leið-
sagnar við. Öt frá þessu sjónarhorni
hóf Stalín það sem kalla mætti, hans
eigin nýju hagstjórnarstefnu.Fyrir utan
mikla fjármögnun voru mikilvægustu
þættir stefnu þessarar:l) Valdið varð
einskorðað við toppinn, ekki einungis
í stjórninni og flokknum, heldur líka
hvað varðaði fyryrtækin.Verkalýðurinn
missti þau völd sem gerðu honum kleyft
að hafa áhrif á ákvarðanir sem viðkomu
honum sjálfum og hann var einnig í
starfi sínu undir hörðum og blindum aga.
Samhlið^ þessu var efnisleg þóknun
notuð óspart til að tryggja sem mest
afköst og framleiðslu. Öll merki þess
að hin almenna jafnaðarregla, eða sú
regla Leníns sem bannaði flokksmeðlimum,
hvaða stöðu sem þeir gengdu, að taka
við meiru en faglærðir verkamenn, gilti,
vorúafmáð. Stalín hóf sjálfur harða
hugmyndafræðilega baráttu gegn þessum
jöfnuði, sem hann kallaði afturhaldsama
og smáborgaralega fjarstæðu sem væri
samboðin sértrúarflokki frumstæðra mein-
lætamanna, en hæfði ekki sósíalísku sam-
félagi skipulögðu samkvæmt marxismanum.
Þessi pólitíska stefna stuðlaði áreið -
anlega að vissum skjótum vexti, en hafði
einnig vissar afleiðingar í för með sér
sem voru sennilega óhjákvæmilegar,þ.e.
aukin lagskipting og aukin pólitísk deyfð
fjöldans.Tilhneiging þessi var ógnun
kommúnískri þróun, og það sem mikil-
vægara er hún auðveldaðiað vissu leyti
forréttindahóp skrifstofuveldisins,
og öðrum forréttindahópum í að styrkja
stöðu sína í þjóðfélaginu og í að gera
forréttindi sín arfgeng. Með öðrum
orðum gerði stefna Stalíns, þeim sem
gengdu valdamiklum stjórnmálalegum
embættum, það kleift að stofna nýja
ríkjandi stétt.( Þetta er flókið mál,sem
ekki er hægt að ræða í smáatriðum,
látum okkur nægja að segja, að eign og
erfðaréttur eru ekki eina leiðin til
að láta stéttarstöðu ganga í arf frá
einni kynslóð til annarrar.Kerfisbundin
misréttur varðandi menntunarmöguleika
er önnur leið og kannski sú helzta í
Sovétríkjunum i dag.) Þar sem ég er
sammála Charles Bettelheim, kalla ég
hina nýju ríkjandi stétt "ríkis-
búrgeisa".Þeir eru ekki ráðandi vegna
einkaeignar á framleiðslutækjunum
eins og í kapítalísku þjóðfélagi, heldur
vegna þess að þeir leggja undir sig
ábyrgðarstöðurnar í flokknum, ríkinu
og i efnahagskerfinu, og þeir eru
stétt en ekki bara þjóðfélagshópur,
því börn þeirra hafa miklu meiri mögur
leika á að ná ábyrgðarstöðunum, en
börn annarra í þjóðfélaginu. Hér verður
að drepa á nokkur atriði
Hér verður að drepa á nokkur atriði,
eins og gildi,verð, vörur, peninga
o.s.frv. í sabandi við sósíaliskt sam-
félag, sams konar Sovétríkjunum. Eins
og áður hefur verið sagt voru þessi
grundvallaratriði áfram við lýði og
héldu sínu hefðbundna mikilvægi á
tímabilinu milli byltingarinnar og
sigurs ríkisrekstrarins.
Jvernig var það eftir "síðari bylt-
inguna"? Þá voru,eins og kunnugt er,
þessir gundvallarþættir enn til.jafnt
innan sjálfs ríkisrekstrarins sem og
í afstöðu hans til annars reksturs,
(t.d. samyrkjubúanna og erlendra kap-
ítalista.) En hvers vegna giltu þeir
ínn innan ríkisrekstursins? Eða eins
jg Stalín setti það fram:"hvers vegna
:ölum við um gildi varanna, framleiðslu-
costnað þeirra, verð þeirra o.s.frv.?"
Svhr hans var að vegna áætlunargerðar
væri þetta nauðsynlegt, til að geta
ákvarðað hvort fyrirtæki myndi græða
eða tapa, og til að fylgjast með fyrir-
tækjum. Hann bætti samt við:" En þetta
er einungis hin formelega hlið málsins .
Eins og Bettelheim hefur bent á, hafði
Preobrazhensky þegar skýrt þetta í öll-
um aðalatriðum á sama hátt. Skv. þessum
rökum ákvarðar gildislögmálið ekki
efnislega skiptingu og framleiðslu vara
innan ríkisrekstursins.Þvert á móti er
það notað sem hjálpartæki fyrir ríkið
og skipulagsmiðstöðvar þess til að
koma á eftirliti með hinum ýmsu fyrir-
tækjum, sem öll eru í ríkiseign og
framleiða samkvæmt stjórnun en ekki
eftir kröfum markaðarins.Gildið helzt,
en því er gefið nýtt róttækt inntak.
Það er enginn vafi, að þessi rök-
semd var rétt í aðalatriðum þegar hún
var sett fram.(þ.e.a.s. á tímabili
hinna miðstýrðu skipulagsframkvæmda
(centaliseret administration planlægning)
En þar með er ekki sagt að það hafi
sama mikilvægi í dag. Vegna ástæna sem
ég held-að megi rekja til tilurðar
hinnar nýju ríkisbúrgeisastéttar og
pólitískrar deyfðar fjöldans, áttu
hinar miðstýrðu skipulagsframkvæmdir
í erfiðleikum á áratugnum 1950-1960.
Til að ráða á þessu bót notuðu lönd
Austur-Evrópu, með Júgóslaviu í
fararbroddi, í vaxandi mæli kapítalísk-
ar aðferðir.Það var auðvelt að velja
þessa leið, því að sósíalisminn hafði
ekki leyst þessar aðferðir af hólmi.
Sumir marxistar hafna þessari skilgrei-
ningu af þeim forsendum að raunveru-
legar gildiafstæður geti ekki þrifist
á meðan ríkið ræður yfir framleiðslu-
tækjunum.Ef við grandskoðuðum þetta atr.
myndi það leiða okkur langt út fyrir
ramma þessarar greinar, og því verð ég
að láta mér nægja að stinga upp á nokkrum
atriðum sem yrðu stefnumarkandi fyrir
slíka rannsókn.Skv. niðurstöðum manns
sem hefur rannsakað hiðmjúgóslavneska
efnahagskerfi: Hinni hefðbundnu sósíal-
ísku reglu að "hver fái skv.þörfum",
hefur verið breytt af Júgóslövum og
hún er orðin að" hver fær skv. þeim